Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 13
Láttu ljós þitt skína!
- Vertu sýnilegur
í umferðinni
og sjáðu aðra
25% afsláttur af HELLA ljósavörum
Tilboð: 7.990 kr.
Þessi vinsæli HELLA
ljóskastari með bláu gleri
er kominn aftur.
Mán. til fös. kl. 8 - 18.
Einnig opið í Borgartúni á laugardögum kl. 10 - 14.
Bílanaust er opið:
út febrúar
Sími 535 9000
Borgartúni, Reykjavík.
Bíldshöfða, Reykjavík.
Bæjarhrauni, Hafnarfirði.
Hrísmýri, Selfossi.
Dalbraut, Akureyri.
Grófinni, Keflavík.
Lyngási, Egilsstöðum.
Álaugarvegi, Hornafirði. www.bilanaust.is
ÞÓRÐUR S. Gunnarsson hæsta-
réttarlögmaður og dósent við Há-
skólann í Reykjavík hefur verið
ráðinn forseti lagadeildar Háskól-
ans í Reykjavík. Nám við deildina
hefst næsta haust en ráðgert er að
þá muni allt að 75 nemendur hefja
laganám við Háskólann í Reykja-
vík.
Þórður S. Gunnarsson lauk emb-
ættisprófi í lögfræði frá lagadeild
Háskóla Íslands 1975.
Hann stundaði framhaldsnám á
sviði löggjafar um óréttmæta við-
skiptahætti og samkeppnishömlur
við lagadeild
Óslóarháskóla
1981.
Þórður varð
stundakennari í
viðskiptalög-
fræði og síðar al-
þjóðaviðskipta-
rétti við
viðskiptadeild
Háskólans í Reykjavík í janúar
1999. Hann varð lektor við skólann
1. apríl 1999 og dósent frá 1.
október 2000.
Þórður S. Gunnarsson varð hér-
aðsdómslögmaður 1977, hæstarétt-
arlögmaður 1982 og löggiltur verð-
bréfamiðlari 1993. Hann sat í stjórn
Lögmannafélags Íslands 1982–1984
og í laganefnd félagsins 1984–1988
Þórður er kvæntur Helgu Sig-
þórsdóttur viðskiptafræðingi og
eiga þau eina dóttur, Þórunni
Helgu, nema við MR.
Ráðinn forseti
lagadeildar
Háskólans í
Reykjavík
LÖGREGLAN í Reykjavík skráði
mun fleiri umferðarlagabrot í janúar
heldur en síðustu sex mánuði þar á
undan. Mest er fjölgunin í kærum
fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.
Sé miðað við meðaltal frá júlí til des-
ember 2001 voru í janúar tvöfalt fleiri
kærðir fyrir akstur á móti rauðu ljósi
eða 211. 1.331 voru kærðir fyrir hrað-
akstur sem er 90% aukning. Þá var
151 ökumaður kærður fyrir að færa
ekki ökutæki til skoðunar sem er
aukning um 140%. Mest fjölgaði kær-
um fyrir að virða ekki stöðvunar-
skyldu. Í janúar voru 567 ökumenn
kærðir fyrir slík brot en frá október
til desember 2001 voru að meðaltali
74 ökumenn kærðir og enginn síð-
ustu þrjá mánuði þar á undan. Aukn-
ing nemur því 1440%. Lögreglan ger-
ir ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af
sektum hafi aukist um 22,5 milljónir
af þessum sökum.
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík segir að fjölgun
umferðarlagabrota helgist einkum af
því að eftirlit lögreglunnar var með
öflugasta móti í janúar. Sérstök
áhersla var lögð á hættuleg umferð-
arlagabrot s.s. brot gegn stöðvunar-
skyldu. Hann undrast hve algeng slík
brot eru. Jafnvel þó lögreglubíl sé
lagt við gatnamót brjóti ökumenn þar
gegn stöðvunarskyldu. „Menn virð-
ast vera gjörsamlega sofandi fyrir því
hvað stöðvunarskylda þýðir,“ segir
Geir Jón. Hann minnir á að ökutæki
verða að nema staðar við stöðvunar-
skyldu, ekki dugi að hægja ferðina
áður en farið er yfir.
Á vef lögreglunnar kemur fram að
löggæsla var mun sýnilegri en mán-
uðina á undan. m.a. vegna þess að
lögreglumönnum í Reykjavík fjölgaði
nokkuð um síðustu áramót. Aðspurð-
ur hvort umferðarlagabrotum hefði
ekki frekar átt að fækka en fjölga
með sýnilegri löggæslu sagði Geir
Jón að hann hefði ætlað það. „Fólki
er kannski bara sama þó það sjái lög-
regluna, það brýtur samt af sér. Lög-
reglumenn segja að það sé sama
hvert þeir líta, það er alltaf af nógu að
taka,“ segir hann. „Það kannski virk-
ar ekki þó fólk sjái lögregluna, aga-
leysið er kannski orðið svona al-
gjört.“
Margir á myndum
Umferðareftirlitsmyndavélar í
Hvalfjarðargöngum og á gatnamót-
um í Reykjavík hafa verið mjög mikið
í gangi í janúar en alls var kært fyrir
899 brot sem voru mynduð á slíkar
vélar. Myndavélarnar taka ýmist
mynd þegar ekið er yfir gatnamót á
rauðu ljósi eða of hratt. Í janúar var
kært fyrir samtals 1.542 slík brot
þannig að myndavélarnar stóðu tæp-
lega 60% hinna brotlegu að verki.
Geir Jón segir ekki ákveðið um
fjölgun slíkra véla og í raun verði að
gæta að því að kæra ekki of marga
ökumenn því talsverðan tíma getur
tekið að ljúka innheimtu sekta. Þá
minnir hann á að einungis þeir sem
brjóta af sér lendi á mynd.
Kærur vegna umferðarlagabrota óvenju margar í janúar
567 ökumenn virtu
ekki stöðvunarskyldu ÁKVEÐIÐ hefur veriðað gefa þeim, sem
minnast vilja Mar-
grétar Bretaprinsessu,
er lést um liðna helgi,
tækifæri til að koma á
framfæri samúðar-
kveðjum.
Minningarbók hefur
verið komið fyrir í bú-
stað sendiherra Bret-
lands við Laufásveg 33
í Reykjavík og geta
menn ritað nöfn sína í
hana á milli kl. 14 og 16
í dag, þriðjudag.
Þeir, sem þess æskja
geta og sent bresku
konungsfjölskyldunni
samúðarkveðjur í
tölvupósti. Slóðin á
Netinu er www.roy-
al.gov.uk og verður
þeim kveðjum komið til
ættmenna prinsess-
unnar.
Minningarbók um
Margréti prinsessu