Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BANDARÍSKA leikkonan Teri Hatcher, sem stödd er hér á landi í tilefni fyrsta V-dagsins á Íslandi í dag, 14. febrúar, kemur fram í Borgarleikhúsinu í kvöld, þar sem flutt verður dagskrá með söng, dansi, leik og tónlist ofl. Markmið V-dagssamtakanna er að binda endi á ofbeldi gegn konum um all- an heim og segjast samtökin munu vinna að því markmiði þar til því hefur verið náð. Til að varpa upp mynd af ferli Hatchers má nefna að hún hefur leikið í á annan tug kvikmynda, þ.á m. „Spy Kids“ með Antonio Banderas, „Tango and Cash“ með Sylvester Stallone og Kurt Russell og James Bond myndinni „Tomor- row Never Dies“ með Pierce Brosnan. Einnig hefur hún leikið í Seinfeld-þáttunum vinsælu og þá eru ónefndar sjónvarpsþáttarað- irnar vinsælu um Ofurmennið „Louis and Clark“. Dagskráin í Borgarleikhúsinu hefst í kvöld kl. 19.30 þar sem Hatcher flytur atriði sem nefnist „Fullnægingareintal“, sem er hluti úr leikritinu Píkusögur eftir Eve Ensler, stofnanda V-dagssamtak- anna, sem standa fyrir V-deginum. Samtökin voru stofnuð 1998 en það var í gegnum Píkusögur sem Hatcher kynntist samtökunum, þegar hún lék í uppfærslu leikrits- ins á Broadway í New York. Upp frá því hefur hún lagt lóð sín á Markmið V-dagssamtaka binda enda á ofbeldi gegn k hlýtur að teljast háleitt mar en telur Hatcher að því ver hverntíma náð? „Ég trúi því og vona að ö við yfir getu til að láta ekki ingirni og óöryggi stjórna h okkar og við þurfum af þeim um ekki að koma fram hver annað á þann hátt sem við g segir hún. Aðspurð hvort ofbeldi ge konum sé nægilega vel skilg vandamál, segir hún erfitt a til um það, enda sé mismun hvaða augum það er litið m ólíkra samfélaga. „Í mennin sumra samfélaga er ekki ei sinni litið á konur sem óæðr um heldur eru þær nánast e verðar. Það er því mikið ve framundan að breyta þess k hugsunarhætti.“ Hatcher segist trúa sterk staklingsábyrgð hvers og e ar hún er innt eftir því hvor sé á lagabreytingum til að n markmiðum V-dagssamtak „Ég veit ekki hversu vænle er til árangurs að yfirvöld s þegnunum hvernig þeir eig haga sér. Fólk verður að tr góða hegðun og þannig bre hlutirnir,“ segir hún. vogarskálarnar í baráttunni gegn kvennaofbeldi. Margir karlar tregir til að koma á Píkusögur „Ég minnist viðbragða karlkyns áhorfanda að Píkusögum, sem óskaði þess að hafa kynnst inntaki leikritsins á sínum yngri árum svo hann hefði náð betur til kvenna,“ segir Hatcher. „Margir karlar voru mjög tregir til að koma á sýn- inguna og vissu ekki á hverju var von, en yfirleitt skemmtu þeir sér hið besta, þegar á hólminn var komið.“ Teri Hatcher berst með V-dagssamtökunum ge Trúir á hið góða í mann- eskjunni Teri Hatcher í Morgunblaðið/Sverrir Teri Hatcher kemur fram á dagskrá í Borgarleikhúsinu í kvöld og flytur atriði úr Píku- sögum. LÆKNALIND er nafn nýrrar einkarekinnar heilsugæslustöðvar sem opnuð verður í Kópavogi 1. mars. Rekstur hennar verður með nýju sniði á þann veg að fólk skráir sig á stöðina gegn ákveðnu mánað- argjaldi og fær fyrir það ákveðna þjónustu. Engin framlög koma frá ríkissjóði í rekstur stöðvarinnar. Læknar stöðvarinnar verða tveir til að byrja með, þeir Guðbjörn Björnsson, sem er sérfræðingur í al- mennum lyflækningum og öldrun- arlækningum, og Sverrir Jónsson, sérfræðingur í heimilislækningum. Þá starfa við stöðina Danfríður Kristjónsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur og ljósmóðir, Linda Hrönn Magnúsdóttir móttökuritari og Sig- urður Arnórsson rekstrarfræðingur sem framkvæmdastjóri í hluta- starfi. Stöðin verður til húsa við Bæjarlind 12 og hefur þegar verið sett upp heimasíðan laeknalind.is þar sem finna má helstu upplýsing- ar um starfið. Grunnþjónusta í heimilislækningum „Grunnheilbrigðisþjónustan eða heilsugæslan er rekin af ríkinu og við hyggjumst bjóða sömu þjónustu og heilsugæslustöðvar, þ.e. alla al- menna læknisþjónustu,“ sagði Sverrir Jónsson m.a. er hann kynnti starfsemina fyrir fjölmiðlum. Hann segir það lengi hafa verið rætt að bjóða þyrfti fleiri rekstrarform í heilsugæslu en ekkert hafi gerst í þeim málum. Þeir Guðbjörn Björns- son hafi á síðasta sumri tekið að velta alvarlega fyrir sér að koma á raunverulegum einkarekstri. Úr hafi orðið að stofna heilsugæslustöð sem fólk skráir sig hjá gegn skráðir eru hjá Læknalind hjá lækni innan sólarhrings dægurs ef hringt er fyrri hlu Þá sinna læknarnir vitjunum þörf krefur og er vitjanagja kr. Sjúklingar geta sent fyr ir til stöðvarinnar með tö sem svarað verður um hæl, að panta tíma á Netinu o verður upp á bólusetningar. Þá verða gerðar re heilsufarsathuganir hjá hóp þurfa, áhættuhópum sinnt lega, og reglulegt eftirlit ver með heilsufari skráðra vi vina. Segja læknarnir að verði inn hópar á ákveðnum mæld blóðfita, kólesteról o þættir sem skipta máli varð hjarta- og æðasjúkdóma. „Við leggjum mikla áher starfsemi okkar sé eftir lö reglum í landinu og við þu uppfylla allar lagaskyldur v ákveðnu mánaðargjaldi. Með því tryggir það sér grunnþjónustu á sviði heimilis- og fjölskyldulækn- inga, heilsuverndar og annarrar læknisþjónustu sem það þarfnast. Þeir Guðbjörn og Sverrir segja erfitt fyrir fólk að fá tíma hjá heilsu- gæslustöðvum og borið hafi á því að erfitt sé að fá heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Kerfi Læknalindar er þannig byggt upp að mánaðargjald einstak- lings er 2.850 kr. en 3.950 kr. fyrir fjölskyldu og skiptir fjöldi barna þá ekki máli. Lágmark er að skrá sig fyrir þjónustu á stöðinni í þrjá mán- uði. Þá verða tekin komugjöld, 500 kr. frá 18 ára aldri en 250 kr. upp að því. Fyrir fasta mánaðargjaldið fá viðskiptavinir þjónustu á lækna- stofu milli kl. 8 og 17 virka daga. Þar er innifalin mæðraskoðun og ung- barnaeftirlit og þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir það. Þeir sem Einkarekin læknastofa tekur til starfa í b Föst mánaðargjöl linga standi undir Morgunblað Sigurður Arnórsson rekstrarfræðingur og læknarnir Sverrir son og Guðbjörn Björnsson kynntu starfsemi einkareknu lækn unnar Læknalindar sem tekur til starfa 1. mars. VIÐSKIPTAHALLINN MINNKAR Eitt helsta veikleikamerki ís-lensks efnahagslífs í góðæriumliðinna ára hefur verið hinn mikli halli í viðskiptum við útlönd. Svo árum skiptir hafa Íslendingar flutt sýnu meira inn heldur en út og hefur mun- urinn hlaupið á tugum milljarða króna og nálgast hundraðið. Þessi mikli halli hefur fylgt þenslu og góðæri og komið fram í innflutningi á hvers kyns vörum, allt frá þungavinnuvélum og efni til framkvæmda til aðkeypts vinnuafls, innflutnings á bílum, erlendra lána og ferðalaga. Nú virðist hins vegar á ör- skömmum tíma hafa orðið umtalsverð breyting á þessu. Neysla hefur dregist saman eins og sést á tölum um bílasölu, en það sama á við á flestum sviðum þjóðlífsins. Um leið hefur sjávarútvegi vaxið fiskur um hrygg. Sig krónunnar hefur styrkt rekstrarstöðu hans og á hann einnig þátt í þessum viðsnúningi. Reyndist viðskiptahallinn á liðnu ári vera 41% lægri, en spáð hafði verið. Davíð Oddsson forsætisráðherra fjallaði um þessi mál á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands á þriðjudag. Hann benti á að Seðlabanki Íslands spáði 3% verðbólgu á þessu ári í stað 9,1% verðbólgu ársins 2001 og tók sér- staklega til þess að spáð væri enn minni viðskiptahalla á þessu ári. „Viðskiptahallinn hefur minnkað hraðar en flestir gerðu ráð fyrir,“ sagði Davíð Oddsson á viðskiptaþingi. „Þjóð- hagsstofnun spáði því til að mynda í júní s.l. að hallinn árið 2001 yrði 73 millj- arðar en raunin varð allt önnur. Hallinn varð 43 milljarðar samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans og gangi spár fjár- málaráðuneytisins eftir verður hann á bilinu 25 til 30 milljarðar á þessu ári.“ Bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz, sem um skeið veitti Bill Clinton Bandaríkjaforseta ráðgjöf, gegndi starfi aðalhagfræðings Alþjóðabankans í Washington í nokkur ár og hlaut Nób- elsverðlaunin í hagfræði á liðnu ári, gerði í fyrra úttekt á stöðu íslensks hag- kerfis fyrir Seðlabankann og komst þar að þeirri niðurstöðu að í glímunni við yf- irstandandi efnahagsvanda ættu ís- lensk stjórnvöld mun fremur að beina sjónum að viðskiptahallanum en verð- bólgu. Í samantekt Seðlabankans á skýrslu Stiglitz sagði: „Íslenska hagkerfið glím- ir um þessar mundir við mörg þeirra vandamála sem hrjá lítil og opin hag- kerfi sem nýlega hafa afnumið höft á fjármagnshreyfingar. Ísland hefur fylgt stefnu í peninga- og fjármálum sem mætti halda að væri skynsamleg. Samt sem áður hefur viðskiptahalli landsins aukist í 7% af VLF 1998/1999 og fór yfir 10% á árinu 2000. Það virðist vera eindregin skoðun flestra að þessi halli sé ekki sjálfbær. Lykilatriðið er hins vegar ekki hvort viðskiptahallinn er sjálfbær, heldur með hvaða hætti hann leitar jafnvægis ... Athygli ís- lenskra stjórnvalda ætti um þessar mundir að beinast í mun meira mæli að viðskiptahallanum en verðbólgu. Það fer eftir aðstæðum hvort viðskiptahalli er vandamál eða ekki. Ef viðskiptahall- inn er notaður til þess að fjármagna fjárfestingu einkaaðila mun arðsemi fjárfestinganna væntanlega nægja til þess að greiða aukinn vaxtakostnað þjóðarbúsins.“ Niðurstaða Stiglitz var hins vegar á þá leið að hallinn væri vandamál hér á landi: „Tveir þriðju hlutar af viðskipta- halla áranna 1997–2000 skýrast af minnkandi sparnaði einkaaðila og einn þriðji af aukinni fjárfestingu. Gríðarleg aukning útlána á þessum árum bendir til þess að aukið frelsi í fjármagnsflutn- ingum hafi að verulegu leyti valdið við- skiptahalla undanfarinna ára.“ Nú er viðskiptahallinn farinn að minnka jafnt og þétt. Það er fagnaðar- efni fyrir íslenskt efnahagslíf og hefur vonandi engar óþægilegar afleiðingar fyrir aðra þætti í jöfnu stöðugleikans. GAGNLEGAR EVRÓPUUMRÆÐUR Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-herra hefur beitt sér fyrir gagn- legum umræðum um Evrópumál og af- stöðu okkar Íslendinga til samrunaþróunarinnar í Evrópu. Frá byrjun þessa árs hefur utanríkisráð- herra haldið þrjár meiriháttar ræður um málið, fyrst í Háskóla Íslands, síð- an í Háskólanum á Akureyri og loks í Þingborg á Suðurlandi. Morgunblaðið sagði ítarlega frá öllum þessum þrem- ur ræðum utanríkisráðherra auk þess að eiga við hann fréttasamtöl á und- anförnum vikum, þar sem hann hefur verið á fundum með ráðamönnum Evrópusambandsins. Í þessum ræðum ráðherrans hafa komið fram afar gagnlegar upplýsingar og á það ekki sízt við um ræðu hans í Háskólanum á Akureyri, þar sem hann ræddi sér- staklega sjávarútvegsmál í tengslum við Evrópusambandið og mátti greina í þeirri ræðu sterkari fyrirvara en áð- ur. Í fyrradag flutti svo Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðu á Viðskipta- þingi Verzlunarráðs Íslands, þar sem hann fjallaði m.a. ítarlega um Evrópu- málin og EES-samninginn. Ræða for- sætisráðherra sýndi vel hvernig um- ræður sem þessar verða til þess að nýjar upplýsingar koma fram, sem hafa mikla þýðingu fyrir framhald um- ræðna um þetta mikilvæga málefni. Davíð Oddsson upplýsti m.a., að eft- ir stækkun Evrópusambandsins mundi aðild að því kosta okkur Íslend- inga á annan tug milljarða á ári hverju. Þessar tölur um kostnað af að- ild að ESB hafa ekki komið fram áður. Í Evrópuumræðunum hér hafa komið fram áhyggjur hjá starfsmönn- um utanríkisráðuneytis yfir því, að EFTA-ríkin hafi ekki fengið aðgang að nefndarfundum á vettvangi ESB, sem talið var að við ættum rétt á skv. EES-samningnum. Forsætisráðherra upplýsti í ræðu sinni að þau tilvik, sem hér um ræðir, snúi að nefndum, sem fjalli um neytendamál og hreinlæti og hollustu á vinnustöðum. Þótt hér sé vissulega um mikilvæg málefni að ræða er þó ljóst að hagsmunir okkar snúast um önnur og stærri mál. Það er mikilvægt að sendimenn Íslands á er- lendri grund missi ekki tengslin við grasrótina í íslenzku þjóðfélagi. Hún snýst um sjávarútveginn eins og skýrt kom fram í ræðu Halldórs Ásgríms- sonar á Akureyri. Það er ljóst að hvorugur stjórnar- flokkanna vill beita sér fyrir því að Ís- lendingar leggi fram umsókn um aðild að ESB. Á þessari stundu er því eng- inn ágreiningur á milli stjórnarflokk- anna um það grundvallaratriði. Af um- mælum formanna stjórnarflokkanna verður ekki séð að breyting verði á þeirri grundvallarafstöðu í fyrirsjáan- legri framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.