Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT sorphirðukerfi, svo- kallað rúmmálskerfi, verður innleitt í Reykjavík á þessu ári. Í því felst að allar rusla- tunnur í borginni verða út- búnar með tölvukubbi og strikamerki auk merkingar- spjalds sem íbúar nota til að segja til um hvenær þeir vilja láta losa ruslið hjá sér. Þessa dagana eiga borg- arbúar von á kynningarefni inn um póstlúguna hjá sér þar sem hið nýja kerfi er útskýrt. Einar Bjarnason, deildar- stjóri hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar, segir að með því að innleiða rúmmáls- kerfið í sorphirðu borgarinnar sé vonast til að endurvinnsla aukist og sorpmagn minnki. Hvatning fólks til þessa sé að sorphirðugjaldið verði í hlut- falli við það hversu oft tunn- urnar hjá þeim eru losaðar. „Við verðum með ákveðið fastagjald sem verður hluti af sorphirðugjaldinu í dag. Við fastagjaldið bætist svo losun- argjald sem verður í samræmi við fjölda losana. Þannig að þetta á að verða til lækkunar á gjaldinu fyrir einstak- lingana,“ segir hann. Kerfið virkar sem fyrr segir þannig að íbúar láta vita þeg- ar þeir vilja að tunnurnar verði losaðar hjá sér með því að snúa upp þar til gerðum flipa sem festur verður á tunnurnar. „Við förum viku- lega inn í hverfin eins og verið hefur því samkvæmt reglu- gerð mega ekki líða meira en 14 dagar milli losana,“ segir Einar. „Reglan verður hins vegar sú að fólk lætur vita þegar það vill sorplosun. Ör- kubbur og strikamerki eru sett á tunnuna til þess að tengja hana því húsi sem hún tilheyrir. Kubburinn inniheld- ur allar nauðsynlegar upplýs- ingar og síðan er lesari á lyft- unni á bílnum sem les upplýsingarnar og skrárir inn í tölvu um leið og tunnurnar eru losaðar.“ Í fjölbýlishúsum þarf fólk þó ekki að huga að sorpinu á sama hátt því þar verða fullar tunnur tæmdar en aðrar látnar vera. Sorp- hirðugjaldið fer eftir sem áður eftir fjölda þeirra tunna sem eru tæmdar. „Áminning til íbúanna“ Ákvörðun um að velja rúm- málskerfið fyrir borgina alla var tekin í kjölfar tilraunar með þrjú mismunandi sorp- hirðukerfi á tveimur svæðum í Breiðholti og einu í Árbæ. Niðurstöður tilraunarinnar bentu til þess að af þessum þremur kerfum hvatti rúm- málskerfið mest til flokkunar úrgangs. Komu fram aukin skil á dagblöðum og drykkjar- fernum í söfnunargáma og á sama tíma minnkaði heildar- magn sorps á svæðinu. „Rúmmálskerfið er alltaf áminning til íbúanna því þeir þurfa að taka þátt strax frá byrjun,“ segir Einar og út- skýrir þetta betur. „Fyrstu vikuna sem kerfið var í gangi á tilraunasvæðinu fór með- höndlun okkar á sorptunnum úr 97-98 prósent niður í 40 prósent. Íbúarnir gleymdu einfaldlega að setja merkið upp. Næstu viku á eftir rauk þetta upp í 85 prósent eða svo en eftir það fór þetta að jafn- ast út.“ Hann segir að reynsl- an hafi sýnt að kerfið leiði til þess að meðhöndlun á sorp- tunnum fari í 75-80 prósent sem er um 20 prósentum minna en tíðkast í núverandi kerfi. Eftir að merkja 40 þúsund tunnur Einar segir aukna endur- vinnslu lykilatriði í því að sorpmagn minnki og það vek- ur þá spurningu hvort til standi að fjölga söfnunargám- um, svokölluðum grenndar- stöðvum, í borginni. „Við er- um að fara yfir grenndarstöðvakerfið með staðsetningar í huga og verið er að athuga hvort þurfi að færa þær til eða fjölga þeim,“ segir Einar sem telur þó öruggt að þeim verði fjölgað eitthvað við þá athugun. Sig- ríður Ólafsdóttir, rekstrar- stjóri sorphirðu í Reykjavík, bendir á að á síðustu árum hafi söfnunargámunum verið fjölgað um 60 prósent. Að sögn Einars mun hreinsunardeildin halda áfram að bjóða Reykvíkingum upp á sérstakar jarðgerðar- tunnur til leigu en með því að setja lífrænan úrgang í slíka tunnu í stað þess að henda honum í venjulegt rusl má minnka heimilissorp töluvert. Tunnurnar breyta úrgangin- um svo í jarðvegsbæti, svo- kallaða moltu sem gott er að nota með venjulegri mold. Þau Einar og Sigríður segja árið í ár verða notað til að innleiða kerfið og prufu- keyra það áður en það verður tekið formlega til notkunar um næstu áramót. Vegna til- raunarinnar er þegar búið að innleiða það í stóran hluta Breiðholtsins og búast þau við að næsta skrefið verði að koma því á koppinn í öðrum hlutum Breiðholts og Árbæj- ar. Þá verði kerfinu komið á í Grafarvogi og síðan verði haldið áfram vestur eftir borginni. Einar segir töluvert átak framundan í þessum efnum. „Við getum ekki byrjað að prufukeyra kerfið fyrr en tölvubúnaður verður kominn í bíla og örflögur og strika- merki komin á allar tunnur. Þetta er ærið verkefni því við eigum eftir að setja merki á um það bil 40 þúsund tunnur og tölvubúnað í níu sorphirðu- bíla af þeim þrettán sem við höfum til umráða.“ Segir hann kostnað borgarinnar við upp- setningu útbúnaðarins áætl- aðan um 20 milljónir króna en eftir eigi að fá tilboð í verkið. En er ekki til of mikils mælst að ætlast til af borgur- unum að þeir taki jafnvirkan þátt í sorphirðunni og kerfið hefur í för með sér? Ellý Guð- mundsdóttir, forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðis- stofu Reykjavíkur, telur svo ekki vera. „Það hefur átt sér stað mikil hugafarsbreyting undanfarin 10-15 ár um það að sorphirða er ekki bara sorp- hirða heldur líka umhverfis- mál þannig að fólk er orðið miklu meðvitaðra og vill end- urvinna. Og með þessu kerfi gefst borgurunum tækifæri til að koma endurvinnslunni í framkvæmd. Framtíðin er að borgarinn taki virkan þátt því að umhverfisstefna almennt eða endurbót á umhverfismál- um gengur annars ekki.“ Nýtt sorphirðukerfi verður innleitt í borginni á þessu ári Íbúar láti vita vilji þeir sorptæmingu Íbúar snúa þar til gerðum flipa á ruslatunnunni upp vilji þeir láta tæma hana. Reykjavík Morgunblaðið/Þorkell Sigríður Ólafsdóttir, Einar Bjarnason og Ellý Guðmundsdóttir segja mikla hugarfarsbylt- ingu hafa orðið í umhverfis- og sorpmálum undanfarin tíu til fimmtán ár. HELDUR viðraði hryssings- lega á pöddur, púka og álfa í gærdag þegar krakkar í allra kvikinda líki brugðu á leik á árvissum öskudags- fagnaði. Veðrið aftraði því þó ekki að fjöldi furðuvera færi á kreik þótt margar þeirra kysu að halda sig inn- andyra. Þannig var sann- kölluð örtröð í Kringlunni strax um 10-leytið í gærdag og mátti heyra barnaraddir úr öllum hornum þar sem þær sungu sér inn gotterí sem venjulega hvarf beint ofan í stóran poka sem radd- hafar báru með sér. Starfsfólk verslana var önnum kafið við að leggja við hlustir fram eftir degi. Að því kom þó að heyrðist bak við búðarborðið: „Allt nammi búið“ og mátti þá sjá krakkaskarann hverfa sem hendi væri veifað út úr við- komandi verslun þaðan sem hann leitaði á önnur feng- sælli mið. Almennt virðast furðuver- ur vatns- og rokfælnar því fátt var um manninn í miðbæ Reykjavíkur. Sömuleiðis brugðu ýmsir á það ráð að halda öskudagsskemmtanir innivið þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og veitti ekkert af kröftum í kögglunum við þá iðju. Reykjavík Undravættir og kynleg kvikindi nutu öskudagsins að mestu innandyra að þessu sinni Söngur og sætindi á allra vörum Morgunblaðið/Ásdís Sannkölluð örtröð undravera var í verslunum Kringlunnar í gærmorgun enda veðrið ekki fýsilegt til tónleikahalds útivið, jafnvel þótt von væri á gotteríi að launum fyrir sönginn. Morgunblaðið/Ásdís Nornin Helga Kristín, páfagaukurinn Hildur Þóra, maríuhænan Halla Björg, töfradrottningin Tea og púkinn Helga í Kringlunni í gær. Morgunblaðið/Kristinn Í Austurstræti voru fáir á ferli en félagarnir Knútur, Þorsteinn, Þorgeir og Már létu þó veðrið ekki aftra sér frá því að syngja fyrir verslunarfólk. Morgunblaðið/Þorkell Jólasveinninn var meðal þeirra sem reyndu að slá köttinn úr tunnunni í Tónabæ á öskudagsskemmtun Háteigsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.