Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur fellt úr gildi úthlutun Hreindýra- ráðs á hreindýraarði fyrir árið 2000 og úrskurðað að Hreindýraráð skuli úthluta arði fyrir árið 2000 að nýju í samræmi við reglugerð um skipt- ingu arðs af hreindýraveiðum. Tveir íbúar á Norður-Héraði kærðu úthlutun Hreindýraráðs á hreindýraarði fyrir árið 2000 í júlí síðastliðnum. Kærendur kröfðust þess að út- hlutun hreindýraarðs yrði leiðrétt og arðurinn greiddur út í samræmi við ákvæði reglugerðar um skiptingu arðs af hreindýraveiðum. Í kærunni segir að hreindýraráð skipti sveitarfélaginu Norður-Hér- aði við úthlutunina í stórum dráttum upp í gömlu hreppana sem mynduðu það, það er Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhreppa, og taki svo hlutfall af fasteignamati og landstærð innan hvers hluta hreppsins. Samkvæmt beinum ákvæðum reglugerðarinnar beri Hreindýra- ráði að taka fyrst allar jarðir í sveit- arfélaginu og stærðarflokka þær og úthluta á þær 40% arðsins í skipting- unni 20% samkvæmt fasteignamati og 20% samkvæmt landstærð. Hreindýraráð mismuni jörðum með því að hluta sveitarfélagið í sundur og nota síðan fasteignamat og landstærð hvers hluta fyrir sig til útreikninga. Þetta leiði til þess að jarðir fái misjafnlega háa greiðslu eftir því hvar í sveit þær eru settar. Á þessi rök féllst umhverfisráðu- neytið í úrskurði sínum. Í umsögn Hreindýraráðs, sem óskað var eftir vegna úrskurðarins, segir meðal annars: „Sveitarfélagið Norður-Hérað varð til við sameiningu Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhreppa. Fyrir sam- eininguna fengu þessi sveitarfélög hvert sinn hreindýrakvóta sem spegla skyldi ágang hreindýra í við- komandi sveitarfélagi.“ Svo segir að á þessum árum hafi að meðaltali 80% af kvóta núverandi sameinaðs sveit- arfélags runnið til Jökuldalshrepps. Ekki sé vitað annað en sátt hafi verið að mestu um þessa skiptingu milli gömlu hreppanna. „Með nýjum úthlutunarreglum var ákveðið að byggja á grundvelli eldri viðmiðunar og var talið réttlát- ast að skipta Norður-Héraði í þrennt og miða við gömlu hreppaskipt- inguna.“ Í niðurstöðu ráuneytisins segir meðal annars að samkvæmt reglugerðinni beri að útiloka þær jarðir sem ekki verða fyrir neinum ágangi af hreindýrum frá úthlutun arðs. Að framansögðu er ljóst eftir þeim reglum sem Hreindýraráð setti sér vegna úthlutunarinnar fyrir árið 2000 og fólust í áðurgildandi hreppa- skiptingu að um það bil 80% hrein- dýraarðs á Norður-Héraði runnu til bæja sem teljast til fyrrverandi Jök- uldalshrepps. Af þessu leiðir að veruleg skekkja varð á útreikningi Hreindýraráðs á hreindýraarði í sveitarfélaginu miðað við þá skipt- ingu sem reglugerðin gerir ráð fyrir. Ráðuneytið telur að úthlutun hreindýraarðs sé ein ákvörðun í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ráðu- neytið telur að byggt hafi verið á röngum forsendum við úthlutun á hreindýraarði á Norður-Héraði fyrir árið 2000 með þeirri skiptingu sveit- arfélagsins sem að framan er lýst. Af þeirri ástæðu telur ráðuneytið að ógilda beri ákvörðun Hreindýraráðs um úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2000 í sveitarfélaginu og Hreindýra- ráði gert að úthluta arði fyrir áður- greint ár að nýju í samræmi við reglugerð. Stjórnsýslukæra tekin til afgreiðslu í umhverfisráðuneytinu Hreindýraráð úthluti hreindýraarði að nýju Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Þessi ungu hreindýr liggja og jórtra hin rólegustu og láta sig engu skipta reglur um úthlutun hreindýraarðs á Norður-Héraði. NOKKRIR félagar úr björg- unarsveitinni Víkverja í Vík komu tveimur nýjum rafgeymum upp á Höttu um síðustu helgi, en upp á síðkastið hafði samband frá endurvarpanum, sem er á toppi Höttu og í eigu Lands- bjargar, verið að dofna og detta út vegna rafmagnsleysis. Þessi endurvarpi gegnir mikilvægu hlutverki í fjarskiptum milli tal- stöðva og er þar af leiðandi mik- ið öryggistæki ef til nátt- úruhamfara kæmi. Í hann næst frá Landeyjum og austur í Öræfi. Hatta er rúmir fimm hundruð metrar á hæð og frá þjóðveg- inum séð mjög tignarleg. Fyrir allmörgum árum var gerður vegur þarna upp og er því hægt að aka langleiðina upp á fjallið upp úr svokölluðum Kjósum. Síðasta spottann, um 200 metra, sem er töluvert brattur, urðu menn að bera rafgeymana, sem hver vegur um 40 kíló. Kristján Þórðarson, Hjörleifur Ólafsson, Ágúst Freyr Bjartmarsson og Jóhann Einarsson félagar úr Björgunarsveitinni Víkverja við endurvarpann uppi á Höttu. Endurvarpinn endurhlaðinn Rafgeymar bornir upp á Höttu Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagridalur Norður-Hérað NÝIR eigendur eins elsta fjölbýlis- húss á Akranesi við Höfðabraut 14– 16 eru þegar byrjaðir á fram- kvæmdum við endurbætur á hús- inu. Fimmtán af alls sextán íbúðum þess voru áður í eigu Akraneskaup- staðar en bæjaryfirvöld tóku þá ákvörðun að selja allar íbúðirnar enda var ljóst að ekki væri komist hjá því að fara út í kostnaðarsamar endurbætur á öllu húsinu. Að sögn Gunnars Árnasonar tals- manns Verkvíkur ehf. sem annast endurbæturnar er ætlun nýrra eig- enda að gera húsið upp nánast frá grunni enda hafi húsið verið afar illa á sig komið og talið nánast ónýtt. Gunnar sagði að byrjað yrði á því að klæða húsið að utan og skipta um glugga en allar íbúðir þess yrðu síðan gerðar upp en það yrði gert í áföngum. „Húsið býður uppá mikla mögu- leika enda er útsýnið yfir Faxafló- ann og til Reykjavíkur glæsilegt og staðsetningin er eins og best verður á kosið. Íbúðirnar verða ekki seldar á almennum markaði en verða þess í stað leigðar út í framtíðinni. Leiguverðið mun sjálfsagt hækka, en verður samt sem áður í takt við það sem gerist á almennum mark- aði,“ sagði Gunnar en nýir eigendur fjölbýlishússins ætla sér að ljúka framkvæmdum utanhúss í sumarlok en lengri tími mun líða þar til verk- inu verður lokið að fullu og er áætl- að því verði lokið haustið 2003. Mikið verk framundan hjá nýjum eigendum Morgunblaðið/Sigurður Elvar Akranes ÍÞRÓTTAMAÐUR Borgarfjarðar 2001 var kjörinn undir lok fjöl- mennrar íþróttahátíðar sem hald- in var nýverið. Íþróttahátíðin var fjölmenn og bar þess merki að margir efnilegir íþróttamenn muni láta til sín taka í næstu framtíð. Íþróttamaður Borgar- fjarðar var að þessu sinni kosinn efnilegur frjálsíþróttamaður, Gauti Jóhannesson, liðlega tvítug- ur Akurnesingur, sem vann til margra verðlauna á árinu. Gauti sigraði í 1.500 m og 3.000 m hlaupi á meistaramóti Ís- lands 15–22 ára. Hann varð jafn- framt tvöfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokki. Gauti stundar læknisnám í Svíþjóð og æfir með þarlendu félagi. Hann hefur verið mjög duglegur að keppa fyrir hönd UMSB, þykir góður félagi og góð fyrirmynd fyrir yngstu kynslóðina. Næstir í þessu kjöri voru Sig- urkarl Gústavsson (frjálsar íþróttir), Hlynur Bæringsson (körfuknattleikur), Hallbera Ei- ríksdóttir (frjálsar íþróttir), Guð- mundur I. Einarsson (íþróttir fatlaðra), Alexander Ermolinskij (körfuknattleikur), Sigurður Guð- mundsson (sund), Inga T. Sigurð- ardóttir (badminton), Hilmar Þór Hákonarson (knattspyrna) og Jakob Orri Jónsson (sund). Íþróttamað- ur Borgar- fjarðar Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Íþróttamaður Borgarfjarðar 2001, Gauti Jóhannesson frjáls- íþróttamaður. LANDSMÓT íslenskra barnakóra verður haldið helgina 15.–17. mars 2002 í Stykkishólmi. Mótshaldarar geta tekið á móti 5–600 börnum og gert er ráð fyrir að nemendur úr 5.–10. bekk sæki mótið. Hægt er að skrá kóra og og fá frekari upplýsingar á Netinu siggasa@isl.is. Þar verður að koma fram heiti kórs, nafn og sími/netfang kórstjóra, fjöldi barna og aðstoðarmanna. Tilgreina þarf einnig um aldur og getu kórs- ins. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar, segir í fréttatilkynningu frá Tónmenntakennarafélagi Ís- lands. Barnakóramót í Stykkishólmi Stykkishólmur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.