Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgst með umræðum, Kristján Pálsson, Gunnlaugur Stefánsson, Ásta R. Jóhannesdóttir og Hjálmar Árnason. Morgunblaðið/Golli VIÐRÆÐUR stjórnvalda Íslands og Bandaríkjanna um bókun við varnarsamn- ing þjóðanna eru ekki hafn- ar, en bókunin rann út í apríl sl. Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að hefja viðræður, en íslensk stjórnvöld geti þó komið að því máli með skömmum fyrirvara. Þetta kom fram í svari ut- anríkisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Svein- bjarnardóttur (S) á Alþingi í gær. Þórunn benti á að tíu mánuðir væru nú liðnir frá því bókun við varnarsamninginn hefði runnið út og innti ráð- herrann eftir svörum um gang mála og samnings- markmið íslenskra stjórn- valda. Halldór Ásgrímsson sagði varnarsamstarfið við Banda- ríkjamenn ganga mjög vel og að gildistími bókunarinnar við varnarsamninginn hefði engin áhrif á það. Hins vegar væri það skoðun íslenskra stjórnvalda að skynsamlegra væri að miða við að draga úr slíkum bókunum og freista þess fremur að ná lengri samningum um þessi mál milli þjóðanna. Teldu menn ástæðu til breytinga á gildistíma slíks samnings mætti skoða slíkt sérstaklega, en að sínu viti hentaði síður að notast við tímasettar bókanir, eins og gert hefði verið á síðustu árum. Núverandi viðbúnaður varnarliðsins er lágmarksviðbúnaður „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hefja viðræður,“ sagði ráðherra ennfremur og vís- aði til breytinga í utanríkispólitík Bandaríkjanna eftir hryðjuverkin 11. september sl. Þá hefðu stjórnarskipti þar í landi einnig umtalsverð áhrif; komnir væru að málinu nýir erindrekar sem gæfu sér góðan tíma til að kynna sér öll atriði og móta sér afstöðu í framhaldi af því. „Við höfum lýst þeirri afstöðu okkar að við teljum núverandi að- búnað varnarliðsins hér á landi vera lágmarks- viðbúnað. Við viljum ekki að hann sé skertur frek- ar en orðið er,“ sagði Halldór ennfremur. Bókun við varnarsamninginn rann út fyrir tíu mánuðum Reiðubúnir í viðræður með skömmum fyrirvara FRAMLEIÐSLA á grasmjöli og graskögglum hefur dregist mjög saman hérlendis síðustu árin. Var hún tæp 2.700 tonn árið 1999, 1.190 árið 2000 en engin í fyrra. Birgðir innlendra grasköggla í landinu eru nú um 700 tonn. Þetta kom fram í svari Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra við fyrirspurnum Jóns Bjarnasonar alþingismanns. Hann spurði jafn- framt hversu mikið hefði verið flutt út af grasmjöli og graskögglum, hver væri samkeppnisstaða ís- lenskrar framleiðslu gagnvart inn- flutningi, hvort íslenskar verk- smiðjur hefðu verið úreltar síðustu árin og hversu margar væru nú starfandi. Ekki er gerður grein- armunur á grasmjöli og grasköggl- um hér á eftir. Árið 1999 voru flutt inn 0,3 tonn af graskögglum, 571 tonn árið 2000 og 226 í fyrra. Flutt voru út árið 1999 575 tonn, 261 árið 2000 og 69 í fyrra. Um samkeppnisstöðu inn- lendu framleiðslunnar fengust ekki nákvæmar upplýsingar þar sem í skriflegu svari kemur fram að slíkt myndi kalla á úttekt sem ekki yrði unnin á fáum dögum. Vísað var til skýrslu nefndar um rekstrarskilyrði graskögglaverksmiðja árið 1999 þar sem fram kemur að verð á gras- kögglum frá Danmörku sé 25–40% lægra en verð á þeim íslensku. Segir í niðurstöðu nefndarinnar að sam- keppnisstaða innlendra grasköggla- verksmiðja sé mun lakari en í Dan- mörku. Um úreldingu segir að þrjár verk- smiðjur af fjórum hafi óskað úreld- ingar, í Vallhólma í Skagafirði, Brautarholti á Kjalarnesi og Flatey í Austur-Skaftafellssýslu. Fóðuriðjan í Ólafsdal í Dalasýslu hafi ákveðið að halda áfram starfsemi. Þar hafi ekki farið fram nein framleiðsla á sl. sumri og að ársstörf séu 4,5. Um 700 tonna birgðir af gras- kögglum FUNDUR hefst á Alþingi í dag, fimmtudaginn 14. febr- úar, kl. 10.30. Stærsta og viðamesta dagskrármálið er frumvarp iðnaðarráðherra til laga um Kárahnjúkavirkj- un og stækkun Kröfluvirkj- unar. Hefur forseti Alþingis látið þau boð út ganga að komið geti til þess að fundur standi í allan dag og fram á kvöld vegna þessa máls. Í upphafi þingfundar verð- ur hins vegar umræða utan dagskrár um nýlegar upp- sagnir á Múlalundi. Máls- hefjandi er Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en Páll Pétursson félagsmálaráð- herra er til andsvara. Rætt um Kárahnjúka- virkjun ENGINN fær meira en 50.000 krónur greitt úr Lífeyrissjóði bænda í elliífeyri á mánuði og enginn meira en 30.000 kr. í makalífeyri. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur (D) um Lífeyrissjóð bænda og jafn- framt að 3.618 einstaklingar fengu greiddan lífeyri úr sjóðn- um í október 2001. Samtals fá liðlega 1.000 manns um 5.000 kr. að með- altali í ellilífeyri á mánuði, 976 manns fá um 14.600 kr., 396 fá um 24.000 kr. og 87 um 32.500 kr. en enginn meira en 50.000 kr. 504 fá tæplega 4.800 kr. í makalífeyri á mánuði að með- altali, 233 tæplega 13.700 kr. og 9 tæplega 22.000 kr. en enginn meira en 30.000 kr. 105 fá um 6.000 kr. að meðaltali í örorku- lífeyri á mánuði, 110 um 15.300 kr., 82 um 25.000 kr., 46 um 33.600 kr. og 22 um 43.500 kr. en enginn meira en 50.000 kr. Samkvæmt ársuppgjörum Lífeyrissjóðs bænda voru virkir sjóðfélagar 4.812 á árinu 2000 og 5.122 á árinu 1999 en gera má ráð fyrir að virkum sjóð- félögum ársins 2000 fjölgi þeg- ar upplýsingar berast frá rík- isskattstjóra vegna eftirlits embættisins með greiðslum landsmanna í lífeyrissjóði. Í svarinu kemur ennfremur fram að ákvæði samþykktanna um lífeyrisréttindi eru með svipuðum hætti og hjá almennu lífeyrissjóðunum, sem byggja réttindakerfi sín á samningum Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Ís- lands. Með lögum nr. 122/1977 var afnumið lögbundið hámark iðgjaldagreiðslna í Lífeyrissjóð bænda. Iðgjaldsstofninn var ekki lengur búvöruverð heldur reiknuð laun eða greidd laun í landbúnaði þar sem búrekstr- arformi væri þannig háttað. Lágar lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum til sumra bænda megi því skýra með því að þeir hafi stundað búskap í fá ár eftir stofnun sjóðsins, en hann tók til starfa 1. janúar 1971. Lífeyrissjóður bænda starfar eftir lögum nr. 12/1999. Ið- gjaldið skal vera 4% af ið- gjaldsstofni, sem er reiknuð laun eða greidd laun í landbún- aði. Mótframlagið er 50% hærra en iðgjaldið og er það að jafnaði greitt úr ríkissjóði og hafa bændur þá samið um greiðslu þess en annaars verða þeir að greiða það sjálfir. Fjár- hæð lífeyris úr sjóðnum veltur á því hve hátt endurgjald eða há laun sjóðfélagi ákvarðaði sér meðan hann var í búrekstri, segir jafnframt í svarinu. Greiðslur úr lífeyrissjóði bænda Enginn með meira en 50 þúsund krónur á mánuði ALLS hafa 40 sveitarfélög af 122 í landinu lokið við gerð heildaráætl- ana um úrbætur í fráveitumálum. Sveitarfélög sem fengið hafa út- hlutað styrkjum til fráveitufram- kvæmda hafa lokið gerð heildar- áætlana fyrir þann hluta sveitarfélags sem viðkomandi framkvæmdir ná yfir. Í þessum 40 sveitarfélögum búa um 70% lands- manna og eru þau mislangt komin með úrbætur í fráveitumálum. Þetta kemur fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra við spurningum Drífu Hjartardótt- ur alþingismanns. Hún spurði einnig hvernig væri háttað stuðn- ingi ríkisins í þessum málum. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum frá árinu 1995 geti stuðn- ingurinn numið allt að 200 millj- ónum króna á ári en þó aldrei meiru en sem nemi 20% af kostn- aði styrkhæfra framkvæmda fyrra árs. Þá spurði þingmaðurinn hvort til greina kæmi að Ísland fengi undanþágu frá reglum Evrópu- sambandsins í þessum málum vegna séraðstæðna, t.d. fámennis. Í svarinu segir að hér við land nægi eins þreps hreinsun í lang- flestum tilvikum enda landið strjálbýlt og íbúar fáir. Eins þreps hreinsun miði fyrst og fremst að því að fjarlægja botnfellanlegan og fljótandi úrgang úr skolpi. Bent er á að reglur Evrópusambandsins taki tillit til aðstæðna í umhverfi og til fámennra sveitarfélaga. Í lokin spurði þingmaðurinn hvort til greina kæmi að styrkja sveitarfélög lengur en til ársins 2005 eins og gildistími laganna til- greinir. Fram kemur í svarinu að fráveituframkvæmdir sveitarfélag- anna hafi farið hægar af stað en ráð var fyrir gert en fráveitunefnd mun meta stöðuna og hvaða við- brögð verði nauðsynleg á gildis- tíma laganna og eftir árið 2005. Þá kemur fram að milli 80 og 90 sveit- arfélög þar sem um 30% lands- manna búa hafi ekki kynnt áform um úrbætur í fráveitumálum. 40 sveitarfélög af 122 hafa lokið áætlanagerð í fráveitumálum Eins þreps hreins- un nægir í lang- flestum tilvikum ÞRÍR þingmenn Vinstri grænna, þau Árni Steinar Jóhannsson, Þur- íður Backman og Jón Bjarnason hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um samninga við lággjalda- flugfélög. Í tillögunni felst að sam- gönguráðherra verði falið að kanna hvort unnt sé að semja við lág- gjaldaflugfélög um flugferðir til Akureyrar eða Egilsstaða. „Árið 2000 hóf lággjaldaflug- félagið GO reglubundnar flugferðir um Keflavíkurflugvöll. Með því gafst efnalitlum ferðamönnum kostur á að komast til Íslands og jafnframt bauðst íslenskum ferða- mönnum að fljúga ódýrt til meg- inlands Evrópu. Með tilkomu nýs ferðamannahóps hér á landi efldist þjónusta við efnalitla ferðamenn, svo sem ódýr gisting. Það segir sig sjálft að með brotthvarfi flugfélags- ins GO minnkar grundvöllur fyrir þjónustu af því tagi umtalsvert. Auk þess hlýtur að teljast bagalegt fyrir íslenska ferðamenn að geta ekki lengur nýtt sér þjónustu lág- gjaldaflugfélags,“ segir í greinar- gerð með tillögunni. Bætt nýting flugvalla ferða- þjónustunni til hagsbóta Flutningsmenn benda á í þessu sambandi að á Akureyri og Egils- stöðum séu alþjóðaflugvellir. Betri nýting þeirra yrði ferðaþjónustunni í landinu tvímælalaust til mikilla hagsbóta. Því beri að kanna til fulls hvort semja megi við lággjaldaflug- félag um að lenda á Akureyri eða Egilsstöðum þar sem kostnaður flugfélaga vegna umferðar um vell- ina þar yrði mun lægri en á Kefla- víkurflugvelli. Flugferðir til Akureyrar og Egilsstaða Áhugi á að semja við lággjaldaflugfélög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.