Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 33 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, efndi til móttöku í fyrradag á Bessastöðum í tilefni V-dagsins og varpaði lofsorði á inntak hans. Sagði hann að ofbeldi gegn konum hérlendis væri vanda- mál í samfélaginu sem væri erfitt að viðurkenna og væri því sterk þörf á að breiða út boðskap V- dagssamtakanna. Hann fagnaði komu Hatchers sérstaklega og hafði á orði að vanalega væru er- lendum gestum sýnd falleg nátt- úra landsins en vandamál landsins sjaldnar rædd við þá. Í lokin má þess geta, að þótt koma Hatchers tengist vissulega ofbeldisvandamálinu, lét hún tæki- færi til náttúruskoðunar sér ekki úr greipum ganga. Hún er hér stödd ásamt eiginmanni sínum og ungri dóttur og segir fjölskylduna hafa hrifist mjög af landinu. „Við höfum farið á hestbak og í Bláa lónið, séð fossa og farið ferð á snjóbílum,“ segir hún og upplýsir í leiðinni um mikinn áhuga sinn á kirkjum sem hún hefur séð á ferðalagi sínu. Til gamans má geta að hún segist ef til vill hafa verið á góðri leið með að gera leiðsögu- mann og bílstjóra fjölskyldunnar gráhærðan af því að biðja hann um stöðva bílinn í hvert sinn sást til kirkjubyggingar einhvers staðar. anna, að konum, rkmið, rði ein- öll búum i eig- hegðun m sök- rt við gerum,“ egn greint að segja nandi milli ngu inu ri körl- einskis erkefni konar kt á ein- eins þeg- rt þörf ná fram kanna. gt það segi ga að rúa á eytast egn kvennaofbeldi í kvikmyndinni Spy Kids frá 2001. H ryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september sl. virðast ekki hafa breytt hug- arfari manna í draumaverksmiðjunni í Hollywood jafnvaranlega og menn töldu á sín- um tíma hugsanlegt að myndi ger- ast. Þvert á móti virðist sem nú, að- eins fimm mánuðum síðar, sé allt komið í sama farið, menn sjá engar vísbendingar um að almenningur treysti sér ekki til að horfa á ofbeld- isfullar bíómyndir, sem svo mjög hafa einkennt kvikmyndafram- leiðsluna vestanhafs, og hyggjast því halda sínu striki. Vandamál kvikmyndaframleið- enda í Hollywood eftir árásirnar á New York og Washington var tví- þætt. Annars vegar vissu menn lítt hvers konar kvikmyndir bandarísk- ur almenningur myndi vilja horfa á í kjölfar árásanna, þ.e. hvort fólk myndi nú fremur kjósa hæglátar ástarmyndir í stað stóru ofbeldis- myndanna, eða hvort eitthvað allt annað yrði kannski ofan á. Hins vegar þorðu forstjórar stóru kvikmyndafyrirtækjanna ekki fyrir sitt litla líf að setja á markaðinn myndir, sem þó var þegar búið að fullvinna, en sem höfðu að geyma viðfangsefni sem þeir töldu of við- kvæmt fyrir þorra almennings. Þar má nefna helst nýja mynd Arnolds Schwarzeneggers, Collateral Dam- age, sem segir af slökkviliðsmanni sem leitar hryðjuverkamanns í Kól- umbíu sem felldi eiginkonu hetjunn- ar og dóttur í einu ódæða sinna. Þótti mönnum sem viðfangsefnið væri of líkt ýmsum þeim atburðum sem urðu 11. september og var því frumsýningu myndarinnar skotið á frest sl. haust. Töldu jafnvel sumir að hún myndi aldrei koma fyrir sjónir áhorfenda. Einnig má nefna í þessu sam- bandi mynd sjónvarpsstjörnunnar Tims Allen, Big Trouble, og mynd- ina Bad Company með Anthony Hopkins og Chris Rock. Sú fyrr- nefnda er reyndar grínmynd en þar er að finna atriði þar sem komið hef- ur verið fyrir kjarnorkusprengju í farþegaflugvél. Sú síðari fjallar um leyniþjónustumann sem tekst á við alþjóðlega hryðjuverkamenn. Frumsýningu þessara mynda var skotið á frest en vænta má að þær komi í kvikmyndahúsin fyrr en síð- ar. Frumsýndu myndir sem spila á strengi föðurlandsástar Viðbrögð kvikmyndaforstjóranna í Hollywood við árásunum fólust í því að flýta frumsýningu mynda eins og Behind Enemy Lines og Black Hawk Down. Báðar hafa að vísu að geyma mörg ofbeldisatriði, og héldu menn kannski að það færi illa í almenning. Þær spila hins veg- ar einnig mjög á strengi föðurlands- ástarinnar, en sú fyrri fjallar um bandarískan herþotuflugmann, sem neyðist til að nauðlenda inni á óvina- svæði og síðan berjast við að halda sér á lífi á meðan hann bíður björg- unar, en óvinurinn leitar hans vita- skuld dyrum og dyngjum. Warner-fyrirtækinu. „Þetta er vel gerð hasarmynd og ég efast ekki um að menn munu halda áfram að fram- leiða hasarmyndir.“ Var á endanum engu breytt, en rætt hafði verið um að ýmsum atrið- um í Collateral Damage yrði sleppt, s.s. mikilli sprengingu í miðbæ Los Angeles og blóðugri árás á búðir hryðjuverkamanna. Var það mat kvikmyndagerðarmannanna að fólk myndi ekki tengja baráttu Banda- ríkjamanns gegn eiturlyfjabarónum í Kólumbíu svo mjög við baráttu Bandaríkjanna við hryðjuverka- mennina sem frömdu ódæðin 11. september, jafnvel þó að þannig vildi til að söguhetjan væri slökkvi- liðsmaður, sem óneitanlega minnir á hetjudáðir slökkviliðsmanna í rúst- um World Trade Center. Dýrt að afskrifa myndir Þegar öllu er á botninn hvolft get- ur þó verið að fjárhagslegir þættir hafi ráðið miklu um ákvörðun kvik- myndaveranna í Hollywood. Coll- ateral Damage var tilbúin til sýn- inga þegar áfallið dundi yfir 11. september og hafði kostað hátt í 70 milljónir dollara, um 7 milljarða ísl. kr., í framleiðslu. Menn höfðu ekki efni á að sýna hana ekki. Og menn gátu ekki heldur beðið of lengi með að sýna hana því þegar var búið að eyða nokkru fé í kynningu hennar, sem hefði verið algerlega glatað ef myndin hefði fengið að sitja á hill- unni um margra mánaða skeið og gleymast þannig. Andrew Davis, sem leikstýrði Collateral Damage, bendir einnig á að ef almenningi hefði verið leyft að gleyma þeirri staðreynd að myndin var í raun gerð fyrir atburðina 11. september þá hefði mörgum e.t.v. hætt til að telja sem framleiðendur hennar væru með óviðurkvæmileg- um hætti, þ.e. með skírskotunum til hryðjuverkaárásanna, að reyna að hagnast á hinum hörmulegu atburð- um. „Fólk spurði mig síðasta haust, hvort ég teldi að Hollywood myndi hætta að framleiða ofbeldismyndir,“ segir leikarinn Billy Bob Thornton. „Ég svaraði þeim þá og get endur- tekið það nú, að Hollywood mun ein- faldlega framleiða það sem selst. Ég sagði að þetta ástand myndi líða hjá og að þeir myndu hefja framleiðslu svona mynda á nýjan leik. Þannig hefur það alltaf verið.“ þeir sækja í hetjusögur, þar sem ill- mennin hljóta makleg málagjöld og venjulegir Bandaríkjamenn drýgja hetjudáðir. Segir Schwarzenegger sjálfur að tilraunasýningar á Collateral Dam- age hafi leitt í ljós að almenningur vilji gjarnan sjá myndir þar sem hið góða sigrar í lokin, „þar sem einhver venjulegur Bandaríkjamaður lætur til sín taka og murkar lífið úr hryðjuverkamönnunum“. „Kannski vill fólk sjá þannig myndir því að það veit að í raun og veru ganga hlutirnir ekki svo auð- veldlega fyrir sig,“ bætir hann við. Tíminn græðir öll sár Það þarf því ekki að koma á óvart að mynd Schwarzeneggers, Collat- eral Damage, var frumsýnd vestra nú um helgina og gengur víst bara býsna vel í Bandaríkjamenn. Munu yfirmennirnir í Hollywood hafa ákveðið að setja myndina í dreifingu eftir að hópur fólks, sem fenginn var til að horfa á myndina um tveimur mánuðum eftir hryðjuverkin, lýsti ánægju sinni með hana. „Tíminn græðir öll sár, og við verðum að halda lífi okkar áfram,“ segir Dan Fellmann, yfirmaður dreifingar hjá Black Hawk Down fjallar hins vegar um þá atburði sem urðu í Sómalíu 1993 þegar 19 bandarískir hermenn féllu fyrir hendi heima- manna en borgarastríð stóð þá sem hæst í landinu. Urðu þessir atburðir til þess að Bandaríkjamenn kölluðu herlið sitt frá Sómalíu og þeir hafa haft langvinn áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna enda hefur Banda- ríkjastjórn æ síðan verið treg til að hætta lífi hermanna sinna í fjarlæg- um löndum. Á daginn hefur komið að banda- rískur almenningur hefur flykkst að sjá þessar myndir og jafnframt hafa hetjusögur eins og Die Hard, með Bruce Willis, og True Lies, en þar tekst Schwarzenegger á við alþjóð- legan hryðjuverkamann, verið vin- sælar á myndbandaleigum vestra. Ennfremur hafa myndir eins og Training Day, með Denzel Wash- ington, og Dońt Say a Word með Michael Douglas gengið vel en þær hafa báðar að geyma fjölda ofbeldis- atriða, þó að ekki tengist það ofbeldi beint hryðjuverkamönnum eða hryðjuverkum.Virðist því sem Bandaríkjamenn hafi öllu sterkari taugar gagnvart hryðjuverkum og ofbeldi en talið var og raunar virðast Ofbeldismyndir eiga upp á pallborðið í Bandaríkjunum þrátt fyrir árásirnar 11. september Draumaverksmiðjan heldur sínu striki Nýjasta hasarmynd Arnolds Schwarzen- eggers hefur nú verið frumsýnd í bíóhúsum vestra en margir töldu að hún myndi aldrei koma fyrir sjónir áhorf- enda í ljósi atburðanna 11. september. AP Kvikmyndin Black Hawk Down gekk vel í bandarískan almenning og þykir spila á strengi föðurlandsástar. AP Arnold Schwarzenegger í Collateral Damage. ’ Hollywood muneinfaldlega fram- leiða það sem selst ‘ Los Angeles. AP. sjúkraskrárkerfi og gæði þjónust- unnar,“ segir Sverrir og þeir segja líka að með tilkomu stöðvarinnar fjölgi úrræðum í heilbrigðisþjón- ustu og grundvöllur skapist til fag- legrar samkeppni. Markmiðið sé einnig að bæta læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Telja unnt að fækka veikindadögum „Með hraðri og öruggri þjónustu er unnt að fækka veikindadögum barna og fullorðinna og þar með töpuðum vinnustundum. Starfsemi Læknalindar á því í raun að geta leitt til fjárhagslegs sparnaðar við- skiptavina fyrirtækisins og einnig til þjóðhagslegs ávinnings, að ekki sé talað um meginávinninginn, sem er bætt heilsufar,“ segir m.a. í kynn- ingu læknanna. Guðbjörn og Sverrir eru bjart- sýnir á að nægilega margir við- skiptavinir fáist til að skrá sig á stöðina til að rekstur hennar beri sig. Þeir munu að hámarki skrá á hvorn um sig 1.150 sjúklinga og verði ásókn meiri segjast þeir geta kallað til fleiri lækna sem séu til- búnir að starfa við stöðina. Á liðnu hausti fengu læknarnir Gallup til að kanna afstöðu fólks til læknastöðvar með þessu sniði. Töldu 24% svar- enda sem voru giftir eða í sambúð að þeir myndu notfæra sér að greiða fast mánaðargjald gegn öruggu sambandi við lækni samdægurs og meðal þeirra sem búa einir töldu 19% það líklegt. Þeir sem ekki vilja skrá sig á stöð- ina geta einnig leitað þangað eftir þjónustu en þá er komugjald 4.500 kr. óháð aldri og vitjunargjald 8.000 kr. svo dæmi sé tekið. d fá tíma og sam- uta dags. m eins og ald 2.500 rirspurn- ölvupósti hægt er og boðið . eglulegar pum sem sérstak- rður haft iðskipta- kallaðir m aldri og og aðrir ðandi t.d. rslu á að ögum og urfum að varðandi byrjun mars ld sjúk- r rekstri ðið/Ásdís r Jóns- nastof-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.