Morgunblaðið - 14.02.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 14.02.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 11 TVEIR sagnfræðingar hlutu ný- lega styrk til ritunar á sögu heil- brigðismála hér á landi, þær Kol- brún S. Ingólfsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir, sem fengu 100 þúsund krónur hvor. Styrkirnir voru afhentir í Nesstofu af Mar- gréti Hallgrímsdóttur þjóðminja- verði en að þeim stóðu Þjóðminja- safn Íslands, Lækningaminjasafnið í Nesstofu og Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Kolbrún er að skrifa ritgerð um sögu Nesstofu og Þórunn að kynna sér þróun ungbarnadauða á Íslandi. Þær voru þær einu sem sóttu um styrk og ákvað dómnefnd að skipta honum á milli þeirra. Síðastliðið sumar voru tíu ár lið- in frá andláti prófessors Jóns Stef- fensen og var styrkurinn veittur af því tilefni til að heiðra minn- ingu hans. Jón hafði umsjón með Lækningaminjasafninu í Nesstofu frá upphafi og vann ötullega að málefnum þess. Hann átti jafn- framt frumkvæði að stofnun Fé- lags áhugamanna um sögu lækn- isfræðinnar árið 1964 og hefur félagið verið safninu traustur bak- hjarl, að því er segir í fréttatil- kynningu. Morgunblaðið/Kristinn Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, fyrir miðju, afhenti styrkina í Nesstofu til Kolbrúnar S. Ingólfsdóttur, t.v., og Þórunnar Guðmundsdóttur. Tveir styrkir til sögurit- unar um heilbrigðismál LÖG um Rannsóknarráð Íslands hafa verið endurskoðuð, með það að markmiði að auka vægi vísindarann- sókna og tækniþróunar hér á landi. Samin hafa verið þrjú lagafrumvörp, sem fela í sér verulegar breytingar á stjórnskipulagi Rannsóknarráðs og tengdra aðila. Í fyrsta lagi frumvarp um Vísinda- og tækniráð, sem lagt er fram af forsætisráðherra, í öðru lagi frumvarp um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, sem lagt er fram af menntamálaráðherra og í þriðja lagi frumvarp um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, sem lagt er fram af iðnaðarráðherra. Í frétt frá forsætisráðuneytinu kemur fram, að frumvörpin gera ráð fyrir að stefnumótun í málefnum vís- indarannsókna og tækniþróunar fari fram í Vísinda- og tækniráði. „Vægi málaflokksins er aukið með því að stefnumótun fer fram í ráði sem fjórir ráðherrar eiga sæti í og starfar undir stjórn forsætisráðherra. Þar koma ráðherrar auk vísindamanna og full- trúa atvinnulífsins saman til stefnu- mótunar í málefnum rannsókna og þróunar. Er þetta nýlunda hér á landi, en oft hefur verið bent á að það hafi staðið málaflokknum fyrir þrif- um, að heyra ekki undir eina yfir- stjórn,“ segir í frétt forsætisráðu- neytisins. Frumvörpin gera ráð fyrir að nýr sjóður, Rannsóknarsjóður, taki við hlutverki Vísindasjóðs og Tækni- sjóðs. Hann mun gegna lykilhlutverki varðandi styrkveitingar til vísinda- rannsókna, bæði grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Þá munu sömu menn sitja í stjórn Rannsóknarsjóðs og Tækjasjóðs, sem tekur við af Bygginga- og tækjasjóði, en með því er leitast við að samþætta úthlutanir úr sjóðunum. Rannsóknarnámssjóð- ur mun starfa áfram, en hér eftir að- eins styrkja rannsóknartengt fram- haldsnám til meistara- eða doktorsgráðu við íslenska skóla á há- skólastigi, en ekki við erlenda há- skóla. Loks hefur svo verið ákveðið að setja á laggirnar Nýsköpunarmiðstöð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem verður vettvangur miðlunar þekking- ar til fyrirtækja og frumkvöðla þar sem m.a. verður veitt leiðsögn um stofnun og rekstur fyrirtækja, tækni- leg úrlausnarefni leyst og nýrri þekk- ingu miðlað til atvinnulífsins. Þá er Tækniþróunarsjóði ætlað að koma að fjármögnun tækniþróunar nýsköpun- arverkefna og rannsókna. Lög um Rannsóknarráð Íslands endurskoðuð Aukið vægi vísinda og tækni „ÞAÐ verður að teljast athyglisvert að nemendur sem enn eru í fram- haldsskóla skuli vinna til verðlauna í keppni háskólanema, en Verzlunar- skólanemendurnir Andri Guð- mundsson, Ingi Sturla Þórisson og Elvar Már Pálsson gerðu sér lítið fyrir og hrepptu fyrstu verðlaun í hinni árlegu hönnunarkeppni félags véla- og iðnaðarverkfræðinema sem fram fór í Háskóla Íslands, nýverið. Veitt voru þrenn verðlaun: Fyrir að fara brautina á sem skemmstum tíma. Bestu hönnunina. Frumleg- ustu hönnunina. Verzlingarnir þrír fengu 1. verð- laun fyrir bestu hönnun. Keppendur áttu að hanna farar- tæki sem færi ákveðna vegalengd, yfir gat og ofan í vatn á sem skemmstum tíma. Verzlingarnir bjuggu til svokallaðan beltabíl (skriðdreka) og náðu að koma honum umrædda vegalengd á besta tíman- um. Eina sem vantaði var að farar- tækið stöðvaðist ekki á endapallin- um,“ segir í fréttatilkynningu frá VÍ. Verzlingar í fyrsta sæti ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.