Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 39
ir einstaklingar finnast sem til-
búnir eru í slaginn í ljósi þeirra
skipsbrota sem minni íslensk flug-
félög hafa mætt á síðustu áratug-
um og afkomutölum hinna stærri.
Þarna fer fram hópur með ný-
stárlegar hugmyndir sem fela í sér
minni fjárfestingar en áður hefur
verið lagt af stað með. Gengur
hugmyndin út á samning við nú-
verandi flugfélag um leigu á flug-
vélum þess og beinum þjónustu-
samningi, t.d. við IGS, dóttur-
fyrirtæki Flugleiða, Suðurflug eða
annarra. Hér þurfa stjórnvöld og
hagsmunaaðilar að hafa skýra
stefnu og koma þannig að málum
að sómi sé af. Á tímum óvissu og
mikilla breytinga þarf að styðja
við bakið á þeim mönnum sem
vilja Íslandi vel og nýta dug og þor
þegnanna til góðra verka.
Framtíð Flugleiða
Framtíð Flugleiða byggist að
miklum hluta á mannauðnum í
landinu. Vitund þjóðarinnar um
mikilvægi þeirra þjónustu sem
Flugleiðir hafa skapað gegnum ár-
in er grundvöllur að velgengni fé-
lagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld
geti brugðist við mismunandi að-
stæðum með stuttum fyrirvara í
sátt við ferðaþjónustuna og Íslend-
inga alla sem geta staðið sáttir á
bakvið flugfélag þjóðarinnar hve-
nær sem er. Því þarf að vera
möguleiki á beinni aðstoð frá
stjórnvöldum þegar gefur á eins
og nú eftir 11. september vegna
þeirra gríðarlegu hagsmuna sem
íslensk ferðaþjónusta hefur af
flugi til landsins. Fyrir um 40 ár-
um þegar Loftleiðir hófu reglulegt
flug milli Evrópu og Ameríku var
ekki sú aðstaða á Íslandi sem
þurfti til að sækja erlenda ferða-
menn í stórum stíl. Menn voru
stórhuga og sáu hvað þurfti. Reist
voru hótel ásamt þjónustu tengdri
ferðamennsku af mikilli framsýni
og brautin „rudd“ sem við byggj-
um ferðaþjónustu landsins á í dag.
En tímar breytast og fyrirtækin
með! Það er því af framtíðarsýn og
raunsæi sem ég byggi mitt mat að
Flugleiðir eigi að hætta tengdri
þjónustu, s.s. reksti hótela, bíla-
leigu o.s.frv., þar sem fjölbreytni
og samkeppni er vissulega þegar
til staðar í landinu í dag. Í ljósi
nýjustu atburða þurfa forsvars-
menn Flugleiða enn frekar að ein-
beita sér að flugfélagsrekstri og
standa uppi sem sigurvegarar í
þeirri baráttu. Og þeir verða …
okkar allra vegna. Samkeppnisfyr-
irtæki tengdrar þjónustu eru því í
dag betur í höndum annarra sem
þá geta af einurð stutt lífæð sína
af fullum krafti.
Framtíð Keflavíkur-
flugvallar
Samkeppnishæfni Keflavíkur-
flugvallar er og verður grundvall-
aratriði til að framgangur verði í
íslenskri ferðaþjónustu. Völlurinn
hefur þegar yfir að ráða þeirri að-
stöðu og starfsfólki sem til þarf
vegna aukinnar flugumferðar í
Keflavík.
Í samtali sem ég átti við Ernu
Hauksdóttur, framkvæmdastjóra
SAF, fyrir stuttu kom fram mikill
vilji til að vinna í málefnum Kefla-
víkurflugvallar og gera hann sam-
keppnishæfari og áhugaverðari.
Nefndi hún í þessu sambandi mál-
þing um framtíð Keflavíkurflug-
vallar sem ég tel jákvætt og rétt
byrjunarskerf. Ég skora á ferða-
þjónustuna að koma á faglegri
kynningu á vellinum sem lyki með
opnu málþingi um Keflavíkurflug-
völl og framtíð hans. Ég vil að
markaðsráð Keflavíkurflugvallar
verði endurvakið. Ég vona að ég
fái tækifæri til að taka þátt í þessu
verðuga og stóra verkefni.
Flug
Kanadískir aðilar
hafa verið í reglulegu
sambandi, segir Stein-
þór Jónsson, og óskað
eftir aðstoð minni
til að koma á reglulegu
flugi á milli Kanada og
Evrópu með millilend-
ingum í Keflavík.
Höfundur er hótelstjóri á Hótel
Keflavík og áhugamaður um framtíð
flugs á Íslandi.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 39
Margar gerðir t.d.
Buffalo,
Etnies,
Converse,
Roots og fl.
30-70%
afsláttur
Kringlan, sími 533 5150
RÝMUM
FYRIR
NÝJUM VÖRUM
fimmtud, föstud, laugard og sunnudag
Helgartilboð:
Mörg pör á 990 og 1.990
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r