Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 47 Sjáðu á himni hátt yfir fjöllin rísandi roða. Ljós og litir leika um skýin, birtingu boða. Maðurinn sínum sorgum gleymir og sefast lætur, er dagsbrún dreifir döprum skuggum dimmrar nætur. Mönnum er fjarlægt í morgunsins veldi myrkrið að kveldi. (Á.G. Finnsson.) Vinur okkar hjóna til margra ára og fyrrum nágranni, Gunnar Krist- insson, hefur lagt upp í sína hinstu ferð. Alls óvænt þar sem Gunnar var að stunda heilsurækt að morgni dags birtist dauðinn honum og bauð hon- um að fylgja sér. Við svona skyndi- lega brottför er öllum ættingjum og vinum brugðið, en ef við hugsum málið aðeins betur, er það þá ekki einmitt svona sem flestir vildu fá að fara. „Mönnum er fjarlægt í morg- unsins veldi, myrkrið að kveldi.“ Gunnar flutti með fjölskyldu sína í Fögrukinn 10, næsta hús við okkur og féllu þau vel inn í þann góða ná- grannahóp sem þar var fyrir. Samgangur varð fljótlega mikill hjá fjölskyldum okkar og glaðværðin var venjulega í fyrirrúmi og ógleym- anlegur var hinn djúpi og hljómmikli hlátur Gunnars á góðum stundum. Gunnar hafði fallegan hlátur sem var mjög í samræmi við söngrödd hans. Þessi hlátur er nú þagnaður en ekki gleymdur. Húsbændurnir á 10 og 12 áttu það til að spígspora um landareign sína að kvöldi að góðra bænda sið og, að sögn eiginkvenna þeirra sem fannst þetta fyndið, yfirlíta óðalsetrin sín og spjalla um hvað betur mætti gera. Það er óhætt að segja að þá hafi flest verið skemmtilegt eða snúið upp í grín því þá var myrkrið að kveldi svo fjarlægt. Gunnar og Sig- rún höfðu reyndar þá þegar kynnst sorginni mjög náið þegar þau misstu frumburð sinn Kristin er hann var ungbarn. Sagt hefur verið að þær systur sorgin og gleðin séu svo sam- rýndar að á meðan önnur sitji til borðs með þér þá sofi hin í rúmi þínu. Þegar Gunnar og fjölskylda hans fluttu vestur vorum við reyndar flutt úr Fögrukinninni, en vináttan hélst óslitin enda voru þau hjónin ólöt við að keyra suður og heimsækja vinina. GUNNAR KRISTINSSON ✝ Gunnar Kristins-son fæddist í Hnífsdal 14. júlí 1927. Hann lést í Kópavogi 7. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjallakirkju 11. jan- úar. Það var svona einhvern veginn styttra suður fyrir þau heldur en vestur fyrir okkur. Þeim leið vel fyrir vestan í heimabyggð hans Hnífsdal, sem börn þeirra hafa nefnt Sæludal og segir það sína sögu um hve vel þau undu þar hag sín- um. Þar var fyrir stór hópur ættingja hans og vinir og þau fljót að stækka vinahópinn. Þau byggðu sér þar einbýlishús og stærri varð spildan þar sem hann hefur þurft að yfirlíta að kveldi. Í framhaldi af illvígum sjúkdómi sem venjulega eirir engu en Gunnar virtist hafa haft betur, voru þau nýbúin að koma sér vel fyrir í fallegu raðhúsi í Blásölum í Kópavogi, en voru þó meira og minna fyrir vestan á sumrin. Það var því ekki gert ráð fyrir því þennan umrædda morgun að hönd væri lögð á öxl hans og ný ferðatilhögun lögð fyrir hann, en enginn veit hvar eða hvenær þeim birtast slík ferðalok, sem um leið er upphaf á nýrri leið. Þetta vitum við ekki, en við vitum að okkur finnst ónotalega hratt sem skörð hafa verið skorin í vinahópinn. Gunnars verður sárt saknað og við gleymum hvorki góðri nærveru hans né glaðværs hláturs. Við hjónin og börn okkar viljum votta Sigrúnu, börnum og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Við treystum því að minn Svo vef ég í angurværðir óðs inn andaðan, í línur táraglaðar. Í englaröðum glaðværðar og góðs minn gestur verður – hvergi annars staðar! Ég kveð þig ugglaus, um það lokast sárin. Á eftir blessun, þakkirnar og tárin. (Stephan G. Steph.) Við kveðjum vin okkar með sökn- uði, en jafnframt með þakklæti fyrir öll góðu árin sem við fengum að eiga vináttu hans. Við biðjum honum blessunar og fararheilla á æðri stöð- um. Guð blessi minningu hans. Þórdís og Benedikt. ✝ Þorbjörg J.Schweizer fædd- ist á Eintúnahálsi á Síðu í V-Skaft. (nú eyðibýli í Skaftár- hreppi) 23. septem- ber 1903. Hún lést á Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 31. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Prestbakkakirkju á Síðu 9. febrúar. verið bæði hógvær og hlédræg, en hún var föst fyrir og vissi hvað til góðra hluta heyrði. Hennar líf var að sjálf- sögðu með fjölskyldu sinni í Diessen, manni, meðan hans naut við, og sonunum tveimur og síðar börnum þeirra, en mágkona hennar, Anne, bjó með þeim einnig lengstaf. Við hjónin ásamt syni nutum alloft gest- risni Þorbjargar og ferðir okkar á tveimur áratugum frá 1960 til Diessen voru margar og ánægjulegar, en við vor- um ekki þau einu því mikill fjöldi Ís- lendinga og námsmanna í München voru einnig tíðir gestir þar í meira en þrjá áratugi. Í upphafi bjó Schweiz- er-fjölskyldan við Herrenstrasse í gamla hluta bæjarins Diessen, gömlu húsi sem fjölskylda Bruno hafði átt í langan tíma. Þegar Mar- grét, móðir og tengdamóðir okkar, kom í heimsókn til okkar í München í byrjun sjöunda áratugarins, upp- hófst góður vinskapur milli hennar og Þorbjargar, enda báðar úr sömu sýslu og næstum sömu sveit og þekktu því margt fólk sameiginlega. Í framhaldi af spjalli þeirra mátti heyra að fólk og land í Skaftafells- sýslunum varð henni stöðugt hug- ljúfara og þegar Þorbjörg fluttist síðan alkomin til baka til landsins og settist að á vistheimilinu á Kirkju- bæjarklaustri, héldust tengsl okkar allra alveg fram undir hið síðasta. Okkur eru þessar hugrenningar ljúfar og við minnumst Þorbjargar með bæði ánægju og trega því hún var mikil sómakona sem allir vita sem hana þekktu. Við fjölskyldan minnumst hennar um leið og við auðsýnum sonum hennar og fjölskyldum ásamt vinum öðrum vítt og breitt okkar hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu mikillar sómakonu. Kristín Hjartardóttir og Jónas Bjarnason. ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR SCHWEIZER Sómakonan hún Þor- björg er hnigin í valinn eftir langa og á stundum stranga ævi. Þegar reynt er að ímynda sér bernsku hennar á Eintúnahálsi á Síðu, þar sem hún fæddist, verður manni ósjálfrátt hugsað til lífsins í Sumarhúsum Laxness í Sjálfstæðu fólki. Nafn bæjarins segir sína sögu og það bendir til þess, að ekki hafi verið um mikið ræktunarland að ræða. Nú er bærinn kominn í eyði fyrir nokkuð löngu og er merktur sem kross á landabréfum í Skapt- árhreppi við leiðina upp frá Hunku- bökkum inn til Lakagíga. En hún náði að brjótast til mennta í heil- brigðismálum og starfaði sem hjúkr- unarkona á Kleppi um árabil og lagði síðan leið sína til Þýskalands þar sem hún stofnaði til búskapar með manni sínum Bruno, málvísinda- manni og fræðimanni. Þau settust að í Diessen við Ammersee í yndislegu umhverfi í Bæjaralandi, en einnig um sinn í Bozen eða Bolzano í Suður- Týról sem er nú í Ítalíu, en þar er þröngur dalur á milli hárra fjalla. Umhverfi vatnsins Ammersee suð- vestur af München er skógi vaxið, grösugt og gjöfult og er nánast í al- gjörri andstæðu við umhverfi á Eint- únahálsi, en Síða í Vestur-Skapta- fellssýslu er einnig heillandi sveit og rætur Þorbjargar slitnuðu aldrei. Þrátt fyrir langa dvöl í Þýskalandi mátti alltaf finna að hjarta hennar sló líka til Íslands og það mátti oft finna fyrir því þrátt fyrir að hún hafi '              .+ <4 03 (( 6        !   &    "0 "%$% C  *  C (        "# "$$% !     4   4    *         C   C      ,  2   10@"%A010@"%1% "3-3-&%**   ()  ($&%** "*0 ($&%** 2 0=#(/0 /&& ($># /7&& 8 +% (&%** &)$">)#/7&& /( 8&*/&%** "#/"I=*"&& 3-%)&"#' ( 9&%** &*3, 2 0=#&& &*)0  3-&%**  0(%" 2 0=#&%**  ($ &&   2 0=#&& /( )&( %** %  2 0=#&%** 88# &     -! >   E .+  ) &2,( 0()#5B &29#    )           '       "0 "1%% !      4     4      *   C      "2"3-&& .(  /#" "2&%** (7"<!&F(&& &  % ((&& 3-   "2&&   - "2&%** 2 "2&& .0/#" ((%&%** (/&*$ &%**  /( & .*(-2"(&& / </3/ ('(&%** /0 % &  ( (&& &*)&*&%** "#3-(&%** %</H0 *! 2    4        4  B  *B*                >+ .  +*(""% ,#"*(0/$(& )  "FA /723 )2! */9,)2&& )  /&&/(3  */&%** &$"%")2&& (( >( %** "3-)2&%** $  "#&& &*))2&%** '  & +(3 )2&%** 0  0(10&* &/ ")2&%** > (%$ .# (&*/&& /(%)2&%** .*(' .# (&*/&& ((%)2&&        -! '            +    9, )*,0(*         9 *     "0 ""%% 6   2  ! (  &) *     -0 (,*"!                                          ! " # !$!$%! &            !!" #  !$ %" !   &#'(# ! () *# !$ + #+ !, -" ! EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.