Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ E f þetta væri borg þá rataði maður um hana eins og staf- rófið. En þetta er engin borg og ég er alltaf að villast. Ég geng heiman frá mér, aust- ur Vesturgötuna. Hellulögnin er regluleg og ég gleymi mér um stund. Á hægri hönd er forn- bókabúð Braga. Ég staðnæmist alltaf við gluggann en fer aldrei inn. Nema einu sinni, og keypti þá Borgarlíf eftir Ingimar Erlend Sigurðsson í gulu bandi. Það var ekki auðvelt að finna hana en ég var heldur ekki að leita sérstaklega að henni. Hafði bara ætlað að næla í hana við tækifæri. Hún var flokkuð meðal skáld- sagna. Það er annars aldrei að vita hvar bækur lenda í hillum fornbókasala. Flokkunarkerfi þeirra stangast í mikilvægum at- riðum á við hina línulegu, röklegu og sjónrænu röð og reglu sem Gutenberg innleiddi í hugsun og skipulag mannsins með uppfinn- ingu sinni fyrir fimm hundruð ár- um. Bókastaflinn í miðri búðinni hefur að vísu sjónræna skírskotun til stórborgarinnar þar sem hann manhattar yfir hausamótum og fyllir mann lotningu. En það er falskt öryggi og skammvinnt því skipulag staflans er óþýðanlegt úr höfði skapara hans og maður gengur þessa blokk á þremur sek- úndum. Við kassann segir Bragi viðstöddum kaffigesti að Borg- arlíf hafi þótt góð bók á sínum kalda stríðs tíma og ekki vakið minni umræðu en Höfundur Ís- lands. Ég geng áfram í austur, finn ekki taktinn í hellulandslaginu og verður hugsað til litla og snotra hússins hans Benedikts Gröndal hinum megin götunnar á númer 16. Það er nú falið bak við stórt steinsteypt hús sem byggt var í garði Gröndals, auðvitað í óþökk hans. Í Dægradvöl, ævisögu sinni, segir skáldið tuttugu menn á eftir sér í blöðunum með „meiðyrðum, skömmum, hnútum og ónotum“ þótt hann segist ekki hafa lagt persónulega til nokkurs manns. Kauðar þessir höfðu af honum skáldastyrkinn og garðinn „með refjum og lygum og yfirgangi,“ eins og segir í sögunni. Kannski er þetta ekki sama húsið og fyrst var reist í garði skáldsins en það stendur svo nærri húsi þess að þangað inn berst varla mikið dagsljós. Það er gluggalaust á gaflinum eins og svo mörg hús sem byggð voru í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar. Það átti að byggja þétt. En sú hugsjón varð ekki langlíf. Fljótlega var tekið að dreifa byggðinni upp um holt og hæðir. Reyndar er þétt- leiki byggðar hvergi meiri en ein- mitt í þessum nýju hverfum borg- arinnar. Það varð til ný hugsjón um staðbundna þéttingu byggðar. Allt að þrjú hundruð metra langar blokkir fyrir láglaunafólk risu með gluggalausum göflum. Hug- myndin var góð því það má alltaf bæta við endaleysuna þegar kreppir að í þjóðlífinu. Áður en ég veit af stend ég á gatnamótum Vesturgötu, Að- alstrætis og Hafnarstrætis. Eng- um skáldsagnahöfundi hefur tekist að skapa jafn flókinn þrí- hyrning með jafn óljósum skilaboðum. Þetta er magnaðasti orkupunktur borgarlíkamans. Hér má maður eiga von á hverju sem er. Ég nem ávallt staðar og dreg djúpt andann. Ef eitthvað gerist ætla ég ekki að missa af því. Ofan í mig lýstur hugmynd að kvikmynd sem gerist öll á þessum stað. Hún myndi lýsa inn í líf borgarbúa sem allir sem einn tækju ranga ákvörðun á af- drifaríkum tímamótum. Um gatnamótin væri stöðug umferð bíla sem væru sífellt að rekast á. Menn skeggræddu um réttindi og rangindi en rökleysa gatnamót- anna afvegaleiddi þá og skapaði óleysanlega spennu sem brytist að lokum út með voveiflegum hætti. Myndin gæti heitið Líf í borg eins og kosningabæklingur Sjálfstæðisflokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar árið 1974. Einmitt það vor flutti ég sex ára heim til Íslands. Ég vaknaði snemma morguns áttavilltur í íbúð frænku minnar vestur í bæ. Sólin kom upp í stofuglugganum sem sneri í vestur. Ég lagðist aft- ur til svefns viss um að á þessu landi væri engu að treysta. Ég geng skáhallt yfir gatna- mótin til þess að finna kraftinn sem streymir frá þessum kontra- punkti borgarskipulagsins. Það rýkur úr öndvegissúlunum á Ing- ólfstorgi og í sjoppunum tveimur er slæðingur af fólki að borða hamborgara og ís. Annars er eng- an að sjá. Og heldur ekki í Aust- urstræti. Ég fæ á tilfinninguna að það sé fylgst með mér. Í mann- fæðinni er maður aldrei einn. Ég mjaka mér í austurátt og finn að göngulagið verður bjagað við það að einhver kunni að vera að horfa. Ég er heldur ekki búinn að átta mig á þessum nýju hellulögnum. Og hvers vegna þessir pollar og þessir teprulegu ljósastaurar með gulllituðum skermum? Mér verð- ur litið í gegnum „borgarhliðið“ í austurenda strætisins og fyllist depurð. Ég beygi inn Pósthússtræti. Nú hef ég gleymt hvert ferðinni var upphaflega ætlað og stefni inn á Austurvöll til að ná áttum. Þar sem ég stend við hliðina á Jóni Sigurðssyni og hugleiði hvert skuli halda heyri ég mikið öskur. Það er drukkinn maður á bekk sem steytir hnefann að Alþing- ishúsinu: „Þetta eru tóm fífl!“ Ég hraða mér burt og hrasa nánast um stöpulinn hans Jóns í óða- gotinu. Þá man ég erindið. Það vantar brauð. En hér í bænum er ekki lengur neitt bakarí og ég held aftur heim að sækja bílinn. Borgar- villur Áður en ég veit af stend ég á gatna- mótum Vesturgötu, Aðalstrætis og Hafnarstrætis. Engum skáldsagna- höfundi hefur tekist að skapa jafn flókinn þríhyrning með jafn óljósum skilaboðum. Þetta er magnaðasti orkupunktur borgarlíkamans. Hér má maður eiga von á hverju sem er. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is NÚ ER sá tími hafinn í Háskóla Íslands þegar stúdentum gefst kost- ur á því að velja þá fulltrúa sem þeir telja best að standi vörð um hagsmuni þeirra í stúdentaráði Há- skóla Íslands. Einnig er í ár kosið um fulltrúa stúdenta í háskólaráði. Í ár fara kosningarnar fram dagana 20. og 21. febrúar og vonumst við Vökufólk til þess að sem flestir stúdentar sjái ástæðu til þess að taka þátt í kosningunum og láta af- stöðu sína í ljós. Stúdentar eiga mörg sameiginleg hagsmunamál. Að mati okkar í Vöku er þó eitt hagsmunamál sem stendur ofar öðrum – og er í raun eina hagsmunamálið sem öllum stúdentum er sameiginlegt. Það er að námið sem boðið er upp á við Há- skóla Íslands sé fyrsta flokks. Þess vegna setur Vaka kennslumál á oddinn. Umbætur í samstarfi við kennara Umfjöllun forrystumanna stúd- entaráðs einkennist oft af bölmóði og úrræðaleysi. Slíkur málflutning- ur er beinlínis hættulegur fyrir Há- skóla Íslands. Við teljum nauðsyn- legt að stúdentar leitist við að vera hluti af lausnum á vandamálunum – í stað þess að einblína eingöngu á vanda- málin. Vaka telur að stúdentaráð geti beitt kröftum sínum í mjög auknum mæli að því að þrýsta á um umbætur í starfsháttum Háskóla Íslands og unnið í sam- starfi við kennara sína og aðra starfsmenn að gera skólann sterkari og samkeppnishæfari í alþjóðlegum saman- burði. Þannig styrkj- um við samkeppnis- stöðu Háskólans. Kennslufyrirkomulagið endurskoðað Gutenberg fann upp prentvélina skömmu eftir árið 1450. Vart þarf að fjölyrða um þá miklu framför sem þetta hafði í för með sér enda markar þessi uppfinning byrjunina á stórbættum aðgangi fólks á les- efni. Það er hins vegar athyglisvert að enn þann dag í dag eru háskóla- nemar í mörgum deildum Háskól- ans látnir sitja í hópum og kópera niður í stílabækur texta sem kenn- arinn setur upp á töflu eða á glær- ur. Þar sitja gjarnan hundrað stúd- entar og skrifa hver um sig nákvæmlega sömu hlutina niður á blað. Vaka vill að Há- skóli Íslands taki prenttæknina í aukn- um mæli í sína þjón- ustu svo samveru- stundir kennara og nemenda geti í aukn- um mæli nýst til um- ræðu, skoðanaskipta og raunhæfrar verk- efnavinnu. Próf og verkefni Flestir munu geta tekið undir að kostir háskólanáms séu að miklu leyti að þar læri nemendur ákveðin vinnu- brögð. Vaka telur að námsmat stúd- enta ætti í auknum mæli að taka mið af verkefnavinnu. Sums staðar kann að vera réttlætanlegt að dæma frammistöðu nemenda í einu stóru prófi en víða má byggja frammistöðumat á öðrum þáttum. Þá leggur Vaka áherslu á að próf verði nemendum aðgengileg og að Háskólinn leggi sig fram um að kynna rétt stúdenta til þess að fá rökstuðning fyrir mati kennara á úrlausninni. Slíkt er ekki aðeins Vaka berst fyrir stærsta hagsmunamáli stúdenta Sigþór Jónsson DAGANA 20. og 21. febrúar verður kosið til stúdentaráðs og há- skólaráðs. Röskva hef- ur stýrt starfsemi stúdentaráðs undan- farið ár og leggur verk sín óhrædd í dóm stúdenta. Grundvall- arhugsjón Röskvu um jafnrétti til náms hef- ur verið leiðarljósið í starfi stúdentaráðs síðastliðið ár. Árangursríkt þjóðarátak Í síðustu kosningum kynnti Röskva hug- myndina um þjóðarátak í þágu Há- skóla Íslands. Þjóðarátakið er víð- tækasta samstarfsverkefni sem stúdentaráð hefur nokkurn tímann efnt til. Átakið hefur skilað stúd- entum rúmlega 5 milljónum í styrki til að vinna að rannsóknum víðs vegar um landið, samstarf við Sam- tök atvinnulífsins um gerð viðhorfs- könnunar meðal fyrirtækja hefur skilað sterkri viljayfirlýsingu frá fyrirtækjum um að taka aukinn þátt í starfi Háskóla Íslands, áframhaldandi uppbygging stúd- entagarða hefur verið tryggð og þekktir fulltrúar þjóðlífs, sveitarfé- laga, fyrirtækja og háskólans hafa skorað á Íslendinga að efla Háskóla Íslands, þjóðskóla okkar allra. Páll Skúlason, rektor, hóf brautskráningar- ræðu sína síðastliðinn laugardag á því að þakka stúdentum fyrir þjóðarátakið. Hærri námslán fyrir alla Röskva stendur fyr- ir jafnrétti til náms og LÍN er hornsteinn þess jafnréttis. Röskva hefur því lagt mikla áherslu á bar- áttuna fyrir bættum lánasjóði. Á síðasta ári hækkuðu námslánin þriðja árið í röð, tíma- mótasigur vannst í baráttunni fyrir auknu félagslegu tilliti með áliti umboðsmanns Alþingis og þjónusta LÍN var bætt. Röskva hefur und- anfarin ár lagt höfuðáhersluna á hækkun grunnframfærslunnar enda skilar sú leið sér í hækkun námslána til allra. Síðastliðin þrjú ár hefur grunnframfærslan hækkað um 11,6%, sem er 6,7% umfram verðbólguþróun, frítekjumarkið hefur hækkað um 100 þúsund krón- ur og skerðingarhlutfallið lækkað úr 50 í 40%. Að frumkvæði Röskvu barðist stúdentaráð af mikilli hörku gegn hækkun innritunargjalda. Stúdent- ar stóðu saman og á aðeins tveimur dögum skrifuðu um 3.200 stúdentar undir mótmæli sem formaður stúd- entaráðs afhenti með eftirminnileg- um hætti á háskólahátíð. Mótmælin vöktu þjóðarathygli, ágreiningur kom upp innan ríkisstjórnarinnar og dregið var úr boðaðri hækkun. Baráttan gegn skólagjöldum hefur ætíð skipað stóran sess hjá Röskvu og reynsla síðasta árs sýnir glöggt nauðsyn þess að stúdentar standi fast gegn öllum hugmyndum um skólagjöld. Sigur í tryggingamálum Fyrir tveimur árum benti Röskva á að stúdentar við háskólann eru Röskva lætur verkin tala Ingvi Snær Einarsson Stúdentaráð Á síðasta ári hækkuðu námslánin þriðja árið í röð, segir Ingvi Snær Einarsson, og tímamótasigur vannst í baráttunni fyrir auknu félagslegu tilliti. EF TIL eru læknar og aðrir heilbrigðis- starfsmenn sem hafa þann ósið að gera lítið úr sjúklingum sínum á þannig vettvangi að aðrir heilbrigðisstarfs- menn geti vitað af því held ég að það verði að teljast gerendunum heldur til vansa. Slíkt yrði líka að teljast held- ur slæmt af öðrum ástæðum. Svona hegð- un væri líkleg til að skapa neikvæða af- stöðu annarra starfs- manna til viðkomandi sjúklinga og hugsanlega verri fram- komu í þeirra garð. Hvers konar fólk er líklegt til þess háttar hegðunar? Ég fæ ekki skilið að aðrir en þeir sem hafa mikla þörf fyrir að upphefja sjálfa sig komi fram á þennan hátt. En það eru ein- mitt þeir sem hafa mikla eða jafnvel sjúk- lega minnimáttar- kennd, það er að segja eru með neikvæða sjálfsmynd, sem líkleg- astir eru til að hafa þessa þörf. Kannski er lágt sjálfsmat sterkur hvati til þess að verð- andi læknar berjist í gegnum numerus clausus í læknadeild, jafnvel í annarri eða þriðju tilraun. Það að upphefja sjálfan sig með því að gera lítið úr öðrum er í raun og veru fölsun. Sá sem gerir lítið úr öðr- um stækkar í rauninni ekki neitt. Það er viðmiðið sem minnkar, annað fólk. Viðkomandi mælist stærri á þann kvarða sem aðrir eru, en sú aukning kemur einvörðungu til vegna smækkaðra mælieininga! Þeim sem ekki sýna öðrum virð- ingu held ég að sé hætt til lítillar sjálfsvirðingar! Ef til eru læknar … Hilmar Harðarson Sjálfsvirðing Það að upphefja sjálfan sig, segir Hilmar Harðarson, með því að gera lítið úr öðrum er í raun og veru fölsun. Höfundur er félagi í klúbbnum Geysi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.