Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ L ífinu í miðborg Reykjavíkur hefur hnignað. Það er stað- reynd. Þetta sagði Eyþór Arnalds orð- rétt í Silfri Egils á Skjá einum sl. sunnudag og fari svo sem horfir, þ.e. haldi sjálfstæðismenn í Reykjavík áfram að tefla Eyþóri fram í hinum ýmsu viðræðuþátt- um með þessum málflutningi, fer víst lítið um þau áform undirrit- aðs að ganga til þessara kosninga með opnum huga, gera ekki upp á milli Björns og Ingibjargar Sól- rúnar fyrr en á seinni stigum kosningabaráttunnar. Kannski er það vegna þess að ég bý í miðbænum sem ég staldra við síendurteknar staðhæfingar Eyþórs um að allt sé þar í volli. Ásigkomulag miðborgarinnar snýr nefnilega ekki aðeins að þeim sem á hverjum tíma fara með völd- in í ráðhúsinu heldur einnig að íbúunum sjálfum. Ég get því ekki annað en tekið það svolítið persónulega þegar fullyrt er að hverfið mitt sé hin ömurlegasta byggð, enda hlýt ég sem íbúi að bera á því nokkra ábyrgð. Í öllu falli hef ég ekki áhuga á að kjósa neinn sem hefur sett það á oddinn í sínum málflutningi að rakka niður byggðina mína, sem ég að öllu jöfnu kann svo prýði- lega við. Þarf þó vafalaust að taka til hendinni í málefnum miðborg- arinnar og verkefnin fjölmörg. Ég get upplýst að ég hefi tví- vegis kosið Reykjavíkurlistann í kosningum til borgarstjórnar. Í fyrra skiptið kom ekki annað til greina en gefa Sjálfstæð- isflokknum frí. Það var gott fyrir lýðræðið, að mínu mati. Ágætis stemmning myndaðist auk- inheldur um framboð R-listans á sínum tíma og það var gaman að taka þátt í þeim sigri, svona sem áhorfandi úr fjarlægð. Eftir fjög- ur ár hugsaði ég síðan með sjálf- um mér að til lítils hefði verið að leiða R-listann til valda ef ekki átti að gefa honum átta ár til að setja mark sitt á málefni höf- uðborgarinnar. Ingibjörg Sólrún var líka búin að vera skeleggur borgarstjóri. Nú eru hins vegar átta ár liðin og engin sérstök ástæða, í líkingu við þær sem ég nefni hér að ofan, til þess að ákveða fyrir fram hvaða stjórnmálaafl verður þess heiðurs aðnjótandi í vor að hljóta mitt atkvæði. Jafnvel kominn tími til að skipta, svo vísað sé til lýð- ræðisrakanna (en skv. sömu rök- um þarf þá vitaskuld að skipta út í þingkosningunum á næsta ári!). Ég tilheyri semsé þessum hópi kjósenda sem ekki hafa „valið sér lið“ í stjórnmálabaráttunni, þessu fljótandi fylgi sem sumir myndu víst kalla pólitísk viðrini fyrir skort á pólitískri sannfæringu. Verður þó að játast að senni- lega hallast ég heldur til vinstri en til hægri, neyðist ég á annað borð til að víkja af miðjupunktinum. Við þau tíðindi, að Björn Bjarna- son ákvað að taka efsta sæti á lista sjálfstæðismanna, jukust hins vegar líkur á því að ég gæti hugsað mér að breyta til að þessu sinni, enda þykir mér mennta- málaráðherra vel lesinn maður og víðsýnn. Hann hefur einhverja „dýpt“ sem þá skortir, sem birtast korteri fyrir kosningar og vilja smokra sér inn á lista með öfga- kenndum, pópúlískum yfirlýs- ingum. Ég ætla því að nota tækifærið hér og biðja Björn Bjarnason um að bera sig eftir mínu atkvæði, það gæti nefnilega orðið hans! Og ég get gert betur: ég get gefið honum nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á því að honum verði það á að klúðra þessu frá- bæra tækifæri, sem er mitt at- kvæði, það eina sem ég á og þess vegna heilagt í mínum huga. Helsta hættan er nefnilega sú að sjálfstæðismenn spýti svo í lóf- ana, að þeir gangi fram af sér í herskáum árásum á núverandi stjórnarherra við Tjörnina. Þá er ekki ólíklegt að ég neyðist til að taka upp hanskann fyrir það lið sem ég hef fram að þessu stutt, hverju svo sem líður orðum mín- um hér að framan um að ég hafi ekki „valið mér lið“ í pólitíkinni. Menn verða semsé að átta sig á því að fari þeir ofan í skotgraf- irnar sem aldrei fyrr – sem mér sýnist líklegt ef marka má mál- flutning Eyþórs Arnalds – ýta þeir ofan í þær líka öllum þeim kjósendum R-listans sem að þessu sinni eru ekki alveg 100% vissir í sinni sök. Einhver gæti ályktað sem svo að allir þessir varnaglar, sem ég hefi hér slegið, merki einfaldlega að engar líkur séu á því að ég muni í raun og veru snúast til fylgis við Björn og co. Þá er því til að svara að menn hljóta að leggja alla áherslu á að ná til sín sveim- hugunum – föstu atkvæðin eru jú trygg í hendi, eða er ekki svo? R-listafólk get ég á hinn bóginn huggað með því að segja að ekki er öll von úti enn, ég gæti enn orð- ið ykkar! Borgarstjórinn er áfram helsta trompið en ég hef af því nokkrar áhyggjur að ekki takist að skapa neina viðlíka stemmn- ingu í kringum framboðið og var fyrir átta árum, og í minna mæli fyrir fjórum árum. Til þess þarf m.a. mun „drastískari“ breyt- ingar á listanum en mér sýnist að muni verða raunin. Hjá Samfylk- ingu er t.d. mest megnis sama fólkið í framboði, plús einn fyrr- verandi útvarpsmaður sem mér finnst eiginlega að hefði átt að vera farinn í framboð fyrir löngu, ef hann hafði á annaðborð hug á því. Vinstrigrænir hafa að vísu úr- val ungra gáfumanna í sínum röð- um en því miður hafa þeir rasað svo út á vefriti sínu, Múrnum, að aðild þeirra verður minna spenn- andi en ella. Eru menn líklega bara alltof vinstrisinnaðir á þeim bænum fyrir minn smekk og gott að vita það um sjálfan sig. Kannski nægir þó að menn sýni hugmyndaauðgi þegar kemur að hinu umtalaða sjöunda sæti á list- anum. Þætti mér áhugavert að sjá þar Dag Eggertsson, einkum og sér í lagi ef sjónvarpsstjarnan Gísli Marteinn Baldursson yrði í góðu sæti hinum megin. Þá væru nefnilega að rætast eldgamlar grunsemdir margra jafnaldra þeirra, að þeir félagar ættu er fram liðu stundir eftir að marka öndverða póla í íslenskri pólitík. Atkvæði á lausu Ég ætla því að nota tækifærið hér og biðja Björn Bjarnason um að bera sig eftir mínu atkvæði, það gæti nefnilega orðið hans! VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is DAGANA 20. og 21. febrúar verður kosið til Stúdentaráðs og Háskólaráðs. Vaka hefur lagt fram ýtar- lega stefnuskrá fyrir kosningarnar og legg- ur áherslu á að kosn- ingarnar snúast um málefni og hvaða leiðir Stúdentaráð fer í því að ná hagsmunamálum sínum fram. Leiðirnar að settum markmiði skipta ekki síður máli en hagsmunamálin sjálf. Vilji stúdenta verði virtur Eitt helsta stefnumál Vöku er samstarf í Stúdentaráði, enda er samstarf í Stúdentaráði forsenda þess að árangur næst í hagsmuna- baráttu stúdenta. Það er sorglegt að það skuli þurfa að koma til þess að gera samstarf í Stúdentaráði að kosningamáli, en þannig er veruleik- inn engu að síður. Ár hvert heyrist sú spurning frá nemendum hvers vegna fylkingarn- ar tvær í Stúdentaráði geta ekki unnið betur saman að loknum kosn- ingum. Við tökum undir þessa spurn- ingu, enda hefur Vaka í vetur gagn- rýnt núverandi meirihluta fyrir skort á samstarfsvilja og ekki síst fyrir það að virða ekki úrslit síðustu kosninga. Í fyrra sigraði Röskva kosningar til Stúdentaráðs með innan við helm- ing greiddra atkvæða og munurinn á fylkingunum var aðeins 57 atkvæði. Meirihlutinn hunsaði hins vegar úr- slitin og skipaði í stjórn Stúdenta- ráðs þannig að Röskva fékk fimm fulltrúa en Vaka aðeins tvo. For- menn allra nefnda Stúdentaráðs eru Röskvuliðar og marg- ar tillögur Vöku í Stúdentaráði eru felld- ar að því er virðist ein- göngu vegna þess að þær koma frá Vöku. Þessi vinnubrögð hafa bitnað á stúdent- um, eins og árangur í lánasjóðsmálum sýnir klárlega.Vaka hafnar slíkum vinnubrögðum og mun ekki starfa á þennan hátt. Vaka vill kraftmeira Stúdentaráð Stúdentaráð Háskóla Íslands á að vera vettvangur fyrir kröftuga rödd stúdenta og með samstarfi innan ráðsins gefur augaleið að betri ár- angur næst. Ef stúdentar eru í vafa um hvort einhver munur er á fylk- ingunum tveimur sem bjóða sig fram er hægt að svara þeirri spurningu játandi. Munurinn felst meðal ann- ars í því að Vaka boðar samstarf og með samstarf að leiðarljósi mun Vaka ná betri árangri en núverandi meirihluti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hægt sé að lofa betri árangri, enda getur Stúdenta- ráð ekki starfað af fullum krafti þeg- ar helmingi stúdentaráðsliða er bein- línis haldið frá hagsmunabaráttunni. Háskóli Íslands glímir nú við aukna samkeppni annarra innlendra skóla á háskólastigi. Vaka fagnar þeirri samkeppni en kvíðir engu, þar sem Háskóli Íslands er eini rann- sóknarháskóli Íslands og hefur því yfirburðastöðu gagnvart öðrum skólum. Við samkeppninni þarf hins vegar að bregðast og með því að starfa á þann hátt sem núverandi meirihluti gerir, er Stúdentaráð að veikja samkeppnisstöðu Háskólans. Við þurfum á öllum okkar kröftum að halda í þeirri baráttu sem er fram- undan og getum ekki leyft okkur að hafa aðeins helming Stúdentaráðs virkan. Til að Stúdentaráð skili sem mest- um árangri í hagsmunabaráttu sinni verður það einnig að vera í góðum tengslum við nemendur Háskólans og ekki síst nemendafélögin í ein- stökum deildum skólans. Stúdenta- ráð á að starfa sem regnhlífarsamtök allra hagsmunaaðila stúdenta innan skólans. Það þarf að stórauka sam- starf Stúdentaráðs við nemenda- félög skólans til að svo megi verða. Það ætlar Vaka að gera. Samstarf er forsenda árangurs. Kosningarnar í lok febrúar snúast ekki síst um samstarf í Stúdentaráði. Ég hvet stúdenta til að kynna sér stefnumál fylkinganna og nýta sér kosningarétt sinn á kjördag. Vaka vill samstarf í Stúdentaráði Guðjón Ármannsson Höfundur er laganemi og skipar 2. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs. Stúdentar Vaka vill samstarf, segir Guðjón Ármannsson, og með samstarf að leiðarljósi mun Vaka ná betri árangri en núverandi meirihluti. RÖSKVA hefur ávallt staðið fyrir jafnrétti til náms. Lánasjóður ís- lenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í að tryggja jafnan aðgang að námi og því hefur Röskva lagt mikla áherslu á lánasjóðsmál. Röskva hefur sýnt festu í málefnum lánasjóðsins og ár- angurinn liggur fyr- ir. Á síðasta ári hækkuðu námslánin þriðja árið í röð og stúdentar unnu mik- ilvægan sigur hjá umboðsmanni Alþingis. Skýr stefnu- munur í LÍN Lánasjóðsmálin eru iðulega í brennideplinum í stúdentaráðs- kosningum. Sjaldan hefur þó verið jafnskýr ágreiningur milli fylking- anna um þau markmið sem setja beri á oddinn og nú. Í komandi kosningum er því kosið um Lána- sjóð íslenskra námsmanna. Það er kosið um það hvort stúdentaráð setji hækkun grunnframfærslunn- ar eða lækkun skerðingarhlutfalls- ins á oddinn. Röskva leggur höf- uðáherslu á hækkun grunnfram- færslunnar, enda skilar slík hækk- un sér til allra. Lækkun skerðing- arhlutfallsins leiðir hins vegar fyrst og fremst til hækkunar hjá námsmönnum með hæstu tekjurn- ar og skilur þá tekjulægstu alger- lega eftir. Þetta er því spurning um forgangsröðun. Við vitum að lánin eru of lág og duga ekki til framfærslu. Eigum við undir þeim kringum- stæðum að krefjast hækkunar námslána fyrir þá tekjuhæstu og skilja þá tekjulægstu eftir? Röskva er ekki þeirrar skoðunar. Röskva telur eðlilegra og réttlátara að veita hækkununum til allra með hækkun grunn- framfærslunnar. Hærri bókalán og aukið félagslegt tillit Röskva vill einnig halda áfram baráttunni fyrir auknu félagslegu tilliti en undir forystu Röskvu hefur stúd- entaráð náð verulegum árangri á þeim vettvangi með úrskurðum umboðsmanns Alþingis. Röskva vill líka að LÍN taki tillit til veru- legra verðhækkana á bókum. Bókalán LÍN hrökkva skammt fyr- ir bókakostnaði námsmanna og því vill Röskva berjast fyrir hækkun þeirra. Rétt skal vera rétt Röskva hefur lagt mikla áherslu á hækkun grunnframfærslu LÍN, enda skilar slík hækkun sér til allra lánþega. Mikill árangur hefur náðst í þeim efnum á undanförnum árum, enda hefur grunnframfærsl- an hækkað í þrjú ár. Í kosninga- baráttunni hefur þeirri fullyrðingu verið haldið á lofti að grunnfram- færsla LÍN hafi lækkað um 8,7% í valdatíð Röskvu. Þeir reikningar byggjast ekki á staðreyndum máls- ins, enda er upphæð grunnfram- færslunnar þar reiknuð allt aftur til ársins 1990, þegar Vaka stýrði stúdentaráði, námslánin lækkuðu og mikil verðbólga ríkti. Staða lánasjóðsmála þegar Vaka stjórn- aði stúdentaráði er ekki vitnisburð- ur um það hvernig Röskva hefur staðið sig og því afar sérkennilegt af hverju tölum frá 1990 er haldið á lofti. 11,7% hækkun námslána í tíð Röskvu Ef grunnframfærsla LÍN og vísitala neysluverðs eru bornar saman frá þeim tímapunkti að Röskva tók við kemur í ljós að grunnframfærslan hefur hækkað um 11,7% umfram verðlag á þessu tímabili. Það er sama hvernig litið er á málið – árangurinn af lána- sjóðsbaráttu Röskvu er augljós. Talnaleikir um það hvernig staðan var árið 1990 breyta engu þar um, og eru í raun einungis vitnisburður um það hvernig Röskva sneri lána- sjóðstaflinu stúdentum í hag eftir að hún komst til valda. Röskva vill halda baráttunni ótrauð áfram og sækist eftir umboði þínu til að leiða lánasjóðsbaráttuna á næsta starfs- ári og ná fram frekari kjarabótum fyrir námsmenn. Það er kosið um lánasjóðsmál Eiríkur Gíslason Höfundur skipar 3. sæti á lista Röskvu til stúdentaráðs. Stúdentar Námslánin eru of lág og duga ekki til fram- færslu, segir Eiríkur Gíslason. Á í ljósi þess að krefjast hækkunar námslána fyrir þá tekju- hæstu og skilja þá tekjulægstu eftir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.