Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 11 TVEIR sagnfræðingar hlutu ný- lega styrk til ritunar á sögu heil- brigðismála hér á landi, þær Kol- brún S. Ingólfsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir, sem fengu 100 þúsund krónur hvor. Styrkirnir voru afhentir í Nesstofu af Mar- gréti Hallgrímsdóttur þjóðminja- verði en að þeim stóðu Þjóðminja- safn Íslands, Lækningaminjasafnið í Nesstofu og Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Kolbrún er að skrifa ritgerð um sögu Nesstofu og Þórunn að kynna sér þróun ungbarnadauða á Íslandi. Þær voru þær einu sem sóttu um styrk og ákvað dómnefnd að skipta honum á milli þeirra. Síðastliðið sumar voru tíu ár lið- in frá andláti prófessors Jóns Stef- fensen og var styrkurinn veittur af því tilefni til að heiðra minn- ingu hans. Jón hafði umsjón með Lækningaminjasafninu í Nesstofu frá upphafi og vann ötullega að málefnum þess. Hann átti jafn- framt frumkvæði að stofnun Fé- lags áhugamanna um sögu lækn- isfræðinnar árið 1964 og hefur félagið verið safninu traustur bak- hjarl, að því er segir í fréttatil- kynningu. Morgunblaðið/Kristinn Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, fyrir miðju, afhenti styrkina í Nesstofu til Kolbrúnar S. Ingólfsdóttur, t.v., og Þórunnar Guðmundsdóttur. Tveir styrkir til sögurit- unar um heilbrigðismál LÖG um Rannsóknarráð Íslands hafa verið endurskoðuð, með það að markmiði að auka vægi vísindarann- sókna og tækniþróunar hér á landi. Samin hafa verið þrjú lagafrumvörp, sem fela í sér verulegar breytingar á stjórnskipulagi Rannsóknarráðs og tengdra aðila. Í fyrsta lagi frumvarp um Vísinda- og tækniráð, sem lagt er fram af forsætisráðherra, í öðru lagi frumvarp um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, sem lagt er fram af menntamálaráðherra og í þriðja lagi frumvarp um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, sem lagt er fram af iðnaðarráðherra. Í frétt frá forsætisráðuneytinu kemur fram, að frumvörpin gera ráð fyrir að stefnumótun í málefnum vís- indarannsókna og tækniþróunar fari fram í Vísinda- og tækniráði. „Vægi málaflokksins er aukið með því að stefnumótun fer fram í ráði sem fjórir ráðherrar eiga sæti í og starfar undir stjórn forsætisráðherra. Þar koma ráðherrar auk vísindamanna og full- trúa atvinnulífsins saman til stefnu- mótunar í málefnum rannsókna og þróunar. Er þetta nýlunda hér á landi, en oft hefur verið bent á að það hafi staðið málaflokknum fyrir þrif- um, að heyra ekki undir eina yfir- stjórn,“ segir í frétt forsætisráðu- neytisins. Frumvörpin gera ráð fyrir að nýr sjóður, Rannsóknarsjóður, taki við hlutverki Vísindasjóðs og Tækni- sjóðs. Hann mun gegna lykilhlutverki varðandi styrkveitingar til vísinda- rannsókna, bæði grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Þá munu sömu menn sitja í stjórn Rannsóknarsjóðs og Tækjasjóðs, sem tekur við af Bygginga- og tækjasjóði, en með því er leitast við að samþætta úthlutanir úr sjóðunum. Rannsóknarnámssjóð- ur mun starfa áfram, en hér eftir að- eins styrkja rannsóknartengt fram- haldsnám til meistara- eða doktorsgráðu við íslenska skóla á há- skólastigi, en ekki við erlenda há- skóla. Loks hefur svo verið ákveðið að setja á laggirnar Nýsköpunarmiðstöð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem verður vettvangur miðlunar þekking- ar til fyrirtækja og frumkvöðla þar sem m.a. verður veitt leiðsögn um stofnun og rekstur fyrirtækja, tækni- leg úrlausnarefni leyst og nýrri þekk- ingu miðlað til atvinnulífsins. Þá er Tækniþróunarsjóði ætlað að koma að fjármögnun tækniþróunar nýsköpun- arverkefna og rannsókna. Lög um Rannsóknarráð Íslands endurskoðuð Aukið vægi vísinda og tækni „ÞAÐ verður að teljast athyglisvert að nemendur sem enn eru í fram- haldsskóla skuli vinna til verðlauna í keppni háskólanema, en Verzlunar- skólanemendurnir Andri Guð- mundsson, Ingi Sturla Þórisson og Elvar Már Pálsson gerðu sér lítið fyrir og hrepptu fyrstu verðlaun í hinni árlegu hönnunarkeppni félags véla- og iðnaðarverkfræðinema sem fram fór í Háskóla Íslands, nýverið. Veitt voru þrenn verðlaun: Fyrir að fara brautina á sem skemmstum tíma. Bestu hönnunina. Frumleg- ustu hönnunina. Verzlingarnir þrír fengu 1. verð- laun fyrir bestu hönnun. Keppendur áttu að hanna farar- tæki sem færi ákveðna vegalengd, yfir gat og ofan í vatn á sem skemmstum tíma. Verzlingarnir bjuggu til svokallaðan beltabíl (skriðdreka) og náðu að koma honum umrædda vegalengd á besta tíman- um. Eina sem vantaði var að farar- tækið stöðvaðist ekki á endapallin- um,“ segir í fréttatilkynningu frá VÍ. Verzlingar í fyrsta sæti ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.