Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 21

Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 21 TAP Íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. á fjórða ársfjórðungi ársins 2001 nam 211 milljónum króna. Munar þar mestu um aukningu á óbeinni niðurfærslu á óskráðum hlutabréf- um í eigu félagsins um 125 milljónir króna en áður hafði félagið fært nið- ur óskráða hlutabréfaeign um 1.050 milljónir króna. Gengislækkun skráðra hlutabréfa nemur 20 millj- ónum króna á ársfjórðungnum og innleyst tap af sölu hlutabréfa á tímabilinu nemur 74 milljónum króna, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Íslenska hugbúnað- arsjóðnum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á laugardag nam tap ársins 1.589 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 21 milljón króna tap árið 2000. Innleyst tap Íslenska hug- búnaðarsjóðsins hf. á árinu 2001 eft- ir skatta nemur 125 milljónum króna samanborið við 7 milljóna króna tap á árinu 2000. Óinnleyst gengislækk- un á skráðum hlutabréfum í eigu fé- lagsins nemur 289 milljónum. Til við- bótar þessu er gerð óbein niður- færsla á hlutabréfasafninu að upp- hæð 1.175 milljónir króna. Tap árs- ins til lækkunar á eigin fé nemur því 1.589 milljónum króna. Heildareign- ir félagsins nema 1.537 milljónum króna í árslok 2001 sem er lækkun um 948 milljónir frá upphafi ársins og nemur eigið fé nú 1.209 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall er 79% og innra virði hlutafjár 2,24. Félagið eignfær- ir ekki skattalegt tap en það nemur 257 milljónum króna í árslok. Tap ársins væri 1.332 milljónir króna m.v. 18% tekjuskattshlutfall væri slíkri eignfærslu beitt. Eigið fé minnkar um 50% milli ára 0,1 !, 0,1, &      2! , &        3 !' * 1  4  !'  !, 5!+   6      7  +8  &      (&$ +8 +1 !  7  +,1  +  /  0  10 213 21454  1/ 67  274 07809                                      !"" # !"" # !"" #      611 611                      EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf. keypti í gær hlut í Þróunarfélaginu hf. af Fjárfestingafélaginu Straumi að nafnvirði ríflega 183 milljóna króna. EFA hf. átti ekkert í fé- laginu fyrir en eignarhlutur þess er nú 16,65%. Samninga- viðræðum á vettvangi stjórna Þróunarfélags Íslands og Eign- arhaldsfélagsins Alþýðubank- inn um mögulegan samruna fé- laganna var nýlega hætt þar sem ekki náðist samkomulag um skiptahlutföll í sameinuðu félagi. Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri EFA, þvertekur fyrir að EFA sé með þessum kaupum að taka yfir stjórn Þró- unarfélagsins, enda dugi ríf- lega 16% hlutur ekki til þess. Hann segir að Straumur hafi nánast einvörðungu fjárfest í skráðum bréfum og því sé varla óeðlilegt að Straumur selji sín bréf til EFA með þessum hætti, sérstaklega ef til greina kemur að félögin sameinist. Eignasafn EFA samanstandi fyrst og fremst af óskráðum bréfum. Aðspurður hvort hugs- anlegt sé að sameiningarvið- ræður við Þróunarfélagið hefj- ist að ný segir Ásmundur að það verði að meta þegar ýmsar aðrar forsendur skýrist en þessi hlutabréfaviðskipti ættu að greiða fyrir því að svo geti orðið. EFA kaup- ir 16,65% í Þróunar- félaginuÞÓRÐUR Friðjónsson mun takavið starfi forstjóra Verðbréfaþings Íslands frá byrjun apríl næstkom- andi. Þórður hef- ur verið forstjóri Þjóðhagsstofn- unar undanfarin 15 ár. Þórður segir í samtali við Morgunblaðið að breyting á starfsvettvangi leggist vel í sig en ráðningin hafi átt sér stuttan aðdraganda. „Nú er ágætur tími fyrir mig að breyta til og takast á við ný verkefni. Verð- bréfaþingið er grundvallarþáttur í fjármálakerfinu og ég hlakka til að helga mig því verkefni að efla þingið eins og hægt er.“ Helena Hilmarsdóttir hefur gegnt starfi forstjóra VÞÍ frá því Finnur Sveinbjörnsson lét af störf- um forstjóra í síðasta mánuði. Stjórn Verðbréfaþings Íslands til- kynnti um ráðningu Þórðar Frið- jónssonar í gær. Í tilkynningu frá Verðbréfaþingi Íslands kemur m.a. fram að Þórð- ur gegndi stöðu ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu frá apríl 1998 til september 1999, í leyfi frá Þjóðhagsstofnun. Þar áð- ur var hann efnahagsráðgjafi for- sætisráðherra og á sama tíma kennari við Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Þórður hefur fyrir Íslands hönd verið m.a. í hagstjórnarnefnd OECD og í bankaráði Evrópu- bankans. Jafnframt er Þórður for- maður samstarfsnefndar íslenskra stjórnvalda, Landsvirkjunar, Norsk Hydro og íslenskra fjár- festa um byggingu álvers við Reyðarfjörð. Þórður hefur M.A.- gráðu í hagfræði frá Queen’s há- skóla í Kanada og cand.oecon- gráðu frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Þórður Friðjónsson verður forstjóri Verðbréfaþings Þórður Friðjónsson HLUTABRÉF í Arcadia hækkuðu enn í verði fyrri part dags í gær og fór verðið í 292 pens en lækkaði þeg- ar leið á daginn. Lokaverð bréfanna var 286 og er það 1,37% lækkun frá sl. föstudegi. Þá var lokaverðið 290 pens og hafði verð bréfanna þá hækkað um 12,8% á vikutíma, frá því að tilkynnt var um slit á yfirtöku- viðræðum fyrirtækisins við Baug. Verð hlutabréfanna hefur hækkað jafnt og þétt frá því að upp úr við- ræðunum slitnaði en breskir verð- bréfamiðlarar hófu þá að mæla með kaupum á hlutabréfum í Arcadia eft- ir langa biðstöðu. Arcadia Hlutabréf lækkuðu um 1,37% REKSTRARÁÆTLUN Búnaðar-bankans fyrir árið 2002 gerir ráð fyr- ir 2.500 milljóna króna hagnaði eftir skatta. Þetta kom fram á kynning- arfundi í bankanum í gær. Á fundinum var farið yfir stefnu og framtíðarsýn bankans, m.a. með tilliti til fyrirhugaðs samruna við Gildingu fjárfestingarfélag. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði að með samrunanum myndi eigið fé bankans hækka um rúma 3 milljarða króna og heildareignir aukast um rúma 6 milljarða króna. Eins opnaði samruninn fyrir möguleika til auk- inna umsvifa. Þannig verði hægt að auka útlán bankans um allt að 40% án þess að eiginfjárhlutfall fari niður fyrir 10%. Samrunanum fylgdi auk þess aukinn stærðarhagkvæmni og bankinn yrði betur í stakk búinn til að sinna stórum viðskiptavinum, enda myndi með samrunanum draga sam- an með Búnaðarbankanum og hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum. Eignarhlutur ríkisins í sameinuðu fé- lagi verður 55%. Í rekstraráætlun Búnaðarbankans fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir 2.500 milljóna króna hagnaði fyrir skatta af starfsemi bankans. Gert er ráð fyrir 14% útlánaaukningu og að efnahagur bankans verði um 240 milljarðar í árslok og eigið fé um 16-17 milljarðar. Árni sagði að afkoma bankans á síð- asta ári hafi verið í takt við áætlanir en afkoman verður kynnt hinn 18. febrúar. BÍ gerir ráð fyrir 2,5 milljarða króna hagnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.