Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 25 BANDARÍKJAHER hefur neitað því að bandarískir hermenn hafi mis- þyrmt Afgönum, sem voru teknir til fanga fyrir mistök 23. janúar, og seg- ir að Afganarnir hafi verið betur á sig komnir þegar þeir voru látnir lausir en þegar þeir voru handteknir. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hyggst þó rannsaka staðhæfingar um að fangarnir hafi sætt barsmíðum og illri meðferð eftir að þeir voru teknir höndum í árás sérsveitarmanna í afg- anska héraðinu Uruzgan. Richard Myers, forseti bandaríska herráðsins, sagði að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að föngunum hefði verið misþyrmt. The Washington Post hafði eftir fjórum fanganna, sem voru alls 27, að þeir hefðu sætt illri meðferð. Tveir þeirra sögðust hafa misst meðvitund vegna barsmíða og hinir tveir sögð- ust hafa rifbrotnað. Bandaríski undirofurstinn Keith Warman sagði að enginn fótur væri fyrir þessum ásökunum, en hann stjórnar fangelsi bandarísku sér- sveitanna í Suður-Afganistan. „Þeir voru reyndar betur á sig komnir en þegar þeir komu hingað,“ sagði hann. „Þeir voru skoðaðir þegar þeir komu og voru nokkrir þá með opin sár og aðrir marbletti, en enginn var bein- brotinn eða með alvarleg meiðsli.“ Frank Wiercinski, yfirmaður sér- sveitanna, sagði að fulltrúar Rauða krossins hefðu ekki fundið neinar vís- bendingar um að fangar í herstöðinni hefðu sætt illri meðferð. Afganarnir 27 voru teknir til fanga þar sem þeir voru taldir vera talibanar eða félagar í al-Qaeda, samtökum hryðjuverka- mannsins Osama bin Ladens, en í ljós kom að svo var ekki. Þeir voru látnir lausir eftir að hafa verið í haldi í 16 daga. Stjórn Írans fær gögn um meinta aðstoð við al-Qaeda Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur einnig hafið rannsókn á því hvort þeir sem féllu í árásinni, 21 Afgani, hafi ekki heldur verið félagar í al-Qaeda eða talibanar. Bandaríski herinn hefur viðurkennt að svo virð- ist sem þeir hafi verið vinveittir bráðabirgðastjórninni í Kabúl. Sendimaður Bandaríkjastjórnar í Afganistan, Zalmay Khalilzad, sagði í gær að hún hefði afhent írönskum stjórnarerindrekum upplýsingar um að íranskir harðlínumenn hefðu að- stoðað liðsmenn al-Qaeda við að flýja frá Afganistan og reynt að grafa und- an bráðabirgðastjórninni. Sendimaðurinn sagði að harðlínu- klerkar, sem styðja Ali Khamenei erkiklerk, trúarleiðtoga Írans, og úr- valslið íranska hersins, Byltingar- verðirnir, hefðu séð afgönskum fylk- ingum í vesturhéruðunum fyrir vopnum og peningum með það að markmiði að veikja bráðabirgða- stjórnina í Kabúl. Hann fullyrti einn- ig að nokkrir foringjar í úrvalsliðinu hefðu átt samstarf við al-Qaeda í nokkurn tíma og hjálpað liðsmönnum samtakanna að flýja til Írans. Nokkr- um þeirra hefði verið leyft að fara þaðan til annarra landa. Stjórn Írans hefur vísað þessum ásökunum á bug. Khalilzad sagði að umbótasinnar í Íran, undir forystu Mohammads Khatamis forseta, hefðu sýnt að þeir vildu aðstoða Bandaríkjamenn í baráttunni við hryðjuverkamenn en öðru máli gegndi um harðlínumenn, sem líta á Bandaríkjamenn sem erkióvini sína. Blaðið Guardian hafði eftir heim- ildarmönnum, sem tengjast talibön- um, að al-Qaeda-liðar og talibanar hefðu flúið í gegnum Pakistan til Ír- ans og komist þaðan til arabaríkja. Her Bandaríkjanna neitar ásökunum Afgana Segja að föngum hafi ekki verið misþyrmt Harðlínumenn í Íran sakaðir um að aðstoða al-Qaeda Washington. AFP, AP. UM fimmtán þúsund manns komu saman í Chisinau, höfuðborg Mold- óvu, í gær til að mótmæla þeim áætlunum kommúnistastjórn- arinnar í landinu að auka veg og virðingu rússnesku tungunnar. Fólkið safnaðist saman fyrir fram- an stjórnarbygginguna í Chisinau en áður hafði farið fram kröfu- ganga, sú fjölmennasta fram að þessu sem efnt hefur verið til til að mótmæla áformunum. Reuters Mótmælt í Chisinau ÆÐSTI maður kaþólsku kirkjunnar í Rússlandi, Tadeusz Kondrusiewicz, var gerður erkibiskup á mánudaginn og brást Rétttrúnaðarkirkjan í land- inu illa við þeirri ákvörðun. Fullyrti Alexei II patríarki að um væri að ræða tilraun Páfagarðs til að færa út áhrifasvæði sitt og ögra Rétttrúnað- arkirkjunni en þorri Rússa er í henni. Kondrusiewicz, sem nú er orðinn yfirmaður fjögurra biskups- dæma, vísaði því á bug að um ásælni væri að ræða, heldur væri kaþólska kirkjan að færa skipan mála í eðlilegt horf. Rétttrúnaðarmenn viðurkenna ekki páfa sem æðsta fulltrúa krist- inna manna á jörðinni. Kirkja krist- inna manna klofnaði um miðja elleftu öld og voru lengi væringar á milli deilda Rétttrúnaðarkirkjunnar ann- ars vegar og Rómarkirkjunnar hins vegar. Á 16. öld klufu mótmælendur sig síðan út úr Rómarkirkjunni. Biskupsdæmin fjögur hafa verið lengi við lýði en án þess að um form- lega og viðurkennda tilhögun hafi verið að ræða. Alexei var harðorður og sagði að aldrei fyrr hefði komið til mála af þessu tagi í sögu landsins en reynt hefur verið um árabil að bæta samskipti Rétttrúnaðarkirkjunnar og Páfagarðs. Leiðtogar hinnar fyrr- nefndu saka kaþólska menn um að reyna að snúa fólki og fá það til að ganga í lið með páfa. „Við höfum margoft bent á að áróður þeirra í Rússlandi sé aðal- hindrunin á vegi bættra samskipta milli kirknanna okkar,“ sagði Alexei. Kirkja hans sendi Páfagarði í fyrra- dag yfirlýsingu þar sem sagði að hún vildi ekki að sérstakur sendiboði Jó- hannesar Páls II páfa, Kasper kard- ínáli, kæmi í heimsókn til Moskvu eins og fyrirhugað hafði verið að hann gerði í næstu viku. Talsmenn utanríkisráðuneytisins í Moskvu hafa fram til þessa hliðrað sér við því að taka afstöðu í deilunum en þeir lýstu í gær vonbrigðum sín- um og sögust hafa viljað að ákvörðun um skipun í embætti erkibiskups yrði seinkað. Ekki væri verið að and- mæla því að starf kaþólsku kirkjunn- ar meðal Rússa væri skipulagt í sam- ræmi við hefðir hennar, sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins. En „við hörmum að svo mikilvæg ákvörðun skyldi vera tekin án þess að tekið væri tillit til rússneskra sjónarmiða“. Fulltrúar kaþólikka í Rússlandi voru á hinn bóginn mjög ánægðir með breytinguna. Sögðu biskupar hennar í yfirlýsingu að með ákvörð- un sinni hefði páfi „endurreist sögu- legt réttlæti í þágu kaþólskra manna í landinu“. Talið er að allt að 600.000 kaþólikkar búi í Rússlandi en íbúarn- ir eru alls um 145 milljónir. Alexei patríarki deilir hart á páfa Sakar kaþólsku kirkjuna um að reyna að snúa Rússum Moskvu, Páfagarði. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.