Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 31 MARBERT Reykjavík og nágrenni: Snyrtistofa Hönnu Kristínar Skeifunni, Libia Mjódd, Laugarnes Apótek, Nana Hólagarði, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Spönginni, Snyrtivörudeild Hagkaup Smáralind Kópavogi, Zitas Firði Hafnarfiði. Landið: Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Apótek Vestmannaeyja, Húsavíkurapótek Húsavík, Snyrtivörudeild Hagkaup Akureyri, Silfurtorg Ísafirði. Glæsilegur kaupauki fylgir með eftirtöldum kremum úr Gull línunni frá MARBERT · PROFUTURA er hrukkubaninn. Dag- og næturkrem fyrir eðlilega og þurra húð. · TIME EFFECT hefur áhrif á tímann. Dag- og næturkrem fyrir eðlilega og blandaða húð. · HYDRO-CELLIFE endurbyggir húðina og styrkir ónæmiskerfið. Dag- og næturkrem fyri alla viðkvæma húð · HYDROSOME er einstakt rakakrem fyrir allar húðgerðir. · CELL ACTIVATION er frumuörvandi. Krem fyrir konur komnar um og yfir miðjan aldur. Húðin getur svo sannarlega litið út fyrir að vera yngri en árin segja til um. Glæsilegur kaupauki fylgir ofangreindum kremum úr Gull línunni frá MARBERT Budda, SCARF Edt 5 ml, Naglalakk 6.5 ml, Energy Face & Eye Mask 5 ml, Profutura Eye Cream 3 ml og Care Plus Foundation 5 ml. að verðmæti kr. 3.900. www.forval.is Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433 Blússur kr. 1.000 Pils kr. 1.000 Buxur kr. 1.900 Síðasta vikan Kringlunni, sími 588 1680 Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun Ný sending af drögtum frá Marcona Tvær jakkalengdir EINSETUMANNASÖNGVAR („Hermit Songs“) bandaríska tón- skáldsins Samuels Barbers voru fyrst á blandaðri söngva- og píanó- dagskrá Arndísar Höllu Ásgeirs- dóttur og þýzka píanistans Holgers Groschopps í Salnum á þriðjudag. Þ.e.a.s. sjö af tíu, og raunar opin spurning hvers vegna ekki allt var tekið, úr því mörg laganna í þessum skemmtilega bálki frá 1953 upp úr írskum miðaldatextum ókunnra höf- unda eru mjög stutt. Það er svo önn- ur saga hvers vegna Barber samdi ekki fyrir karlrödd, með því að margt er þar mælt úr munni munka. Auk þess skilar söngtexti sér flestra radda sízt í sópranflutningi, og hefði því varla veitt af birtingu texta í tón- leikaskrá. Hitt stendur eftir, að lögin eru samin af miklu hugviti og næmi fyrir söng – sem þýðir þó engan veginn að gerðar séu litlar kröfur, hvorki til söngvarans né píanóleikarans. Þrátt fyrir seiðandi melódík útheimti hinn oft pentatóníski stíll laganna, í sér- kennilegri blöndu af þjóðlagablæ, impressjónisma og amerískri ný- klassík í anda Coplands og Bern- steins, greinilega mikið öryggi í inn- tónun á stundum erfiðum hástökk- um, og var „St. Ita’s vision“ meðal dæmigerða tilfella. Arndís Halla smokraði sér samt léttilega hjá þess- um fallgildrum, þó að túlkunin væri framan af frekar loppin og færi ekki að hitna að ráði fyrr en í hinu glað- hlakkalega „The Heavenly Banq- uet“. „The Crucifixion“ var sungið af tærri til- finningu fyrir harmi guðsmóður og síðasta lagið, „The Desire for Hermitage“ af hrífandi hugarró og sátt við dauðann. Holger Groschopp reyndist hér sem síðar eftirtektarverður og af- ar fylginn undirleikari og komst einnig merki- lega vel frá Þrem pre- lúdíum Gershwins frá 1926, þrátt fyrir nokk- uð hrykkjótta nálgun við djasssveifluna. Leikur hans var skemmtilega skýr og gæddur tölu- verðum brilljans. Dró þar sízt úr í seinni einleiksatriðunum, Spuna- kórnum úr Hollendingnum fljúgandi og „Rigoletto“ – Paraphrase (Verdi), hvort tveggja í umritun Liszts. Tengdafaðir Wagners gerði greini- lega ráð fyrir miklum „bravura“- spilara, og var ekki annað að heyra en að Groschopp væri þar á öruggum heimavelli. Af Gershwin-söngvunum þremur, But not for me, Soon og brúkunar- hestinum alkunna úr „Porgy and Bess“, Summertime, komst Arndís Halla einna skemmtilegast frá rev- íulegu fyrsta laginu með sviðsvönum leikhústilþrifum. Í hinum saknaði maður, líkt og stundum í Barber, meiri notkunar á sléttum tónalit til undirstrikunar textans, sem því mið- ur vill gjarnan falla í vanrækt fyrir kröfur stóra óperusviðsins. Fyrir söngvara með jafnfallega rödd í hæðinni og heyra mátti hjá Höllu í ítölsku óperuaríunum síðast á dag- skrá verður að kalla ergilegt, svo ekki sé meira sagt, að geta ekki tjaldað sléttri raddbeitingu til til- breytingar – og líka brjósttónum neðra tón- sviðsins af meiri krafti og fyllingu en hér varð vart. Væri sannarlega óskandi að söngkonan tæki þessi atriði til endurskoðunar á næst- unni, enda var engum blöðum að fletta um ótvíræða hljómfegurð, músíkalítet og magn- aða útgeislun hennar að öllu öðru leyti. Glampandi fallegar hánótur og eftirtektarverð flúrsöngstækni fögn- uðu aftur á móti hverjum sigri á fæt- ur öðrum í síðustu þrem atriðum söngkonunnar á dagskrá, Una voce poco fa (Rossini), Regneva nel sil- enzio úr „Lucia di Lammermoor“ (Donizetti) og svínerfiðu kóloratúr- aríunni Qui la voce úr „I Puritani“ eftir Bellini (sem minnir í upphafi sérkennilega á skozka þjóðlagið „Annie Laurie“), enda stóð ekki á dúndrandi undirtektum áheyrenda. Augljós kímnigáfa Arndísar Höllu lagði síðan tregustu tónleikagestina (hafi eitthvað verið eftir af þeim) endanlega að velli í aukalögunum I want to be a primadonna og Kossa- vísum Páls Ísólfssonar. Og hver gat heldur annað en kolfallið fyrir jafn- skeinuhættum sjarma og þegar söngkonan settist – í miðju síðasta lagi – í kjöltu píanistans með blíðu- hótum, án þess að missa nótu? Skeinuhættur sjarmi TÓNLIST Salurinn Verk eftir Barber, Gershwin, Verdi, Doniz- etti og Liszt. Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran, Holger Groschopp, píanó. Þriðju- daginn 12. febrúar kl. 20. SÖNG- OG PÍANÓTÓNLEIKAR Arndís Halla Ásgeirsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.