Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 49

Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 49 Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2002 Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsa eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá menningarmálanefnd vegna listviðburða og menningarmála árið 2002. Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra. Reglur um úthlutun. 1. Rétt til að sækja um framlög til nefndarinnar hafa listamenn, samtök listamanna og félagasamtök, sem vinna að listum og menningarmálum í Mosfellsbæ. 2. Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga: a) Verkefnastyrkir til einstakra verkefna. b) Starfstyrkir til félagasamtaka á sviði lista og menningarmála í Mosfellsbæ. 3 Nauðsynlegt er að umsækjendur tilgreini nákvæmlega til hvaða verka ætlað er að verja framlögunum. 4. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 1. mars 2002 á skrifstofu fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar. Þeim ber að skila á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem hægt er að fá á skrifstofu Mosfellsbæjar eða á heimasíðu bæjarins. 5. Nefndin áskilur sér rétt til að hafna umsókn umsækjanda að hluta eða alfarið. 6. Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 20. mars 2001 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar. Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Æfingabekkir Hreyfingar Ármúla 24, sími 568 0677  Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum?  Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?  Vantar þig aukið blóðstreymi og þol?  Þá hentar æfingakerfið okkar þér vel. Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkams- þjálfun í langan tíma. Sjö bekkja æfingakerfið liðkar styrkir og eykur blóð- streymi til vöðvanna. Hver tími endar á góðri slökun. Við erum einnig með göngubraut, þrekstiga og tvo auka nuddbekki. Getur eldra fólk notið góðs af þessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Frír kynningartími Mynd sem ekki var Í grein Guðbjargar Snótar Jóns- dóttur, Um Önnu frá Hvammi, var vísað til myndar af blaði sem ljóð var ritað á en fylgdi ekki greininni. Ljóðið var hins vegar birt prentað á síðunni. Rétt er að árétta þetta um leið og beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Rangt nafn Höfundur ljóðsins Í nótt ... sem birt var í Lesbók sl. laugardag var rang- feðraður. Hann heitir Geir Thor- steinsson. Beðist er velvirðingar á þessu. Nafnaruglingur Í formála minningargreinar um Ósk Ásgrímsdóttur í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag 10. febrúar, varð ruglingur á nöfnum. Rétt er málsgreinin sem fyrir raskinu varð svona: „Hinn 17. júní 1950 giftist Ósk Ásmundi Böðvarssyni, f. 11. maí 1920 í Hafnarfirði, d. 27. desember 1999. Foreldrar hans voru Steinþóra Ás- mundsdóttir og Böðvar Grímsson. Sonur þeirra er Steinþór flugvirki, kvæntur Maríu Sigurðardóttur. Börn Steinþórs og Maríu eru Sigurður, Ás- mundur, Ingvar og Linda María.“ Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum ruglingi. LEIÐRÉTT NÁMSKEIÐIÐ „Öflugt sjálfstraust“ verður haldið í Breiðholtsskóla mið- vikudagana 13. og 20. febrúar. Þetta námskeið er fyrir alla for- eldra barna í Breiðholtsskóla sem vilja styrkja sig í að verða sterkar fyrirmyndir fyrir börnin sín. Fjallað verður um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líð- an. Einnig verður fjallað um leiðir til að byggja sig upp og taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Höfundar námskeiðsins eru Jó- hann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson sálfræðingar. Þeir flytja námsefnið á myndbandi og hafa þjálfað starfsfólk Foreldrahússins til að hafa umsjón með námskeiðunum. Forvarnar- námskeið haldið í Breið- holtsskóla INGIBJÖRG Hafstað, forstjóri Fjölmenningar ehf., heldur kynn- ingu á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næstkomandi miðvikudag, 13. febrúar, kl. 16.15 í sal Sjómanna- skóla Íslands við Háteigsveg og er hún öllum opin. Lýst verður þróun íslenskukennslu fyrir erlent starfs- fólk á vinnustöðum. Námsefnið er lagað að hverjum vinnustað og starfsfólki hans og mið- ast við raunveruleika nemenda á vinnustað. Reynsla síðasta árs hefur verið mjög jákvæð og er það mat að- standenda að hér séu að þróast ný- stárlegar aðferðir í tungumála- og menningarfærnikennslu. Sýnishorn af námsefni verður kynnt, segir í fréttatilkynningu. Kynnir kennslu fyrir erlent starfsfólk NÁMSKEIÐ um svokallaðar film noir- og neo noir-kvikmyndir verð- ur hjá Endurmenntun HÍ 28. febr- úar kl. 20–22.15 í húsakynnum Endurmenntunar á Dunhaga 7. Sögusvið þessara kvikmynda, sem fyrst voru gerðar á fimmta ára- tugnum, er yfirleitt stórborgin og tálkvendið er í aðalhlutverki. Á námskeiðinu verður fjallað um sögu glæpakvikmynda, greint hvað einkennir þær og kannað hvaða tengsl þær hafa við glæpasögur bókmenntanna. Sýnd verða dæmi úr kvikmyndum og íslenskir glæpa- söguhöfundar segja frá tilurð verka sinna. Umsjón með námskeiðinu hefur Sigríður Pétursdóttir dagskrár- gerðarkona. Gestir námskeiðsins eru Arnaldur Indriðason, Árni Þór- arinsson og Bergljót Kristjánsdótt- ir. Frekari upplýsingar um nám- skeiðið er á vefsíðunni www.end- urmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig, segir í frétta- tilkynningu. Námskeið um glæpakvikmyndir MIÐVIKUDAGINN 13. febrúar heldur IMG ráðstefnu sem ber yf- irskriftina: Frammistöðutengd laun: Ávinningur eða sundrung? Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða: Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, Ægir Már Þórisson, ráð- gjafi hjá IMG, Gunnar Páll Pálsson, verðandi formaður V.R., Árni Sig- fússon, stjórnsýslufræðingur og Gunnar Haugen, ráðgjafi hjá IMG. Ráðstefnustjóri er Ketill B. Magn- ússon, frá Landssíma Íslands. Ráð- stefnan er haldin í Gullteig á Grand Hótel og hefst klukkan 9:00 og stendur til kl. rúmlega 12. Skráning fer fram á netfanginu radstefna- @img.is eða í síma,“ segir í frétta- tilkynningu. Ráðstefna um frammi- stöðutengd laun STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi hefur opnað heima- síðu www.steinunn valdis.is vegna prófkjörs Samfylkingarinnar um sæti á Reykjavíkurlistanum. Þar kemur fram að hún gefur kost á sér til forystu fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Borgarfulltrúi opnar heimasíðu BORGARFULLTRÚINN Hrannar Björn Arnarsson hefur opnað kosn- ingamiðstöð vegna prófkjörs Sam- fylkingarinnar um sæti hennar á Reykjavíkurlistanum. Kosningamiðstöðin er í Hafnar- stræti 20, (strætóhúsið við Lækjar- torg) á annarri hæð og verður hún opin alla virka daga frá kl. 17–22 og frá kl. 10–22 um helgina. Opnar kosningamiðstöð MÁLSTOFA verður haldin í tengslum við kennslu í stjórnskipun- arrétti í lagadeild Hákóla Íslands, miðvikudaginn 13. febrúar í stofu L-101 í Lögbergi, kl. 12.15–13.30. Málstofan er öllum opin. Umræðuefnið verður: Staða Al- þingis gagnvart ríkisstjórn og öðrum handhöfum framkvæmdavalds. Málshefjendur verða þær Bryndís Hlöðversdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Málstofa í lagadeild FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.