Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 38
KIRKJUSTARF
38 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga
um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30.
Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og
fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón
Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður
að stundinni lokinni. Samvera foreldra
unga barna kl.14–16 í neðri safnaðarsal.
12 spora starf kl. 19 í kirkjunni.
Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl.
17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimili eftir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í
dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr
1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig-
rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin
og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung-
lingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt
starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og
Jóhönnu.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05 alla virka daga nema mánudaga. TTT-
fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Full-
orðinsfræðsla kl. 20. Yfirskrift námskeiðs-
ins er Líf og dauði, sorg og gleði. Kennari sr.
Bjarni Karlsson. Aðgangur ókeypis og öllum
heimill. Gengið inn um merktar dyr á aust-
urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi
kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur
Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunn-
ars Gunnarssonar en sóknarprestur flytur
guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl.
21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir
stjórn Margrétar Scheving og hennar sam-
starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl.
16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir fé-
lagar velkomnir. Foreldramorgunn miðviku-
dag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón El-
ínborg Lárusdóttir.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl.
10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10–
12 ára kl. 17.30.
Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn-
aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj-
unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til
þátttöku.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12.
Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT-klúbb-
urinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20.
Barnakóraæfing kl. 17-18.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með
altarisgöngu kl. 18.30.Bænaefnum má
koma til sóknarprests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik-
fimi ÍAK kl. 11.15. Sprengidagsmatur.
Helgistund, samvera og kaffi í safnaðarsal.
Messuæfing fermingarbarna kl. 14.30. Allir
mæti. Æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára á veg-
um KFUM&K og Digraneskirkju kl. 16.30–
18.15. Kl. 20 samfélagskvöld með foreldr-
um fermingarbarna. Sýnd verður kvikmynd-
in Matrix og gerð guðfræðileg grein fyrir
henni.
Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 12. Elín Elísabet Jóhannsdóttir les
úr passíusálmum Hallgríms Péturssonar.
Bænarefnum má koma til djákna í síma
557-3280 og í sama síma er hægt að
panta keyrslu til og frá kirkju. Léttur hádeg-
isverður í safnaðarheimilinu eftir stundina
og húsið opið áfram til kl. 15. Starf fyrir 11–
12 ára drengi kl. 17.
Grafarvogskirkja. Opið hús – þorragleði –
fyrir eldri borgara kl.12. TTT (10–12 ára) í
Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkjukrakkar
í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–
18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju,
eldri deild, kl. 20–22. Alfa-námskeð kl. 19.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir kl.
18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10–12. Kaffi og spjall.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara
kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall-
að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt
kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkju-
hvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK.
Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs-
starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu
104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–
18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs-
félag yngri félaga.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl 17:00. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18:00.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága-
fellsskóla frá kl. 13.15–14.30.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30
kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára krakka. Kl.
17.30 TTT-kirkjustarf 10–12 ára krakka.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbænasamvera
fimmtudag kl. 19. Fyrirbænaefnum er hægt
að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins
milli kl. 10 og 12 í síma 421-5013. Spila-
kvöld aldraðra fimmtudag kl. 20. Biblíu-
lestrar þriðjudag kl. 19.30 í umsjá Ástríðar
Helgu Sigurðardóttur guðfræðings. Farið
verður í Jóhannesarguðspjall.
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). Foreldra-
morgunn í safnaðarheimilinu miðvikudag
kl. 10.30. Sóknarprestur.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðju-
dagsmorgna kl. 10–11.30.
Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla
þriðjudagakl. 17–18. Helgistund í kirkjunni
sömu daga kl. 18.15- 19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í
Hrakhólum í kvöld kl. 20.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn-
ir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15.15. 8.A Brekku-
skóla og 8.E Lundarskóla.
Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10.
Leitum innri friðar í faðmi guðs.
Safnaðarstarf
Í DAG kl. 12 verður haldin þorra-
gleði eldri borgara í Grafarvogs-
kirkju.
Margt skemmtilegt verður á dag-
skrá: Þorvaldur Halldórsson syngur
með okkur og fyrir okkur. Sigvaldi
danskennari mætir á staðinn og fær
alla til að dansa. Heiðursgestur
verður Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra.
Safnaðarstarf
í Keflavíkurkirkju
UMRÆÐUHÓPUR um málefni fjöl-
skyldunnar verður kl. 20.30 öll
þriðjudagskvöld í febrúar kl. 20.30 í
Kirkjulundi, (lýkur þriðjudaginn 5.
mars.)
Þriðjudaginn 26. febrúar koma
hjónin Halla Jónsdóttir, kennari, og
Gunnar Finnbogason, lektor, í heim-
sókn og fjalla um fjölskyldumálefni.
Þessi umræðuhópur er hugsaður
sem framhald af námskeiði sr. Þór-
halls Heimissonar í Kirkjulundi um
Jákvæð viðhorf til hjónabands og
sambúðar og stuðst verður við nýút-
komna bók hans: Hamingjuleitin.
En þar segir í gátlista hamingj-
unnar (bls. 168-169): Ég get gefið
mér tíma til þess að ræða við fjöl-
skyldu mína og eða nána vini um
hluti sem í raun og veru skipta okk-
ur máli. Ég get tekið á vandamálum
í sambandi okkar (og samskiptum) í
stað þess að forðast að ræða um þau
þegar þau koma upp, með því að
tala um þau og finna sameiginlega
lausn hvenær sem hægt er Ég get
lært að taka þátt í samfélagi og hóp-
um sem styðja mig og næra mig.
Við vekjum einnig athygli á tón-
leikum Gospelkórsins, sem syngur í
Kirkjulundi fimmtudaginn 14. febr-
úar kl. 20. Aðgangur er ókeypis.
Sunnudaginn 17. febrúar kemur
Kór Bústaðakirkju í heimsókn og
syngur ásamt Kór Keflavíkurkirkju
við guðsþjónustu kl. 14. Organistar
og kórstjórnar: Sigrún Steingríms-
dóttir og Hákon Leifsson. Sr. Pálmi
Matthíasson, prédikar og sr. Ólafur
Oddur Jónsson þjónar fyrir altari.
Meðhjálpari: Hrafnhildur Atladótt-
ir. Kaffiveitingar í Kirkjulundi að
lokinni messu í boði sóknarnefndar.
Skólatónleikar Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar kl. 08:40 að morgni
mánudagsins 18. feb. Í Kirkjulundi.
Skólahljómsveitin leikur ásamt sex
manna gestahljómsveit. Allir vel-
komnir.
Þorragleði eldri
borgara í Grafar-
vogskirkju
Grafarvogskirkja
BJÖRN Þorfinnsson sigraði á
firnasterku hraðskákmóti sem
haldið var á veitingastaðnum
Players sunnudaginn 10. febrúar.
Björn hlaut 9 vinninga, en tefldar
voru 11 umferðir eftir svissnesku
kerfi með 5 mínútna umhugsun-
artíma.
Jafnir í 2.–3.sæti voru stór-
meistararnir Helgi Ólafsson og
Helgi Áss Grétarsson með 8 vinn-
inga. Jóhann H. Ragnarsson og
Gunnar Freyr Rúnarsson skiptu
með sér verðlaunum fyrir bestan
árangur skákmanna undir 2000
skákstigum, en þeir fengu 6½
vinning. Keppendur voru 32 og
þar af voru 16 með yfir 2.200
skákstig. Aðeins einn keppandi
var stigalaus.
Í fyrstu umferð dró strax til
tíðinda þegar Gunnar Björnsson
gerði sér lítið fyrir og sigraði í
viðureign sinni við Helga Áss
Grétarsson stórmeistara og Jó-
hann H. Ragnarsson lagði alþjóð-
lega meistarann Jón Viktor
Gunnarsson. Í annarri umferð
náði Gunnar svo að landa öðrum
stórlaxi – Sigurbirni Björnssyni.
Áður en yfir lauk hafði Gunnar
einnig sigrað þá Arnar Gunnars-
son og Pál Agnar Þórarinsson,
auk þess að gera jafntefli við Sig-
urð Daða Sigfússon. Ekki amaleg
frammistaða hjá ritstjóra Skák-
ar.is.
Bragi Þorfinnsson stóð sig vel
að venju, en hann endaði með 7
vinninga í 5.–6. sæti. Hann vann
m.a. bróður sinn Björn, Helga
Áss Grétarsson og gerði jafntefli
við Helga Ólafsson. Í þeim tveim-
ur hraðskákmótum sem haldin
hafa verið á Players hefur Bragi
fengið 4½ vinning í 5 viðureign-
um sínum við stórmeistara.
Maður mótsins var án efa sig-
urvegari þess, Björn Þorfinns-
son. Auk þess að sigra báða stór-
meistarana lagði hann Jón Viktor
Gunnarsson, Stefán Kristjáns-
son, Sigurð Daða Sigfússon,
Tómas Björnsson, Pál Agnar
Þórarinsson, Gunnar Björnsson
og Jónas Jónasson. Hann tapaði
einungis tveimur skákum, gegn
þeim Arnari Gunnarssyni og
Braga bróður sínum.
Styrktaraðili mótsins var Play-
ers sportcafe, en mótshaldari og
skákstjóri var Kristján Örn El-
íasson. Röð efstu manna:
1. Björn Þorfinnsson 9 v.
2.–3. Helgi Ólafsson, Helgi Áss
Grétarsson 8 v.
4. Arnar Gunnarsson 7½ v.
5.–6. Bragi Þorfinnsson, Ingv-
ar Þór Jóhannesson 7 v.
7.–10. Stefán Kristjánsson,
Benedikt Jónasson, Jóhann
Hjörtur Ragnarsson, Gunnar
Freyr Rúnarsson 6½v.
11.–14. Jón Viktor Gunnarsson,
Sigurbjörn Björnsson, Áskell
Örn Kárason, Ólafur Kjartansson
6 v.
15.–22. Gunnar Björnsson, Sig-
urður Páll Steindórsson, Sigurð-
ur Daði Sigfússon, Róbert Harð-
arson, Tómas Björnsson, Arnar
Ingólfsson, Jónas Jónasson,
Kjartan Guðmundsson 5½ v.
23.–24. Páll Agnar Þórarins-
son, Ögmundur Kristinsson 5 v.
25. Ólafur Ísberg Hannesson
4½ v.
26.–27. Einar Bjarki Valdi-
marsson, Birgir Berndsen, 4 v.
o.s.frv.
Meistaramót
Hellis hafið
Meistaramót Taflfélagsins
Hellis hófst í gærkvöldi þegar
fyrsta umferð mótsins var tefld.
Stigahæstu þátttakendurnir, sem
skráðir voru til leiks fyrir mótið,
voru þeir Sigurður Daði Sigfús-
son (2.355) og Björn Þorfinnsson
(2.310), en hann hefur þrívegis
orðið skákmeistari Hellis. Frest-
aðar skákir úr fyrstu umferð
verða tefldar í kvöld klukkan
19:30 og enn er mögulegt að skrá
sig í mótið með því að mæta þá í
Hellisheimilið, en mótið er öllum
opið.
Hannes og Jón Viktor
sigruðu á skemmtikvöldi
Hannes Hlífar Stefánsson og
Jón Viktor Gunnarsson sigruðu á
fyrsta sameiginlega skemmti-
kvöldi TR og Hellis sem haldið
var föstudaginn 8. febrúar í hús-
næði TR í Faxfeni 12. Yfir þrjátíu
skákáhugamenn mættu á
skemmtikvöldið, sem hófst á
áhugaverðum fyrirlestri Helga
Ólafssonar stórmeistara um
Bobby Fischer. Helgi rakti feril
Fischer og baráttu hans innan og
utan skákborðsins við aðra skák-
menn og skákhreyfinguna. Einn-
ig fjallaði Helgi um skákstíl
Fischer, styrkleika hans og veik-
leika. Að lokum fór hann yfir
tvær af skákum meistarans. Sú
fyrri var gegn Spassky á Ólymp-
íumótinu 1966 í Havana og sú síð-
ari gegn Najdorf á Ólympíu-
mótinu 1970 í Siegen.
Eftir fyrirlesturinn var slegið
upp sjö umferða hraðskákmóti.
Það var þó ekki með hefðbundnu
sniði, heldur sveif andi Fischers
enn yfir vötnunum. Notuð var að-
ferð hans til að raða mönnunum
upp í byrjun tafls. Í nýlegu viðtali
í Silfri Egils kom fram að Fischer
er einungis tilbúinn til að tefla á
þennan hátt núorðið. Aðferðina
hefur hann kallað „Fischer-
Random“, en þá eru peðin sett á
borðið á hefðbundinn hátt, en
mönnunum raðað á handahófs-
kenndan hátt að öðru leyti, þó
með nokkrum takmörkunum.
Eftir það er teflt samkvæmt
venjulegum reglum. Tilgangur
Fischers með þessu er að minnka
vægi byrjanaundirbúnings, sem
honum finnst vega allt of þungt í
hefðbundnum skákum.
Umhugsunartíminn á hrað-
skákmótinu var 5 mínútur. Efstir
og jafnir að vinningum urðu
Hannes Hlífar Stefánsson og Jón
Viktor Gunnarsson með 6 vinn-
inga af 7 mögulegum. Hannes var
úrskurðaður sigurvegari eftir
stigaútreikning. Þrátt fyrir að
teflt hafi verið eftir þessum
óvenjulegu reglum var röð efstu
manna ekki fjarri því sem búast
hefði mátt við í venjulegu hrað-
skákmóti. Helsta undantekningin
frá því var prýðileg frammistaða
Rafns Jónssonar, sem hafnaði í
3.–6. sæti fyrir ofan ýmsa sterka
meistara.
1. Hannes H. Stefánsson 6 v.
(25 stig)
2. Jón V. Gunnarsson 6 v. (24,5
stig)
3.–6. Stefán Kristjánsson, Rafn
Jónsson, Arnar Gunnarsson,
Ingvar Ásmundsson 5 v.
7.–8. Sigurður Páll Steindórs-
son, Erlingur Þorsteinsson 4½ v.
9.–12. Ólafur Ísberg Hannes-
son, Ingvar Þór Jóhannesson,
Sigurður Áss Grétarsson, Bragi
Þorfinnsson 4 v.
13.–18. Anna Björg Þorgríms-
dóttir, Gunnar Freyr Rúnarsson,
Harpa Ingólfsdóttir, Magnús Sig-
urjónsson, Vigfús Ó. Vigfússon,
Halldór Pálsson 3 v.
o.s.frv.
Skákstjórar voru Benedikt
Jónasson, Ingvar Þór Jóhannes-
son og Vigfús Ó. Vigfússon.
Bragi Þorfinnsson
sigraði á atkvöldi
Bragi Þorfinnsson sigraði með
fullu húsi á atkvöldi Hellis sem
fram fór mánudaginn 4. febrúar.
Alls tóku 17 skákmenn þátt í
mótinu. Lokastaðan varð þessi:
1. Bragi Þorfinnsson 6 v.
2. Magnús Sigurjónsson 5 v.
3.–6. Rafn Jónsson, Sæbjörn
Guðfinnsson, Hjörtur Ingvi Jó-
hannsson og Vigfús Ó. Vigfússon
4 v.
7.–12. Halldór Gíslason, Svein-
björn Jónsson, Björgvin Krist-
bergsson, Sigurður Ingason, Ben
Liese og Finnur Kr. Finnsson 3
v.
o.s.frv.
Skákstjóri var Vigfús Ó. Vig-
fússon.
Linares 2002
Næsti alþjóðlegi stórviðburð-
urinn í skákheiminum verður hið
sögufræga Linares-skákmót. Það
hefst 22. febrúar og stendur til
10. mars. Sjö af sterkustu skák-
mönnum heims tefla á mótinu, en
tefld verður tvöföld umferð. Þátt-
takendur verða: Garry Kasparov,
Viswanathan Anand, Michael
Adams, Vassily Ivanchuk, Alexei
Shirov, Francisco Vallejo Pons
og FIDE-heimsmeistarinn Rusl-
an Ponomariov.
Aðdragandi mótsins hefur ver-
ið sögulegur vegna baráttu Pon-
omariov við mótshaldarana eftir
að hann hreppti heimsmeistara-
titilinn. Hann taldi að sér væri
sýnd óvirðing sem heimsmeistara
þegar Kasparov og Anand, sem
nú geta hvorugur státað af slík-
um titli, voru boðin mun betri
kjör en honum. Á tímabili leit út
fyrir að Ponomariov myndi hætta
við þátttöku af þessum sökum og
fréttir bárust af lögsókn á hendur
honum í kjölfarið. Nú virðist hins
vegar loksins sjást fyrir endann á
þessum deilum eftir að borgar-
stjóri Linares, Juan Fernandez,
og fulltrúar Ponomariov náðu
tveggja ára samkomulagi um
þátttöku Ponomariov í Linares-
skákmótinu. Hann mun því ekki
einungis verða með að þessu
sinni, heldur einnig næsta ár.
Miðað við framgöngu hins
unga Ponomariov í þessu máli, og
reyndar fleiri málum, þá er
greinilegt að hér er mikill bar-
áttumaður á ferðinni.
Björn Þorfinnsson
sigraði á Players-mótinu
Að skákmótinu loknu, f.v.: Helgi Áss Grétarsson, Björn Þorfinnsson,
Árni Björnsson, eigandi Players, og Helgi Ólafsson.
Daði Örn Jónsson
SKÁK
Kópavogur
PLAYERS-MÓTIÐ
10.2. 2002