Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 43 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Ég hafði séð hann á hlaupum þeg- ar ég sótti frúna í vinnuna, þá sjaldan ég hætti mér upp, því erillinn og læt- in voru þannig. Þegar mér var sagt að hópur frá DV ætlaði til Ítalíu í stutta haustferð var ég ekki viss, þetta lið var alltaf á fullu, gætu þau slappað af og haft gaman? Jú, jú, það gátu þau alveg og þar voru verkstjórarnir Dóri og Jón í fararbroddi. Það sem í raun gerðist í þessari ferð var að með þessum strákum og okkur öllum myndaðist samstaða sem haldist hefur alveg síð- an. Fyrst var það Ítalía, síðan sum- arbústaðaferðir, meira að segja tjald- ferðir. Við strákarnir lékum Rauð- hettu og úlfinn, við mismunandi undirtektir, og margt fleira hefur þessi hópur brallað saman. Við höfum á þessum tíma styrkst, fjörið og hressleikinn hefur aldrei horfið, en til viðbótar við það óx vin- átta og traust sem aldrei verður frá okkur tekið. Þessi litli hópur hefur núna misst tvo af sínum lykilfélögum, Dóri kvaddi okkur fyrir fimm árum og núna Nonni. Það eina sem þessi hópur átti ekki sameiginlegt var mús- íksmekkur, en þar fundum við Nonni hvor annan, í Hrífunesi sátum við í gamla Volvonum og hlustuðum á Stones og Zeppelin og fíluðum okkur vel, þetta og blúsinn var okkar músík. Við hittumst síðast daginn fyrir gamlársdag og plönuðum næstu ferð- ir, við hlökkuðum öll til að fara í góð- an bústað, grilla, fá sér létt í glas, segja góðar sögur og bara vera sam- an. Kæri Nonni, við þökkum þér fyrir vináttuna, allar góðu stundirnar, hlý- leikann og góða skapið. Elsku Gunna og fjölskylda, við hugsum til ykkar. Gunnar og Ítalíuhópurinn. Það þyrmdi yfir mig nú í vetur þegar mér barst sú harmafregn til eyrna, að Jón vinur minn Breiðfjörð hefði greinst með krabbamein. Sjálf- ur virtist hann ekki láta þessi ótíðindi slá sig út af laginu, hélt til dæmis áfram að vinna eins og aðstæður leyfðu. Já, Nonni ætlaði sér að sigra þennan illvíga sjúkdóm. En svo kom kallið snögglega 2. febrúar síðastlið- inn. Og mikið skelfing verður maður máttvana gagnvart svona niðurstöðu, sem ekkert fær breytt. Ég man svo vel þegar ég fyrir margt löngu hóf störf hjá Prent- smiðjunni Hilmi. Þar tók Nonni á móti mér, þessi gimsteinn, að vísu svolítið óslípaður. Þetta var á miklum umbrotatímum í lífi mínu, en hann varð mér strax sem eldri bróðir og leiðbeindi mér af hjartahlýju og heil- indum. Og trygglyndið, já hann lét mig finna að honum þótti vænt um mig. Það fékk ég oft að reyna og bara það að vera nálægt honum veitti mér ævinlega ómælda ánægju, hvort sem var í vinnu eða utan hennar. Alltaf var heimili þeirra Nonna og Gunnu mér opið og mér vel tekið. Meira að segja þegar þau voru á ferð erlendis, en fengu samt ekki frið fyrir mér, stóðu þeirra góðu hjörtu mér opin. Og við kunnum að gera okkur glað- an dag. Það var veisla að vera í ná- munda við Nonna. Hvort sem við vor- um að hlusta á Rolling Stones, útvarpssöguna eða fá okkur í glas. Hann gaf af sér og það var gott að vera í samneyti við hann. En glaðastur var hann og stoltast- ur í umgengni við börnin sín. Ég gleymi ekki hvatningu og ósvikinni aðdáun hans á Kristjönu, þeirri litlu, þar sem hún hoppaði um alla stofuna og gerði fimleikaæfingar. Ég vona að mér auðnist að veita mínum börnum sama brautargengi og hann og Gunna hafa veitt sínum. Sá sem hefur átt þau hjón að er ekki á flæðiskeri staddur. Það er dýrmætt að hafa átt þau sem vini. Já, Gunna, Kristjana, Ingi Rafn og stórfjölskyldan, missir ykkar er mik- ill og öll mín samúð er hjá ykkur. Það er huggun í því að Jón gerði fólk í kringum sig að betri manneskjum. Það fékk ég sjálfur að reyna, og núna þegar ég fylgi honum síðasta spölinn er ég honum þakklátur fyrir að reyn- ast mér vel þegar ég þurfti mest á honum að halda. Minning um góðan dreng lifir. Sölvi Ólafsson. Elsku vinkona. Við nágrannar þínir í Baughúsum 36 áttum því láni að fagna að kynnast þér og langar að þakka fyrir sam- fylgdina síðastliðin ára- tug, tíma sem var því miður allt of stuttur. Fyrstu árin einkenndust kynni okkar af sameiginlegu átaki við húsbyggingar og barnauppeldi og síðan við áhugamál eins og garð- rækt og ferðalög. Vináttusambandið óx með ári hverju á milli húsanna okkar og ávallt mættum við sama hlýja, skilningsríka og jákvæða við- mótinu hjá þér hvernig sem á stóð. Ekki breyttist það neitt eftir að ljóst varð að illkynja sjúkdómur hafði lagst á þig. Þá sýndir þú æðruleysi og bar- áttuvilja sem seint mun gleymast. Baráttan og viljinn við að sigrast á sjúkdómnum sýndu okkur hvílíkan innri styrk þú hafðir að geyma. Í veikindunum naustu líka einstakrar umhyggju og ástúðar frá Birni eig- inmanni þínum og börnum, sem stóðu með þér eins og klettar. Við munum sakna þín, kæra vinkona, í ferðalögunum, við garðsláttinn og arfatínsluna, við götugrillin í Baug- húsum og við samverustundir á síð- kvöldum. Gatan okkar er þögul. Við munum minnast þín með harm í hjarta sem horfins vinar og einstakr- ar manneskju um leið og við vitum að þú hvílir í friði. Orð stórskáldsins Tómasar Guðmundssonar úr kvæð- inu „Nú andar næturblær“ lýsa huga okkar. Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar, sem forðum vor í sefi söng nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Kæru vinir í Baughúsum 38, Björn, Anna, Kristín og Bjarki. Við vottun ykkur okkar dýpstu samúð vegna fráfalls Helgu um leið og við horfum með ykkur fram á veginn því að eftir dimma nótt kemur nýr dag- ur. Ykkar vinir úr Baughúsum 36, Egill, Vigdís, Arnar, Magnús og Páll. Það eru forréttindi að fá að vaxa og þroskast með góðum bekkjar- félögum á viðkvæmum unglingsár- um. F-klassen eins og bekkurinn var jafnan nefndur var einn af mörgum í Kennaraskóla Íslands. Þetta var á þeim árum þegar Kennaraskólinn útskrifaði stærstu árgangana. Nem- endur í F-klassen útskrifuðust vorið 1971. Þetta var ærslafulli bekkurinn í árganginum, bekkurinn sem hélt mikið hópinn og skemmti sér svo gustaði yfir aðra. Og eftir alla þessa áratugi hittast bekkjarfélagar og yngjast um marga áratugi um leið og gamli tíminn er rifjaður upp. Það er hræðilega sárt að horfa á eftir fé- lögum deyja langt um aldur fram. Þó svo vitað væri um alvarleg veikindi Helgu trúðu menn að hún og lækna- vísindin hefðu sigur. Hún átti svo mikið eftir og var svo lífsglöð. Helga var þessi ljúfi og góði félagi sem gaf sér alltaf tíma til að hlusta á aðra og velta tilverunni fyrir sér. Hún varð snemma sjálfstæð og hafði mótaðar skoðanir á öllu. Helga var afar nákvæm og skilaði sinni vinnu alltaf óaðfinnanlega. Helga var alltaf mesta skvísan eins og það hét í þá daga og hún vissi nákvæmlega hvað HELGA Þ. ÞORGEIRSDÓTTIR ✝ Helga ÞuríðurÞorgeirsdóttir fæddist í Keflavík 9. júlí 1950. Hún lést 31. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 7. febrúar. var í tísku hverju sinni og var smekkvísi henn- ar viðbrugðið. Hún hafði áhrif á okkur öll með sínum góða smekk, vandvirkni, yf- irvegun, heiðarleika, ljúfmennsku og góðum gildum. Við sitjum hljóð og hörmum að sjá á bak Helgu. Við sendum Birni og einstaklega mannvæn- legum börnum þeirra okkar einlægustu sam- úðarkveðjur. Orð mega sín lítils en ef við hugs- um um þá einstöku yfirvegun, æðru- leysi og hlýju sem einkenndi Helgu hjálpar það kannski við að stíga skrefin fram á við, án elsku Helgu okkar sem við söknum öll. F-bekkurinn í Kennó ’71. Móðursystir okkar, Helga Þ. Þor- geirsdóttir, var okkur systrunum af- ar kær. Hún var fyrirmynd okkar, vitur kona, hreinskiptin og kærleiks- rík. Við vorum stoltar af Helgu frænku og dáðumst að hæfileikum hennar og mannkostum. Helga var móður okkar, Arndísi, ætíð góð systir. Stúdentsmyndin af Helgu í fjölskyldualbúminu var að okkar mati af fegurstu konu sem við höfðum augum litið. Það sama á við um rithönd hennar, sem var einstak- lega falleg. Okkur systrunum og börnum okkar sýndi Helga ætíð ást- úð og einlægan áhuga. Í æskuminningum okkar sat Helga ósjaldan í eldhúsinu hjá mömmu og spjallaði, okkur til mik- illar ánægju. Þá stóðum við systurn- ar við ísskápinn og hlustuðum á það sem þær systur ræddu. Helga var fróð og hafði alltaf frá einhverju at- hyglisverðu að segja enda var alltaf gefandi og skemmtilegt að tala við Helgu um lífið og tilveruna. Hún var hluti af tilveru okkar enda náin syst- ir og vinur móður okkar, sem kveður nú kæra systur sína með söknuðu. Helga var gift Birni Jóhannessyni og eignuðust þau þrjú börn, Bjarka, Kristínu og Önnu. Í minningunni er svo stutt síðan við dáðumst að fegurð Helgu og gleði á brúðkaupsdegi hennar og hamingjunni þegar börnin þrjú fæddust. Það er bjart yfir minn- ingum um Helgu. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af fegurð og natni og ber þar sérstaklega að nefna umhyggju hennar fyrir börn- unum þremur, sem hún reyndist ætíð hin besta móðir. Ást hennar og umhyggja fyrir þeim verður þeim dýrmætt veganesti í framtíðinni. Það hreinlega geislaði af Helgu þegar hún talaði um börnin sín þrjú, sem hún elskaði svo heitt. Í veikind- um hennar dáðumst við að því hvern- ig Björn og börnin vöfðu Helgu um- hyggju og kærleika. Enda trúðum við því öll að Helga ætti eftir að sigr- ast á veikindum sínum með hjálp þeirra. Hún sýndi þá fádæma styrk og æðruleysi. Helga kom ætíð fram við okkur systur með væntumþykju og virð- ingu enda mátum við mikils hrós hennar og góð ráð. Við viljum þakka Helgu fyrir allt sem hún hefur gefið okkur systrunum og börnum okkar. Einnig þökkum við hversu góð systir hún var móður okkar og vinur for- eldra okkar alla tíð. Við viljum votta fjölskyldu Helgu; Birni, Bjarka, Kristínu og Önnu og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi allar fallegu minning- arnar um góða eiginkonu og móður styrkja ykkur í sorg ykkar og sökn- uði. Heiðruð sé minning Helgu Þ. Þor- geirsdóttur. Margrét, Sigurbjörg, Kristín og Katrín Kristín Hallgrímsdætur. ✝ Anna Helga Þor-varðsdóttir fæddist í Miðhúsum í Garði 20. nóvember 1926. Hún lést á dvalar-og hjúkrun- arheimilinu Grund 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Sigríð- ur Þórðardóttir hús- móðir, f. 4. janúar 1885, d. 25. septem- ber 1956, og Þor- varður Helgason bóndi, f. 12. júlí 1874, d. 18. desem- ber 1949. Systkini Önnu eru: 1) Þórir Helgi, f. 31. desember 1905, d. 6. febrúar 1929. 2) Aðalheiður, f. 4. desember 1907, d. 27. maí 1984, maki Kristján Gunnarsson, f. 13. febrúar 1903, d. 30. júní 1986, þau eignuðust fimm börn, Bergþóru, f. 1929, d. 1930, Hrefnu, Þóri, Hrein og Hönnu Gyðu. 3) Gunnlaugur, f. 9. júní 1909, d. 8. febrúar 1958. 4) Gísli, f. 15. október 1911, d. 25. mars 1958, maki Sigurborg Hansdótt- ir, f. 24. apríl 1914, d. 21 apríl 1989, þau eignuðust sex börn, Atla, f. 1936, d. sama ár, Þórunni Sigríði, f. 27. mars 1948, d. 30. október 1998, Einar, f. 2. desember 1952, d. 22. september 1986, Gerði og Gísl- ínu. 5) Hjalti, f. 13. feb 1915, maki Sig- urveig Sigurðar- dóttir, f. 9. ágúst 1920, þau eignuðust fjögur börn, Sverri, Sigurð, Vigdísi Önnu og Þorvarð. 6) Sigurður, f. 14. mars 1917, d. 18. feb. 1998, maki Soffía Jónsdóttir, f. 6. apríl 1921. Þau eignuðust fjögur börn, Hjördísi, f. 3. ágúst 1946, d. 23. apríl 1960, Brynhildi, f. 29. apríl 1949, d. 11. ágúst 1994, Ingibjörgu og Helgu. Anna Helga bjó alla sína ævi í Reykjavík og þar af í tæp 50 ár á Grund dvalar- og hjúkrunar- heimili. Útför Önnu Helgu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Vegir okkar Önnu hafa legið sam- an um tæp 60 ár og fljótlega sagði hún mér að götur bernsku hennar hefðu legið víðs vegar um Reykja- vík. Ég held að hún hafi nefnt 7 staði sem hún hafði búið á með foreldrum sínum og systkinum. Þetta fannst mér merkilegt enda nýkomin vestan af fjörðum þar sem slíkt þekktist ekki, en var háttur þess tíma í Reykjavík. Hún átti svo eftir að flytja um set tvisvar áður en hún flutti í kjölfar mömmu sinnar á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund þar sem hún dvaldi síðan eða í tæp 50 ár. Það voru sannarlega gæfuspor sem Anna steig þegar hún flutti á Grund, bæði stjórnendur og starfsfólk sýndu henni skilning og umhyggju sem að sjálfsögðu hefir skilað sér til okkar sem stóðum henni nærri og fyrir það eru nú færðar kærar þakk- ir. Einnig vil ég fyrir hönd Önnu færa öllum vinunum sem hún eign- aðist á Grund kærar kveðjur. Anna átti 75 ára afmæli í haust og þá sá hún flest af sínu nánasta skylduliði og naut þess sýnilega mjög vel enda elsk að sínu fólki. Einnig átti hún fagnaðarstund með sínu heimilisfólki á Grund, þar sem auðvitað voru teknar margar myndir og ég sé ekki betur en ljóminn í aug- um hennar lýsi enn skærar þar, aug- un hennar Önnu leyndu aldrei neinu því hún varðveitti barnsaugun til hinsta dags. Ég þakka Önnu minni lærdóms- ríka samferð og mæli þar einnig fyr- ir munn barna minna og barna- barna. Soffía mágkona. „Anna mín, má ég sjá,“ gall við í litlum strák, eins eða tveggja ára gömlum. Hann var að herma eftir ömmu sinni. Amman var að reyna að fá Önnu Helgu, mágkonu sína, til að máta kjól en hún hafði meiri áhuga á fíflalátunum í litla barninu sem faldi sig á bak við fataslána í búðinni og skaut stríðnislega fram höfðinu öðru hverju milli kjólanna. Anna hafði gaman af að segja þessa sögu og hlæja góðlátlega að kjánaskapnum í litla stráknum þarna um árið. Litli strákurinn stækkaði og eignaðist þrjú yngri systkini. Systkinin ólust upp í nokk- uð nánara sambandi við afasystur sína en sjálfsagt gengur og gerist. Anna sat til borðs með þeim öll að- fangadagskvöld, fyrst í Selvogs- grunni og síðan í Granaskjóli. Gaf þeim síðan jólagjafir sem hún hafði annaðhvort búið til sjálf eða keypt í búðinni á Grund. Það voru fallegar gjafir, gefnar af heilum hug. Líf Önnu Helgu var nokkuð sér- stakt. Hún fæddist inn í tíðaranda þar sem einkum var litið á þroska- hefta sem olnbogabörn í samfélag- inu. En lán Önnu Helgu var að eiga ávallt góða að, stóra bræður, systur, mágkonur, mág og systkinabörn. Fólk sem aðstoðaði hana eftir fremsta megni fram á hinsta dag. Þá var starfsfólk Elliheimilisins Grund- ar henni einstaklega gott allan þann tíma sem hún dvaldi þar. Anna skil- ur væntanlega eftir sig nokkurt tómarúm hjá fólkinu á Grund þar sem hún hafði búið í tæpa fimm ára- tugi alls, sjálfsagt lengur en nokkur önnur manneskja fyrr eða síðar. Systkinin fjögur munu sakna Önnu Helgu frænku sinnar og ávallt minnast hennar með hlýhug. Kæra Anna, við þökkum fyrir okkur. Sigurður, Þórhallur, Hjörvar og Soffía Hjördís. Elsku Anna Helga. Þegar ég var lítil þá þekkti ég ekki neinn sem átti frænku eins og þig. En núna mörg- um árum seinna þá finn ég hversu rík ég er vegna þessa. Ómeðvitað kenndir þú mér svo margt, svo sem að taka tillit til þeirra sem minna mega sín og að enginn hefur sagt okkur að lífið sé alltaf dans á rósum. Minningarnar um þig eru mér svo mikilvægar, stundum blés í seglin en oftast var logn. Í 47 ár varst þú stór hluti af lífi mínu. Öll mín jól og afmælisdaga þína svo langt sem ég man átti ég með þér, fyrst heima hjá pabba, mömmu og systrum mínum og síðan á heimili okkar Óla og barnanna okkar sem þér þótti svo vænt um. Þú fylgdist vel með öllu skyldfólkinu þínu hvar sem var á landinu. Það var því ánægjuleg stund þegar þú hittir allt fólkið þitt á 75 ára afmælinu þínu 20. nóvember síðastliðinn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hjá þér rétt áður en þú kvaddir þennan heim. Þá töluðum við um fjölskylduna og þú baðst að heilsa öllum. Kæru vinir á Grund dvalar- og hjúkrunarheimili. Um leið og ég kveð frænku mína langar mig að þakka ykkur öllum fyrir þá hlýju og umhyggju sem þið sýnduð Önnu Helgu. Hvíl þú í friði. Helga Sigurðardóttir. ANNA HELGA ÞORVARÐSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.