Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 46
GREINARGERÐ 46 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VÍSAÐ er til erindis Verslunar- ráðs Íslands, er barst viðskipta- ráðuneytinu 1. febrúar sl., þar sem þess er farið á leit að gerð verði á vegum ráðuneytisins sérstök at- hugun á aðgerðum Samkeppnis- stofnunar gagnvart olíufélögunum á grundvelli 40. gr. samkeppnis- laga nr. 8/1993 hinn 18. desember sl. Þá er þess farið á leit að viðskiptaráðherra beiti sér fyrir því að öllum þeim gögnum sem Samkeppnisstofnun lagði hald á, og afritum þeirra, verði skilað til baka „en málið gegn olíufélög- unum hafið á nýjan leik á lögleg- um forsendum ef ástæða þykir til“. Loks er þess óskað að gerðar verði ráðstafanir til þess að framkvæmd aðgerða af þessum toga verði með eðlilegum hætti ef til þeirra kemur í framtíðinni. Heimildir Samkeppnisstofnunar til húsleitar og haldlagningar af því tagi sem um er fjallað í bréfi Verslunarráðs er að finna í 40. gr. samkeppnislaga. Í 2. mgr. þess ákvæðis er tekið fram að við fram- kvæmd slíkra aðgerða skuli fylgt ákvæðum laga um meðferð opin- berra mála um leit og hald á mun- um. Eins og ljóst má vera af tilvísun ákvæðisins til ákvæða laga nr. 19/ 1991 um meðferð opinberra mála (oml.) eru bæði leit og haldlagning lögregluaðgerðir. Af því leiðir í fyrsta lagi, að stjórn húsleitar er á forræði lögreglumanna, sbr. 1. mgr. 94. gr. oml., en þar segir: „Lögreglumenn stjórna leit sam- kvæmt ákvæðum þessa kafla.“ Ef ágallar eru á framkvæmd leitar eru þeir almennt á ábyrgð lög- reglu. Í öðru lagi gilda reglur oml. um réttindi þeirra, er þurfa að þola leit og haldlagningu, þ. á m. um rétt þessara aðila til að skjóta ákvörðun um haldlagningu til dóm- ara, sbr. 79. gr. oml., og til að bera ágreining um lögmæti rannsókn- arathafna undir dómara, sbr. 75. gr. oml. Skal hér einnig bent á skaðabótaúrræði samkvæmt XXI. kafla oml., ef lagaskilyrði hefur brostið til leitar/haldlagningar eða hún framkvæmd með ótilhlýðileg- um hætti. Þá varðar það opinberan starfs- mann refsingu, eins og réttilega er bent á í bréfi Verslunarráðs, ef hann misbeitir heimildum sínum til m.a. húsleitar og haldlagningar, sbr. 131. og 132. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hafi þolandi leitar ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn hegningarlögum að þessu leyti, er viðkomandi rétt að leita til lög- regluyfirvalda eins og ella þegar grunur leikur á um refsilagabrot. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sam- keppnislaga annast Samkeppnis- stofnun dagleg störf samkeppnis- ráðs. Af ákvæðum III. kafla laganna leiðir að samkeppnisráð hefur stöðu sjálfstæðrar stjórn- sýslunefndar, og getur viðskipta- ráðherra því ekki gefið samkeppn- isráði bindandi fyrirmæli um úrlausn einstakra mála. Að þessu virtu telur ráðuneytið sig ekki hafa heimild til að hafa afskipti af máls- meðferð í því máli, sem vísað er til í erindi Verslunarráðs, þ.m.t. varð- andi afhendingu haldlagðra gagna eða nýja málsmeðferð. Aftur skal hins vegar bent á ákvæði 79. gr. oml. um rétt vörsluhafa haldlagðs munar til að bera ágreining um haldlagningu undir dómara. Ákvarðanir samkeppnisráðs og Samkeppnisstofnunar sæta hins vegar kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála á grundvelli 9. gr. samkeppnislaga. Í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttarins er áfrýjunarnefnd bær til þess að endurskoða alla þætti í málsmeð- ferð Samkeppnisstofnunar og sam- keppnisráðs við efnislega meðferð máls fyrir nefndinni. Af því leiðir að ef rannsókn Samkeppnisstofn- unar leiðir til þess að tekin verður íþyngjandi ákvörðun gagnvart ol- íufélögunum, er unnt að hafa uppi athugasemdir við málsmeðferð stofnunarinnar í kæru til áfrýj- unarnefndar í þeim tilgangi að fá slíka ákvörðun fellda úr gildi eða henni breytt. Þar sem aðgerðir Samkeppnisstofnunar kunna að sæta slíkri stjórnsýslulegri skoðun af hálfu æðra stjórnvalds, telur ráðuneytið ekki tilefni til sérstakr- ar athugunar þess á framkvæmd leitar hjá olíufélögunum hinn 18. desember sl. Skal einnig á það minnt í þessu sambandi, að úr- lausnir áfrýjunarnefndar sam- keppnismála er unnt að bera undir dómstóla. Samkvæmt framansögðu eru þolendum leitar og/eða haldlagn- ingar tryggð réttarfarsleg úrræði í ákvæðum laga um meðferð opin- berra mála og almennra hegning- arlaga. Ef um alvarleg brot sam- keppnisyfirvalda á málsmeð- ferðarreglum er að ræða, getur það leitt til þess að ákvarðanir sem kunna að vera teknar í framhaldi af leit og/eða haldlagningu verði ógiltar eða þeim breytt af áfrýj- unarnefnd samkeppnismála við efnismeðferð máls. Að mati við- skiptaráðuneytisins mynda fram- angreind úrræði fullnægjandi ramma utan um framkvæmd að- gerða samkvæmt 40. gr. sam- keppnislaga og tryggja að fram- kvæmd þeirra sé með eðlilegum hætti með tilliti til réttaröryggis, ef til þeirra kemur í framtíðinni. Telur ráðuneytið því ekki efni til ráðstafana af þess hálfu í þessu til- liti. Greinargerð Greinargerð viðskiptaráðuneyt- isins til Samtaka atvinnulífsins er svohljóðandi: Framkvæmdastjórn Samtaka at- vinnulífsins (SA) samþykkti nýver- ið ályktun þar sem því er beint til efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis að fram fari skoðun á ákvæðum samkeppnislaga nr. 8/ 1993. Í ályktuninni og greinargerð sem henni fylgdi eru einkum gerð- ar athugasemdir við ákvæði sam- keppnislaga sem fjalla um leit og haldlagningu, sektarheimildir lag- anna og bannákvæði þeirra. Í til- efni af þessari ályktun SA vill við- skiptaráðuneytið taka eftirfarandi fram: 1. Ákvæði 40. gr. samkeppn- islaga um leit og haldlagningu gagna samkvæmt 40. gr. sam- keppnislaga er Samkeppnisstofnun heimilt að gera nauðsynlegar at- huganir á starfsstað fyrirtækja og leggja hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögunum. Jafn- framt segir í ákvæðinu að við framkvæmd þessara aðgerða skuli fylgja reglum laga um meðferð op- inberra mála. Leit samkvæmt samkeppnislögum er ávallt fram- kvæmd á grundvelli dómsúrskurð- ar. Í greinargerð sem fylgdi áður- nefndri ályktun SA eru ýmsar at- hugasemdir gerðar við þetta ákvæði samkeppnislaga og fram- kvæmd á því. Er í því sambandi m.a. vísað til reglna sem gilda um vettvangsrannsóknir fram- kvæmdastjórnar EB og Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) og til reglna sem gilda í einstökum EES-ríkjum. Í greinargerðinni er það gagnrýnt að Samkeppnisstofn- un hafi rýmri heimildir við húsleit heldur en ESA, sem m.a. felst í því að stofnunin getur lagt hald á frumgögn en ESA hafi einungis heimild til að taka afrit af skjölum á starfsstað fyrirtækis. Heldur SA því fram að sambærilegar reglur og gilda hjá ESA gildi í öðrum ríkjum eins og t.d. Danmörku og Svíþjóð. Er gefið til kynna í grein- argerðinni að taka eigi upp þessar reglur hér á landi. Ráðuneytið vill fyrst nefna að heimild Samkeppnisstofnunar í 40. gr. samkeppnislaga er á engan hátt óvenjuleg í íslenskum rétti. Þannig er að finna í 5. gr. laga nr. 110/1999 um Póst- og fjarskipta- stofnun hliðstæða heimild til þeirr- ar stofnunar og í 9. gr. laga nr. 87/ 1998 um opinbert eftirlit með fjár- málastarfsemi sambærilega heimild til handa Fjármálaeftirlit- inu. Jafnframt verður að líta til þess að ákvæði EES-samningsins leggja engar skuldbindingar á ís- lensk stjórnvöld varðandi reglur eða framkvæmd húsleitar í sam- keppnismálum. Getur hvert EES- ríki fyrir sig skipað þessum málum með þeim hætti sem best er talið henta í viðkomandi ríki. Ráðuneytið vekur athygli á því að samkvæmt könnun sem fram- kvæmdastjórn EB lét gera hafa samkeppnisyfirvöld í einstökum aðildarríkjum yfirleitt ríkari heim- ildir heldur en hún (og þar með ESA) til að framkvæma rannsókn- ir, þ.m.t. húsleitir, í samkeppnis- málum. Ástæða þess er m.a. sú að framkvæmdastjórn EB hefur ekki lögregluvald. Athugun á sam- keppnislöggjöf nokkurra EES- ríkja leiðir þetta í ljós:  Í Austurríki þarf dómsúrskurð til að framkvæma leit og sam- keppnisyfirvöld mega ekki leggja hald á gögn.  Í Belgíu er unnt að framkvæma leit hjá fyrirtækjum og á heimilum stjórnenda fyrirtækja. Dómsúr- skurð þarf vegna leitar á heim- ilum. Unnt er að innsigla skjöl og afrita þau.  Á grundvelli dómsúrskurðar geta bresk samkeppnisyfirvöld framkvæmt húsleit í fyrirtækjum og á heimilum, ef skjöl viðskipta- legs eðlis eru geymd þar. Bresk samkeppnisyfirvöld hafa heimild til að leggja hald á frumgögn og mega halda þeim í þrjá mánuði.  Í Danmörku hafa þarlend sam- keppnisyfirvöld sams konar heim- ildir og framkvæmdastjórn EB. Þau geta framkvæmt vettvangs- rannsókn hjá fyrirtækjum og tekið afrit af gögnum. Þeim er hins veg- ar ekki heimilt að leggja hald á frumgögn. Hins vegar liggja nú fyrir drög að frumvarpi til breyt- inga á dönsku samkeppnislögunum þar sem lagt er til að samkeppn- isyfirvöld geti undir vissum kring- umstæðum lagt hald á frumgögn. Er við það miðað að þeim verði skilað að afritun lokinni.  Finnsk samkeppnisyfirvöld hafa áþekkar heimildir og fram- kvæmdastjórn EB. Ekki þarf dómsúrskurð til að framkvæma leit.  Í Frakklandi geta þarlend sam- keppnisyfirvöld leitað bæði á skrif- stofum fyrirtækja og heimilum for- svarsmanna fyrirtækja og lagt hald á frumgögn. Leitin fer fram með aðstoð lög- reglu og á grundvelli dómsúr- skurðar.  Í Grikklandi þarf dómsúrskurð til húsleitar ef búist er við mót- stöðu, annars ekki. Grísk sam- keppnisyfirvöld hafa heimild til að leggja hald á frumgögn. Einnig hafa þau heimild til að leita á heimilum.  Hollensk samkeppnisyfirvöld geta framkvæmt húsleit og inn- siglað starfsstöð fyrirtækis. Þau geta einnig undir vissum kring- umstæðum lagt hald á frumgögn.  Írsk samkeppnisyfirvöld þurfa dómsúrskurð til að framkvæma húsleit og mega taka afrit af gögn- um. Búið er að leggja fram frum- varp til breytinga á þarlendum samkeppnislögum sem miðar að því að veita heimild til að leita á heimilum æðstu yfirmanna fyrir- tækja.  Ítölsk samkeppnisyfirvöld hafa áþekkar heimildir og fram- kvæmdastjórn EB. Ekki þarf dómsúrskurð til að framkvæma leit.  Í Noregi geta samkeppnisyfir- völd framkvæmt húsleit og lagt hald á frumgögn. Frumgögnum þarf ekki að skila á meðan máls- meðferð fer fram. Dómsúrskurð þarf til húsleitar. Einnig geta þau leitað á heimilum starfsmanna fyrirtækja og er þeirri heimild talsvert beitt.  Spænsk samkeppnisyfirvöld geta framkvæmt húsleit á grund- velli dómsúrskurðar og lagt hald á frumgögn og haldið þeim í 10 daga.  Sænsk samkeppnisyfirvöld hafa áþekkar heimildir og fram- kvæmdastjórn EB.  Í Þýskalandi geta samkeppnis- yfirvöld á grundvelli dómsúrskurð- ar framkvæmt leit í fyrirtækjum og á heimilum. Ef mikið liggur við er unnt að framkvæma leit án úr- skurðar. Þau geta einnig lagt hald á frumgögn. Til samanburðar við framan- greint veita lög nr. 8/1993 Sam- keppnisstofnun heimild til leitar og haldlagningar gagna á starfsstað fyrirtækja að því tilskildu að ríkar ástæður séu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum, og þarf dómsúrskurð til að leit verði framkvæmd. Lögin heimila hins vegar ekki t.d. leit á heimilum fyrirsvarsmanna fyrirtækja, eins og víða er gert. Þróun reglna af þessu tagi í öðrum Evrópuríkjum hefur reyndar gengið í þá átt að veita samkeppnisyfirvöldum rýmri leitarheimildir, fremur en að draga úr þeim. Ráðuneytið telur að ekki sé jafn- mikill munur á framkvæmd hús- leitar af hálfu Samkeppnisstofn- unar og ESA og gefið er í skyn af hálfu SA. Þetta sést þegar reglur ESA og dómafordæmi sem skýra þær eru könnuð. Hér má fyrst líta til þess að húsleit ESA er fram- kvæmd á grundvelli eigin ákvörð- unar stofnunarinnar en húsleit Samkeppnisstofnunar er gerð á grundvelli dómsúrskurðar. Verður því ekki annað séð en að réttarör- yggi íslenskra fyrirtækja sé meira að þessu leyti þegar leit er fram- kvæmd á grundvelli samkeppnis- laga. Í dómsúrskurði á grundvelli samkeppnislaga, jafnt og í ákvörð- un ESA, er tekið fram hvaða fyr- irtæki sé verið að rannsaka og meint brot tilgreind eins nákvæm- lega og unnt er. Hér verður þó ávallt að hafa í huga að eðli máls- ins samkvæmt er oft ekki fyllilega ljóst í upphafi rannsóknar hversu umfangsmikil brot eru. Hvorki er ESA skylt að upplýsa fyrirtæki við húsleit um þær upplýsingar sem stofnunin býr yfir og tengjast meintu broti, né er ESA skylt að setja fram ítarlegan lagalegan rök- stuðning um eðli hins meinta brots. Það eru starfsmenn ESA, líkt og starfsmenn Samkeppnis- Aðgerðir Samkeppnisstofnunar gagnvart olíufélögunum þremur Viðskiptaráðherra svarar Verslunar- ráði Íslands og Sam- tökum atvinnulífsins Viðskiptaráðherra svaraði í gær erindi Verslunarráðs Íslands, sem barst ráðuneytinu 1. febrúar sl., varðandi aðgerðir Samkeppnis- stofnunar gagnvart olíufélögunum. Þá hefur verið tekin saman greinargerð í viðskiptaráðuneytinu í tilefni ályktunar Samtaka at- vinnulífsins þar sem því var beint til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fram færi skoðun á ákvæðum samkeppnislaga. Bréf ráðherra og greinargerðin fara hér á eftir. Forðafjör Líf og fjör Nýtt fjölvítamín sem gefur þér góðan forða af öllum vítamínum og steinefnum í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Járn + C vítamín fyrirbyggir járnskort. C-vítamínið eykur nýtingu járns. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.