Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isUngur Hafnfirðingur gerir það gott í norsku knattspyrnunni / C1 KR-konur lögðu Keflavík í toppslag í körfuboltanum / C4 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM LANDLÆKNIR hefur skipað sex lækna og tvo hjúkrunarfræðinga í nýtt ráð er nefnist Endurlífgunarráð. Því er ætlað að stuðla að betri vitund um viðbrögð við hjartastoppi og framkvæmd endurlífgunar hjá al- menningi. Ráðið á jafnframt að vera ráðgefandi varðandi framkvæmd og kennslu í endurlífgun, hvetja til notk- unar á viðurkenndum alþjóðlegum leiðbeiningum og kynna nýjungar á því sviði. Á vefsíðu landlæknis kemur fram að skyndidauði vegna hjartastopps er algengt vandamál hérlendis. Oft- ast verði hjartastopp hjá fullorðnum vegna alvarlegra hjartsláttartrufl- ana. Fyrstu viðbrögð við hjarta- stoppi geti skipt sköpum fyrir afdrif sjúklingsins og ef vitni séu að atburð- inum sé mikilvægi grunnendurlífg- unar, meðan beðið sé sjúkrabifreiðar, ótvírætt. Formaður ráðsins, Davíð O. Arnar, hjartalæknir, sagði við Morgunblaðið að ná- kvæmar tölur væru ekki til staðar um fjölda þeirra sem deyja skyndi- dauða vegna hjarta- stopps hér á landi. Miðað við hlutfall slíkra dauðs- falla í nágrannalöndun- um mætti reikna með að fjöldinn hérlendis væri 250–300 manns á ári. Rafstuðstæki á almannafæri Að sögn Davíðs hafa rannsóknir sýnt að önd- unaraðstoð við hjartastoppi, munn við munn, skipti ekki jafnmiklu máli á fyrstu mínútunum og áður var talið. Hjartahnoðið sé hins vegar lykilatriði og mikilvægt að auka þekkingu og þjálfun almennings til að beita þeirri aðferð. Davíð sagði að möguleikar væru á að auka enn frekar ár- angur endurlífgunar utan sjúkrahúsa hér á landi. Hlutfall þeirra sem lifa eftir slíka meðhöndlun hér er 17% en 5–10% víða annars staðar. „Við þurfum að fá fleiri til að taka þátt í endurlífgun þegar fólk dettur niður, ekki síst að beita hjarta- hnoði, og bæta einnig aðgengi að raf- stuðstækjum á almannafæri,“ sagði Davíð og benti á að víða erlendis væru slík tæki til taks, m.a. á flug- völlum. Hann sagði mikinn áhuga vera fyrir því að skoða hvar rafstuðs- tæki gætu komið að notum á Íslandi. Davíð sagði kannanir sýna að end- urlífgun af hálfu vitna að hjarta- stoppi væri reynd í minna en 50% til- fella. Vel þess virði væri að auka þetta hlutfall upp í 70–90% og það ætti að vera hægt hjá jafn vel upp- lýstri þjóð. Aðrir í Endurlífgunarráði auk Davíðs, eru Svanhildur Þengilsdóttir hjúkrunarfræðingur, ritari, Bjarni Torfason brjóstholsskurðlæknir, Felix Valsson svæfingalæknir, Gest- ur Þorgeirsson hjartalæknir, Hildi- gunnur Svavarsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Jón Baldursson bráðalæknir og Jón Þór Sverrisson hjartalæknir. Nýju Endurlífgunarráði m.a. ætlað að bæta viðbrögð almennings við hjartastoppi Davíð O. Arnar Talið að hjartastopp felli árlega um 300 Íslendinga EKKERT var flogið innanlands í gær vegna slæmra veðurskilyrða og ísingar í lofti. Þá felldi SBA-Norður- leið niður áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar en sunn- anstormur var á norðan- og vestan- verðu landinu í gær og víða var mikil hálka á vegum. Veðurstofan spáir stormi á norðan- og vestanverðu landinu í dag. Veðurhæðin náði hámarki á vest- anverðu landinu seint í fyrrinótt en tók að ganga niður undir morgun um leið og veðurskilin færðust austar. Í Litlu-Ávík á Ströndum og Bergsstöð- um í Austur-Húnavatnssýslu mæld- ist meðalvindur 28 m/sek. klukkan 9 í gærmorgun. Skilin færðust á hinn bóginn ekki yfir suðvesturlandið fyrr en síðdegis og því var þar hvasst allan daginn. Í Ljósavatnsskarði fauk fólksbíll út af veginum og valt á tíunda tímanum í gærmorgun. Ökumaður bílsins var í bílbelti og slapp með minniháttar meiðsl. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík fuku nokkrir bílar til viðbótar út af veginum. Þeir héldust þó á réttum kili og eignatjón var ekki umtalsvert. Sigurður Brynjúlfsson, yfirlög- regluþjónn á Húsavík, segir að í skarðinu hafi gengið á með miklum vindhviðum á um eins kílómetra löngum kafla í gærmorgun og fram undir hádegi. Lögreglumenn á upp- hækkuðum Nissan Patrol-jeppa drógu nokkra bíla aftur upp á veginn. Lögreglujeppinn fauk töluvert til meðan á þessu stóð en hélst þó á veg- inum. Veginum um Ljósavatnsskarð var ekki lokað en lögregla og Vega- gerð gáfu út viðvaranir og héldu margir kyrru fyrir á meðan veðrið gekk yfir. Á Dalvíkurvegi fuku nokkrir bílar út í vegkant en lögreglan á Dalvík hafði hvorki haft spurnir af meiðslum né eignatjóni. Ekkert flug og rútu- ferðir felld- ar niður MÁR Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn telji flest benda til að viðskiptahallinn á síðasta ári hafi verið í kringum 43,6 milljarða, sem er nokkru minni halli en Þjóðhags- stofnun spáði í byrjun desember en þá spáði stofnunin 49 milljarða halla. Viðskiptahallinn jókst mikið 1998 þegar hann fór upp í 40 milljarða. Á árunum 1998–2000 var viðskipta- hallinn samtals 150 milljarðar króna. Viðsnúningur varð í fyrra þegar draga fór úr viðskiptahalla. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir en Már Guðmundsson segir að Seðlabankinn spái því að viðskipta- hallinn á árinu hafi verið 43,6 millj- arðar samanborið við 67,1 milljarð árið 2000. Í byrjun árs spáði Þjóð- hagsstofnun 72,1 milljarðs við- skiptahalla á árinu. Í endurskoðaðri spá frá því í október var hallinn tal- inn verða 58,6 milljarðar og í spá frá því í byrjun desember er spáð 49 milljarða halla. „Meginskýringar á minni við- skiptahalla eru samdráttur í inn- flutningi samfara því að ofþensla hefur byrjað að hjaðna og gengi krónunnar hefur lækkað. Auk þess hefur útflutningur á síðustu mán- uðum verið tiltölulega kröftugur. Við erum að spá áframhaldi á þess- ari þróun. Þrátt fyrir að viðskipta- hallinn sé að minnka var hann samt töluverður á síðasta ári. Við erum að tala um viðskiptahalla í krónum sem er svipaður og 1999. Samt er þetta betri útkoma en spáð var í desem- ber,“ segir Már. Þjóðhagsstofnun spáði því í des- ember að viðskiptahalli á þessu ári yrði 38,4 milljarðar, en Már segir að Seðlabankinn spái því að viðskipta- hallinn geti orðið heldur minni eða 33 milljarðar. Fram kom hjá for- sætisráðherra á viðskiptaþingi í fyrradag að fjármálaráðuneytið spá- ir því að hallinn í ár verði 25–30 milljarðar. Endanlegar tölur um viðskipta- halla í fyrra verða birtar í byrjun mars. Viðskiptahallinn hefur verið að minnka Talið að hallinn hafi verið 43,6 milljarðar í fyrra                            !" " ELDUR kom upp í sorpgryfju við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja við Hafnaveg á tíunda tímanum í gær- kvöldi. Slökkvilið Brunavarna Suð- urnesja fór á staðinn með slökkvibíl og tankbíl ásamt því að Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli mætti á stað- inn með einn bíl. Að sögn varðstjóra hjá Bruna- vörnum Suðurnesja var um minni- háttar eldsvoða að ræða og tókst að ráða niðurlögum hans fljótt eftir að slökkviliðin komu á staðinn. Svo virðist sem rekja megi eldsupptök til sorpfarms sem sturtað var í gryfj- una, en hugsanlega hefur verið glóð í farminum. Það tók síðan nokkurn tíma að slökkva í allri glóð í sorpinu. Bruni á Svalbarðseyri og í Ölfusi Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var slökkviliðið á Akureyri kallað að húsi á Svalbarðseyri en þar hafði kviknað í út frá feiti í potti. Húsráð- endur náðu að slökkva eldinn og þurfti slökkviliðið aðeins að reyk- ræsta húsið. Engan sakaði en hús- freyjan hafði brugðið sér frá bakstri til að fara í símann og gleymt pott- inum á heitri hellunni. Á tíunda tímanum var Slökkvilið Árborgar kvatt að bænum Stuðlum í Ölfusi þar sem kviknað hafði í bíl- skúr, sem brann til grunna. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Slökkviliðsmenn að störfum við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Eldur í Sorpeyðing- arstöð Suðurnesja Lítið tjón í sunnanstormi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.