Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Íslendingar höfum ekki farið var- hluta af miklum svipt- ingum í flugmálum um allan heim frekar en aðrar þjóðir. Mikil aukning hefur verið á síðustu árum í komu erlendra ferðamanna og hafa hagsmunaað- ilar í ferðaþjónustunni tekið mið af því í sín- um framtíðaráætlun- um. Það er ekkert bæjarfélag á Íslandi sem ekki ætlar sér stærri hlut af kökunni og er það vel. En af- koma ferðaþjónustu hefur verið og er í dag óviðunandi. Núverandi ferðamannafjölda til landsins verður hvorki viðhaldið né aukinn nema með tryggum flugsamgöngum en tekjur ferða- þjónustunnar eru um 35 milljarðar á ári. Það er því mikið í húfi. Flugleiðir, flugfélagið okkar Allir Íslendingar sem hafa á ferðalögum erlendis nýtt sér þjón- ustu hinna ýmsu flugfélaga eru flestir ef ekki allir sammála um að Flugleiðir standa upp úr hvað alla þjónustu og aðbúnað varðar. Nýj- ar og glæsilegar vélar standa okk- ur Íslendingum daglega til boða til allra átta. Fagleg þjónusta hefur verið aðaleinkenni Flugleiða um árabil sem við tökum í dag sem sjálfsögðum hlut. Hvaða land í heiminum með að- eins 287.000 íbúa get- ur boðið uppá 16 áfangastaði daglega með nýjum glæsileg- um flugflota og mögu- leika á tengiflugi til nær allra áfangastaða í heiminum jafnvel samdægurs? Það voru frumkvöðlar og menn með sterka framtíðar- sýn sem komu á nú- verandi samgönguneti til eyjunnar litlu í norðri og sköpuðu með því grunninn að okkar velferðarþjóð- félagi. Í dag hafa Flugleiðir afgerandi þýðingu fyrir íslenska ferðaþjón- ustu. Og þannig mun það einnig verða í náinni framtíð. Hagsmun- um okkar Íslendinga verður aldrei fullnægt með aðkomu erlends flug- félags eingöngu – en góð samvinna þar t.d. við Flugleiðir gæti styrkt ferðaþjónustuna gríðarlega. Nýir möguleikar í Kanada Þar sem horfur í ferðamanna- þjónustu á Íslandi hafa verið mikið áhyggjuefni tengdra aðila hef ég unnið og kannað þann möguleika að fá önnur flugfélög til að milli- lenda á Íslandi á leið þeirra yfir hafið eins og mér hafði áunnist að fá Canada 3000 til að gera á ár- unum 1996–1999 með góðum ár- angri. Fyrir liggur að tekjuaukn- ing vegna millilendinga Canada 3000 og aðkeyptrar þjónustu skipti þá nokkrum hundruðum milljóna króna auk komu fleiri erlendra ferðamanna til Íslands frá áður ónýttum markaði. Gerði ég athugun í Kanada til að kanna hvort flugfélög sem fljúga yfir Ísland kynnu að hafa áhuga á að hafa viðkomu á Íslandi sem leitt gæti til sóknar á nýja markaði. Hefur þessi athugun mín skilað því að í dag hafa kanadískir aðilar ver- ið í reglulegu sambandi og óskað eftir aðstoð minni til að koma á reglulegu flugi á milli Kanada og Evrópu með millilendingum í Keflavík. Hef ég vegna þessa sent bréf til samgöngu- og utanríkisráðherra auk annarra aðila sem málinu tengjast til að fá þær upplýsingar sem þessir erlendu aðilar hafa ósk- að eftir. Hugmynd er uppi um daglegar millilendingar í Keflavík með nýju flugfélagi frá Kanada. Til að þetta geti orðið þarf að tryggja sanngjarna skattheimtu yfirvalda, samkeppnishæf lending- argjöld, hagstæð afgreiðslugjöld Flugleiða eða annarra þjónustuað- ila svo og leyfi flugfélagsins til að flytja gesti til og frá landinu án takmarkana. Nýtt íslenskt flugfélag Á síðustu mánuðum hafa ís- lenskir aðilar unnið við að koma upp flugfélagi sem fljúga myndi milli Íslands og Evrópu allt árið um kring. Það hlýtur að vera ís- lenskri ferðaþjónustu mikið ánægjuefni að enn skuli kraftmikl- Breytt umhverfi í flug- málum – nýjar áherslur Steinþór Jónsson FRAMADAGAR, at- vinnulífsdagar háskóla á Íslandi, verða haldnir í áttunda sinn í ár. Dag- arnir standa að þessu sinni frá 12. til 15. febr- úar og verða með svip- uðu sniði og undanfarin ár. Föstudaginn 15. febrúar milli kl. 10 og 16 kynna 28 þátttöku- fyrirtæki starfsemi sína í Háskólabíói. Þangað flykkjast svo háskóla- nemar til að hitta fyrir þessa fulltrúa atvinnu- lífsins og sanna fyrir þeim ágæti sitt. Það er AIESEC, al- þjóðlegt félag háskólanema, sem sér um framkvæmd Framadaga. Þeir eru haldnir að erlendri fyrirmynd og eru hugsaðir sem vettvangur fyrir stúdenta til að kynna sér það sem hæst ber í atvinnulífinu og fyrir fyr- irtæki til að komast í kynni við ungt og metnaðarfullt menntafólk. Kynn- ingin gengur í raun út á að draga upp aðlaðandi mynd af fyrirtækinu og sýna háskólanemum fram á að það sé eftirsóknarverður vinnustaður. Framtíðarmarkmið Framadaga er að sem flestir háskólanemar, óháð skóla eða námsbraut, njóti góðs af þeim. Þannig verða Framadagar að vett- vangi öflugra samskipta milli há- skólanema og fulltrúa atvinnulífsins. Að háskólanámi loknu stöndum við frammi fyrir fjölmörg- um mikilvægum ákvörðunum. Val á framtíðarstarfi er ein þessara stóru ákvarð- ana. Ekkert nám á há- skólastigi leiðir beint inn í ákveðið starf. Fjöl- mörg ólík störf eru í boði og nýsköpun og nýjungar verða til þess að auka breiddina í at- vinnulífinu. Framadag- ar eru kjörið tækifæri til að kynnast því sem í boði er að námi loknu. Víða erlendis eru Framadagar stærsti ráðningar- staður nýútskrifaðra. Þá hafa mörg fyrirtæki tekið þá stefnu að ráða efni- lega nemendur í sumarstörf með hugsanlegt framtíðarstarf í huga. Þetta á sérstaklega við nemendur sem eiga eitt ár eftir. Stór hluti fyr- irtækjanna sem nú tekur þátt í Framadögum hefur lýst áhuga sínum á að fá háskólanema til að vinna fyrir sig lokaverkefni. Nemendur sem eru farnir að sjá fyrir endann á sínu námi ættu að hafa þetta í huga. Á Framadögum gildir að bera sig eftir björginni. Frá 1995 hefur fjöld- inn allur af háskólanemum fengið framtíðarstarf, tímabundið starf eða lokaverkefni í gegnum Framadaga. Áræði og eftirfylgni þessara nem- enda hefur vafalaust ráðið úrslitum um ráðningu. Það ræður enginn starfsmann út frá göngulaginu einu saman. Framadagar Hugrún Sif Harðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Framadaga 2002. HÍ Á Framadögum, segir Hugrún Sif Harðar- dóttir, gildir að bera sig eftir björginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.