Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell, Sigurbjörg ST-055, Sigurbjörg Óf-001, Skálafell og Goðafoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss og Rán fóru í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl 9 vinnustofa, kl 10 boccia, kl 13 vinnustofa, mynd- mennt og bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 14 dans. Félagsvist á morgun kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og fönd- ur. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu á sunnudögum kl.11. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og and- litssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar, útskurður, leir- munagerð og glerskurð- arnámskeið, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Messa verður föstudag- inn 25. febrúar kl. 14, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Félagsstarfið. Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handavinnu- stofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 15 bingó. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Pútt í Bæjarútgerð kl 10–11:30. Glerskurður kl. 13. Á morgun mynd- list kl 13, bridge kl. 13:30. Leikhúsferð, verð- ur farin fimmtud. 21. feb. í Borgarleikhúsið að sjá „Boðorðin níu“. Skrán- ing í Hraunseli s. 555- 0142. Rúta frá Hraunseli kl 19:15 Aðgöngumiðar afhentir á morgun föstu- dag kl:13–16. Fé- lagsmiðstöðin Hraunsel verður lokuð vegna flutnings í Flatahraun 3 í næstu viku 18. feb. til 22 feb. Vígsla nýrrar fé- lagsmiðstövar verður laugard. 23. feb. kl 14. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Spilakvöld á Álftanesi í kvöld kl. 19.30 á vegum Lionsklúbbs Bessastaðahrepps. Akst- ur samkvæmt venju. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og mat- ur í hádeginu. Fimmtud: Brids kl. 13. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, Söng- og gam- anleikirnir „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“. Sýningar: Miðviku- og föstudaga kl. 14 og sunnudaga kl. 16. Miða- pantanir í síma: 588- 2111, 568-8092 og 551- 2203. Ferð á vegum fræðslunefndar FEB á Listasafn Íslands mið- vikudaginn 20. febrúar kl. 14. Mæting við Lista- safnið. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s.588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böð- un, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9. 30, kl. 10.30 helgistund, um- sjón Lilja G. Hallgríms- dóttir djákni í Fella- og Hólakirkju. Frá hádegi spilasalur og vinnstofur opin, m.a þrívíddar- myndir unnar. Fimmtud. 28. feb. Leikhúsferð í Borgarleikhúsið „Boð- orðin níu“, skráning haf- in. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 15 rammavefnaður, kl. 13 gler og postulín, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, bútasaum- ur, kortagerð og perlu- saumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerð. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmuna- námskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 17–20 leirmótun. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14 leikfimi. Kirkjuferð verði í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði miðvikud. 20. feb. Uppl. í síma 561-0300. Spiluð verður félagsvist í kvöld kl. 20. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60, fundur í umsjá Fjólu Guðleifsdóttur hefst með kaffi kl. 16. Allar konur velkomnar. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Tafl í fé- lagsheimilinu kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Úrvalsfólk Vorfagn- aðurinn verður á Hótel Sögu, Súlnasal, föstud.15. feb kl. 19. Nokkrir miðar hafa losn- að vegna veikinda, ósótt- ar pantanir óskast sóttar sem fyrst í Lágmúla 4, s. 585-4000. Seyðfirðingafélagið. Sólarkaffi Seyðfirðinga verður haldið í Fann- borg 8, Gjábakka, sunnudaginn 17. febrúar kl. 15. Mætið stundvís- lega. Aðalfundur knatt- spyrnudeildar Hauka verður haldinn í kvöld kl. 20 í hátíðarsal félagsins að Ásvöllum. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosn- ing nýrrar stjórnar. Önnur mál. Íslenska bútasaums- félagið. Munið fé- lagsfundinn í dag fimmtudaginn 14. febr- úar kl. 20 í safn- aðarheimili Háteigs- kirkju. Nýir félagar velkomnir. Fræðslu og orlofsdagar eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fræðslu- og orlofsdaga í Skálholti 4.–6. mars Skráning fer fram á skrifstofu elli- málaráðs í síma 557-1666 netfang: ellim@centr- um.is og í Skálholts- skóla, sími 486-8870 net- fang: rektor@skalh Í dag er fimmtudagur 14. febrúar, 45. dagur ársins 2002. Valentínusar- dagur. Orð dagsins: Þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði, heldur á hann að vera ljúfur við alla, góður fræð- ari, þolinn í þrautum, hógvær er hann agar þá, sem skipast í móti. (II.Tím. 2, 24.) LÁRÉTT: 1 kút, 4 hattkollur, 7 loð- skinns, 8 skrifum, 9 frí- stund, 11 sterk, 13 fugl, 14 ólyfjan, 15 grobb, 17 litla grein, 20 handlegg, 22 áhöldin, 23 tré, 24 starir, 25 gegnsæir. LÓÐRÉTT: 1 leyfir, 2 blíðuhótum, 3 halarófa, 4 umgerð, 5 sjaldgæf, 6 lofar, 10 mannsnafn, 12 virði, 13 sómi, 15 formum, 16 ber, 18 fjallsnef, 19 ræktuð lönd, 20 flanir, 21 máttur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 stórlátur, 8 lokum, 9 æfing, 10 urð, 11 gramm, 13 innir, 15 fjörs, 18 eflir, 21 pól, 22 undra, 23 leggs, 24 inngangur. Lóðrétt: 2 takka, 3 rómum, 4 áræði, 5 urinn, 6 slag, 7 Ægir, 12 mör, 14 nef, 15 fauk, 16 öldin, 17 spaug, 18 ell- in, 19 lygnu, 20 risi K r o s s g á t a Hundaræktarstöð til fyrirmyndar VEGNA umræðna í fjöl- miðlum undanfarna daga um hundaræktunarstöðina í Dalsmynni vil ég koma því á framfæri að ég er búin að koma á hundaræktunar- stöðvar um allan heim og finnst hundaræktarstöðin hennar Ástu í Dalsmynni til fyrirmyndar. Þau hjónin, og fjölskylda þeirra, eru búin að leggja aleigu sína í þetta fyrirtæki og þau veita mjög góða þjónustu. Ég á sjálf tvo hunda frá henni og eru þeir líf mitt og yndi sem ég hefði ekki viljað missa af. Fyrir nokkrum árum var ekki hægt að fá þessa hunda sem þau hafa flutt inn og ræktað. Ég vil hvetja þau hjónin til að halda áfram á þessari braut og láta þessa umfjöllun ekki á sig fá. Hvet ég almenning til að skoða starfsemina hjá þeim því hún er til fyrir- myndar. Helena. Hvar eru konurnar? ÉG skrifa fyrir hönd tengdamóður minnar og leita aðstoðar við að hafa uppá eða fá fréttir af fyrr- verandi samstarfskonum hennar á Íslandi. Tengda- móðir mín, Anna Sofia Mørtvedt, fædd 19.6. 1928, var í vinnu á Ullevål spítala í Ósló um 1950–51, áður en hún giftist 1953. Hún vann þar með 3 íslenskum kon- um, Sigríði Einarsdóttur, fædd 1906, Elínu Jónsdótt- ur, fædd 1912, og Unni Ingimundardóttur, fædd 13.6. 1928. Allar voru þær til heimilis í Reykjavík. Hún vildi gjarnan fá fréttir af þeim, en hún hefur ekki haft samband við þær í mörg ár. Vonast hún til að fjölskylda þeirra geti gefið henni einhverjar upplýs- ingar. Hægt er að hafa samband við mig á netfang- inu: maritko@msn.com eða skrifa á heimilisfangið: Marit Kostøl, Eide, N-6740 Selje, Noregur. Eins er hægt að skrifa tengdamóður minni: Anna Soie Amdam, Kirkeveien, N-6240, Ørskog, Noregur. Með kærri kveðju til kunningja á Íslandi. Marit Kostøl. Tapað/fundið Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst á göt- unni í Frostaskjóli síðasta sumar. Finnandinn setti þá upp stóra auglýsingu á girðingarstaur, þar sem myndavélin fannst, en eng- inn vitjaði hennar. Upplýs- ingar eru veittar í síma 561- 0063. Mokkahúfa í óskilum GRÁ nýleg mokkahúfa, kvenmanns, er í óskilum í Félagsstarfi Gerðubergs. Uppl. á staðnum hjá Guð- rúnu eða í síma 575-7720. Gullhringur týndist GULLHRINGUR týndist líklega í Nettó í Mjódd sl. sunnudag. Finnandi hafi samband ísíma 564-1168. Rebbi er týndur REFASKINN týndist á Kaffibarnum laugardags- kvöldið 9. febrúar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 698-7544. Skinnsins er sárt saknað. Mokkakápa týndist SVÖRT mokkakápa týnd- ist sl. laugardagskvöld á Players í Kópavogi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567-3697. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is UNDANFARNA mánuði hafa sjálfstæðismenn í borginni lýst yfir áhyggj- um sínum yfir þróun mála í Geldinganesi og eins vilja þeirra að þar rísi fal- leg og myndarleg íbúa- byggð. Í síðasta sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins áréttar Björn Bjarnason þessa skoðun og því er mér spurn hvort sjálf- stæðismenn hafa tekið af- stöðu með Landsímalóð- ina hér í Grafarvogi? Þar er í uppsiglingu eitt alls- herjar skipulagsklúður um þétta og háreista byggð mitt í lágreistri og dreifðri byggð ásamt auknu umferðarálagi fyr- ir íbúa við þessa lóð. Íbúar Rimahverfis hafa lýst yfir áhyggjum yfir þessu skipulagsklúðri og óskum um áframhaldandi dreifða íbúabyggð með grænum svæðum og sparkvöllum fyrir börn borgarinnar, en eins og flestir vita eru þau svæði ekki of mörg í borginni miðað við margar erlend- ar borgir þar sem grænu svæðin skipta máli. Það væri gaman að vita hvaða skoðun sjálfstæð- ismenn hafa á þessu skipulagsmáli því það auðveldar mörgum valið þegar að kosningum kem- ur. Með ósk um betri og öðruvísi borg. Íbúi í Rimahverfi. Sjálfstæðismenn og borgin Víkverji skrifar... VÍKVERJI er áhugamaður umkóngafólk og fylgist vel með sorgum þess og sigrum. Margrét prinsessa, systir Elísabetar Breta- drottningar, lést um helgina og Vík- verji gat ekki neitað sér um að fylgj- ast með fréttum af láti hennar á fréttasjónvarpsstöðinni Sky sem fylgist jafnan vel með því sem gerist á Bretlandseyjum. Stöðin rifjaði upp ævi Margrétar og spjallaði við vini hennar. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma var nánast ekki fjallað um neitt annað á sjónvarpsstöðinni sl. laugardag en lát prinsessunnar. Víkverji saknaði þess að í allri þessari miklu umfjöllun skyldi ekki verið fjallað um þá staðreynd að Margrét lést úr afleiðingum reyk- ingasjúkdóma. Margrét var stór- reykingamanneskja allt sitt líf og þurfti m.a. að nema brott hluta af öðru lunga hennar eftir að þar greindist krabbamein. Samt hélt hún áfram að reykja. Heilsa Elísabetar drottningar hef- ur alla tíð verið ólíkt betri en Mar- grétar systur hennar. Drottningin virðist hafa allar forsendur til að ná sama aldri og móðir hennar sem orð- in er 101 árs gömul. Fróðlegt hefði verið að heyra álit lækna á því hvers vegna svona mikill munur hefur ver- ið á heilsu þessara þriggja kvenna og hvort ekki er líklegast að ástæðan fyrir þessu sé sú að Margrét er sú eina sem hefur reykt stærstan hluta lífs síns. Sú mikla athygli sem lát prinsessunnar hlut hefði þannig mátt nota til að vekja athygli á hræðilegum afleiðingum reykinga. x x x VÍKVERJI hefur gaman af því aðfylgjast með spurningaþáttum í sjónvarpi. Nú er hafinn í sjónvarpinu spurningaþátturinn Gettu betur en í honum keppa nemendur í fram- haldsskólum. Víkverji hefur haft gaman að því að fylgjast með þessum þáttum. Það er bara eitt sem fer ósegjanlega í taugarnar á honum og það er hinn fátæklegi orðaforði stjórnanda þáttarins, Loga Berg- manns Eiðssonar. Uppáhaldsorð Loga er orðið jæja. Þetta orð notar hann aftur og aftur í þáttinum. „Jæja ... jæja ... jæja ... jæja,“ segir Logi í tíma og ótíma. Stundum fær maður á tilfinninguna að Loga leiðist að taka þátt í þessum þáttum og geti ekki leynt því að hann vilji drífa þetta af og segi því „jæja“ til áherslu. Kannski dettur honum bara ekkert í hug þess vegna segir hann bara „jæja“. Logi Bergmann er prýðilegur sjónvarpsmaður og ágætur frétta- maður. Það eina sem hann á eftir að gera til að ná fullkomnum tökum á miðlinum er að hætta þessu eilífa „jæja ... jæja“. Ef Logi hættir þessu ekki ætlar Víkverji að hætta að horfa á Gettu betur. x x x VÍKVERJA fannst athyglisverð-ar upplýsingar koma fram í frétt í Morgunblaðinu í gær um að bílatryggingar hefðu hækkað um 79% á síðustu fimm árum á sama tíma og neysluverðsvísitala hefði hækkað um 23,8%. Enginn liður vísi- tölunnar hefur hækkað jafnmikið og bílatryggingar. Sjálfsagt hefur verið einhver grundvöllur fyrir hækkun á trygg- ingum en það er nokkuð vel í lagt af hálfu tryggingafélaganna að hækka um 79%. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.