Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbergur Ósk-ar Guðjónsson fæddist á Stokkseyri 1. des. 1917. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 19. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Pálsson, f. 24. júní 1865, d. 8. febr- úar 1955, og Vilborg Margrét Magnús- dóttir, f. 20. mars 1874, d. 28. des. 1944. Guðbergur átti átta systkini sem öll eru látin: 1) Steinunn Sigríður, f. 8. okt. 1896, d. 23. ágúst 1926, maki Jón Steingríms- son. 2) Guðrún Pálína, f. 2. sept. 1897, d. 2. mars 1982, maki Magn- ús Siggeir Magnússon. 3) Magnús, f. 27. ágúst 1899, d. 19. apríl 1991, maki Bjargey Guðjónsdóttir. 4) Magnea Vilborg, f. 6. okt. 1903, d. 2. nóv. 1960, maki Júlíus Jónsson. 5) Þuríður Kristín, f. 26. okt. 1906, d. 13. ágúst 1962, maki Jón Steingrímsson. 6) Bergsteinn, f. 4. júlí 1909, d. 4. des. 1987, maki Fjóla Blómkvist Gísladóttir. 7) Einar Guðjón, f. 15. júní 1912, d. 22. nóv. 1918. 8) Ágúst Vilberg, f. 26. ágúst 1914, d. 27. júlí 2000, maki Ásta Margrét Sigurðardótt- ir. Hinn 24. okt. 1956 kvæntist Guðbergur Rósu Vilhjálmsdóttur (Rose Eagles), f. 6. mars 1925 í Hanley á Englandi. Þeirra börn eru: 1) Örn Andrew, f. 8. sept. 1957. Börn hans eru: Shawn Michael, f. 24. okt 1978. Andrea Rose, f. 11. sept. 1989. Hann giftist Patriciu Lawson, þau skildu. Sambýliskona hans er Gail Jedry. 2) Margrét Annie, fædd 28. apríl 1960. Börn hennar eru: A) Melanie Rose, f. 2. sept. 1979. Hennar barn Viktoría Siv, f. 20. mars 2000. B) Stefán Óskar, f. 13. jan. 1984. C) Jón Edilon, f. 7. júní 1990. D). Guðbergur Örn, f. 14. apríl 1995. Margrét giftist Mich- ael Everett. Þau skildu. Eigin- maður Margrétar er Jón Bene- diktsson, f. 15. des 1951. 3) Grétar William, f. 6.mars 1963. Guðbergur var einkabílstjóri í nokkur ár hjá breska sendiherr- anum. Hann starfaði í 20 ár hjá Ólafi Þorsteinssyni h/f. Þegar hann lét af störfum starfaði hann hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar. Hann gerði við veiðistengur, veiðihjól, hnýtti flugur og bjó til sökkur í frítíma sínum. Útför Guðbergs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ó, Drottinn minn, hve ljúft er mér að líða, þó ljósin gleði daprist hér í heim, og boðum þínum helgum jafnan hlýða, þó hiti, og þungi sé í för með þeim. Eins og steinsnar lífið manna líður, þó löng oss finnist sérhver þrautastund; en mjúkur himnaföður faðmur blíður oss felur, þegar hinsta dregst að blund. Ó, þegar lífsins þraut á burt er liðin, mig þreyta eigi framar nokkur bönd, þá öðlast sál mín þjökuð frelsið, friðinn, þá fagnar hún við Drottins ástarhönd. (Guðjón Pálsson.) Elskulegur faðir minn er látinn. Hann var síðastur af systkinunum að hverfa yfir móðuna miklu, ég er viss um að þar urðu fagnaðarfundir. Þegar ég var lítil stúlka bað ég Guð um að láta mig deyja á undan foreldrum mínum, því að tilhugsunin um að missa þau voru mér óbærileg. Sem betur fer hlustar Guð ekki alltaf á bænir okkar, því nú þegar ég er móðir veit ég að það að missa barn er ennþá þungbærara. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann svona lengi. Hann dó aldraður mað- ur, en samt er ég með sársauka í hjartanu. Okkur finnst að foreldrar manns eigi alls ekki að deyja, að þau séu ódauðleg. Faðir minn var rólegur maður, aldrei hef ég séð hann reiðast, rífast eða tala illa um fólk. Hann vildi öllum vel. Hann var mikill húmoristi, alltaf að grínast og kom öllum í gott skap í kringum sig. Það eru ófáar andlits- gretturnar sem hann sýndi okkur systkinunum gegnum tíðina, og öll bernskuprakkarastrikin sem hann gerði, var vinsælt söguefni sem við systkinin þreyttumst aldrei á að heyra. Þegar ég var að bjóða krökk- um í 16 ára afmælið mitt spurði einn vinur minn hvort pabbi minn yrði heima. Mér fannst þetta furðuleg spurning en ég svaraði henni neit- andi, sagði að foreldrar mínir ætluðu í bíó. „Þá kem ég ekki,“ sagði hann, „pabbi þinn er svo skemmtilegur að ég vil að hann sé heima.“ Ég man hvað ég var hreykinn af honum pabba mínum þá. Hann var mikill veiðiáhugamaður. Þær eru margar ferðirnar sem fjöl- skyldan fór á sumrin í veiðitúra um allt landið, um hálendið og víðar, bæði stutta túra og langa. Hann fór oft með vinum sínum Gvendi briskó og Guðjóni Ó, sem komu á fornbíln- um. Krakkarnir í hverfinu þyrptust að til að skoða þennan forngrip og var ég mjög hreykin af því að hann skyldi koma heim til mín. Hann gerði við veiðistengur, veiði- hjól, hnýtti flugur og steypti sökkur. Ég sat oft uppi í hossí hjá honum á meðan hann var að vinna að þessu í frítíma sínum. Stundum þögðum við saman, ég fylgdist bara með honum á meðan hann vann, dáðist að því hvað honum fór þetta vel úr hendi. Hann vann hjá Ólafi Þorsteinssyni pappírsheildsala. Þar kynntist hann mörgum bókaútgefendum, sem buðu honum til sín fyrir jólin og gáfu hon- um bækur. Við krakkarnir nutum góðs af því, vegna þess að alltaf kom hann með fullt af barnabókum heim með sér. Beið ég alltaf spennt eftir honum þegar ég vissi að hann væri að fara að heimsækja kunningja sína í prentsmiðjunum. Hann las alltaf fyrir okkur systkinin áður en við fór- um að sofa. Það skipti ekki máli hvað hann var að gera, hann gaf sér alltaf tíma til að lesa fyrir okkur. Alltaf þegar við sáumst eða töluð- um saman í síma, kvaddi ég hann alltaf á orðunum: Ég elska þig. Hann svaraði ávallt til baka: Ég elska þig líka. Síðust æviárin hans var hann orð- inn veikur, fékk heilablóðfall sem skerti heilann. Hann mundi ekki hvernig hann átti að gera hluti, en hann gat alltaf gert grín að öllu sam- an, hann lét ekki deigan síga. Áfallið sem hann fékk í fyrra var það alvar- legt að hann mundi ekki eftir fjöl- skyldu sinni né fortíðinni. Ég kvaddi hann alltaf með orðunum: Ég elska þig, þegar ég heimsótti hann á sjúkrabeðinum. Jafnvel þótt hann hafi ekki þekkt mig og myndi ekki eftir mér svaraði hann samt til baka: Ég elska þig. Mér fannst það bera vitni um að einhvers staðar í hug- anum myndi hann eftir mér, því hann svaraði mér til baka og var það mér mjög dýrmætt. Í spámanninum segir meðal ann- ars um dauðann: „Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlaus- um öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns?“ Elsku pabbi minn, ég kveð þig að sinni með fullvissu um að við munum hittast aftur á ný. Ég kveð þig með orðunum: Ég elska þig. Ég heyri ekki svarið en ég veit hvert það er. Þín dóttir Margrét Annie. Ó líttu nú, Guð, í líkn og náð til líðandi barna þinna. Láttu þitt guðdóms gæskuráð þau gleði og huggun finna. (Guðjón Pálsson.) Elsku afi. Við munum sakna þín. Við erum þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við höfðum með þér. Þú varst alltaf svo fyndinn og glaður. Takk fyrir veiðistengurnar sem þú bjóst til handa okkur. Guð geymi þig. Við biðjum Guð að styrkja ömmu sem misst hefur mest. Þín barnabörn Melanie, Stefán, Edilon og Guðbergur. Í dag kveðjum við frændsystkinin Begga okkar. Hann var yngstur systkinanna frá Bakkagerði í Stokkseyrarhreppi. Hann er einnig síðastur þeirra að kveðja þessa jarð- vist. Hann hét Guðbergur Óskar en alltaf kallaður Beggi. Nafn hans kom þannig til að ömmu dreymdi Guð- berg áður en hann var skírður og hann falaðist eftir að drengurinn fengi nafn sitt. Amma og afi sættust á þetta og bættu við Óskars nafninu til að undirstrika þessa ósk Guð- bergs. Beggi var mikill gæfumaður í lífi sínu. Hann fæddist inn í þá mestu kærleiksfjölskyldu sem ég hef kynnst. Peningaauður var af skorn- um skammti en því meira af mann- kostum og mannkærleika. Ég hef fengið að njóta þessa móðurbróður míns frá fæðingu. Ég og Lóa frænka mín vorum yngstar af systkinabörn- unum í mörg ár áður en bræðurnir GUÐBERGUR Ó. GUÐJÓNSSON Það var fyrir sjö ár- um eða nánar 14. sept. 1994 að ég tók að æfa söng með kór fé- lagsstarfs aldraðra í Reykjavík á Vestur- götu 7, sem hafði áður verið stað- settur í Gerðubergi. Fljótlega urðu kynni við kórfélaga meiri og þá sér- staklega stjórnanda og stjórnar en þar var Alie gjaldkeri og þá inn- heimtustjóri mánaðargjalds okkar félaganna, sem oft er vanmetið. Alie var hefðarkona í leik og starfi. Hún tók með umburðarlyndi og hlýju augnaráðinu er lítið var í ALIE RITA ÍSÓLFSSON ✝ Alie Rita Ísólfs-son fæddist í Kaupmannahöfn 30. september 1917. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 8. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 18. janúar. buddunni þar sem ég, J.M., naut góðs af hennar biðlund. Alie var sönn í allri fram- komu, jarðbundin tignarkona. Það var mislangur tími sem kórfélagar áttu með Alie en á sjö ára tímabili var farið í heimsóknir í fé- lagsmiðstöðvar höfuð- borgarsvæðisins og út á landsbyggðina sem Alie tók þátt í og naut þess mjög þar sem við sungum fyrir og með ungum sem öldnum og ljúft er að minnast þess hve glöð og heilshug- ar Alie tók þátt í þeim heimsóknum. Þrátt fyrir háan aldur er það ávallt söknuður og kemur á óvart missir vinar og félaga, en minning- in lifir sem þá er hægt að orna sér við. Innileg samúðarkveðja. Jón Magnússon, kórfélagi.                                        !    "# "$$%  !"#$"%&& "#$"%" & '()   %** +,  - %** .&& )#" %** //*0!1( 2/  (%" &  & .# (0/#" & 3 (* %**   -!            .. +. 20(*56 /723 )2                &     "# "#%%  8!" && "(%   (&%** .3-" &%** " !"#$"%&& ((9)#"+!" &%** 2'( !(/*&& )#"!" &%** () !" &%** 3-!8 (%&& ( 9"!" && 7%)&! "2&%** */9 ) . " &%** 8   ( 9&& 9 :(  9 -! '                   4 0'& &$)# $/&*  49 (/*6; /723 )2      &   ( "# "$$% &) *     3-" &%**!  ! //*&%** 8&*/ (&& /%)&! //*&%** *"(  */9,&& "  //*&& < =* %**  9 -!          >!.>+  (=**"/6; /723 )2      "%           "#  "%$% +    *       ,    -  . *   0  ( 9&& ((%0 && ) 3-  &%** +)& 0 &%** 8   && 3-0 &&    &%**   -!                   !    % ( 0/$(" /(3 0()# 3 (( &/(?? /723 )2   . (   &     "" '0 &%** @ !0 &%** "#"/0 && < =*,#&%** "#3()0 && ."#" /$"%&%** )#"0  0 &%** /(< '&& %% "#$"%&%** "#"/%&/   -     -       !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.