Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun- blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. UNDANFARNA daga hefur talsvert ver- ið til umræðu, m.a. á síð- um þessa blaðs, sú ákvörðun forseta Al- þingis að beita undirrit- aðan svokölluðu þingvíti samkvæmt þingskapar- lögum. Frá þessu hefur verið greint undir tals- vert fyrirferðarmiklum fyrirsögnum enda í fyrsta skipti um áratugi sem þessu lagaákvæði er beitt. Forseti Alþing- is hefur heimild til þess að beita þingvíti sam- kvæmt 89. grein þingskaparlaga. Greinin er svohljóðandi: „Ef þing- maður talar óvirðulega um forseta Ís- lands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal forseti kalla til hans: „Þetta er víta- vert“, og nefna þau ummæli sem hann vítir. Nú er þingmaður víttur tvisvar á sama fundi og má þá forseti, með samþykki fundarins, svipta þingmanninn málfresli á þeim fundi“ Þetta er lagagreinin sem Halldór Blöndal, forseti Alþingis, studdist við síðastliðinn fimmtudag þegar hann ákvað að beita henni gagnvart und- irrituðum. Um er að ræða fornt ákvæði og áður stóð kóngur þar sem nú stendur forseti Íslands. Síðast þegar gert var uppkast að endur- skoðun þingskaparlaga var reiknað með að þetta ákvæði félli brott. Tildrögin voru þessi: Steingrímur J. Sigfússon hafði kvatt sér hljóðs og spurst fyrir um hverju það sætti að umræðu um byggðamál, sem hafin var á Alþingi í desember, hefði ekki verið lokið. Þessi umræða er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og lögbundið að hún fari fram. Upphafsorð Stein- gríms voru þessi að loknu ávarpi til þingforseta: „Hinn 11. des. sl. hófst hér á Alþingi umræða um byggða- mál, um Byggðastofnun og framgang byggðaáætlunar, og flutt var munn- leg skýrsla hæstvirts iðnaðar- og við- skiptaráðherra, ráðherra byggða- mála. Þessi umræða fór fram samkvæmt ákvæðum 13. greinar laga um Byggðastofnun. Þegar um- ræðunni var frestað fyrir jól á síðasta ári voru að minnsta kosti 10 manns á mælendaskrá og þar á meðal sá sem hér talar. Ég leyfi mér því, herra forseti, að inna hæst- virtan forseta eða hæst- virtan ráðherra byggða- mála eftir því hvenær menn hafi hugsað sér að halda þessari umræðu um byggðamál áfram og ljúka henni. Ég leyfi mér að segja herra for- seti, að oft var þörf en nú er nauðsyn eins og ástandið er í byggða- málum.“ Nú fór í hönd um- ræða um þetta efni. Iðnaðarráðherra kvað eðlilegt að þessi fyrirspurn kæmi fram enda hafi sú byggðaáætl- un sem unnið væri eftir ekki lengur lagagildi. Forseti Alþingis vísaði hins vegar ábyrgðinni yfir á þingflokks- formenn, og gaf í skyn að þeir kæmu sér jafnan saman um dagskrá þings- ins. Þetta er einföldun og gefur ekki rétta mynd. Nú er það vissulega svo að oft er ágætt samkomulag um hvaða mál eru tekin fyrir og þannig ætti það alltaf að vera. Staðreyndin er engu að síður sú að stjórnarfrum- vörp og mál sem eru á forræði rík- isstjórnar og stjórnarmeirihlutans hafa forgang og eru jafnan sett á dag- skrá þegar ríkisstjórninni hentar. Um forgang stjórnarmála hefur minnihlutinn fengið litlu sem engu ráðið. Það er því vægast sagt misvís- andi að kenna þingflokksformönnum um að umrætt stjórnarmál hefði ekki komið á dagskrá. Það gerði forseti þingsins þó og hafði að engu skýr- ingar mínar sem ég gaf úr ræðustól. Þegar ég reyndi síðan að leiðrétta þetta úr sæti var ég sakaður um að sýna ekki háttvísi. Orðaskipti mín og forseta Alþingis og framíköll annarra þingmanna og ráðherra voru þessi: Forseti (Halldór Blöndal): „Þar sem fyrispurn var beint til mín um það hvenær framhaldsumræða yrði um byggðamál vil ég að það komi fram sem er nauðsynlegt að á fundi sem ég átti með formönnum allra þingflokka um það hvaða mál yrðu tekin fyrir í þessari viku var ákveðið að taka stjórnarfrumvörp eftir því sem ynnist en reyna jafnframt að koma á dagskrá málum sem þing- menn höfðu flutt. Var um þetta algert samkomulag á fundinum en ekki kom til álita þar sem enginn nefndi það að ræða þær skýrslur sem ekki hefur tekist að ljúka umræðum um, það er skýrslu um byggðamál og skýrslu um Ríkisendurskoðun. Sjálfsagt er að taka þetta mál upp við formenn þing- flokka þegar ég ræði við þá um þau mál sem tekin skulu fyrir í næstu viku.“ Ögmundur Jónasson: „Herra for- seti. Það er rétt hjá hæstvirtum for- seta að þingflokksformenn stjórnar- andstöðuflokkanna hafa lagt á það ríka áherslu að þingmannamál og ekki síst úr stjórnarandstöðu verði tekin hér til umfjöllunar á þingi. Hinu hafa þeir ekki ráðið að ríkisstjórnin og stjórn þingsins hefur jafnan sett í forgang þau mál sem koma frá rík- isstjórninni og að sjálfsögðu ber rík- isstjórninni að svara fyrir stefnu sína í byggðamálum og það er samkvæmt lögum að fjallað er um Byggðastofn- un og framvindu byggðaáætlunar. Og það er ófært að þessari umræðu sem fram fór í fyrri hluta desembermán- aðar skuli hafa verið frestað fram á þennan dag og ekki fyrirséð hvenær hún verður tekin aftur á dagskrá…“ Forseti (Halldór Blöndal): „Ég sé ástæðu til þess vegna ummæla hv. al- þingismanns að ítreka það sem ég áð- ur sagði að ég hef haft samráð við for- menn þingflokka um dagskrána og um leið og beiðni kemur fram um það að... (ÖJ: Ekki um stjórnarmálin). Ég hélt í sakleysi mínu og vegna þess að ég er ekki þingreyndur maður að hv. þingmenn væru svo háttvísir að þeir gripu ekki fram í fyrir forseta þings- ins þegar hann er að tala við þá. (ÖJ: Það þekkir hann alla vega, háttvísina, hæstvirtur forseti). (Magnús Stef- ánsson kallar úr sæti sínu: ...víta manninn) (Valgerður Sverrisdóttir kallar úr sæti sínu: Þó fyrr hefði ver- ið). Hv. Þm. Ögmundur Jónasson, 13. þm. Reykjavíkur, sagði við forseta: „Það þekkir…“(ÖJ: Hann þekkir háttvísina, hæstvirtur forseti.) „Hann þekkir háttvísina, hæstvirtur for- seti.“ – Þetta er vítavert. Ég hef svarað því sem ég sagði. Ég hef haft samráð við formenn þing- flokka um það hvaða mál skuli tekin á dagskrá og ég hef þegar sagt hv. 3. þingmanni Norðurlands.e. að sjálf- sagt er að taka þetta mál fyrir, skýrslu byggðaráðherra, halda áfram umræðunni um hana, sjálfsagt al- veg.“ Svona voru þessi orðaskipti sem orðið hafa tilefni talsverðrar frétta- umfjöllunar þar sem þingvíti var nú beitt í fyrsta skipti í hálfa öld. Ég hef orðið var við það að forseti Alþingis, Halldór Blöndal vilji nú skýra þing- vítið á þeirri forsendu að ég hafi kall- að úr sæti mínu. Eins og hér má sjá er ég hins vegar einvörðungu víttur fyrir þau ummæli mín að forseti Al- þingis kunni skil á háttvísi. Aðeins er heimilt að beita þingvíti vegna um- mæla alþingismanna. Fyrir öðru er ekki lagastoð. Dæmi nú hver fyrir sig. Þingvíti vakin upp Ögmundur Jónasson Höfundur er þingflokks- formaður VG. Þingskaparlög Aðeins er heimilt, segir Ögmundur Jónasson, að beita þingvíti vegna ummæla alþingismanna. Í Morgunblaðinu föstudaginn 18. jan. keppast prófkjörs- kandídatar Sjálfstæð- isflokksins í Hafnar- firði við að verja framkvæmdaráform meirihlutans á norður- bakkanum í Hafnar- firði. Annar greinarhöf- undur byrjar reyndar á því skjóta hugmyndir bæjarstjóra í kaf, lík- anið var bara í plati og alls ekkert til að byggja skipulagsvinnu á. Þar segir m.a.: „Skipulagstillaga sem gerir ráð fyrir turnum á svæðinu mun að mínu mati ekki fá hljómgrunn í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar, né heldur hjá þeim stofnunum bæjarins sem koma að málinu. Þá tel ég að Hafn- firðingar muni seint styðja bygg- ingu slíkra háhýsa á norðurbakk- anum.“ Hafnfirðingar hafa þegar fengið smjörþefinn af því hvernig mótmæl- um þeirra er tekið af núverandi meirihluta. Þar er skemmst að minnast undirskrifta liðlega fimm þúsund kosningabærra Hafn- firðinga, er mótmæltu byggingarframkvæmd- um á Sólvangssvæðinu. Þá skipti engu máli hvort Hafnfirðingar styddu þær fram- kvæmdir eða ekki. Hafa menn séð að sér? Hinn greinarhöfund- urinn tekur í sama streng. Hún segir: „Þegar samkomu- lagið var kynnt sýndu forsvarsmenn líkan nokkurt sem átti að gefa til kynna hvað um yrði að ræða. Mis- skilningurinn liggur í því að íbúar telja að um raunhæft líkan sé að ræða. Það er alrangt því eiginleg skipulagsvinna vegna svæðisins er ekki hafin.“ Líkanið af Manhattan Þegar gengið var til samninga við eigendur fasteigna á svæðinu hlýtur eitthvað að hafa legið til grundvallar sem gerði það að verkum að samn- ingar tókust. Umrætt líkan er mjög líklegt en nú berast þær fregnir úr prófkjörsherbúðum sjálfstæðis- manna að þetta sé allt í plati, mis- skilningur og líkanið sjálfsagt af Manhattan. Samningsaðilar lesa um það í umræddum greinum að skipu- lagsvinna sé ekki hafin og það líkan sem gengið var út frá sé ekki raun- hæft. Hafa samningsaðilar þá nokk- uð í hendi varðandi uppbyggingu á svæðinu? Sjálfstæðismenn eru jú að lofa að einungis verði farið út í fram- kvæmdir sem Hafnfirðingar styðja. Heldur meirihlutinn í Hafnarfirði og prófkjörskandídatar að þeir aðilar sem eiga hagsmuna að gæta á svæð- inu ætli ekki að fá eitthvað fyrir sinn snúð og að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að fasteignir sem standa í vegi fyrir skipulagi hækki alltaf í verði. Halda þeir að þessir aðilar séu e.t.v. aðeins að hugsa um það að Hafnarfjarðarbær komi sem best út úr þessum viðskiptum. Eina sann- leikskornið í þessu framkvæmdar- brölti er að fjársterku aðilarnir eins og annar greinarhöfundur nefnir þá J&K eignarhaldsfélag ehf. og Þyrp- ing hf. sjái til þess að hönnunar- kostnaður fari ekki úr böndunum, verk verði ekki marghönnuð eins og núverandi meirihluti leikur sér að, meirihlutinn sem kann ekkert með peninga að fara. Varðveitum bæjarmyndina Hafnfirðingar hafa á því kjörtíma- bili, sem nú er brátt á enda, fengið að kynnast því að harla lítið er að marka gefin loforð núverandi meiri- hluta. Varðveitum bæjarmyndina var eitt af loforðum meirihlutans en varla var blekið þornað á núverandi meirihlutasamningi þegar bærinn var tættur sundur og steinsteypu- ferlíkjum troðið í sárin. Er málið bar á góma við niður- dregna og örfáa stuðningsmenn meirihlutans var fátt um svör, allir báru af sér verknaðinn. Meirihlutinn rassskelltur Það er orðið tímabært að þessi meirihluti, sem tekist hefur að skuldsetja bæjarfélagið fram úr hófi án þess að vera að eignast nema lítið af því sem byggt er í bænum, fái frí. Nú hafa þeir fengið rassskell hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveit- arfélaga fyrir reikninga ársins 2000. Það verður fróðlegt að sjá útkomu ársins 2001 er nokkuð eða nokkur sem stendur í vegi fyrir því að Hafn- firðingar fái að berja þá reikninga augum fyrir kosningar? Að lokum: Hafnarfjarðardeild Sjálfstæðisflokksins er flokkur sem snýst um að lofa en ekki að efna og Hafnarfjarðardeild Framsóknar- flokksins flýtur með og veit ekki einu sinni af því. Eini framsóknar- maðurinn í bænum sem vogaði sér að setja út á norðurbakkagjörning- inn í Morgunblaðsgrein 4. jan. var tekinn fyrir og talin trú um að hann hefði skotið sig í fótinn og neyddur til að skjóta sig í hinn nokkrum dög- um seinna. Af loforðum og efndum Ellý Erlingsdóttir Höfundur er kennari og skipar 3. sæti framboðslista Samfylking- arinnar. Hafnarfjörður Það er orðið tímabært, segir Ellý Erlingsdóttir, að þessi meirihluti fái frí. Í VOR fylkir Sam- fylkingarfólk liði með samherjum sínum í Framsóknarflokkn- um og Vinstri hreyf- ingunni – grænu framboði undir merkjum Reykjavík- urlistans. Í þeim málefnaáherslum sem viðræðunefndir flokkanna að baki Reykjavíkurlistanum hafa sameinast um segir meðal annars: „Markmið samstarfs- ins er að tryggja að í Reykjavík dafni þróttmikið samfélag þar sem jöfnuður og velferð borgarbúa er í öndvegi og virðing er borin fyrir náttúru og umhverfi. Unnið verður enn frekar að því að styrkja stöðu Reykjavík- ur sem öflugrar og gróskumikillar höfuðborgar allra landsmanna og um leið sem alþjóðlegrar, vist- vænnar borgar sem byggir á ís- lenskum grunni.“ Hér er í hnot- skurn inntak þess sem gera skal. Við viljum gera góða borg betri. „Mjúku málin“ Í fjölskyldustefnunni verður lögð áhersla á að leggja rækt við velferð og vellíðan fólksins í borg- inni, ekki hvað síst yngstu og elstu borgarbúanna. Við viljum öflugt skólastarf og heilbrigt íþrótta- og tómstundastarf, nægt framboð af góðu íbúðarhúsnæði og fjölbreytt lista- og menningarlíf. Borgin á að verða vistvænasta höfuðborg norð- ursins. Það á að auka umhverfis- fræðslu og gefa borgarbúum aukin tækifæri til þess að hafa áhrif á gang mála. „Hörðu málin“ Atvinnulíf borgarinnar á að vera blómlegt og því á að huga að leið- um til að auka fjölbreytni bæði með nýsköpun á sviði tækni- og þekkingariðnaðar og með því að styðja við hefðbundnar atvinnu- greinar. Það skiptir tals- verðu máli fyrir framtíðarhagsmuni íbúa hvers sveitarfé- lags að fjármálum þess sé stýrt af skyn- semi. Þess vegna hlýtur að vekja at- hygli samantekt í rit- inu Vísbendingu sem kom út seint á síð- asta ári. Þar kemur fram að skuldir í Reykjavík á hvern íbúa eru með því minnsta sem gerist hér á landi. Jafn- framt kemur fram að skatttekjum hefur verið stillt verulega í hóf í Reykjavík miðað við önnur sveitarfélög. Reykjavíkurlistinn mun á kjör- tímabilinu áfram stefna að því að bæta þjónustu við íbúa og fjárfesta í verkefnum sem eru til hagsbóta fyrir borgarbúa. Velferðarþjón- ustuna á að kosta af almennu skattfé og áfram skal við það mið- að að skatttekjur nægi fyrir rekstri, framkvæmdum og afborg- unum lána. Ég hef tekið þátt í ýmsu starfi á vegum Reykjavíkurlistans og Sam- fylkingarinnar að undanförnu og stefni á 3. sæti í prófkjöri flokks- ins sem nú fer fram, því ég tel að það sæti geti orðið raunhæft bar- áttusæti í kosningunum í vor. Aukin og bætt þjónusta Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur er formaður Kjördæma- félags Samfylkingarinnar í Reykja- vík og stefnir á 3. sæti í prófkjöri. Reykjavík Velferðarþjónustuna, segir Stefán Jóhann Stefánsson, á að kosta af almennu skattfé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.