Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 4
BÍLASALI í Reykjavík hefur kært annan bílasala fyrir að valda talsverðum skemmdum á lakki á bifreið bílasalans þar sem hún stóð yfir nótt við bíla- söluna fyrir skömmu. Sakar bílasalinn kollega sinn um að hafa rispað bílinn svo illa að heilsprauta þurfi bílinn á ný. Eigandi annars bíls á bílasöl- unni hefur einnig lagt fram kæru á hendur bílasalanum en skemmdir á þeim bíl munu vera minniháttar. Bílasali kær- ir bílasala FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEYSIR í Haukadal gaus af sjálfsdáðum á þriðja tímanum í gær og náði vatnssúlan um fimm- tíu til sextíu metra hæð að sögn Más Sigurðssonar, eiganda Hótels Geysis. Hann segir ennfremur að gosið hafi staðið yfir í tuttugu mínútur til hálftíma. Um sjötíu manns, aðallega er- lendir ferðamenn, urðu vitni að gosinu. Már segir að virknin hafi auk- ist í hvernum undanfarnar vikur; hann sé heitari og meira vatn komi úr honum. „Geysir hefur verið að skvetta úr sér öðru hvoru undanfarnar vikur og hef- ur vatnssúlan þá náð um 25 til 30 metra hæð,“ segir Már en bætir því við að gosið í gær hafi verið „alvöru gos“, eins og hann orðar það, því vatnssúlan hafi náð fimmtíu til sextíu metrum. Gos- strókurinn hafi þó verið aðeins hærri. „Geysir er orðinn eins og unglingur aftur,“ segir Már. Már segir að Geysir hafi verið nokkuð virkur eftir jarðskjálft- ana á Suðurlandi sumarið 2000 en segir að virknin hafi aukist enn frekar síðustu vikurnar. Hann gjósi nú að jafnaði, í um 25 til 30 metra hæð, þrisvar á dag; fyrst um kl. 8 á morgnana, síðan kl. 12 á hádegi og að lokum um kl. 18. Morgunblaðið/RAX Um sjötíu manns fylgdust með um sextíu metra háu Geysisgosi í gær Virknin aukist undanfarnar vikur Geysir í Haukadal gaus í gær. Þessi mynd var tekin í júní árið 2000 en þá hófst kröftugt gos eftir að fjörutíu kílóum af sápu hafði verið hent í hann. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist ekki telja miklar líkur á að það takist að selja Landssímann á þessu kjörtímabili. Söluferlinu sem hófst í fyrra sé í reynd lokið. Halldór gagnrýnir yf- irlýsingar formanns einkavæðingarnefndar um Landssímann. Hann telur einnig að ekki hefði átt að gera ráðningarsamning við Þórarin V. Þórarins- son til fimm ára. „Ég tel engar líkur á því að Landssíminn verði seldur á þessu kjörtímabili. Því ferli sem hófst í sumar er að mínu mati lokið. Það hefur ekki fengist viðunandi verð og ég sé ekki að það séu miklar líkur á því að það skapist svigrúm til að ganga frá málinu á kjörtímabilinu.“ Halldór sagðist telja að ástæðan fyrir því að ekki hefði tekist að selja Landssímann væri fyrst og fremst sú að ekki hefði verið fyrir hendi sá áhugi á málinu sem búist var við miðað við þær verðhug- myndir sem stjórnvöld höfðu. Hugmyndir seljanda og kaupenda um verð hefðu einfaldlega ekki farið saman. Þau sjónarmið hafa komið fram að stjórnvöld hefðu átt að hefja söluferlið fyrr á síðasta ári en draga það ekki fram til hausts eins og gert var. Halldór sagðist taka undir þessi sjónarmið. „Ég hvatti til þess að ljúka setningu laga sem heimiluðu söluna á sl. vorþingi og við stóðum að því af heilum hug. Við vorum jafnframt þeirrar skoð- unar að það væri best að ljúka málinu sem fyrst. Þessi sjónarmið komu fram hjá fulltrúum Fram- sóknarflokksins í einkavæðingarnefnd. Formaður einkavæðingarnefndar taldi hins vegar nauðsyn- legt að fresta því til haustsins og bar því við að mál- ið væri ekki tilbúið. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið óheppilegt að fara ekki af stað fyrr.“ Halldór sagði enga leið að segja til um hvort tek- ist hefði að selja Landssímann ef salan hefði hafist strax um vorið. Það væri ekki hægt að ganga út frá því að það hefði breytt einhverju. Halldór var spurður um yfirlýsingar Hreins Loftssonar, fyrrverandi formanns einkavæðingar- nefndar, um Landssímann. „Ég tel að þessar yfirlýsingar séu ekki til þess fallnar að auðvelda það verkefni sem hann stýrði þangað til fyrir nokkrum dögum. Hann verður að gera sér grein fyrir því að það þarf að halda málinu áfram. Það hafa verið miklar deilur í kringum Sím- ann og mér sýnist að hann sé nú heldur að auka þær.“ Gagnrýnir ráðningar- samninginn við Þórarin Ráðningarsamningur við Þórarin V. Þórarins- son, fyrrverandi forstjóra Landssímans, hefur tals- vert verið gagnrýndur. Halldór var spurður um álit sitt á samningnum. „Ég hafði ekki heyrt um efnisatriði þessa samn- ings og hafði aldrei látið mér detta það í hug að það væri verið að ráða framkvæmdastjóra til fimm ára inn í fyrirtæki sem átti að fara að selja. Það hefur líka komið í ljós að hann var með þeim hætti að það hefur kostað fyrirtækið mikla fjármuni sem engin ástæða var til,“ sagði Halldór. Halldór Ásgrímsson segist hafa viljað flýta sölu Landssímans Ekki líkur á að Síminn verði seldur á kjörtímabilinu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun dómsmálaráðherra um að fram- selja lettneskan ríkisborgara á þrí- tugsaldri, Jurijs Eglitis, til Lett- lands en Lettinn er grunaður um að vera valdur að dauða þriggja manna í Lettlandi á árunum 1997 til 2000. Auk þess er hann sakaður um þrjú rán. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms til Hæsta- réttar Íslands. Lettinn hefur verið í gæsluvarð- haldi hér á landi frá því í lok nóv- ember sl. eða frá því Interpol í Reykjavík barst tilkynning frá Int- erpol í Ríga í Lettlandi um að eft- irlýstur lettneskur ríkisborgari, Jurijs Eglitis að nafni, væri á Dal- vík. Lettinn var handtekinn dag- inn eftir og úrskurðaður í gæslu- varðhald að fyrirmælum ríkislögreglustjóra en fram kom í tilkynningunni frá Interpol í Ríga að Lettinn sætti lögreglurannsókn í Lettlandi vegna láts tveggja manna. Beiðni um að Lettinn yrði fram- seldur til Lettlands barst síðan ís- lenska dómsmálaráðuneytinu hinn 14. desember sl. og varð ráðherra við þeirri beiðni í lok desember. Lögmaður Lettans fór hins vegar fram á að þeirri ákvörðun yrði hafnað og hún borin undir dóm- stóla. Framsal með skilyrðum Til vara krafðist lögmaður Lett- ans þess að framsal yrði heimilað með skilyrðum. Í greinargerð lögmannsins til Héraðsdóms Reykjavíkur kemur m.a. fram að hann telji að rétt- arkerfi Lettlands fullnægi ekki þeim kröfum sem gerðar séu í Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá segir í greinargerðinni að ekki hafi fengist óyggjandi staðfesting á því að dauðarefsing liggi ekki við meintum brotum Lettans. Í niðurstöðum Héraðsdóms seg- ir m.a. að í framsalsbeiðninni frá Lettlandi komi fram að dauðarefs- ing hafi verið numin úr lögum í Lettlandi. „Hins vegar er ekki sagt berum orðum í beiðninni að dauðarefsing samkvæmt eldri lög- um verði ekki beitt en þar segir að sóknaraðili [Lettinn] verði sóttur til saka fyrir elsta brotið sam- kvæmt eldri lögum frá 1961. Sam- kvæmt þeim lögum kann dauða- refsing að liggja við brotinu.“ Í niðurstöðu Héraðsdóms er vís- að í lög nr. 13/1984 þar sem segir að setja skuli það skilyrði fyrir framsali að óheimilt sé að full- nægja dauðarefsingu gagnvart hinum framselda manni. Með vísan til þeirra laga m.a. og að ekki sé nægileg trygging fyrir því að dauðarefsing komi ekki til greina í máli Lettans felldi Héraðsdómur úr gildi ákvörðun dómsmálaráð- herra um framsal. Eftirlýstur Letti ekki framseldur til heima- lands síns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.