Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist vera ósammála því mati Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra að þær breytingar sem gera þurfi á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði megi skilgreina sem prófarkalestur. Hann segir að þeir sem vilji búa áfram við EES-samn- inginn – og hann kveðst vera í þeim hópi – þurfi að berjast fyrir því að hann sé virtur og njóti virðingar. Forsætisráðherra fjallaði um end- urskoðun EES-samningsins á við- skiptaþingi í fyrradag og sagði að engin stór vandamál væru á ferðinni og engir stórir hagsmunir væru í hættu. Hann sagði að þau vandamál sem upp hefðu komið við fram- kvæmd samningsins snerust fyrst og fremst um tæknileg atriði og vís- aði þar m.a. til tilskipunar um sæfi- efni og sagði að formaður Samfylk- ingarinnar væri tilbúinn til að gefa eftir fullveldi landsins og aðgang að landhelginni til að hafa áhrif á út- gáfu tilskipunar um rottueitur. Vandamál í sambandi við útgáfu þessar tilskipunar kynnti utanrík- isráðherra nýlega í ríkisstjórninni, en framkvæmdastjórn ESB hefur hafnað tillögu EFTA-ríkjanna um innleiðingu tilskipunarinnar. Í svari framkvæmdastjórnarinnar er gefið í skyn að óþarfi sé að fylgja stofn- anaramma EES-samningsins á þessu sviði og það sé til þess fallið að valda óþarfa ágreiningi. Jafn- framt er í svarinu gefið í skyn að ef EFTA-ríkin sæki það fast að halda sig við stofnanaramma EES-samn- ingsins kunni það að koma þeim í koll á öðrum sviðum, t.d. almennt varðandi þátttöku í starfi nefnda, en framkvæmdastjórnin telur að ESB hafi almennt teygt sig lengra í að heimila EFTA-ríkjunum þátttöku í nefndum en því sé skylt samkvæmt ströngustu túlkunum á EES-samn- ingnum. Ósammála forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson var spurður hvort hann liti svo á að endurskoðun EES-samningsins mætti skilgreina sem prófarkalestur líkt og forsætis- ráðherra hélt fram. „Ég er ósammála því að tala um prófarkalestur í því sambandi. Þessi samningur var viðamesti alþjóða- samningur sem Ísland hafði nokkru sinni gert. Í honum var gengið lengra en áður í samstarfi við aðrar þjóðir og þar var tekin ákvörðun um fyrirkomulag mála sem áður höfðu talist innanríkismál Íslands. Þetta var gert m.a. með þeim hætti að það var komið upp sérstöku stofnana- kerfi, bæði eftirlitsstofnun og dóm- stól. Það hefur að mínu mati verið nokkuð vegið að þessu kerfi. Og það hefur líka verið farið inn á sam- starfssvið sem ekki voru fyrir hendi þegar EES-samningurinn var gerð- ur. Jafnframt hefur verið ákveðið að nýjar stofnanir taki yfir mál sem voru í öðrum farvegi. Ég tel það mjög mikilvægt að nota þetta tækifæri til að beina at- hyglinni að þessum samningi. Við uppfærslu hans fælust í því mik- ilvæg pólitísk skilaboð, þess eðlis að samningsaðilar ætluðu að virða samninginn og framkvæma hann með þeim hætti sem upphaflega var stofnað til, og þar með væru emb- ættismönnum Evrópusambandsins gefin skýr pólitísk skilaboð. Ég tel að það hafi skort á þessi skilaboð og þess vegna sé mikilvægt fyrir okkur að á það reyni. Samningurinn hefur notið minnkandi athygli og við verð- um oftar og oftar varir við að aðilar í Evrópuríkum viti ekki af tilvist hans og þess vegna sé mikilvægt að hann komi til umfjöllunar, ekkert síður en stækkunarferill Evrópusambands- ins. Menn verða að muna að það er ekki eingöngu verið að stækka Evr- ópusambandið heldur jafnframt innri markaðinn og þar með Evr- ópska efnahagssvæðið, sem við er- um aðilar að.“ Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á viðskiptaþingi að það væru engir stórir hagsmunir í húfi í sam- bandi við EES-samninginn. Ertu sammála þessu? „Ég tel að þetta mál fjalli með einum eða öðrum hætti um mikil- vægustu framtíðarhagsmuni Íslands og varði spurninguna hvort við get- um búið við samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið til framtíðar eða hvort við verðum að beina at- hyglinni að hugsanlegri aðild. Ef við viljum búa við samninginn til lengri framtíðar, sem ég og margir fleiri hefðum helst kosið, þarf að hafa fyr- ir því að vinna samningnum meiri athygli og virðingu. Það þarf að berjast fyrir því að hann sé virtur og þá ekki síst fyrir tveggja stoða kerfinu, sem hefur ekki verið virt í öllum tilvikum. Það er nú svo að þegar við eigum okkur stíflu vill fyrsta gatið í hana verða afdrifaríkt um framhaldið.“ Erfitt að meta kostnaðinn við aðild Davíð sagði í ræðu sinni að aðild Íslands að Evrópusambandinu kost- aði tugi milljarða króna. Eru þetta réttar tölur að þínu mati? „Sá útreikningur sem síðast var gerður í þessu máli er í tengslum við Evrópuskýrsluna 1999. Þar kemur fram að það sé líklegt að við þurfum að greiða inn 7–8 milljarða eða 33 þúsund á hvert mannsbarn í landinu og síðan fengjum við til baka stóran hluta af þeirri fjárhæð. Talið var að nettó þyrfti Ísland að greiða 2–3 milljarða í sjóði ESB umfram það sem kæmi til baka. Þetta var miðað við þær reglur sem taka gildi 2004. Það verður samið á ný um framlög til Evrópusambandsins árið 2006. Hver niðurstaða þeirra samninga verður get ég ekki sagt til um í dag. Hins vegar er það nú svo að þetta mat er eingöngu í sambandi við ís- lensku fjárlögin. Ef á að meta málið í heild sinni er það miklu flóknara. Þar ráða hagsmunir sjávarútvegs, landbúnaðar, ríkissjóðs, byggðanna og sveitarfélaganna og síðast en ekki síst hagsmunir heimilanna í landinu, því að allt þetta mál hefur áhrif á fjármagnskostnað, vöruverð og aðstæður fyrirtækja. Að mínu mati verður mjög erfitt að meta það í krónum og aurum,“ sagði Halldór. Er að beina athygli að utanríkisráðherra Davíð gagnrýndi afstöðu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Sam- fylkingarinnar, í Evrópumálum í ræðu sinni. Össur sagði að með ummælum forsætisráðherra á viðskiptaþingi hefði hann verið að skamma Albaníu þegar hann meinti Kína. „Hann er í reynd að senda utanríkisráðherra fast skot. Fyrir hönd ríkisstjórnar- innar hefur utanríkisráðherra æ of- an í æ leitt gild rök að því að EES- samningurinn dugi ekki til lang- frama. Davíð hefur snuprað hann opinberlega með því að segja að hann hafi spurt hann sjálfan hvers vegna þurfi að breyta samningnum og segist ekki hafa fengið nein svör. Það er athyglisvert að Halldór Ás- grímsson hefur svarað því á móti að hann vilji ekki svara þessu vegna þess að málið sé svo flókið. Ég veit ekki hvort hann á við að forsætis- ráðherra skilji ekki flókin utanrík- ismál.“ Össur sagði dapurlegt að for- sætisráðherra virtist ekki skilja framtíðarhagsmuni Íslendinga og kjósa að snúa þeim upp í hálfgerðan aulabrandara, en þar vísaði hann til ummæla Davíðs um að formaður Samfylkingarinnar virtist vera tilbúinn til að gefa eftir hluta af full- veldi Íslands og yfirráð yfir íslensk- um sjávarútvegi til að geta haft áhrif á útgáfu reglugerðar um rottu- eitur. „Þegar menn horfa til framtíðar er alveg ljóst að EES-samningurinn mun ekki þjóna hagsmunum Íslands með sama hætti og þegar hann var gerður. Ástæðurnar eru margar. Í fyrsta lagi mun stækkun ESB leiða til þess að sambandsríkin verða þrjátíu í stað fimmtán. Það eitt leið- ir til miklu minni áhuga sambands- ins á málefnum EES en áður og að mínu mati miklu minni möguleika á ítökum og áhrifum. Þessa verð ég mjög áskynja í störfum mínum sem fulltrúi í EFTA-nefndinni sem ræðir oft á ári við fulltrúa erlendra þjóð- þinga. Þeir vita ekkert um EES- samninginn og hafa engan áhuga á að viðhalda honum. Í öðru lagi er EES-samningurinn staður að því leyti að hann nær ekki til nýrra sviða í samstarfi Evrópu- sambandsins. Það kallar annað tveggja á mjög harða og erfiða samninga eins og við lentum í með Schengen eða hreinlega að Íslend- ingar fá ekki tækifæri til að taka þátt í mikilvægu samstarfi innan álf- unnar. Samstarfið er alltaf að aukast og ná yfir ný svið sem EES- samningurinn tekur ekki til. Í þriðja lagi hefur þróunin á inn- viðum ESB, fyrst og fremst aukin völd Evrópuþingsins, leitt til þess að það dregur smám saman úr áhrifum okkar á lagagerninga. Það má halda því fram að með þeirri þróun séum við hægt en bítandi að tapa fullveldi án þess að hafa nokkurn tímann fall- ist á það. Ég rifja það upp að 1993 sagði nefnd þriggja lagaspekinga að fullveldisafsalið sem fólst í EES-að- ild væri á mörkum þess að rjúfa stjórnarskrá. Maður spyr sig hvort þessi þróun þýði að það reyni um of á þanþol hennar. Innan ESB myndu menn hafa rödd og hafa áhrif og reynslan sýnir að smáríkjum geng- ur mjög vel að verja hagsmuni sína. Í fjórða lagi leiðir núverandi staða til þess að við eigum ekki kost á því að taka upp evruna og töpum þar með af mikilvægum ávinningum sem í því kunna að felast eins og aukinni samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja sem felst í meira gagnsæi í viðskiptum, minni kostn- aði við viðskipti og allt öðru vaxta- stigi. Í fimmta lagi vil ég nefna að það voru ákveðnar afurðir sem voru undanþegnar hinum mikilvægu toll- fríðindum sem EES-samningurinn fól í sér. Þessar greinar eru vænt- anlega vaxtarbroddur í okkar sjáv- arfangi á næstu áratugum. Ég nefni sérstaklega laxeldi sem stefnir í að verða ákaflega umfangsmikið. Þess vegna þurfum við á tollfríðindum að halda sem fylgja aðildinni. Í sjötta lagi má nefna að það eru að falla niður mikilvæg tollfríðindi gagnvart sjávarútvegi sem er að finna fríverslunarsamningum við til- vonandi aðildarríki ESB sem standa núna í viðræðum við sambandið, en þau ógildast við aðild þeirra að sam- bandinu. Þetta skiptir miklu máli fyrir sölu á unninni síld til mann- eldis, en við væntum þess að efling norsk-íslenska síldarstofnsins muni leiða til þess að þarna skapist miklir möguleikar. Í síðasta lagi vil ég nefna sam- starf um öryggi og varnir sem við eigum ekki kost á að taka þátt í nema innan ESB. Ég tel, eins og mál hafa þróast eftir 11. september, að það sé ekki hægt að hluta varnir niður eftir ríkjum heldur þurfi að tryggja sameiginlegt öryggi álfunn- ar og við þurfum að vera þar á palli,“ sagði Össur. Utanríkisráðherra segir endurskoðun EES-samningsins ekki snúast um prófarkalestur Varðar mikilvæg- ustu framtíðarhags- muni Íslands Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segist ósammála Davíð Oddssyni forsætisráðherra um þá hagsmuni sem séu í húfi í sam- bandi við endurskoðun á EES-samningnum. Hann segir að þeir sem vilji búa áfram við EES-samninginn verði að berjast fyrir því að samningurinn sé virtur og njóti virðingar. HÓPUR sauðfjárbænda af Suður- landi, aðallega úr Rangárvallasýslu, gekk á fund Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra í gær og af- henti honum undirskriftir frá á annað hundrað bændum þar sem skorað er á hann að fresta afgreiðslu á frum- varpi sem liggur fyrir Alþingi um gæðastýringu í sauðfjárrækt þar til búið er að ljúka úttekt á nytjalandi. „Við viljum að frumvarpið um gæðastýringu og nytjaland verði ekki lögfest fyrr en búið er að ganga frá nytjalandi þannig að menn viti hvort og hvaða afréttum verður lokað. Við viljum að úttekt á heimalöndum sé klár áður en lögin eru sett þannig að það sé ekki verið að setja hluti af stað fyrr en menn vita að hverju þeir ganga,“ sagði Guðrún Stefánsdóttir, bóndi í Hlíðarendakoti. Gæðastýring í sauðfjárrækt var ein af forsendum búvörusamningsins sem bændur gerðu við ríkið. Guðrún sagði að í búvörusamningnum hefði þessi gæðastýring ekki verið útfærð með þeim hætti sem nú væri rætt um. „Þetta er allt of dýrt kerfi og skilar sér ekki til bænda. Við viljum fá að búa sjálf en ekki láta stjórna okkur eins og strengjabrúðum,“ sagði Guð- rún og sagði að gæðastýringin þýddi að bændur þyrftu að leggja á sig stór- aukið eftirlit. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagði að þessi gagnrýni kæmi seint fram því sauðfjársamningurinn hefði verið samþykktur af 2⁄3 hluta bænda í almennri atkvæðagreiðslu árið 2000. „Þetta er samningur sem felur í sér að bændur eiga að eignast nýja og meiri möguleika á að þróa búskap sinn. Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að í þessum samningi gætu verið viðkvæm atriði eins og um landnotin og skýrsluhaldið. Nú er búið að keyra eftir þessu kerfi í N-Þingeyjarsýslu og menn þar kvarta ekki sérstaklega. Menn hafa verið að þróa þessa gæða- stýringu og gera hana einfaldari. Mér finnst því að þessar athuga- semdir séu seint fram komnar en mun skoða þær, m.a. með tilliti til þess hvort hægt er að einfalda þetta kerfi. En ég verð auðvitað að halda áfram með þau verkefni sem mér eru falin þannig að þessi samningur geti á öllum sviðum tekið gildi eins og 2⁄3 hlutar bænda lögðu til í lýðræðislegri kosningu.“ Guðni sagði að Landgræðslan væri þeirrar skoðunar að landnýtingar- þátturinn yrði ekki vandamál. Því mætti ekki gleyma að landnotaþátt- urinn tæki ekki gildi fyrr en 2004 og því væri nægur tími til stefnu. Aðal- atriði væri þó að sauðfé færi ekki illa með land í dag. Hann sagðist hafa meiri áhyggjur af hrossabeit. Mótmæla frum- varpi um gæða- stýringu Morgunblaðið/Þorkell Ketill Gíslason afhenti landbúnaðarráðherra mótmælin. FORYSTUMENN norrænna lands- deilda Alþjóðaþingmannasambands- ins (IPU) munu funda hér í Reykja- vík í dag þar sem rætt verður um þátttöku þjóðþinga Norðurlandanna á komandi þingi Alþjóðaþingmanna- sambandsins sem haldið verður í Marrakesh dagana 17. – 24. mars nk. Aðalumræðuefni fundarins í Reykjavík verður hlutverk þjóð- þinga í stefnumótun á tímum hnatt- væðingar auk umræðna um um- hverfismál og Kýótó-bókun loftlagssamnings Sameinuðu þjóð- anna. Fundurinn mun fara fram milli kl. 10 og 15. 30 í húsakynnum Al- þingis. Norrænn samráðs- fundur al- þjóðaþing- manna- sambandsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.