Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Grei›slufljónusta Íslandsbanka Betri yfirs‡n yfir útgjöldin! Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga TÖLUR um greiðsluafkomu ríkis- sjóðs á síðasta ári liggja nú fyrir. Árið 2001 var handbært fé frá rekstri neikvætt um 1,5 milljarða króna, samanborið við 12,1 millj- arðs króna jákvæða afkomu árið áð- ur. Fjármálaráðuneytið segir að meginástæðu versnandi afkomu ríkissjóðs megi rekja til umskipta í efnahagsmálum á árinu sem hafi birst í samdrætti tekna og auknum útgjöldum vegna meiri verðlags- og gengisbreytinga. Heildarútgjöld hækkuðu um tæpa 26 milljarða milli ára og námu rúmum 221 milljarði króna. Munar þar mest um áhrif kjarasamninga og gengisþróunar og almenna verðlagsþróun sem ráðuneytið metur á tæplega tvo þriðju hluta hækkunarinnar. Tekjurnar hækka um 13,2 millj- arða króna milli ára, eða 6,5%, og nema 220,8 milljörðum. Ráðuneytið segir að tekjurnar hafi að mestu verið í samræmi við áætlun fjár- laga, fyrir utan tekjur af sölu eigna. Urðu þær 14 milljörðum kr. lægri en ætlað var, þar sem áform um sölu á hlut ríkisins í Landssímanum og ríkisbönkunum hafi ekki gengið eftir á árinu. Sem skýringu á auknum útgjöld- um nefnir fjármálaráðuneytið einn- ig ný verkefni og sérstök tilvik, eins og greiðslur fæðingarorlofs, sér- stakar greiðslur til öryrkja, raun- hækkun til Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga og búvörusamninginn. Urðu gjöldin 10,3 milljörðum króna um- fram fjárlög og segir ráðuneytið verðlagsbreytingar skýra um tvo þriðju hluta af umframgjöldunum. „Afgangurinn skýrist að mestu af sérstökum greiðslum til öryrkja og hækkun bóta í samræmi við ný lög um almannatryggingar sem tóku gildi á miðju árinu, auk hærri vaxtagreiðslna,“ segir m.a. í til- kynningu frá fjármálaráðuneytinu en almannatryggingalögin leiddu til 700 milljóna króna raunhækkunar gjalda á árinu. Þá jukust framlög milli ára til framhaldsskóla og heil- brigðis- og samgöngumála. 25 milljarðar til að bæta gjaldeyrisstöðu Seðlabankans Á síðasta ári var hreinn lánsfjár- jöfnuður neikvæður um 25,7 millj- arða króna. Skýrist það að mestu af sérstöku erlendu láni upp á 25 millj- arða sem ráðstafað var til Seðla- bankans til að bæta eiginfjárstöðu og styrkja gjaldeyrisstöðuna. Þá var nokkrum fjárhæðum varið til að minnka lífeyrisskuldbindingar rík- issjóðs með sérstökum greiðslum til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Námu þessar greiðslur 12,5 millj- örðum í fyrra en samanlagt 25 millj- örðum frá árinu 1998. Greiðsluafkoma ríkissjóðs versnaði umtalsvert á síðasta ári Útgjöld jukust um 26 milljarða króna milli ára $%& '"  () % *   %  +, & -..*") .  +(, - #&      .%*/)                $*%001       $)%*0)     2$%..1 33 4 4  GUÐNI Ólafsson VE 606 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn í gærdag eftir 15.000 sjómílna siglingu frá Kína, en þar var skipið smíðað. Guðni Ólafsson VE er öflugt túnfiskveiðiskip, sem einnig er hægt að gera út á línu og net. Við komuna til Eyja í gær safn- aðist mikill mannfjöldi saman á Básaskersbryggju til að fagna komu þessa glæsilega skips. Við at- höfn í brú skipsins blessaði séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyjum, skipið. Að sögn Guðjóns Rögnvalds- sonar, framkvæmdastjóra Ístúns hf., eiganda skipsins, fer það til veiða eftir um þrjár vikur og þá á línu. Gert er ráð fyrir að 16–18 manna áhöfn verði á skipinu en rúm er fyrir allt að 25 menn í kojur. Skipstjóri á Guðna Ólafssyni er Sig- mar Sverrisson og vélstjóri Magnús Lórensson. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Guðni Ólafsson VE kominn frá Kína TÖLVUKUBBAR og strika- merki verða sett á allar rusla- tunnur í Reykjavík á þessu ári í tengslum við nýtt sorphirðu- kerfi sem innleiða á í borginni. Eftir á að merkja um 40 þús- und ruslatunnur með þessum hætti. Nýja sorphirðukerfið virkar þannig að íbúar láta vita af því þegar þeir vilja að sorp sé tæmt hjá þeim með þar til gerðum merkingum sem festar verða á tunnurnar. Tölvubúnaður í sorpbílum skráir svo niður hve- nær tunnurnar eru tæmdar og borga íbúarnir sorphirðugjald í samræmi við fjölda losana. Er vonast til að með þessu aukist endurvinnsla og sorp- magn minnki en samkvæmt Ríó-sáttmálanum skal stefnt að því að sorpmagn minnki um 50 prósent miðað við það sem það var árið 1991. Tölvu- kubbar á allar rusla- tunnur  Íbúar láti/14 ÚTNEFNDAR hafa verið auglýs- ingar í sextándu samkeppni Ímarks um athyglisverðustu auglýsingar ársins (AAÁ) og eru þær að venju fyrst birtar hér í Morgunblaðinu. Sem fyrr er keppt í ellefu flokkum auk þess sem óvenjulegasta auglýs- ingin er valin úr öllu innsendu efni. Í ár fær auglýsingastofan Gott fólk McCann-Erickson flestar til- nefningar, er útnefnd í öllum hinna 11 flokka og tvisvar í fimm þeirra, fær alls 16 tilnefningar. Þá fær Hvíta húsið 13 tilnefningar í átta flokkum, þar af eru tvær í fimm flokkum. Fimmtán manna dómnefnd sker á næstu dögum úr um hverjir vinna til verðlauna og verða úrslitin tilkynnt á Íslenska markaðsdeginum, sem haldinn verður föstudaginn 22. febr- úar. Athyglisverðasta auglýsing ársins Gott fólk og Hvíta húsið fá flestar til- nefningar  Útnefningar/B6 HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist ósammála því mati Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að endurskoðun EES-samningsins snúist um prófarkalestur. Hann seg- ir að málið snúist með einum eða öðr- um hætti um mikilvægustu framtíð- arhagsmuni Íslands. Í ræðu á viðskiptaþingi í fyrradag fjallaði Davíð um endurskoðun EES- samningsins og þau vandamál sem upp hefðu komið við framkvæmd hans. „Það er eðlilegt eftir átta ár, að slíkur prófarkalestur eigi sér stað. Hins vegar er ljóst að engin stór- vandamál eru á ferðinni og engir stórir hagsmunir í hættu,“ sagði Davíð m.a. Halldór sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vera sammála því að þetta mál snerist um prófarka- lestur á EES-samningnum. „Ég tel að þetta mál fjalli með ein- um eða öðrum hætti um mikilvæg- ustu framtíðarhagsmuni Íslands og varði spurninguna hvort við getum búið við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið til framtíðar eða hvort við verðum að beina athyglinni að hugsanlegri aðild. Ef við viljum búa við samninginn til lengri fram- tíðar, þá þarf að hafa fyrir því að vinna samningnum meiri athygli og virðingu,“ sagði Halldór. Halldór ósammála Davíð um EES- samn- inginn  Varðar/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.