Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 42

Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þá er komið að hinstu kveðju síðustu systurinnar frá „Ból- inu“, Sæbóli í Aðalvík, Önnu Bergþóru Magnúsdóttur móðursystur minn- ar, sem var fimmta í röð sjö dætra Magnúsar afa og Guðnýjar ömmu. Þar sem ég get ekki fylgt henni langar mig að minnast hennar ör- fáum orðum. Þegar hún var 10 ára misstu þær föður sinn, mamma var elst þá 20 ára en sú yngsta á öðru ári. Ég heyrði sagt að beðið hefði verið um Beggu í fóstur en þær systur aftekið það og hjálpast að með heimilið. Begga segir í minning- argrein um systur sínar að engin vinna hafi verið svo erfið að þær hafi guggnað fyrir henni og enginn vinnudagur svo langur að hann væri ekki staðinn til enda og hún lagði sitt til löngu áður en hún hafði getu til. Hún sagðist verða ævilangt þakklát fyrir að þær hefðu ekki látið sig í fóstur. Ég átti því láni að fagna að alast upp í Bólhúsinu þar sem foreldrar mínir hófu sinn búskap fyrstu 11 árin og kom það þá af sjálfu sér að systurnar hinar gátu komið áfram í sínum fríum „heim“. Guðný amma hætti þá að búa og fór síðar til Ísafjarðar þar sem hún vann á Sjúkrahúsi Ísafjarðar sem sauma- kona og vökukona yfir aðgerðar- og uppskurðarsjúklingum þar til hún varð 80 ára og hefði haldið lengur áfram nema af því að hún veiktist. Það var alltaf gaman hjá okkur og fjölskyldunni á Borg (en þar bjó ein systirin og átti þrjú börn). Þær færðu okkur fallegar gjafir úr Reykjavík eða frá Ísafirði þar sem þær yngstu þrjár unnu sitt á hvað og á ég enn leikföng og bækur frá Beggu frænku. Það var ekki aldeilis þagað þegar þær hitt- ust og mátti ég alltaf vera með, bæði sem barn og fullorðin og margt fróðlegt lærðum við systk- inabörnin af því að hlusta og vor- um við Bíi þau af yngri kynslóð- inni sem mest töluðum um gömlu dagana á Sæbóli og það er ekki svo vitlaust sem makar segja sem kalla móðurfólkið mitt „Sögufólk- ið“, en oft hefur nú þurft að hringja í okkur og spyrja um hitt og þetta og síðast í dag þegar ég var að skrifa þetta. Þegar sú yngsta fermdist var hún hjá mömmu og þá kom amma og dætur að vestan og fórum við og Borgarfólkið niður í fjöru að taka á móti þeim. Amma gaf strák- unum hjólhestapumpur og strax þurfti að prufa þær til að sprauta úr sjó. Þá datt ég í sjóinn í fjöru- borðinu og sogaðist fram, þá bjargaði Begga mér frá drukknun. Hún varð að vaða uppfyrir mitti til að ná mér, var ég þá búin að drekka sjó og orðin rænulaus, ég á henni síðan líf mitt að launa og vona að ég hafi getað greitt upp í það. Frá þessari fermingu og þar til á 80 ára afmæli Guðnýjar ömmu hittust þær aldrei allar, voru aldr- ei fleiri en sex. Þær voru svo sam- heldnar fram á síðustu stundir og ekki bara þær heldur ólumst við systrabörnin 11 upp við það sama, fjölskylduböndin voru mjög sterk. Þegar ég var 14 ára fór ég til Reykjavíkur og var í vist hjá Góu að passa Gunnar á fyrsta ári, þá var Begga gift Torfa og búin að eignast eldri son sinn Magnús Trausta, þá þurfti að heimsækja Beggu og fórum við þrjár og Gunnar austur en Begga var þá ANNA BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Anna BergþóraMagnúsdóttir fæddist á Sæbóli í Aðalvík 7. júní 1914. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 31. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 8. febrúar. veik, þarna var ég í viku en þau lengur. Amma og Góa sáu um matseldina en við Björk dóttir Siggu (11 ára) sáum um sendi- ferðir og bleiuþvott- inn, já, bleiuþvott því mér finnst síðan að við höfum verið alla daga að þvo, sjóða og skola bleiur milli mál- tíða, það drapst alltaf á kolaeldavélinni svo ekki hélst suðan á svo var nú vatnið, já, ekki rennandi vatn eins ég var vön úr læk eða krana heldur varð að dæla því með pumpu, en þetta var samt gaman. Þau Torfi flytja svo til Keflavíkur og þar fæddist þeim hinn sonurinn Gísli. Þangað kom ég til þeirra 18 ára því Torfi hafði útvegað mér vinnu við síldarsöltun í Stóru-Milljón og auðvitað fékk ég að vera hjá þeim, í endaðan nóvember var vinnan búin og ég ætlaði bara vestur, en Torfi, þessi elska, var nú ekki á því, hann réð mig í frystihúsið H.F. Keflavík og fékk ég vinnu þar allan veturinn. Á Hafnargötunni var alltaf pláss fyrir alla, bæði Beggu- og Torfa- fólk, oft var þröngt í litla eldhús- inu og borðað í hollum, karlmenn fyrst svo konur og börn, eftir ára- mótin var Hreinn kominn í fæði, systir Torfa með barn til húsa svo þá svaf ég hjá Svövu frænku en var að öðru leyti hjá Beggu. Það var yndislegt að vera hjá þeim hjónum. Begga vandaði sitt makaval vel, Torfi var góður eiginmaður og fað- ir „þéttur á velli og þéttur í lund“ með sitt rauða hár og afar trygg- lyndur. Heimilið þeirra var eins og vin í eyðimörk fyrir okkur frænd- fólkið, ég hef oft hugsað þvílíkt heimilislíf var hjá þessari fjögurra manna fjölskyldu. Alltaf með fólk aukalega bæði í fæði og húsnæði, já stundum var jafnvel hjónarúmið ekki friðhelgt, þvílík manngæska. Veturinn sem ég var hjá þeim var kaffiskömmtun, það var nú ekki mjög gott, Svava var þá kom- in í Keflavík og stundum ef okkur þrem hafði orðið skrafdrjúgt fram eftir kvöldi laumaðist Begga til að hella aukalega uppá „sparisopa“, líka var ég oft fengin til að setja í þær spennur, rúllur voru ekki komnar, og var þá notaður „Pilsn- er“ sem hárlagningarvökvi. Guðný amma átti heima á Hafnargötunni frá því hún hætti að vinna og þar til hún var komin hátt á tíræð- isaldur, einnig Margrét móðir Torfa og hennar maður Þorlákur. Ekki minnkaði gestagangurinn eftir að amma kom þangað og oft- ar en ekki þurfti að elda sunnu- dagsmatinn á laugardag fyrir gesti, þá voru ekki komnar frysti- kistur að hlaupa í. Síðast þegar ég gisti hjá Beggu, sváfum við í eina klukkustund, það var mikið að segja! Þær systur voru miklir háðfuglar ekki síst á eigin kostnað og ekki var Begga barnanna best, en fór vel með það. Það var víst skemmtilegt þegar þær voru fjórar síðast á Hafn- argötunni að ganga frá vissum málum, allar í hvítum sloppum hálfhvíslandi en ekki alltaf sam- mála hvernig hlutirnir hefðu verið og þá voru notuð orðin „Alvís, Fjölvís, Fávís og Nasvís“. Bíi og Gunnar upplifðu það sem áheyr- endur, við vitum hver átti hvaða nafn! Ég læt oft hugann reika til æskustöðvanna í litla húsið á Ból- inu, þá sé ég fyrir mér afa og ömmu og dæturnar þeirra sjö í pínulitla eldhúsinu, heyri snarkið í eldavélinni og finn mólyktina og horfi á lampaljósið. Það er satt sem Hreinn frændi sagði við mig eftir að Begga frænka dó „þar er farin perla“. Hún var sú af móðursystrum okkar sem manni fannst aldrei haggast, þyldi allt, alltaf jafnvirðu- leg og rósemin uppmálum og geisl- aði frá henni birtu og manngæsku, en hennar líf var ekki alltaf dans á rósum en hún kunni það lag að sigla milli „skers og báru“ á öllum sviðum. Þetta áttu að vera örfá orð en svona er „Sögufólkið“. Elsku Magnús, Kristín, Gísli, Rósa og börn, um leið og við vott- um ykkur innilega samúð biðjum við algóðan guð að vera með ykkur öllum og munið, nú eru þær loks allar saman með foreldrunum. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að vera samvistum við Beggu frænku og læra af henni. Guðný (Dúddý) og Helgi. Hinn 15. desember árið 1924 er talið að vélbáturinn Leifur frá Ísa- firði hafi farist út af Aðalvík. Veð- ur var slæmt og álitið að báturinn hefði farist þess vegna. Síðar kom í ljós að breskur togari hafði siglt Leif niður og áhöfnin öll farist. Ekki létu bresku skipverjarnir vita um þetta slys en einn úr áhöfn togarans sagði þó frá því síðar. Brak úr Leifi kom svo upp í trolli togara mörgum árum síðar og sást af því að breski togarinn hafði nánast klippt bátinn í tvennt. Einn úr áhöfn Leifs var Magnús Dósóþeusson frá Sæbóli í Aðalvík. Við dauða hans urðu sjö ungar telpur föðurlausar, sú yngsta ekki orðin tveggja ára. Það voru sorg- leg jól í litla húsinu á Sæbóli og framtíðin óviss. Móðirin og dæt- urnar, sem komnar voru til vits og ára, sáu fram á erfiða tíma. Því er þetta rakið hér að í dag er kvödd hinstu kveðju síðasta systirin sem lifði, Anna Bergþóra Magnúsdótt- ir, móðursystir mín. Begga, eins og hún var ætíð kölluð af frænd- fólkinu, var einstaklega vel gerð kona sem bar samferðafólk sitt á höndum sér, ekki síst frændgarð- inn, sem ætlaðist oft til allt of mik- ils af þessari mikilhæfu frænku sinni. Eftir á að hyggja, er ekki ólíklegt að áfallið, sem telpurnar sjö urðu fyrir við fráfall föður sins, hafi gert þær sjálfstæðari og dug- meiri en ella. Þrátt fyrir sjálfstæðið voru syst- urnar alla tíð tengdar órjúfanleg- um böndum og voru sælustu stundirnar í lífi þeirra, að því er ég held, þegar þær komu sem flestar saman. Þá var glatt á hjalla og mikið skrafað. Þær virtust hafa mikla þörf fyrir að blanda geði. Æðruleysi var eitt af aðals- merkjum Beggu frænku minnar. Hún tók því sem að höndum bar, hvort sem var í gleði eða sorg. Þau Begga og maður hennar, Torfi Gíslason, bjuggu á Hafnargötu 74 í Keflavík lengst af. Það er ekki óeðlilegt að segja að oftar en ekki hafi hús þeirra líkst meira veit- ingastað og hóteli en einbýlishúsi hjóna með tvo syni. Húsrúm var til staðar, enda hjartarúm ekki af skornum skammti hjá þeim hjón- um. Á heimilinu dvaldi um árabil mamma Beggu og amma okkar krakkanna, Guðný Sveinsdóttir, sem varð nærri hundrað ára, og dró það ekki úr gestagangi, þar sem amma var vinsæl og vina- mörg. Hér eru færðar þakkir, þótt seint sé, fyrir umönnun ömmu og umburðarlyndi við frændgarðinn. Begga frænka mín hélt ró sinni og reisn allt til dauðans. Hún bað fyrir kveðjur til allra vina sinna og vandamanna, þegar við Guðrún kona mín heimsóttum hana hel- sjúka á sjúkrahúsið í Keflavík. Það var í senn sorglegt og gleðilegt að kveðja hana. Gleðilegt að hafa enn og aftur fengið að sjá hana og skiptast á kveðjum, en sorglegt að síðasta systirin í þessum áður glaðværa og sérstaka hópi skuli nú öll. Ef trúin á líf eftir dauðann og endurfundi reynist rétt, má þó segja að sorgartárin frá jólunum 1924 hafi nú breyst í gleðitár. Ég og fjölskylda mín sendum Magnúsi og Gísla og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Beggu frænku minnar. Magnús Reynir Guðmundsson.                              ! "!    # $% & ' # ( "!    ) * ( "!  +         ,--,-.  /0 1  2 / &33 4&  #     !   "     #$ %$     &  '      ( '  4!5 (#   ""!   4* 1" 6!& & 4*&4#) * 6!& "!   & && & &  #  & & ( ) +7/ " "!    2 (&  # "!  +       #       )   -869  :, ;$-  ;&&) < 2!=          *    '        +      !,  !--. $ &4+#5&" & #5&" $ & & 6%(&$ &"!   >0 4 *&&$ &"!    6!& &  (# $ &"!   2&& /8+? 1 4 " $ & & $ &$ & & #/#   4  "!  ) &)* &+ /   $. >  (& 10/(#@A  1 #  $     *   0   1#   6!&41 8 * & & 4# 41 "!   4& +$ B &  &" 4 & 8 * &  41 &  4 *&&41 "!   8 1 9 &41 &  &/# 4"! "!   ! 2  5&& "!   $ &4 &  8* 1  & 8   2) %& "!   8 &/ "8 & 2 &   & 2  (&2  & "!   #) *  "!   "7/ +                2  -,-->,  "&/  1 #  (     2        #5&&)( &  ()! # "!   8 & )( & 6!&( "!   6! (# )( "!    !&)( & 2  (&4+$ ) * & "!   && )( &  # 41 "!   4 * "( 6+)( "!   ) &)* &) &) &)* &+

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.