Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 21 „ÁHRIF KOLLAGENS ÁN SPRAUTUNNAR“ COLLAGENIST DREGUR ÚR HRUKKUM - STYRKIR Nýtt krem og serum með efnum sem örva myndun kollagens og húðin veður sjáanlega unglegri. Strandgötu 32 sími 555 2615 Laugavegi 80, sími 561 1330 Viltu kynnast byltingarkenndum snyrtivörum? Ráðgjafi frá Helena Rubinstein verður í versluninni í dag og á morgun. LANDIÐ ÖLL leikskólabörn á Skagaströnd fengu gefins endurskinsmerki frá slysavarnadeildinni nú nýlega. Er það hluti af forvarnarstarfi deild- arinnar nú í svartasta skammdeg- inu. Ernst Berndsen, formaður slysavarnadeildarinnar á Skaga- strönd, brá sér í heimsókn í Barnaból ásamt gjaldkeranum Indriða Haukssyni. Meðferðis höfðu þeir félagar fullan poka af endurskinsmerkjum sem þeir nældu í yfirhafnir litlu barnanna um leið og þeir fræddu þau um mikilvægi þess að sjást vel í um- ferðinni. Einnig fóru þeir með krakkana skemmtiferð um bæinn á slysavarnabílnum við góðar undirtektir. Á fundi eftir heimkomuna í Barnaból á ný ákváðu börnin og slysavarnamenn í sameiningu að fara saman í berjamó næsta sumar á ákveðinn stað í Spá- konufelli, sem börnin hafa eign- að sér og nefna Barnasel. Þar vex mikið af alls konar berjum og krakkarnir hafa undanfarin sumur sett niður trjáplöntur á svæðinu. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Börnin á Barnabóli áttu erfitt með að stilla sér upp til myndatöku fyrir spenningi áður en lagt var af stað. Leikskólabörn á Barna- bóli fá endurskinsmerki Skagaströnd FYRIR skömmu stofnuðu fimm þingeyskar konur félag sem ber nafnið Verðandi – félag bjartsýnis- fólks í Þingeyjarsýslum. Þessar konur eru Iðunn Antonsdóttir á Kópaskeri, Hulda Ragnheiður Árnadóttir í Aðaldal og Húsvíking- arnir Arnfríður Aðalsteinsdóttir, Margrét María Sigurðardóttir og Júlía Sigurðardóttir. Arnfríður seg- ir tilgang félagsins þríþættan, í fyrsta lagi að skapa jákvæða um- ræðu og umfjöllun í Þingeyjar- sýslum bæði út á við og innan þess samfélags sem þær búa í. Í öðru lagi að vekja athygli á því sem vel er gert og liður í því væri að útnefna Garp eða Gerplu mánaðarins úr hópi þingeyskra dugnaðarforka. Í þriðja lagi væri það vilji stofnenda að félagið yrði hugmyndabanki þar sem fólk gæti lagt inn hugmyndir sínar og um leið fengið stuðning við að koma þeim í framkvæmd. Strax komu þrjár hugmyndir í bankann og sagði Arnfríður þær þegar komnar í fóstur hjá félaginu. Þetta eru hugmyndir um þríþraut þar sem þátttakendur hlaupa, hjóla og synda, þá er hugmynd um úti- tónleika og mun þetta tvennt fara fram 13. júlí. Þriðju hugmyndinni er fyrirhugað að koma í framkvæmd seinna eða í lok ágúst og er það Lundeyjarsund. Fyrsti garpurinn Garpur janúarmánaðar hefur ver- ið valinn, það er Víðir Pétursson, sem hlýtur nafnbótina vegna þess frumkvæðis sem hann sýndi þegar hann hóf útgáfu vikublaðsins Skarps fyrir skömmu. Verðlaunin, Fjöreggið, voru að sjálfsögðu þing- eysk. Hulda Ragnheiður fékk þá hugmynd að blása úr andareggi og láta síðan listamann úr héraðinu mála á það mynd. Trausti Ólafsson, myndlistarmaður á Húsavík, varð fyrir valinu að þessu sinni og málaði hann svan að hefja sig til flugs. Ætl- unin er að listamenn úr Þingeyj- arsýslum skapi verðlaunin sem veitt verða framvegis. Verðlaunin voru afhent í menningar- og kaffihúsinu Túni að viðstöddum um sextíu manns, öllum var boðið að gerast stofnfélagar að Verðandi og skrif- uðu um fimmtíu manns sig á lista þar um. Arnfríður segir nafn félags- ins komið frá örlaganornunum þremur, Urði, Verðandi og Skuld, sem ráði örlögum manna. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kjarnakonurnar fimm sem stofnuðu Verðanda. F.v. Margrét María Sigurðardóttir, Iðunn Antonsdóttir, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Víðir Pétursson, Júlía Sigurðardóttir og Arnfríður Aðalsteinsdóttir. Þingeying- ar stofna félag bjart- sýnisfólks Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Garpur janúarmánaðar, Víðir Pétursson, með Fjöreggið. Húsavík ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til matarveislu, „Food Festival“ í Kópa- vogi og Reykjavík dagana 26. febr- úar til 3. mars næstkomandi. Til- gangurinn með sælkeraveislunni er að vekja athygli á Íslandi sem fram- leiðslulandi úrvals matvæla þar sem framleiðslan fer fram í sátt við um- hverfið, sjávarútvegur stundaður á sjálfbæran hátt, dýravernd höfð að leiðarljósi, strangt eftirlit er með framleiðsluferlinu og hollusta, hrein- leiki og fagmennska er í hávegum höfð. 10 erlendir kokkar koma til landsins til þess að taka þátt í keppni í tengslum við sælkeraveisluna, 6 frá Bandaríkjunum og 4 frá Evrópu. Stefnt er að því að ferðaþjónustu- fyrirtæki undir leiðsögn Flugleiða og Ferðamálaráðs kynni þessa daga fyrir áhugasömum ferðamönnum á áfangastöðum félagsins í Ameríku. Veislan verður vel kynnt og vakin at- hygli á landinu í Ameríku og Evrópu sem sælkera lands sem og veitinga- stöðum sem verða með á boðstólum sérstaka sælkeramatseðla. Matvælafyrirtæki sem stunda út- flutning á matvælum verða virkjuð og þeim gefið einstakt tækifæri til að koma afurðum sínum á framfæri með þátttöku í fyrirhugaðri mat- vælasýningu á sama tíma. Matreiðslukeppni með þátttöku 10 erlendra kokka Ákveðið hefur verið, til að vekja enn frekar athygli á „Food Festival- inu“, að standa fyrir matreiðslu- keppni meðal erlendra matreiðslu- meistara frá Evrópu. Keppendur mæta laugardaginn 2 mars að morgni og velja sér hráefni í forrétt og millirétt úr þeim íslensku afurðum sem sýndar verða í verslun Hagkaups í Smáralind. Þeir fá rúma eina klukkustund til að ræða við framleiðendur og hefja síðan keppni í sérstökum eldhúsum sem sett verða upp í Garðinum. Aðgangur að keppninni er opinn almenningi, sem jafnframt getur fylgst með keppend- um þar til þeir ljúka keppni, en þá fara dómarar yfir verkefni dagsins og dæma réttina. Daginn eftir verður sama fyrir- komulag nema þá verður keppt í að- alrétti og eftirrétti. Keppendur verða tíu, sex frá Bandaríkjunum og fjórir frá Evrópu. 10 erlendir kokkar taka þátt í sælkeraveislu FYRIRTÆKIÐ B. Magnússon hf. hefur hafið innflutning á nýjum Myoplex-næringardrykkjum, sem eru tilbúnir til drykkjar. Þeir eru sagðir koma í stað máltíða, eru ríkir af próteinum, vítamínum og steinefnum auk þess að vera 99% fitulausir og án mjólkursykurs. Einnig eru fáanlegir Myoplex Low Carb-næringardrykkir tilbúnir til drykkjar. Þeir eru mjög snauðir af kolvetnum en með meira pró- teininnihald. Drykkina er m.a. hægt að nálgast í ákveðnum heilsuræktarstöðvum, ýmsum apótekum og fríhöfninni. Næringar- drykkir í stað máltíða Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.