Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 23

Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 23 Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á Íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Tekur einnig Diners og VN kort.NÝTT Helgarleiga / Langtímaleiga KENNETH Lay, fyrr- verandi forstjóri og yf- irframkvæmdastjóri bandaríska orskusölu- fyrirtækisins Enron, mun neita að bera vitni í dag, þegar hann kem- ur fyrir þingnefnd sem rannsakar gjaldþrot fyrirtækisins og meint misferli yfirmanna þess, að því er fulltrúi Lays greindi frá. Lay var stefnt fyrir tvær rannsóknarnefndir eft- ir að hann hætti við að bera vitni sjálfviljugur í síðustu viku. „Að ráði lögfræðinga sinna mun Lay nýta sér réttindi sín samkvæmt fimmta viðaukanum,“ sagði fulltrúi Lays, Kelly Kimberly. Fimmti við- auki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um réttindi manna til að bera ekki sakir á sjálfa sig. Skilling sekur um meinsæri? Gjaldþrot Enron í desember sl. er eitt það umfangsmesta í sögunni. Þúsundir starfsmanna misstu vinn- una, og mikill fjöldi starfsmanna og fyrrverandi starfsmanna glataði öllu sparifé sínu, sem var bundið í hluta- bréfum í Enron, en þau eru nú verð- laus. Í ljós hefur komið að nokkru áð- ur en gert var uppskátt um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins höfðu yfirmenn þess selt hlutabréf sín og hagn- ast um miklar fúlgur. Jeffrey Skilling, sem var yfirframkvæmda- stjóri Enron á undan Lay, bar vitni í síðustu viku, en margir þing- menn segja að þeir hafi ekki trúað vitnisburði hans. Skilling bar að hann hefði talið að fjár- hagsstaða Enron væri traust þegar hann hætti hjá fyrirtækinu í ágúst sl., og hefði ekk- ert vitað um vafasama kaupsýslu er talin er hafa leitt til gjaldþrotsins. Þingmaðurinn Billy Tauzin sagði að Skilling kynni að eiga á hættu að verða lögsóttur fyrir meinsæri. „Við fengum engar aðrar upplýs- ingar en þær, að [Skilling] taldi sig vera mun snjallari en alla í Wash- ington, og að hann gæti bara komið og sagt okkur hvað sem er og við myndum trúa því,“ sagði Tauzin. „Ég er hræddur um að með þessu kunni hann að hafa komið sér í laga- leg vandræði.“ Bruce Hiler, lögmaður Skillings, sagði um ummæli Tauzins: „Okkur er brugðið vegna þeirra ógrunduðu ásakana er lagðar eru fram í garð umbjóðanda okkar af hálfu manna sem eru í þeirri stöðu að þeir mega vita hversu fráleitar þær eru.“ Rannsóknin á gjaldþroti Enron Lay mun neita að svara Washington. The Los Angeles Times. Kenneth Lay TUGIR þúsunda Írana mótmæltu í gær stefnu Bandaríkjanna og minntust þess um leið, að 23 ár eru liðin frá íslömsku byltingunni í Ír- an. Í ræðu, sem Mohammad Khat- ami, forseti landsins, hélt, hvatti hann „óþroskaða leiðtoga“ Banda- ríkjanna til að „vakna“ og breyta afstöðu sinni gagnvart Íran. „Við skulum vona, að leiðtogar Bandaríkjanna vakni og breyti stefnu sinni gagnvart Íran. Besta svarið við hótunum óþroskaðra leiðtoga er þátttaka ykkar í þess- um mótmælum, með öðrum orðum efling lýðræðisins,“ sagði Khatami. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur kallað Íran, Írak og Norður-Kóreu „möndul hins illa“ og sakað Írani um að róa undir í Afganistan, að hafa skotið skjóls- húsi yfir talibana og liðsmenn al- Qaeda og stutt hryðjuverkamenn. Khatami er leiðtogi hófsamra afla í Íran og hefur átt í miklum útistöðum við harðlínuklerkana. Í ræðu sinni í gær sagði hann, að vissulega væru skoðanir skiptar í samfélaginu og óánægjan mikil en allir landsmenn stæðu nú samein- aðir um hið íslamska lýðveldi. Tilbúnir að deyja Mikill hatursáróður gegn Banda- ríkjunum var hafður á lofti í mót- mælagöngunni í Teheran en talið er, að 300 til 400.000 manns hafi tekið þátt í henni. Fundir voru einnig í öðrum borgum og bæjum í landinu. Kváðust þúsundir stuðn- ingsmanna erkiklerksins Ali Khameneis vera tilbúnar að deyja í átökum við Bandaríkjamenn. Mótmælin í gær voru á lokadegi „Tíu-daga-dögunarinnar“ en sú há- tíð er haldin á ári hverju til að minnast íslömsku byltingarinnar árið 1979. Reuters Mótmælin gegn Bandaríkjunum í Teheran í gær. Talið var, að 300 til 400.000 manns hefðu tekið þátt í þeim. Mótmæli gegn Banda- ríkjunum í Íran Teheran. AFP, AP. Khatami hvetur „óþroskaða leiðtoga“ til að „vakna“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.