Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 39
Látinn er í hárri elli
Bjarni Jóhannsson á
Dvalarheimilinu Lundi
á Hellu, fyrrum bóndi á
Árbakka í Landsveit.
Hans kynslóð upplifði meiri lífskjara-
byltingu en nokkur önnur kynslóð Ís-
landssögunnar og þar með talið meiri
breytingu á lífi og störfum landbún-
aðarfólks en gerst hafði á öðrum tíma.
Þar að auki urðu meiri breytingar hjá
Bjarna, sem ómálga barni en flestum
öðrum.
Hverfum í huganum til eins haust-
dags árið 1908. Fólk er á ferð úr
Reykjavík, austur yfir Hellisheiði og
áfangastaðurinn er Lunansholt í
Landsveit. Hestarnir eru hvergi látn-
ir spretta úr spori, því meðal flutnings
var fárra vikna gamall drengur úr
barnmargri verkamannafjölskyldu
höfuðstaðarins. Drengur þessi var
Bjarni, síðar bóndi á Árbakka.
Í þá tíð, og lengi síðan, voru lífskjör
verkafólks í Reykjavík slík, að nú-
tímafólk getur vart skilið hvernig við
slíkt mátti búa. Oft var það „undir
hælinn lagt“ hvort atvinna fengist
þennan daginn eða hinn og þess
vegna gátu þau tímabil komið, að ekki
voru til peningar til að sjá fjölskyld-
unni fyrir daglegum matarþörfum.
Það er við þessar aðstæður sem föð-
urbróðir Bjarna, Bjarni Björnsson,
óskar eftir að taka þennan bróðurson
sinn í fóstur og ala hann upp sem sinn
son. Bjarni Björnsson var alla sína
starfsævi vinnumaður, lengst af í
Lunansholti, ókvæntur og barnlaus.
Þessar ráðagerðir vinnumannsins
voru með fullþingi húsráðenda, þ.e.
Ingiríðar frænku hans og manns
hennar Odds bónda. Skyldi heimilið
veita þá umönnun er þyrfti, en með-
lagsgreiðslur vegna barnsins dragast
frá vinnumannskaupi þess „gamla“.
Það voru „þung spor“ fyrir móðurina
að afhenda barn sitt, en hún hafði
sagt að „það væri alltaf nógur matur
til í Lunansholti“.
Þegar horft er til baka, sýnist þetta
hafa verið farsældarráð hið mesta.
Bjarni fer á gott heimili, þar sem
hann naut góðs atlætis sem fullgildur
meðlimur ellefu manna fjölskyldu,
honum voru kenndir góðir siðir og
hann lærði að vinna enda hlýtur hann
snemma að hafa orðið hinn snarpasti
maður. Sautján ára gamall fór hann
fyrst til Veiðivatna. Veiðiferðir og
smalamennskur þar efra urðu honum
eftirminnileg upplifun.
Í Landsveitinni mun Bjarni hafa
fundið „rætur“ sínar, því þaðan var
hans föðurætt. Afi hans bjó á sínum
tíma í Hjallanesi og þar hafði ættin
búið áður í fáeina mannsaldra. Ná-
frændur hans voru Björn í Selinu og
Sigurður faðir Sigurjóns er síðar bjó í
Raftholti. Amma Bjarna var Guðrún
dóttir Jóns ríka í Mörk, Finnboga
hins ríka á Reynifelli. Þeirrar ættar
eru margir í Landsveitinni (Skarðs-
menn, Galtalækjarættin gamla,
Hvammsmenn, Minnivallasystkin
o.fl.). Hins vegar bar Bjarni sterkast-
ar tilfinningar til heimilisins sem ól
hann upp og fólkið þar umgekkst
hann sem kæran bróður. Þessi gagn-
kvæmu tengsl héldust alla tíð.
Í vesturbænum á Skammbeins-
stöðum í Holtum var barnmargt
heimili. Flestar systurnar fóru
snemma að heiman – a.m.k. tíma og
tíma – til að vinna fyrir sér. Ein þeirra
var Elínborg Sigurðardóttir; mynd-
arleg, vel verki farin, glaðlynd og
hugljúf þeim er henni kynntust.
(Þessi lýsing gæti líka átt við Mar-
gréti systur hennar, sem löngu síðar
var eins konar „forstöðukona“ – með
miklum sóma – heimavistarbarna-
skóla Holtamanna að Skammbeins-
stöðum). „Ella“, eins og við alltaf köll-
uðum hana var m.a. í vinnumennsku í
BJARNI
JÓHANNSSON
✝ Bjarni Jóhanns-son fæddist í
Reykjavík 16. sept-
ember 1908. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Lundi 2. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Oddakirkju 9.
febrúar.
Lunansholti og þar
kynntust þau Bjarni.
Þau kynni leiddu til
mikillar farsældar fyrir
þau bæði – hjónaband
þeirra hafði staðið í
næstum 70 ár þegar
Bjarni dó.
Vorið 1933 hefja þau
búskap sem leiguliðar
að Haga í Holtum og
búa þar í fimm ár. Þá er
flutt á aðra leigujörð,
Snjallsteinshöfðahjá-
leigu í Landmanna-
hreppi. Á þessum árum
var sveitabúskapurinn þrotlítill þræl-
dómur; einu verkfærin til heyöflunar
(sem allt byggðist á) var orfið með
ljánum og hrífan og lítið fékkst fyrir
afurðirnar. Árið 1940 verður þarna
gjörbreyting á, því þá hefst mjólkur-
sala á þessu svæði. Annan hvern dag
var mjólkkurbrúsinn reiddur á hesti
„upp heiði“, um Nónholtsborg og
götutroðninga um Hryggina og að
Köldukinn. Þetta var langur vegur og
menn gerðu ekki annað á meðan. En
með mjólkursölunni sáu þau í „fyrsta
skipti peninga“, eins og hún Ella orð-
aði það.
Við komu þeirra hjóna að Snjall-
steinshöfðahjáleigu voru tún þar nær
engin (e.t.v. um 4 ha), íbúðarhús gam-
alt og þröngt og útihús öll úr torfi og
grjóti. Hins vegar var og er jörðin öll
mjög grasgefin og nokkur skjól í hög-
um miðað við það sem gerist á þessu
landsvæði. Og útsýnið til fjallanna er
þaðan fagurt mjög. Vorið 1945 var svo
komið þeirra högum að þau keyptu
jörðina og fáum árum síðar létu þau
breyta nafni jarðarinnar í Árbakka.
Þeim búnaðist vel og kom þar margt
til: vinnusemi, dugnaður, snyrti-
mennska, þau fóru vel með alla hluti,
bjuggu yfir búhyggindum og voru
einkar næm á liðan búpenings síns.
Þau voru ráðdeildarfólk í meðferð
fjármuna og mér er nær að halda að
alltaf hafi fjárins verið aflað áður en
farið var út í framkvæmdir, sem unn-
ar voru markvisst stig af stigi.
Eftir tæplega hálfrar aldar búsetu
á Árbakka seldu þau jörðina og fluttu
í eigið húsnæði á Hólavangi 1 á Hellu
og bjuggu þar í tæpan áratug. Við
brottförina frá Árbakka ákváðu þau
að láta engan söknuð spilla þeirri
gleði sem þau kynnu að eiga í vænd-
um á Hellu. Þetta sýnir góða vitsmuni
þeirra og það hvílíka stjórn þau hafa
haft yfir eigin tilfinningum. Á Hóla-
vangi lögðu þau sig fram um að fegra
og snyrta og höfðu af því ómælda
gleði, enda hlutu þau umhverfisverð-
laun hreppsins fyrir lóð og húseign.
Síðustu árin hafa þau hjónin dvalið
á Lundi, dvalarheimili aldraðra. Þar
létu þau mjög vel af öllum aðbúnaði
og voru starfsliði þakklát. Í íbúð
þeirra þar voru myndir og málverk á
veggjum og allt hreint og snyrtilegt
sem fyrrum. Elínborg lifir mann sinn
og dvelur nú á hjúkrunardeildinni.
Að nokkru leyti minnir saga Bjarna
mig á söguna um „Karlssoninn úr
kotinu sem varð konungur“. Allslaus
er Bjarni vafinn reifum og fluttur
austur yfir fjall. Áratugum síðar er
hann orðinn allgildur, skuldlaus
sjálfseignarbóndi, þ.e. „konungur í
sínu ríki“. Ég spurði þau hjónin ein-
hverju sinni, hvers vegna þeim hefði
búnast svona vel. Hann svaraði að
bragði: „Þetta var heppni“, en hún
sagði eftir nokkra þögn: „Það kom til
af því, að við vorum alltaf samhent.“
Kannske var Bjarni ótrúlega heppinn
með flest, allt frá því er hann var flutt-
ur úr foreldrahúsum. En ég veit líka
að svar hennar Ellu var ekkert síður
rétt svar.
Þegar ég lít til baka er ég þakklátur
þeim hjónum fyrir það viðmót sem
þau sýndu mér og hún raunar allt frá
því er ég var ungur maður. Þau voru
fólk mér að skapi. Ennþá fremur er
ég þeim þó þakklátur fyrir þá hjálp og
vinsemd sem þau sýndu föður mínum
eftir að hann var orðinn aldraður og
útslitinn maður. Það sýnir kannske
best hvern mann þau hjónin höfðu að
geyma.
Gunnar Guðmundsson
frá Heiðarbrún.
✝ Oddur HjaltalínÞorleifsson
fæddist í Reykjavík
18. nóvember 1922.
Hann lést á heimili
sínu 28. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Þorleifur Þorleifsson
ljósmyndari, f. 11.7.
1882, d. 3. 4. 1941,
og Elín Sigurðar-
dóttir húsmóðir, f.
24.6. 1891, d. 4.4.
1985. Systkini hans
eru: Amalía, f. 21.9.
1911, d. 11.2. 1993, Þorleifur f.
17.2. 1917, d. 22.7. 1974, Eyja
Pálína, f. 27.8. 1925, Sigurður, f.
22.3. 1927, Guðjón,
f. 7.10. 1928, Guð-
bjartur, f. 24.4.
1931, og Kristín, f.
29.7. 1937.
Oddur vann við
fyrirtæki föður síns
Amatör, sem var
verslun og ljós-
myndastofa ásamt
Þorleifi bróður sín-
um, þar til Þorleifur
lést árið 1974, en
Oddur hélt áfram
ljósmyndastofunni
allt til dauðadags.
Útför Odds fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Oddur, hinn elskulegi góði bróðir
okkar er ekki lengur meðal vor. Þótt
hann væri orðinn þetta gamall er
söknuðurinn hjá okkur eftirlifandi
systkinum, frændum og vinum mikill.
Við systurnar vorum vanar að segja
oft við hann að nú væri hann síðasti
„móhikaninn“ af stórum hópi systk-
ina.
Hann og bróðir okkar, Þorleifur,
sem var kallaður burt aðeins 58 ára
að aldri, tóku að sér heimilið er faðir
okkar féll frá langt um aldur fram, en
alls vorum við átta systkinin. Kristín
var yngst, 5 ára, en Þorleifur var 22
ára og Oddur 17 ára er þeir tóku að
sér allt heimilið, með því fórnuðu þeir
sínum draumum og framtíðaráætlun-
um.
Þeir ætluðu sér annað hlutverk,
Oddur sem var í píanónámi og mál-
aralist og beið hans frekara nám er-
lendis, en hann var afar fær í portrait
málun og lék afar vel á píanó.
Honum var reyndar svo margt til
lista lagt sem við ætlum ekki að tí-
unda hér. Hann var mikill unnandi sí-
gildrar tónlistar. Við ræddum það oft
hvað margir skemmtilegir og þjóð-
þekktir menn og konur hefðu komið
til okkar í myndatöku á gömlu stof-
una, sem var í portinu hjá Gunnari í
Von, já, það er margs að minnast eft-
ir öll þessi ár. Enn er okkur minn-
isstætt er tveir þekktir hljóðfæra-
leikarar úr Boston-sinfóníunni komu
til okkar á gömlu stofuna en þá vant-
aði myndir fyrir auglýsingar.
Annar þeirra lék á gamla Stradíví-
us-fiðlu og lék hann þarna fyrir okk-
ur af snilld á fiðluna dásamlegan
fiðlukonsert; aldrei höfðu ómað aðrir
eins tónar á gömlu stofunni. Þeir
voru undrandi yfir þeim brunni þekk-
ingar er ljósmyndarinn hafði á tón-
list.
Já, hann var þó bara ljósmyndari,
eins og hann sagði svo oft sjálfur, en
þekking hans og áhugi var svo miklu
víðtækari og meiri en hann vildi vera
láta.
Hann var mikill stuðningsmaður
Víkings og horfði á alla fótboltaleiki
sem hann gat á Sýn.
Ég, Kristín, gaf honum bara koss á
kollinn í kveðjuskyni, ef hann var að
horfa á leik á Sýn, til þess að trufla
hann ekki. Þá veifaði hann hendinni
og sagði: Þú kemur aftur á morgun,
Stína mín.
Elsku Oddur okkar, við kveðjum
þig að sinni, elsku bróðir.
Þínar systur,
Pálína og Kristín.
Fallinn er frá mikill sómamaður,
Oddur Hjaltalín Þorleifsson ljós-
myndari.
Margur maðurinn er trúlega betur
til þess fallinn en ég að skrifa eft-
irmæli um Odd en ég get ekki látið
hjá líða að kveðja minn kæra vin með
fáum orðum.
Faðir Odds, Þorleifur Þorleifsson,
var einn af fyrstu lærðu ljósmynd-
urum þessa lands og fékk Oddur og
reyndar bróðir hans Þorleifur áhuga
á þeirri iðn frá honum.
Iðn segi ég, en í höndum þeirra
bræðra breyttist iðnin oft á tíðum í
listgrein, svo snjallir voru þeir báðir í
sínu starfi og bera ótal svart/hvítar
ljósmyndir og ekki síður ótrúlega vel
gerðar handlitaðar ljósmyndir því
glöggt vitni.
Oddur var fjölhæfur listamaður í
eðli sínu, spilaði dável á píanó, málaði
mörg góð málverk, tefldi skák betur
en margur, gerði upp gamlar ljós-
myndir sem urðu sem nýjar eftir og
svo mætti lengi telja.
En eins og með marga fjölhæfa
menn náði vinur minn Oddur aldrei
hæstu hæðum í sínum hugðarefnum.
Til þess voru þau einfaldlega of
mörg.
Bakkus konungur setti einnig
mark sitt á líf þessa gáfaða manns,
skemmdi og dró úr þrótti, en alltaf
reis Oddur upp að nýju til að takast á
við ný verkefni.
Hann var hlý og góðhjörtuð mann-
vera sem tók af öllu sínu hjarta þátt í
lífi sinna nánustu og reyndist þeim
oft betur en enginn er örðugleikar
steðjuðu að.
Uppskera góðvildarinnar var ríku-
leg því Oddur átti marga vini og þá er
ég að tala um sanna vini og hver get-
ur verið ríkari en það? Ég vil að lok-
um votta eftirlifandi ættingjum og
vinum Odds mína dýpstu samúð og
víst er að enginn getur fyllt það skarð
í lífi okkar eftirlifenda sem Oddur
okkar skilur eftir.
Einar Þorgrímsson.
Góðvinur minn, Oddur Þorleifsson
ljósmyndari, er fallinn frá. Við kynnt-
umst fyrir fimm áratugum, og fór
alltaf vel á með okkur. Hann var
hæglátur maður og hógvær með af-
brigðum.
Oddur átti til góðra að telja.
Langafi hans í föðurætt var Þorleifur
Þorleifsson í Bjarnarhöfn á Snæfells-
nesi, víðfrægur fyrir smáskammta-
lækningar, sem reyndust svo hald-
góðar að honum var veitt opinbert
lækningaleyfi. Auk þess var hann
forvitri, sá eða fann á sér óorðna við-
burði. Sú dulargáfa varð mörgum að
liði og barg frá ýmsum skaða. Faðir
Odds var alnafni langafans. Hann
gerðist ljósmyndari í Reykjavík og
var í tölu þekktustu myndasmiða hér
í borg framan af nýliðinni öld.
Ekki kynntist eg Þorleifi ljós-
myndara, því að hann náði ekki háum
aldri, en eg heyrði vel af honum látið.
En konu hans, Elínu Sigurðardóttur,
þekkti eg. Hún var ættuð frá Akra-
nesi, úrvalskona, sem þurfti mikið á
sig að leggja við uppeldi stórs barna-
hóps, svo sem nærri má geta.
Börnum þeirra hjóna kynntist eg
nokkuð og sumum mæta vel. Öll eru
og voru þau systkin hið bezta fólk.
Tvö hin elztu voru látin á undan Oddi,
en á lífi eru tvær systur og þrír bræð-
ur.
Tveir elztu bræðurnir, Þorleifur
og Oddur, sem nú eru báðir á brott
gengnir, fetuðu í fótspor föður síns og
gerðust ljósmyndarar. En þeir voru
líka hneigðir til myndsköpunar með
litskúf og teikniblýanti, einkum á
yngri árum. Þriðji bróðirinn, Guð-
bjartur, hefur verið atkvæðamestur
sem listamaður á þessu sviði. Mál-
verk eftir hann hafa alloft verið sýnd
opinberlega, auk þess sem smíðis-
gripir hans úr silfri og gulli hafa hlot-
ið verulega eftirtekt, en Guðbjartur
er fagmaður í þeirri grein. Hann hef-
ur sagt mér að Oddi hafi á fyrri tíð
veitzt sérlega létt að ná andlitssvip
fólks með fáum penna- eða blýants-
dráttum. Þorleifur var aftur á móti
mikill meistari í tréskurði, og má
þess geta að meðal þess, sem eftir
hann liggur er skákborð með full-
komnum liðum taflmanna í fornbún-
ingum, fegurstu kjörgripir.
Þeir bræður, Þorleifur og Oddur,
bjuggu með móður sinni og eftir lát
hennar tveir saman meðan báðir
lifðu, en Þorleifur andaðist á sextugs-
aldri árið 1974. Eftir það var Oddur
einbúi. Báðir voru þeir ókvæntir.
Oddi var auðvitað mikil eftirsjá að
góðri móður og bróður, en hann hélt
strikinu við sitt fag og sá um sig sjálf-
ur að miklu leyti. En hjálpsemi systr-
anna lét heldur ekki á sér standa.
Hann fylgdist alla tíð vel með atburð-
um innanlands og utan og ályktaði
eftir viðhorfi sínu til efnis og að-
stæðna. Að mínum dómi var Oddur
réttsýnn og staðfastur í skoðunum.
Hann var fróðleiksfús og naut þess
að hlusta á fræðandi útvarpsefni,
enda féll hlustun vel að vinnu hans.
Eg ímynda mér að hann hafi verið
meðal dyggustu útvarpshlustenda
hér um slóðir. Hann var mjög þjóð-
hollur maður og lét sér m.a. annt um
íslenzka tungu.
Oddur heitinn var þéttur á velli og
þéttur í lund. Hann átti sér nokkur
áhugaefni utan daglega lífsins, hafði
t.d. yndi af klassískri tónlist og fékkst
raunar um tímabil við píanónám, var
meðal nemenda Gísla Magnússonar,
þess ágæta listamanns.
Þá þótti honum skemmtilegt að
stytta sér stundir við tafl og var mörg
ár félagi í litlum skákklúbbi. Hann
var líka talsvert áhugasamur um
veiðimennsku, og voru Elliðaárnar
honum kærastur veiðistaður. Þá
hafði hann áhuga á sundiðkun og
stundaði nokkuð þá góðu íþrótt.
Oddur Þorleifsson var einstaklega
heiðvirður og vandaður maður. Í
starfi sínu sem ljósmyndari sýndi
hann vandvirkni og lipurð. Hans er
gott að minnast.
Eg enda þessi fáu orð með hlut-
tekningu minni til systkinanna, ann-
ars skyldfólks og venslamanna.
Baldur Pálmason.
ODDUR HJALTALÍN
ÞORLEIFSSON
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina