Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ TRAUDL Junge, fyrrum einkarit- ari Adolfs Hitlers, lést aðfaranótt mánudags, 81 árs að aldri. Aðeins fáeinum klukkustundum áður en hún skildi við hafði verið sýnd á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín heimildarmynd þar sem Junge segir sögu sína. Á þeim þremur árum, sem Traudl Junge starfaði sem einn af einkariturum Adolfs Hitlers, náði helförin gegn gyðingum hámarki. En Traudl Junge minntist „foringj- ans“ einna helst sem heldur ljúfs manns, sem var „föðurlegur“ í öll- um samskiptum við hana. Í heimildarmyndinni nýju, sem vakið hefur verulega athygli, við- urkennir Traudl Junge að hún hafi látið blekkjast þegar hún sótti um starf sem einkaritari Hitlers, þá að- eins 22 ára gömul. Og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk og hún stóð loks frammi fyrir staðreyndum, sem mörgum voru löngu kunnar, fylltist Junge sektarkennd; henni hafði líkað vel við „mesta glæpa- mann mannkynssögunnar“. Heimildarmyndin nefnist „Slegin blindu: Einkaritari Hitlers“. Í henni rifjar Traudl Junge, hvíthærð og glæsileg, upp þá atburði, sem hún lifði fyrir meira en 50 árum. Við- talið er tekið í íbúð hennar í Münch- en og hlé verður aðeins á frásögn- inni þegar Junge slær öðru hverju öskuna af sígarettunni. Austurríski kvikmyndagerð- armaðurinn Andre Heller stendur fyrir þessu verki. Hann talaði alls við Traudl Junge í tíu klukkustund- ir og vann úr þeim samtölum 90 mínútna langa mynd. Ræddu aldrei um gyðinga Junge segir að hún hafi lítið vitað um hrylling þann, sem fylgdi valda- skeiði Adolfs Hitlers þrátt fyrir að hún hafi starfað svo nærri innsta hring valdaklíku nasista. Hún seg- ist hafa setið nokkra fundi Hitlers og undirsáta hans og þeir hafi „nánast aldrei tekið sér orðið „gyð- ingur“ í munn“. Hún segist frekar minnast þess að lífið svo nærri „for- ingjanum“ hafi verið rólegt og „laust við ógnir“ ef frá eru skildir síðustu dagar Hitlers þegar Þriðja ríkið var að hruni komið og her- menn Rauða hersins voru komnir inn í Berlín. Skömmu síðar, 30. apr- íl 1945, framdi Hitler sjálfsmorð í byrgi sínu. Þegar Hitler stóð frammi fyrir endalokunum var blekkingarleik- urinn brátt á enda. „Hann sagði að öllu væri lokið,“ segir Junge. Tveimur dögum áður en Hitler og ástkona hans, Eva Braun, frömdu sjálfsmorð nötraði byrgið og skalf sökum fallbyssukúlna, sem sovésku sveitirnar létu rigna yfir borgina. Þá fékk Hitler einkaritarann til að skrifa niður erfðaskrá sína og síð- ustu hugleiðingar. Á þeim þremur árum, sem hún vann fyrir Hitler, segist Traudl Junge aldrei hafa heyrt leiðtoga þýskra nasista ræða gyðinga eða helförina. „Ég skynjaði það aldrei svo að þeir væru meðvitað að upp- fylla glæpsamleg markmið, sem þeir hefðu sett sér,“ segir hún. „Þetta mál var ekki rætt – að minnsta kosti ekki þegar við vorum viðstaddar,“ bætir hún við og vísar þannig til annarra ritara í þjónustu „foringjans“. Junge minnist þess að hafa einu sinni heyrt talað um fangabúðir þær sem nasistar ráku. Það var þegar yfirmaður SS-sveitanna, Heinrich Himmler, sótti Hitler heim í fjallavirki það, sem hann réð yfir í Ölpunum. „Hann sagði að búð- irnar væru mjög vel reknar,“ rifjar Traudl Junge upp. Efasemdir En Junge viðurkennir að hún hafi skynjað að ekki væri allt með felldu þó svo Hitler hafi aldrei rætt fjöldamorðin, glæpina og kúgunina beinlínis þannig að hún heyrði. „Djúpt í huga mér voru efasemdir ... en mig skorti hugrekki til að gera eitthvað.“ Þegar Þriðja ríkið var að hruni komið vorið 1945 sat Hitler einn löngum stundum og starði út í tóm- ið. Hann var að mestu hættur að snæða. „Allt varð eitthvað svo óformlegt. Menn tóku meira að segja að reykja í návist Hitlers. Þetta var skelfilegur tími. Ég get varla rifjað upp hvernig mér leið. Við höfðum öll fengið áfall og líkt- umst einna helst vélum. Andrúms- loftið var hræðilegt.“ Traudl Junge hitti Hitler fyrst eftir að hún hafði sótt um starf einkaritara hans. Hún minnist þess að henni þótti hann vingjarnlegur og blíðlegur. „Þetta var viðkunn- anlegur eldri herramaður, vin- gjarnlegur og röddin blíðleg.“ Undir lokin sannfærðist Junge um að Hitler hefði glatað öllu raun- veruleikaskyni. Hegðun hans og ummæli voru þannig. Vildi ekki sjá eyðilegginguna Einhverju sinni lét hann þess get- ið við hana að hann gæti ekki hætt á að eignast börn: „Börn snillinga eru stundum kretín-dvergar,“ sagði Hitler og vísaði til samnefndrar fötlunar. Er Hitler var á ferð í bif- reið sinni um Þýskaland dró hann stundum gluggatjöldin fyrir til að komast hjá því að berja augum þá eyðileggingu, sem hlotist hafði af loftárásum bandamanna. Bílstjóri hans fékk þau fyrirmæli að aka honum aðeins um þær götur Berl- ínar þar sem minnst tjón hafði orð- ið. Andre Heller sagði á kvik- myndahátíðinni í Berlín að Traudl Junge hefði fallist á að tala við hann og segja frá reynslu sinni í fyrsta skiptið á langri ævi vegna þess að hún óttaðist að hinsta kallið bærist brátt. „Hún sagði: „Nú hef ég loks látið sögu mína frá mér. Nú þykir mér sem veröldin hyggist brátt kveðja mig.“ Þessi ummæli lét Traudl Junge falla í símtali við Andre Heller ný- verið og verða þau síðustu, sem eft- ir henni verða höfð. Í þjónustu mesta illmenn- is sögunnar AP Traudl Junge, einkaritari Adolfs Hitlers, segir sögu sína. Berlín. AP. AP Adolf Hitler í apríl 1945. ’ Ég skynjaði þaðaldrei svo að þeir væru meðvitandi að uppfylla glæp- samleg markmið ‘ Fyrrverandi einkaritari Adolfs Hitlers látin eftir að hafa sagt sögu sína í nýrri heimildarmynd HILLARY Clinton falaðist eftir gjöfum að andvirði tæpra 3,9 milljóna króna með því að setja „óskalista“ á Netið eftir að hún var kjörin í öld- ungadeild Bandaríkja- þings og áður en hún sór þingmannseið- inn fyrir rúmu ári. Rannsókn þingsins leiddi í ljós að for- setafrúin fyrr- verandi setti óskalista á heimasíðu Bors- heim’s, verslunar í Omaha í Nebraska sem selur dýra postu- línsmuni og silfurborðbúnað. Hún þáði gjafirnar áður en hún varð þingmaður, en siðareglur Bandaríkjaþings kveða á um að þingmenn megi ekki þiggja slík- ar gjafir. Engar slíkar reglur gilda um forsetafrú Bandaríkj- anna eða verðandi þingmenn. Umræddar gjafir voru á með- al 17 gjafa að andvirði 7,5 millj- óna króna sem Clinton-hjónin fengu í desember 2000. Þau sættu mikilli gagnrýni fyrir að þiggja gjafirnar áður en Bill Clinton lét af embætti forseta og þau ákváðu að lokum að greiða andvirði 8,6 milljóna króna fyrir gjafir sem þau fengu árið 2000. Vinir Hillary þurftu að vita um netfang hennar og lykilorð til að kaupa gjafirnar á óskalist- anum. Á meðal þeirra sem gáfu henni dýran borðbúnað voru Steven Spielberg og leikararnir Ted Danson og Mary Steen- burgen. Hillary Clinton Falaðist eftir dýr- um gjöfum Washington. Newsday. MANNRÉTTINDAHREYFINGAR hafa látið í ljósi áhyggjur af máli 27 ára flugmanns af alsírskum ættum, sem hefur verið leystur úr haldi í Bretlandi gegn tryggingu þar sem bandarískir rannsóknarmenn gátu ekki fært sannanir fyrir því að hann væri viðriðinn hryðjuverk. Málið þykir áfall fyrir bandarísk yfirvöld og táknrænt fyrir vandræðin sem virð- ast einkenna rannsóknina á hryðju- verkunum 11. september. Breski dómarinn Timothy Work- man ákvað í fyrradag að leysa flug- manninn, Lofti Raissi, úr haldi gegn tryggingu að andvirði 1,4 milljóna króna meðan beðið er réttarhalds í máli hans. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að hann verði fram- seldur og gert er ráð fyrir því að beiðnin verði tekin fyrir 28. mars. Raissi var handtekinn nálægt London 21. september vegna gruns um að hann hefði kennt fjórum flug- ræningjanna, sem frömdu hryðju- verkin 11. september, að fljúga far- þegaþotum. Saksóknarar sögðu síðar að hann væri aðeins grunaður um tengsl við einn hryðjuverkamann- anna, Hani Hanjour, sem flaug far- þegaþotu á höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Wash- ington. Saksóknurunum hefur þó ekki tek- ist að færa sönnur á þessi tengsl og dómarinn kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að „engar líkur“ væru á því að flugmaðurinn yrði ákærður „í náinni framtíð“ fyrir aðild að hryðjuverkum. Saksóknararnir hafa aðeins ákært Raissi fyrir að hafa logið í umsókn sinni um flugmannsskírteini í Banda- ríkjunum í júní í fyrra, leynt því að hann hafi verið dæmdur fyrir þjófnað árið 1993 og ekki getið þess að hann hafi gengist undir aðgerð vegna hné- meiðsla. „Við höfum alltaf sagt að Lofti tengdist þessu ekki á neinn hátt,“ sagði eiginkona flugmannsins, Sonia, og krafðist þess að bandaríska alrík- islögreglan, FBI, bæði hann afsök- unar á því að hafa „eyðilagt líf hans og mannorð“ með því að bendla hann við hryðjuverk. „Við höfum beðið í fimm mánuði og skilaboð mín til FBI eru: þið handtókuð hann fyrir hryðjuverk og hvers vegna viljið þið þá núna að hann verði framseldur vegna þessarar fáránlegu og smá- vægilegu ákæru?“ John Wadham, framkvæmdastjóri mannréttindahreyfingarinnar Lib- erty í Bretlandi, sagði að mál Raissis væri áhyggjuefni. „Það er uggvekj- andi að honum skuli hafa verið haldið í fangelsi í fimm mánuði vegna minni- háttar ákæru. Hversu lengi er hægt að láta þetta viðgangast?“ Aðeins ein hryðjuverkaákæra Mál Raissis virðist táknrænt fyrir gang rannsóknarinnar á hryðjuverk- unum 11. september. Aðeins einn maður, Zakarias Moussaoui, hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðju- verkunum. Hann var handtekinn fyr- ir brot á innflytjendalöggjöfinni í Minnesota í ágúst og því þegar í fang- elsi þegar hryðjuverkin voru framin. Meira en 1.200 manns hafa verið handtekin í Bandaríkjunum í tengslum við rannsóknina en enginn þeirra hefur verið ákærður fyrir að- ild að hryðjuverkunum. 116 þeirra hafa verið ákærðir vegna annarra sakamála og 460 er haldið fyrir brot á innflytjendalögggjöfinni. George J. Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, sagði í vikunni sem leið að „nær 1.000 liðs- menn al-Qaeda“, samtaka Osama bin Ladens, hefðu verið handteknir í meira en 60 löndum. Bandarískur embættismaður viðurkenndi þó að fangarnir væru ekki allir liðsmenn al- Qaeda og nokkrir þeirra hefðu verið látnir lausir vegna skorts á sönnun- um. Leystur úr haldi vegna skorts á sönnunum Mál flugmanns í Bretlandi þykir táknrænt fyrir gang hryðju- verkarannsókna London. AP, AFP, Los Angeles Times. Reuters Lotfi Raissi og eiginkona hans, Sonia, ræða við breska blaðamenn eftir að hann var látinn laus gegn tryggingu fyrr í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.