Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 52
DAGBÓK
52 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Wiesbaden kemur og
fer í dag. Arnarfell,
Vædderen, og Rich-
mond Park koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss kom í gær og
fer í dag frá Straums-
vík.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun í dag
kl. 17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, leirkera-
smíði, kl 10 boccia, kl 10
enska, kl 11 enska og
dans Lance, kl 13 vinnu-
stofa, postulínsmálning
og bað.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl.
13 opin smíðastofa. -
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–9.45 leik-
fimi, kl. 9–12 tréskurð-
ur, kl. 9–16 handavinna,
kl. 10–17 fótaaðgerð, kl.
10 sund, kl. 13 leirlist,
kl. 14. dans.
Eldri borgarar Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstudög-
um kl. 11. Kóræfingar
hjá Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum á fimmtu-
dögum kl. 17–19. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
kl. 11 á sunnudögum.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566 8060 kl. 8–16.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 10 samverustund,
kl.14 félagsvist.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Spilakvöld á
Álftanesi 14. febr. kl. 19.
30 á vegum Lionsklúbbs
Bessastaðahrepps.
Akstur samkvæmt
venju. Þrið. 12. feb. kl. 9
vinnuhópur gler, kl. 13
málun, kl. 13.30 tré-
skurður kl. 13.30 spilað í
Kirkjuhvoli, kl.16. Búta-
saumur.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Saumur kl.
13:30, brids kl. 13:30. Á
morgun línudans kl. 11,
pílukast kl. 13:30, mynd-
list kl. 13. Leikhúsferð
verður farin fimmtud.
21. feb. í Borgarleik-
húsið að sjá „Boðorðin
níu“. Skráning í Hraun-
seli.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Þriðjud: Skák
kl. 13, Meistaramót
deildarinnar hefst 5.
mars.Telft í tveim flokk-
um A og B. Þrenn verð-
laun í hvorum flokki
fyrir þrjú efstu sætin.
Skráning á þriðjudögum
í febrúar kl. 13–16.30 í
Ásgarði Glæsibæ. Leik-
félagið Snúður og
Snælda sýnir í Ásgarði í
Glæsibæ, söng og gam-
anleikinn „Í lífsins ólgu-
sjó“ miðvikud. kl. 14,
föstudaga kl. 14 og
sunnud. kl. 16. Miða-
pantanir í s: 588-2111,
568-8092 og 551-2203.
Ath. sýningin á morgun
miðvikudag fellur niður
vegna íþróttadags aldr-
aða. Miðvikud: Göngu-
Hrólfar fara í göngu frá
Ásgarði Glæsibæ kl. 10.
Söngfélag FEB kóræf-
ing kl. 17. Línudans-
kennsla kl. 19.15.
Söngvaka kl. 20.45. Að-
alfundur Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni, verður í Ás-
garði sunnud. 24. feb.
kl. 13.30. Árshátíð FEB
verður 1. mars í Versöl-
um Hallveigarstíg 1
húsið opnað kl. 19.
Miðapantanir á skrif-
stofu FEB. Sími: 588-
2111. Farin verður ferð
til Krítar með Úrval-
Útsýn 29. apríl, 24ra
daga ferð. Skráning fyr-
ir 15. febrúar á skrif-
stofu FEB. Uppl. á
skrifstofu FEB.
kl. 10–16 s. 588 2111
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, tréskurður,
kl. 9–13 hárgreiðsla, kl.
10 leikfimi, kl. 12.40
Bónusferð, kl. 13.15
bókabíll. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
9–16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi spila-
mennska, kl. 13 boccia.
Myndlistarsýning Braga
Þórs Guðjónssonar
stendur yfir. Veitingar í
veitingabúð. Fimmtu-
daginn 28. feb. Leik-
húsferð í Borgarleik-
húsið „Boðorðin níu“,
skráning hafin. Uppl.
um starfsemina á staðn-
um og í s. 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik-
fimi, kl. 9.30 gler-
skurður, kl. 10 handa-
vinna, kl. 13 enska, kl.
14 þriðjudagsganga, kl.
15.30 spænska, kl. 16.20
og kl. 17.15 kínversk
leikfimi, kl. 19 brids.
Enn eru nokkur pláss
laus í rólegri leikfimi,
sjúkraþjálfari sér um
kennsluna. Uppl. í síma
554-3400.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 og kl. 10 jóga,
kl. 9.15 postulínsmálun,
kl. 13–16 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum, kl.
19 gömlu dansarnir.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskurður og tré-
málun, kl. 10 boccia, kl.
12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13–17 hár-
greiðsla, kl. 13 myndlist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og leikfimi, kl.
9.45 bankaþjónusta, kl.
13 handavinna, kl. 13.30
helgistund. Fótaaðgerð,
handsnyrting.
Háteigskirkja eldri
borgara á morgun mið-
vikudag, samvera fyrir
bænastund í kirkjunni
kl. 11, súpa í Setrinu kl.
12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og op-
in vinnustofa, kl. 10
boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–16
bútasaumur, kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl. 11
leikfimi. kl. 13 spila-
mennska.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13 hand-
mennt og körfugerð. Kl.
14 félagsvist.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa saln-
um.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svar-
að í síma 552 6644 á
fundartíma.
Glímufélagið Ármann
heldur aðalfund í Sól-
túni 16, Reykjavík,
fimmtudaginn 14. mars
kl. 20. Dagskrá: Venju-
leg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Seyðfirðingafélagið.
Sólarkaffi Seyðfirðinga
verður haldi að Fann-
borg 8, Gjábakka.
Sunnudaginn 17. febr-
úar kl. 15. Mætið stund-
víslega.
Kvenfélag Breiðholts,
aðalfundurinn er kl. 20.
í safnaðarheimili Breið-
holtskirkju. Vejuleg að-
alfundarstörf. Þorra-
matur.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraða.
Íþróttadagur aldraðra,
verður á öskudaginn,
miðvikud. 13. feb. kl.
14–16 í íþróttahúsinu
við Austurberg. Leikir,
söngur, leikfimi, dans,
veitingar. Allir vel-
komnir.
Húnvetningafélagið í
Reykjavík. Húnvetnsk
menning á miðjum vetri
sunnud. 21. feb. kl. 14.
Kór-, ein-, tví- og fjölda-
söngur. Píanóleikur.
Fimm hagyrðingar að
norðan fara með flím
undir stjórn Ágústar á
Geitaskarði.
Sinawik í Reykjavík.
Félasmálafundur mæt-
ing á Umferðarmiðstöð-
ina, kl .17.30 farið verð-
ur á Eyrarbakka.
Þjóðdansafélag Reykja-
vík, Opið hús í kvöld frá
kl. 20.30–23, gömlu
dansarnir.
Í dag er þriðjudagur 12. febrúar,
43. dagur ársins 2002. Sprengidag-
ur. Orð dagsins: Drottinn, leið mig
eftir réttlæti þínu sakir óvina minna,
gjör sléttan veg þinn fyrir mér.
(Sálm. 4, 9.)
Víkverji skrifar...
KNATTSPYRNA hefur lengi ver-ið í miklu uppáhaldi hjá Vík-
verja, hann hefur gaman af því að
fara á völlinn, er einnig prýðis sófa-
áhorfandi og hefur meira að segja
gaman af pólitíkinni sem tengist
íþróttinni. Ársþing Knattspyrnusam-
bands Íslands fór fram um helgina,
og Víkverji fylgdist því grannt með.
Á haustdögum, þegar síðasti leikur
karlalandsliðsins var á dagskrá í
Kaupmannahöfn býsnuðust ýmsir yf-
ir því að KSÍ hefði bruðlað með fé í
því skyni að gera vel við nokkra af
helstu samstarfsaðilum sambands-
ins. Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali
um helgina, að gistingin á Hotel
D’Angleterre - þar sem gestir KSÍ úr
hópi styrktaraðila gistu - hefði verið
ódýrari en á hótelinu sem landsliðið
sjálft gisti á. Þar hafa menn það! Sér-
hvert hefur nú verið bruðlið.
Í setningarræðu sinni á þinginu
KSÍ nefndi formaðurinn þá uppá-
komu sem varð eftir leik Íslands og
Tékklands í undankeppni heims-
meistaramótsins á Laugardalsvelli í
haust. Ísland kom þar á óvart og sigr-
aði glæsilega og eftirminnilega, 3:1. Í
kjölfar leiksins fóru af stað sögu-
sagnir þess efnis að einhverjir ís-
lensku leikmannanna hefðu blótað
Bakkus helsti hressilega að kvöldi
leikdags, sem var laugardagur, og
vakti það verðskuldaða athygli þar
sem miðvikudaginn þar á eftir lék lið-
ið í Norður-Írlandi. Eftir sigurinn á
Tékkum hefði sigur í Belfast sett Ís-
lendinga í ákjósanlega stöðu í riðl-
inum, möguleikir á sæti í úrslita-
keppni HM í Japan og Kóreu í sumar
hefði verið býsna mikill. En liðið
steinlá í Belfast. Það vakti athygli
Víkverja, sem sá formann KSÍ tala í
sjónvarpinu um helgina, að hann
sagði að tekið hefði verið á málinu
innanhúss hjá KSÍ og niðurstaðan
væri fordæmisgefandi. Víkverji man
ekki betur en formaðurinn hafi í
haust neitað því að nokkur flugufótur
væri fyrir meintri drykkju landsliðs-
manna, en hann virðist hafa fengið
einhverjar nýjar upplýsingar síðan.
Þá sagði formaðurinn að málið ætti
að sínu mati ekki erindi í fjölmiðla.
Því er Víkverji algjörlega ósammála.
Best væri auðvitað að ekki væri
fjallað um það í fjölmiðlum, en þá
vegna þess að ekkert hefði gerst. En
séu leikmenn ölvaðir á almannafæri
stuttu fyrir mikilvægan leik á þjóðin
rétt á því að vita af því.
x x x
Rapphljómsveitin XXX Rottweil-erhundar átti sannarlega skilið
að sjá og sigra þegar íslensku tónlist-
arverðlaunin voru afhent í Borgar-
leikhúsinu á sunnudagskvöldið. Vík-
verji hefur lúmskt gaman af tónlist
sveitarinnar, þótt vissulega megi
deila um textana sem eru heldur
svæsnir, sumir hverjir. En sveitin
hefur komið með ferskt blóð inn í ís-
lenskan tónlistarheim og tekur sig
ekki of alvarlega. Meðlimir hennar
sögðu t.d. á sunnudagskvöldið að þeir
hefðu orðið rokkstjörnur án þess að
kunna að syngja eða spila á eitt ein-
asta hljóðfæri. Og síðan en ekki síst
sagði Erpur Eyvindarson, söngvari
sveitarinnar, að XXX Rottweiler-
hundar væri eina rokkhljómsveitin á
Íslandi sem reykti ekki sígarettur!
Gott er ef satt, það er að segja, að
þessir ungu menn skuli ekki reykja.
Slæmt er hins vegar til þess að vita ef
engin önnur íslensk hljómsveit er
reyklaus.
Löglegt
en siðlaust
ÉG er ein af þeim sem fæ
oft slæman höfuðverk. Síð-
astliðið sumar fór ég til
læknis vegna þessa og lét
hann mig fá lyfseðil á sterk-
ar verkjatöflur, sem ég
leysti út úr apóteki 3. júlí.
Fékk ég 2 glös af töflunum.
Ég hef sem betur fer lítið
þurft að nota töflurnar en
fékk slæmt kast nú í jan-
úar. Þegar ég ætlaði að fá
mér töflu rak ég augun í að
töflurnar áttu að notast fyr-
ir nóvember sl. Ég fór með
töflurnar í apótekið og ætl-
aði að fá töflunum skipt en
það var ekki hægt. Er ég
mjög óánægð með að hafa
verið afgreidd með lyf sem
áttu að fyrnast eftir stuttan
tíma því þetta lyf var ætlað
til lengri tíma.
Fyrir stuttu ætlaði ég að
koma bréfi í póst til Þýska-
lands. Ég átti frímerki af-
gangs frá jólum og ætlaði
að nota þau á bréfið. En
það var engin upphæð á frí-
merkjunum svo ég hringdi í
Íslandspóst til að fá upp-
gefið hvers virði þau væru.
Var mér þá sagt að ég gæti
ekki notað þessi frímerki á
utanlandspóst, þau væru
eingöngu ætluð til innan-
landsnotkunar. Nú sit ég
uppi með frímerki sem ég
get ekki notað, a.m.k. ekki í
bráð.
Guðrún Jónsdóttir.
Verðbólgan
ÞAÐ er með ólíkindum
hvernig umræðunni um
verðbólguna hefur verið
snúið að þeim sem hafa
lægstu launin. Forystu-
menn VSÍ tala meira að
segja þannig að allt fari til
fjandans í þjóðfélaginu ef
kjarasamningum verði sagt
upp. Þarna er beinlínis gef-
ið í skyn að þeir sem sömdu
um lægstu prósentutöluna
séu sá hópur sem mest
þurfi að varast ef svo ólík-
lega vildi til að forysta ASÍ
næði að semja um eitthvað
smáræði eftir 1. maí sem
allt virðist miðað við í þess-
ari fáránlegu umræðu. Það
þarf varla að taka fram að
það voru aðrir hópar laun-
þega sem hækkuðu um
marga tugi prósenta ásamt
mikilli hækkun á gengi
krónunnar sem ollu 9,4%
verðbólgu á síðasta ári en
ekki 4% hækkun launa al-
menns verkafólks.
Að lokum vil ég minna á
að forysta ASÍ kaus að
sækja ekki um umboð fé-
lagsmanna verkalýðsfélag-
anna um þá ákvörðun að
fresta uppsögn kjarasamn-
inganna. Þá ákvörðun tóku
þeir sjálfir.
Lalli.
Tólf sona kvæði og
Hrafnahrekk
GETUR einhver bent mér
á hvar ég finn á prenti Tólf
sona kvæði og Hrafna-
hrekk? Vinsamlega hafið
samband við: Guðnýju á
netfanginu: gudnyp-
@mmedia.is
Farsótt?
ÉG er að velta því fyrir mér
hvort upp sé komin alvar-
leg farsótt í landinu sem
leggist aðallega á eina stétt
manna. Ótrúlegt sé að
menn séu veikir í þykjust-
unni eins og krakkarnir
mundu segja. Gott væri að
fá svör frá landlæknisemb-
ættinu um þessa dyntóttu
veiki.
Eldri borgari.
Tapað/fundið
Kápa og jakki tekin í
misgripum
ULLARKÁPA og leður-
jakki týndust á Gullöldinni
föstudagskvöldið 1. febr-
úar. Skilvís finnandi hafi
samband við Kristínu hjá
Gullöldinni.
Gullarmband týndist
GULLARMBAND týndist
sl. miðvikudag, líklega í Að-
alstræti eða Hafnarstræti.
Skilvís finnandi hafi sam-
band við Ólöfu í síma 895-
6365.
Pels tekinn
í misgripum
SVARTUR pels með hettu
var tekinn í misgripum á
Players, laugardagskvöldið
9. febrúar sl. Sá sem hefur
hann undir höndum vin-
samlega hafi samband í
síma 862-0672, hans er sárt
saknað.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT:
1 skjálfa, 4 varkár, 7
hænur, 8 fljótur að læra,
9 illdeila, 11 magurt, 13
Ísland, 14 urg, 15 ómjúk,
17 heimshluti, 20 reykja,
22 stritið, 23 geigur, 24
öldu, 25 undin.
LÓÐRÉTT:
1 bitur, 2 veslingur, 3
nytjalanda, 4 þröng leið,
5 losar allt úr, 6 líffærin,
10 matvands manns, 12
gerist oft, 13 burt, 15
hörfar, 16 væskillinn, 18
brennur, 19 ákveð, 20
kvæði, 21 forar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 bakþankar, 8 bugar, 9 notar, 10 iðn, 11 innar,
13 asnar, 15 stökk, 18 úfinn, 21 ætt, 22 undin, 23 annar,
24 grundinni.
Lóðrétt: 2 augun, 3 þorir, 4 nenna, 5 aftan, 6 obbi, 7 frár,
12 auk, 14 sef, 15 saum, 16 öldur, 17 kænan, 18 útati, 19
innan, 20 nart.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
ÉG er sammála konunni
sem skrifar í Velvakanda
sl. fimmtudag um að
neytendur eigi að vera á
varðbergi og athuga vel
að sama vöruverð sé í
búðinni og á kassa þegar
borgað er. Sérstaklega
finnst mér þetta áber-
andi á útsöluvörum. Það
er mjög algengt að það
muni 10–100 krónum á
því verði sem er uppgefið
og því verði sem er á
kassa. Hef ég rekið mig
mjög oft á þetta og finnst
mér þetta hafa verið
sérstaklega slæmt hér í
Hagkaup á Akureyri og
hef þess vegna að mestu
hætt að versla þar. Í
Bandaríkjunum þar sem
ég bjó þarf fólk ekki að
borga fyrir vöruna ef
verð á kassa og í búð er
ekki það sama.
Ute Stelly,
260942-6709.
Enn um vöruverð