Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VIÐ vorum með opið á öll-um söluskrifstofum okkar, í Reykjavík,Keflavík, á Akureyri,
Selfossi og í Vestmannaeyjum, auk
þess sem við kynntum ferðirnar í
Kringlunni og Smáralind. Við höf-
um líklega dreift um 15 þúsund
bæklingum og fólk hikaði ekki við
að bóka ferðir strax. Hagstæðustu
tilboðin ruku út,“ segir Hörður
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Úrvals-Útsýnar.
Hörður segist mjög ánægður
með viðtökurnar. „Núna var fólk að
nýta sér ódýrustu ferðirnar til sól-
arlanda, sem hafa alltaf selst upp á
fyrstu dögunum. Portúgal, Mall-
orka, Benidorm og Krít njóta mik-
illa vinsælda.“
Hörður segir að Úrval-Útsýn
bjóði nú vikulegt leiguflug til
Benidorm, sem áður var eitt höf-
uðvígi Samvinnuferða-Landsýnar
sem varð gjaldþrota á liðnu ári.
„Skarðið sem Samvinnuferðir-
Landsýn skildu eftir sig hefur verið
fyllt og einnig skarðið sem Ferða-
skrifstofa Reykjavíkur skildi eftir
sig, því við bætum við þrjú þúsund
sætum á Alicante.“
Sólarlönd og Norræna
Anton Antonsson, framkvæmda-
stjóri Terra Nova-Sól, segir að allan
sunnudaginn hafi verið fullt út úr
dyrum á ferðaskrifstofun
dreifðum tíu þúsund bækl
viðskiptavina, sem hafa lan
áhuga á sólarlandaferðum,
sem ferðir með Norrænu n
andi vinsælda. Við bjóðum
Portúgals, til Salou á Spán
og Suður-Frakklands, sem
til sólarlanda. Svo bjóðum
arhús í Þýskalandi og í Da
Sala í þau er hins vegar
mikil og til sólarlanda. Þar
Portúgal upp úr. Bæði er
dvelja þar og svo bjóðum
mjög gott íbúðahótel í Albu
auki hefur verðið á ferðum
Portúgals lækkað frá í fyrr
til Frakklands eru á sama
Ferðaskrifstofur hófu að kynna sumarl
Þúsundir
bæklinga og
fjöldi bókana
Á ströndinni í Sitges
Ferðaskrifstofur voru flestar með opið hús
um helgina og kynntu framboð á sumar-
leyfisferðum. Forsvarsmenn þeirra segja
að Íslendingar séu spenntastir fyrir sólar-
landaferðum að vanda.
SAMKVÆMT upplýsingumfrá Félagi heyrnalausrahefur hin nýja samskipta-tækni stóraukið atvinnu-
tækifæri þeirra u.þ.b. 250 Íslend-
inga sem eru
heyrnarlausir.
Heyrnarlausir og
heyrnarskertir taka
nú margir að sér
verkefni sem þeir
geta unnið í gegnum
tölvupóst og t.d. fá
heyrnalausir iðnað-
armenn SMS-skila-
boð um verkefni sem
bíða þeirra.
„Þetta er algjör
bylting í heimi okkar
heyrnalausra. Bara
fyrir nokkrum árum
mættum við mjög
miklum hindrunum í
samskiptum al-
mennt, svo ekki sé
talað um samskipti til útlanda. En
tilkoma tölvupóstsins, SMS-skila-
boða og [spjallrásarinnar] MSN
hefur gjörbreytt okkar lífi,“ segir
Berglind Stefánsdóttir, skólastjóri
Vesturhlíðarskóla í Reykjavík. Í
skólanum eru 18 heyrnalausir eða
mjög heyrnaskertir nemendur á
aldrinum 6–15 ára sem allir hafa
táknmál að sínu móðurmáli.
Ekki háð hljóðum
„Áður fyrr voru svo gríðarlegar
hindranir. Við gátum varla haft
samskipti við heyrandi fólk og þau
voru alls ekki almenn og aðgengi-
leg. Ef okkur vantaði einföldustu
upplýsingar til dæmis frá bankan-
um okkar þá vorum við alltaf háð
því að einhver heyrandi sæi um
samskiptin fyrir okkur,“ segir
Berglind. Í dag geti heyrnarlausir
séð um þessi samskipti
sjálfir með því að nota
tölvupóst, SMS-skila-
boð eða spjallrásir á
Netinu og hentar
spjallrásin MSN sér-
staklega vel. Á MSN
geti heyrnarlausir átt
óhindruð og milliliða-
laus samskipti við heyr-
andi fólk sem hafi verið
miklum erfiðleikum
bundið áður. „Allt eru
þetta tæki sem ekki eru
háð hljóðum,“ segir
Berglind og nýtast því
heyrnarlausum sem
heyrandi.
Berglind segir að
tækniþróunin sé svo
gríðarlega hröð að heyrnarlausir
verði að hafa sig alla við til að fylgj-
ast með helstu nýjungum. „Áður
fyrr kunnum við ekkert á tæknina
enda hentaði hún okkur ekki. Í dag
erum við mörg algjörir tækjafíkl-
ar,“ segir Berglind og á það ekki
síst við hana sjálfa. GSM-síminn
hennar er af gerðinni Nokia 9210
sem er búinn lyklaborði og litaskjá.
Með honum getur hún sent og tekið
á móti tölvupósti sem hún notar
jafnt vegna vinnu sinnar og ábyrgð-
arstarfa og til samskipta við vini og
kunningja.
Myndsímar hafa tekið miklum
framförum en notkun þeirra er því
Tölvupóstur, SMS-skilaboð og spjallrási
„Algjör bylting
okkar heyrnarl
Tölvupóstur, spjallrásir og ekki síst
SMS-skilaboð hafa stóraukið möguleika
heyrnarlausra til samskipta bæði sín
á milli og við heyrandi fólk.
Sindri Jóhannesson, Sun
neme
Berglind
Stefánsdóttir
LÍKT og margir aðrir ís
unglingar nota þau Gunn
Björn Jónsson, Sindri Jó
esson og Sunna Dögg Sc
nemendur í Vesturhlíðar
SMS-skilaboð mikið í sam
skiptum sín á milli. Skila
ganga ótt og títt á milli
félaga, vina og kunningj
ekki síður við foreldra. H
sama má segja um tölvup
spjallrásina MSN.
„Ég nota tölvupóstinn
segir Sunna Dögg Schev
nota MSN líka ef ég er a
Skilab
ganga
JAFN LÍFEYRISRÉTTUR
HÆTTULEGAR FREISTINGAR
Það er vandasamt að vera ung-lingur í dag, og enn vanda-samra að vera foreldri, að
minnsta kosti ef miðað er við upplýs-
ingar sem komu fram í úttekt Morg-
unblaðsins um unglinga um helgina.
Þar kemur fram að unglingar séu
orðnir að sérstökum neysluhópi sem
hægt er að selja bæði margvísleg lífs-
gæði og afþreyingu, en einnig
ákveðna ímynd sem fyrirmynd að
hegðun þeirra.
Lengi hefur verið reynt að vernda
börn fyrir því að verða að sérstökum
neysluhópi en nú virðist sem sú vernd
nái ekki til unglinga. Netið hefur haft
mikil áhrif á aðgengi unglinga að ým-
iss konar óæskilegu efni. Í fyrsta lagi
er aðgangur að ýmiss konar klámi og
ofbeldi á Netinu almennur, og eins
hefur reynslan sýnt að spjallrásir
geti reynst hættulegar unglingum, og
eru þess dæmi að kynni unglings við
aðra einstaklinga á spjallrásum hafi
endað sem kynferðisbrotamál.
Fleira hefur þó áhrif á unglinga og
eiga fjölmiðlar stóran þátt í að móta
sjálfsmynd þeirra. Sérfræðingar
benda á að framleiðendur kvikmynda
og myndbanda, höfundar tískuljós-
mynda og útgefendur tónlistartexta
og tímarita geri markvisst út á kynlíf
og eigi þátt í að breyta sjálfsmynd
unglinga í þá átt að hlutgera ungar
stúlkur sem kynverur í auknum mæli.
Þessar breytingar hafa meðal ann-
ars haft þær afleiðingar að kynhegð-
un unglinga hefur breyst eins og
fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag
og eru þau til dæmis yngri þegar þau
byrja að stunda kynlíf. Tíðni kyn-
sjúkdóma eins og klamydíu hefur
aukist meðal yngsta aldurshópsins og
svo virðist sem ungar stúlkur verði
fyrir þrýstingi um að vera þátttak-
endur í hópkynlífi. Þar eigi eldri
drengir oftast hlut að máli, sem og
misnotkun áfengis og fíkniefna.
Aðgengi unglinga að fíkniefnum
hefur einnig stóraukist. Í umfjöllun
Morgunblaðsins kom m.a. fram að
menntaskólanemar væru meðal
þeirra sem seldu fíkniefni og þeirra
væri meðal annars neytt á skólatíma.
Tölur frá SÁÁ sýna ennfremur að
fjöldi unglinga sem leitar sér með-
ferðar vegna ofneyslu fíkniefna og
áfengis eykst ár frá ári.
Það er vissulega ýmislegt jákvætt
sem á sér stað í lífi unglinga á hverj-
um degi, en það sem hér er upptalið
eru nýjar ógnir í umhverfi unglings-
ins sem foreldrar vita oft og tíðum
ekki af. Það er grafalvarlegt þegar
unglingar á grunnskólaaldri eru farn-
ir að neyta fíkniefna og stunda kynlíf
vegna þrýstings frá umhverfinu. En
hvað skal til bragðs taka? Hvernig á
að snúa við áralangri þróun, þar sem
bilið milli unglinga og foreldra
breikkar stöðugt?
Sérfræðingar telja að vandamál
sem þessi stafi meðal annars af því
hve litlum tíma unglingar eyða með
foreldrum sínum. Á síðustu áratugum
hefur atvinnuþátttaka kvenna aukist
verulega og í dag stunda báðir for-
eldrar fulla vinnu á flestum heimilum.
Sérfræðingarnir telja nauðsynlegt að
vinnumarkaðurinn taki mið af fjöl-
skyldum með börn og geri starfsum-
hverfi sveigjanlegra svo foreldrar
geti eytt meiri tíma með börnum sín-
um og unglingum.
Umræða um unglinga snýr oft og
tíðum að því sem er neikvætt. Líkleg-
ast eru þó flestir sér meðvitandi um
að unglingar eru hæfileikaríkir ein-
staklingar sem flestir eiga framtíðina
fyrir sér. Umræða sem þessi, þótt
klisjukennd sé, getur þó ekki á nokk-
urn hátt skaðað unglingana sjálfa,
heldur þvert á móti stuðlað að því að
þessi dýrmæti hópur sé ekki látinn
afskiptur. Eftirlitslaus ungmenni sem
lítil tengsl hafa við foreldra sína eru
líklegast stærsti áhættuhópurinn og
því ætti að vera markmið allra for-
eldra að styrkja tengslin við ung-
lingana sína. Þeir fyrrnefndu voru
víst allir einhvern tíma unglingar
sjálfir.
Sú var tíðin, að opinberir starfsmennnutu betri lífeyrisréttinda en al-
mennir launþegar. Sá munur var rétt-
lættur með því, að launakjör opinberra
starfsmanna væru verri en launakjör á
almennum vinnumarkaði.
Það er liðin tíð og nú hefur launamun-
ur á milli almenna vinnumarkaðarins og
hins opinbera verið leiðréttur svo að
varla heldur nokkur maður því fram, að
almennt séu betri launakjör á almenn-
um vinnumarkaði. Hið sama virðist hins
vegar ekki eiga við um lífeyrisréttindin.
Í samtali við Morgunblaðið sl. laug-
ardag sagði Birgir Björn Sigurjónsson,
sem sæti á í launanefnd sveitarfélaga,
m.a.: „Sú stefna var mörkuð og ég hélt
að það hefði verið sameiginleg stefnu-
mörkun ríkisins og sveitarfélaganna að
jafna lífeyriskjörin milli allra launa-
manna. Þess vegna ákváðu sveitarfélög-
in vorið 2000 að bæta kerfisbundið líf-
eyrisréttindi ASÍ-félaganna en vera
ekki að breikka muninn aftur með því að
gera samninga um viðbótarlífeyris-
sparnað við opinbera starfsmenn. Ríkið
breytti svo um stefnu á miðri leið og hélt
áfram þessum mun á lífeyrisréttindum
milli ASÍ-manna og opinberra starfs-
manna. Það kom okkur reyndar alveg í
opna skjöldu vegna þess að milli okkar
hafði verið rætt um hið gagnstæða.“
Af þessu tilefni sagði Gunnar Björns-
son, formaður samninganefndar ríkis-
ins, í samtali við Morgunblaðið sl. laug-
ardag: „Ríkisstjórnin hafði verið að
mælast til þess, að innlendur sparnaður
yrði aukinn. Samtök atvinnulífsins og
fleiri töldu að þessi aðferð væri mjög
góð til að auka innlendan sparnað.
Menn mátu það svo, að ríkið gæti ekki
skorast undan út frá þessu sjónarhorni.
Menn gerðu sér hins vegar grein fyrir
því, að þetta viðhéldi þessum réttinda-
mun, sem hefur verið í lífeyrismálum.“
Það er auðvitað alveg ljóst, að laun-
þegar á hinum almenna vinnumarkaði
munu ekki sætta sig við þessa niður-
stöðu. Þeir sem skattgreiðendur hafa
sætt sig við að launakjör á almennum
vinnumarkaði og hjá hinum opinbera
yrði jafnaður og það hefur verið gert í
stórum dráttum. En að sjálfsögðu munu
þeir ekki sætta sig við að sá réttinda-
munur í lífeyrismálum, sem á sínum
tíma var rökstuddur með vísan til
launamunar, standi óbreyttur þegar sá
launamunur hefur verið jafnaður.
Ummæli Gunnars Björnssonar kalla
á skýringar frá ríkinu.