Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ telst til nokkurra tíðinda þegar lista- menn opna sjálfir listhús til að koma verkum sínum á framfæri, enda gefur slíkt til kynna að ekki sé allt með felldu. Telst fullt starf og drjúgt meira, að sinni list sinni óskiptur sem þó er hægara sagt en gert í landi þar sem litið er á listiðkun sem afþreyingu og munað frekar en fullgildan starfsvettvang með þjóðhagslegt gildi. Sennilega er frumstæður og rangsnúinn hugsunarháttur útnárabúans óvíða greinilegri en í þessum efnum, og hér erum við langt langt á eftir frændum vorum á Norðurlöndum. Að því hef ég margoft fært rök í vettvangsskrifum mínum en viðbrögðin látið á sér standa og hér eru listamennirnir sjálfir illu heilli engan veg- inn stikkfríir, þótt miklir hagsmunir hvers og eins séu í húfi og farsælast að berjast óhikað fyrir þeim á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir allar framfarirnar sem helst eru greinilegar á ytra byrði, eru málarar þótt lygi- legt sé verr settir um sýningahald en fyrir hálfri öld er Listamannaskálinn við Kirkjustræti var og hét. Þá var mögulegt að sýna stórhug og taka hann á leigu og sú útgerð öllu fyrirhafnar- og kostnaðarminni en nú gerist. Hér undanskil ég náttúrulega holskelfu vanbúinna smásýn- inga sem ríða yfir höfuðborgarsvæðið ár hvert og virðast helst vera settar upp til að komast í sviðsljósið. Flestar ekki samstiga lágmarks- reglum um upplýsingaskyldu við hinn almenna sýningargest eins og hvarvetna er hefð og skylda í nágrannalöndunum. Að vísu hafa verið reistar menningarmið- stöðvar og söfn, en kostnaður við að halda sýn- ingar í þeim margfaldur á við það sem gerðist um Listamannaskálann, einn- ig margfaldur sé tekið mið af Kjar- valsstöðum fyrir rúmum tveim ára- tugum og vísa ég hér til eigin sýningar í öllu húsinu 1980, sem ég stóð einn að og tók mikla áhættu, en sem skilaði sér framar öllum vænt- ingum bæði mínum og annarra. Þró- unin kemur sjálfri yfirnáttúrulegri fjölgun listamanna lítið við, þyngra á metum að nú eru sýningarsalirnir margfalt dýrari og allir kostnaðarliðir til hliðar hafa rokið upp úr öllu valdi. Þá er sá kjarni sem yfirleitt mætti á alla meiri háttar viðburði og samanstóð af 6–900 borgandi gestum, sem jafnaði allan útlagðan kostnað, nær horfinn. Hefur hér orðið algjör öf- ugþróun sé litið til útlandsins og verður vikið að því í vettvangsskrifi fljótlega. Margt fleira á brennidepli sem þarfnast umræðu, en hér al- varlegast að nú er starfsstétt sem ekki var til áður einráð um hverjir fái að sýna á söfnum og listamiðstöðvum og misnotar bersýnilega þetta vald sitt gróflega til að hygla einum en bregða fæti fyrir aðra. Svo langt gengur að umsóknum landsþekktra málara og brautryðjenda um sýn- ingarými er hafnað á sama tíma og kostaðar eru sýningar annarra sem ganga fyrir tómum hús- um. Heitir iðulega að gera samtímalist sýni- legri, en um leið er hugtakinu snúið á rönguna og einangrað við afar þröngt skoðanamynstur. Í ljósi ofanskráðs er skiljanlegt að málarar leiti leiða til að koma verkum sínum á framfæri og að landsþekktir málarar sætti sig ekki við að þeim sé einfaldlega rutt út af borðinu, látið sem þeir hafi aldrei verið til. Þannig séð er framtak þeirra Einars Hákonarsonar og Hauks Dórs eðlileg þróun til mótvægis ríkjandi ástandi um þessar mundir. – Það var eðlilega með forvitni og eftirvænt- ingu að ég nálgaðist sýningu þeirra félaga, þótt mér kæmi spánskt fyrir sjónir að staðsetning hennar er í miðjum almennum verslunarkjarna á staðnum. Má þó að ósekju upplýsa, að ekki er óalgengt að rekast á virt listhús í verslunar- kjörnum í miðborg Tókýó, en þeir eru af íburð- armeiri taginu, þar að auk eru fín einkasöfn á efstu hæð einstakra, þar á meðal safnið í skýja- kljúfnum sem geymir Sólliljur van Goghs. Stað- setningin þannig ekki meginveigurinn heldur vægi starfseminnar innan dyra, þótt óneitan- lega sé evrópsk hefð okkur tamari. Hús málaranna er staðsett í austurhorni neðri hæðar verslunarkjarnans, í nágrenni út- sölu ÁTVR og beint á móti kránni Rauða ljón- inu, blasir við er gengið er frá efri hæð niður hringstiga. Um að ræða mjög björt og opin húsakynni, öll forhliðin úr gleri, en sá er ljóð- urinn að dagsljós nær aldrei að skína á mynd- verkin inni og að hér þyrfti helst að koma til sérstök og mjög dýr lýsing. En málverkin njóta sín ágætlega á veggjunum, þótt það teljist full stórt upp í sig tekið að um sé að ræða fallegasta sýningarsal í bænum. Ekki þarf að kynna þá félaga, sem báðir hafa staðið í öndvegi ýmissa hræringa á liðnum ára- tugum og eiga það sameiginlegt að vera atorku- menn og fylgnir sér í öllu því sem þeir taka sér á annað borð fyrir hendur. Þá er handbragð þeirra eða pensilskrift, eins og það er stundum nefnt, auðþekkjanlegt. Og þótt þeir séu nánast jafnaldrar og hafi báðir látið hrífast með af Bacon-faraldrinum á náms- árum sínum, er útfærsla verka þeirra, form og litskyn af ólíkum toga svo sem fram kemur á þessari fyrstu sýn- ingu. Einar Hákonarson er mýkri og ljóðrænni, sem helst kemur fram í myndun- um Tré, Fugl og maður og Um morgun, yfir þeim öllum samræmd heild og litrænn stígandi sem hittir í mark. Haukur Dór er meira fyrir skipulagðar heildir, sem hann brýtur stundum upp með óformlegum vinnu- brögðum líkt og Bacon forð- um. Skapgerðin bersýnilega úfnari og listamað- urinn leitar víðar fanga eins og kemur fram í myndunum Tákn I, Sól í Granadaborg og Til dýra. Því miður virðist þessum stórhuga mönnum lítt hafa sést fyrir í framkvæmdagleði sinni, þá sjálfum nær óaðfinnanlegum verkþáttunum sleppir, þannig fær sýningargesturinn ekkert á milli handanna og myndir ónúmeraðar. Að vísu eru handskrifaðir miðar við hlið þeirra, en á stundum er skriftin ógreinileg og gæti misskil- ist. Loks er stefnuskrá listhússins nokkuð á reiki, ekki fulljóst hvað tekur við eftir þessa sýningu né hvenær henni lýkur. Og þótt nafnið vísi til þess að þetta eigi að vera athvarf málara pentskúfsins og sköfunnar, kemur fram að hér sé öðru fremur á ferð sjálfsbjargarviðleitni þeirra félaga sem er að sjálfsögðu besta mál, en þá getur nafnið orkað tvímælis. Ein vika til að setjast niður og hnýta saman alla lausa enda hefði getað breytt miklu, hér engin þröng tímamörk né utanaðkomandi sem þrýstu á, félagarnir sínir eigin herrar. En hvað sem öllum fingurbrjótum viðvíkur er rétt og skylt að óska þeim góðs gengis og listhúsinu velfarnaðar. Jafn rétt að óska bæjarfélaginu til hamingju með sitt fyrsta listhús. „Hús málaranna“ MYNDLIST Hús málaranna Eiðistorgi Opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá 12– 18. Til 1. mars. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK EINAR HÁKONARSON HAUKUR DÓR Bragi Ásgeirsson Haukur Dór: Tákn I. Einar Hákonarson: Tré, olía á léreft. BJARNI Daníelsson óperustjóri tel- ur það ekki hagkvæma lausn á hús- næðismálum Íslensku óperunnar að veita henni aðstöðu og aðgang að Stóra sviði Borgarleikhússins. Þetta sagði hann er Morgunblaðið innti hann álits á ummælum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í blaðinu í gær þess efnis að vel kæmi til greina að sínu áliti að Óperan fengi aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Þennan möguleika nefndi borgarstjóri er hún var spurð um möguleika á aukinni hagkvæmni í rekstri at- vinnuleiksviða í eigu borgarinnar. „Þessi spurning hef- ur komið upp áður, og lét ég í því ljósi gera frumkönnun sl. haust á aðstöðunni í Borgar- leikhúsinu til þess að athuga hvað væri hæft í þessum möguleika. Niðurstaðan varð sú að gera þyrfti umfangs- miklar breytingar á húsinu ef það ætti að henta til óperuflutn- ings,“ segir Bjarni. „Þessi salur tekur núna í kringum 525 manns, og er hætt við að það yrði eitthvað minna þegar búið væri að gera nauðsynlegar breytingar. Það sem Óperan hefur hins vegar sóst eftir hvað framtíðina varðar er að fá sal sem tekur á bilinu 700 til 800 manns. Þannig væri hægt að sýna venjulegar óperur á þeim grundvelli að aðgangseyrir borgaði fyrir kvöld- ið. Með þessari stærð, sem er mjög svipuð og í Gamla bíói, myndum við borga háar upphæðir með hverri ein- ustu sýningu. Rekstrarhagkvæmnin myndi því síður en svo aukast við það að fara í jafnstóran sal með stærra og dýrara sviði.“ Stjórn Íslensku óperunnar hefur undanfarin misseri vakið athygli á þeim skorðum er núverandi húsnæði hennar í Gamla bíói setji Óperunni, eigi hún að byggja upp samfellda og fjölbreytta starfsemi í nánustu fram- tíð. Hefur Óperan rætt við ráðamenn ríkis og borgar um hugsanlega aðild að fyrirhuguðu tónlist- arhúsi í miðbæ Reykja- víkur og segist Bjarni hafa fengið afdráttar- lausa neitun beggja að- ila. Hann segir það hins vegar mjög mikil- vægt að einhver fram- tíðarstefna varðandi húsnæði Óperunnar skýrist. Segist Bjarni því ekki vilja fullyrða neitt um Borgarleik- hússhugmyndina fyrr en hún skýrðist nánar. „Verandi á götunni er- um við svo sem tilbúin að skoða alla hugsan- lega möguleika. Óper- an vill auðvitað nauðug fara úr miðbænum. Við teljum að það sé réttur staður fyrir Óperuna og starfsemi hennar styrki miðbæinn. Um leið er þetta spurning um einfalt reikningsdæmi. Ef menn telja það skynsamlegra að borga ein- hverjar milljónir með hverri einustu sýningu Íslensku óperunnar næstu ár eða áratugi, frekar en að leggja í einhvern byggingarkostnað á hag- kvæmara húsi, gæti svo sem verið að hægt væri að finna einhvern viðun- andi flöt. En það verður að skoða þetta allt saman mun betur áður en ákvörðun er tekin í málinu.“ Borgarleik- húsið ekki hag- kvæm lausn Bjarni Daníelsson óperustjóri Íslensku óperunnar. Húsnæðismál Íslensku óperunnar Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld verða leiknar sinfóníur eftir þrjá af helstu höfundum sinfónískrar tónlist- ar. Á efnisskránni eru Sinfónía nr. 90 í C-dúr eftir Franz Jósef Haydn, Sin- fónía nr. 34 í C-dúr K. 338 eftir Wolf- gang Amadeus Mozart og Sinfónía nr. 9 í C-dúr D. 944 eða Stóra C-dúr sinfónían eftir Franz Schubert. Hljómsveitarstjóri er Thomas Kalb frá Þýskalandi. Í París tóku menn sérstöku ástfóstri við tónlist Haydns á árunum í kringum 1770 og þar eign- aðist hann velunnara, d’Ogny greifa. Hann var fjárhagslegur bakhjarl tón- listarfélags sem starfrækti hljómsveit og stóð fyrir reglubundnu tónleika- haldi. Það var fyrir tilstuðlan greifans að Haydn samdi sinfóníurnar nr. 82- 92 á árunum 1785-1790 og voru þær ætlaðar til flutnings í París. Sinfónía nr. 90 var samin 1788. Sinfóníurnar skipa ekki jafn stórt hlutverk í sköpunarverki Mozarts og hjá Haydn. Óperurnar og píanókons- ertarnir skiptu hann meira máli og á þeim vettvangi lagði hann meiri áherslu á að þróa tónmál og form. Sinfónían nr. 34 var samin síðsumars árið 1780, rétt áður en Mozart hélt frá heimaborginni Salzburg til að setjast að í Vínarborg. Rannsókn á handrit- inu sýnir að upphaflega skrifaði Moz- art verk í fjórum þáttum, en tók síðar út menúettinn sem komið hafði á eftir upphafsþættinum. Þótti fulltyrfin Sinfóníur Schuberts teljast vera tíu þótt ekki hafi hann náð að ljúka þeim öllum. Lengi vel var álitið að stóra C- dúr sinfónían hefði verið samin síð- asta árið sem hann lifði, en fræði- menn eru nú á því að hún sé frá árinu 1825. Hljómsveit Musikverein í Vín- arborg æfði sinfóníuna skömmu eftir að Schubert lauk við smíði hennar, en fannst hún fulltyrfin svo hætt var við flutninginn. Það var ekki fyrr en Ro- bert Schumann sá handrit að verkinu hjá Ferdinand, bróður Schuberts, snemma árs 1839 að hyllti undir frumflutning. Sinfónían var þannig fyrst leikin á áskriftartónleikum Gewandhaus hljómsveitarinnar í Leipzig í mars 1839, reyndar í styttri útgáfu að ráði Schumanns. Sinfóní- unni stjórnaði Felix Mendelssohn, sem hreifst mjög af verkinu og hlaut það afar góðar viðtökur. Schumann skrifaði síðar um sinfóníuna í blað sitt, Nýtt tónlistartímarit, og talaði þá um himneska lengd verksins og líkti því við fjögurra binda skáldsögu. Thomas Kalb hefur komið fram sem gestastjórnandi víðs vegar um Þýskaland, svo sem við óperuhúsin í Berlín, München, Frankfurt og Hannover, og einnig mætti nefna út- varpshljómsveitirnar í Bæjaralandi og Norður-Þýskalandi. Hann hefur sömuleiðis stjórnað víða erlendis, t.a.m. sinfóníuhljómsveitunum í Jerú- salem, Álaborg og Harrisburg í Bandaríkjunum, sem og virtum hljómsveitum í Frakklandi, Rúss- landi, Ítalíu og Japan. Morgunblaðið/Ásdís Thomas Kalb frá Þýska- landi mun stjórna flutn- ingi á sinfón- íutónleikum kvöldsins. Þrír af helstu höfundum sinfónískrar tónlistar Schubert á sinfóníutónleikum Verk eftir Haydn, Mozart og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.