Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mér verður títt hugsað til Agnars Guð- mundssonar. Minning- in um hann skipar stór- an sess í huga mér, bæði hvað varðar æsku- og fullorðinsár mín. Óhætt er að segja að Agnar hafi verið aðsópsmikill, enda maðurinn hávaxinn, þrekinn og myndarlegur. – Það var alls staðar eftir honum tek- ið. Agnar bjó mestan hluta ævi sinnar í hinum eina sanna miðbæ Reykja- víkur. Hann var elstur í hópi sex systkina, fæddur í Danmörku, en fluttist ungur að árum til Reykjavík- ur. Þar ólst hann upp hjá foreldrum og systkinum í hinu sögufræga húsi, Næpunni en mörgum þykir einmitt Næpan vera eitt af kennileitum borgarinnar. Agnar átti síðar eftir að fara margar ferðirnar milli Dan- merkur og Íslands, en ferðalög urðu ríkur þáttur í lífi hans. Systkini hans dvöldust flest um langan tíma á er- lendri grund, og þrjár systur hans festu þar rætur. Ef til vill hefur Agn- ar svalað útþrá sinni með siglingu um höfin blá, oft við ævintýralegar aðstæður, m.a. á hvalskipunum, enda varla hægt að segja að hvalveiðar séu hversdagslegt lifibrauð. Á heimili þeirra Birnu, móðursyst- ur minnar og Agnars í Skólastræti 1, voru ýmsir munir sem minntu á þann tíma, sérkennilegar þóttu mér hinar fallega slípuðu hvaltennur, sem víða gat að líta. Mér er heimilið og fjöl- skyldan „uppi á lofti“ ákaflega minn- isstæð. Á fyrsta áratug ævi minnar bjuggu foreldrar mínir, og við systk- inin á neðri hæðinni í þessu gamla og hlýlega timburhúsi, en síðar flutt- umst við yfir í næsta hús. Ég man marrið, þegar Agnar gekk um gólf uppi á lofti, ég man eftir skipshundinum hans, Rex, stórum schaferhundi. Í þann tíð voru slíkir hundar sjaldséðir í Reykjavík. Ég man margar fyndnar og skemmtileg- ar sögur sem Agnar sagði af mönn- um og málefnum og svipbrigðum hans þegar hann sagði frá. Röddin var hljómmikil. Ég man eftir smekk- legum klæðaburði hans, en Agnar klæddist oftast ljósbrúnum khaki- fatnaði, sem fór honum afar vel. Ég man líka þegar reiðarslagið dundi yfir, og Birnu var svipt burtu úr þessum heimi, langt um aldur fram. Síðar færðist aftur mikið líf í húsið, þegar börnin þeirra fjögur, Guðrún, Hans, Elín og Júlíus bjuggu þar um lengri eða skemmri tíma með fjölskyldum sínum. Margar voru ferðir mínar upp á loft eða „út í hús“, eftir að við fjöl- skyldan fluttumst yfir í næsta hús, ýmist til að gæta barnabarna Agnars eða til að hitta fjölskylduna. Ég man ófáar samverustundir okkar Júlíusar, en við erum jafnaldr- ar og fylgdumst lengst af að í skóla. Agnar var mér ávallt ákaflega góður. Hann gaf mér allsérstætt gælunafn sem hann bjó til úr nafninu mínu, sem aðeins örfáir þekkja. Nú er Agnar lagður af stað í enn eina ferðina, þangað sem svo margir ást- vinir hans eru farnir á undan honum. Þessi ferð bíður okkar allra. Mikill sjónarsviptir er að Agnari Guðmundssyni; fyrir mér og áreið- anlega mörgum öðrum stendur mannlíf miðbæjarins eftir, mun fá- tæklegra en áður var. Ég og systkini mín, Áslaug, Pétur og Jens erum Agnari Guðmundssyni afar þakklát fyrir samfylgdina. Við og fjölskyldur okkar sendum börn- um hans, tengdabörnum og barna- börnum hlýjar samúðarkveðjur. Minning hans lifir. Margrét Guðrún Ormslev. AGNAR GUÐMUNDSSON ✝ Agnar Guð-mundsson fædd- ist í Kaupmannahöfn 6. mars 1914. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík 31. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 8. febrúar. Við höfum nú kvatt hinstu kveðju mikinn sómamann, Agnar Guðmundsson skip- stjóra. Hann lést eftir erfiða baráttu við ban- vænan sjúkdóm, átta- tíu og sjö ára að aldri. Að baki er löng og giftudrjúg ævi um- hyggjusams fjölskyldu- föður og fjölbreyttur, erilsamur starfsferill sem oft krafðist mikill- ar ábyrgðar, karl- mennsku og æðruleys- is. Ég kynntist Agnari og konu hans, Birnu Petersen, í byrjun sjöunda áratugarins, við upphaf áratuga vin- áttu okkar Júlíusar, sonar þeirra. Hið glæsilega heimili þeirra hjóna við Skólastrætið stóð vinum barna þeirra opið og fyrr en varði var ég þar daglegur gestur. Birna var ein- staklega elskuleg og vönduð mann- eskja en hún lést langt fyrir aldur fram, árið 1969, og varð Agnari mik- ill harmdauði. Áður en Birna lést og á meðan Skólastræti 1 iðaði af lífi stórfjöl- skyldunnar, barna, tengdabarna og barnabarna kom Agnar okkur strák- unum fyrir sjónir sem hinn strangi heimilisfaðir. Ég er ekki frá því að Júlli hafi gefið þessari ímynd okkar undir fótinn, enda var hann stoltur af föður sínum og sífellt að minna okk- ur á að hann ætti engan venjulegan föður. Agnar var nú einu sinni þjóð- kunnur skipstjóri sem hafði staðið sína plikt á stríðsárunum og lent í sögufrægum svaðilförum. Okkur fannst sjálfsagt að slíkir garpar krefðust hlýðni og reglusemi, jafnt á heimili sínu, sem á skipsfjöl. En eftir að Birna lést, eldri systkini Júlíusar fluttu úr Skólastrætinu og ég kynnt- ist Agnari betur varð mér ljóst að hann var sérlega umhyggjusamur faðir. Mér hefur oft verið hugsað til þess hversu mjög við strákarnir reyndum á þolrif Agnars, einkum eftir að við vorum komnir í MR og farnir að kíkja út á lífið. Þá var heimili Júlla í þjóðbraut og því oft gestkvæmt þar um helgar. Þegar farið var að stytt- ast ískyggilega í próf og Agnari þótti lífsgleðin og kæruleysið keyra úr hófi átti hann til að gefa tiltal. Því var að sjálfsögðu beint til Júlla en við hinir máttum vel taka það til okkar sem við átti. Við slíkar aðstæður var Agnar ekki að setja á langar tölur. Það var ekki hans háttur að teygja lopann. Hann sagði nokkur mjög vel valin orð, talaði hægt og skýrt og kvað fast að. Ef honum var mikið niðri fyrir áréttaði hann gjarnan mál sitt með því að byrja á eftirfarandi tveimur orðum: ,,Ég meina.’’ Síðan kom ógnþrungin þögn, nokkurs kon- ar gæsalappir. Þetta verkaði eins og rétttrúaður klerkur í kirkju sem þrumar yfir söfnuðinn: ,,Pistilinn skrifar.’’ Síðan kom umvöndunin, hnitmiðuð, stutt og einföld en svo áhrifamikil í ógleymanlegri fram- sögn Agnars, að enginn gat efast um alvöru málsins. Ef honum ofbauð fíflagangurinn var hann snillingur í því að setja málin upp á svo einfaldan og kristaltæran hátt að hann hlaut að vera að tala við fávita: ,,Ég meina: Það eru bara tvær manngerðir í þessum heimi: Þeir sem eru á ferð og sjá vegg framundan og beygja frá – og hinir sem eru á ferð og sjá vegg- inn en beygja ekki. Ég meina: Ætliði að beygja eða ætliði á vegginn?’’ Reyndar var Agnar svo einstök, áhrifamikil og stórbrotin persóna að honum verður aldrei lýst með orðum einum saman. Ég hef líklega verið eini vinur Júlla sem fór á sjóinn á sumrin á mennta- og háskólaárunum. Við það óx ég í áliti hjá Agnari og Júlli fékk oft að heyra eftirfarandi athuga- semd: ,,Viltu sjá Gunna Kjartans. Hann fer á sjó. Af hverju ferð þú ekki á sjó?’’ En jafnframt því að vaxa í áliti hjá Agnari komst ég að raun um að hann var löngu orðið þjóð- sagnapersóna hjá íslenskri sjó- mannastétt. Það var því ekki ónýtt fyrir strákhvolp með kringlótt gler- augu sem var að læra heimspeki í há- skóla, að geta lætt því inn í um- ræðuna á fyrsta útstíminu að hann væri, þrátt fyrir allt, heimagangur hjá Agnari Guðmundssyni. Með árunum varð samband okkar Agnars nánara. Júlli var búsettur í Danmörku um nokkurra ára skeið og þá átti Agnar það til að bjóða mér í heimsókn sem ég þáði með þökkum. Hann var hættur að gefa tiltal en var óspar á föðurlegar ráðleggingar og alltaf jafn óborganlega skemmtileg- ur. Fyrir rúmu ári bað hann mig um smá viðvik. Þegar ég kom til hans og hafði lokið erindinu gaf hann mér slípaða hvaltönn að skilnaði. Mér þykir vænt um þessa gjöf. Hún er mér tákn um áratuga vinsemd þessa ógleymanlega manns. Ég kveð Agn- ar Guðmundsson með þakklæti og virðingu og sendi Júlla, Gunnu, Ellu og Sidda innilegar samúðarkveðjur. Kjartan Gunnar Kjartansson. Látinn er í hárri elli atorkumað- urinn Agnar Guðmundsson. Hann var heilsuhraustur og þróttmikill alla sína ævi, en síðustu árin fór heilsu hans að hraka og lést hann á heimili Guðrúnar dóttur sinnar 31. janúar síðastliðinn. Hann var í faðmi fjölskyldunnar til síðustu stundar, umvafinn þremur kynslóðum sem önnuðust hann af mikilli umhyggju og natni. Agnar mat samveruna við fjölskylduna mikils. Hann naut þess að fá eitt yngsta barnabarnabarnið í fangið og sátu þau og skemmtu sér við að ýta á nef hvort annars. Agnar fæddist í Danmörku og bjó þar til átta ára aldurs, en þá flutti hann til Íslands ásamt foreldrum sðnum og systkinum. Agnar var elst- ur sex systkina og foreldrar hans voru Júlíus Guðmundsson kaupmað- ur og Elín Stephensen, dóttir Magn- úsar Stephensens landshöfðingja. Agnar var stór maður vexti, kröftug- ur og glæsilegur og íþróttamaður góður. Hann var þrekmaður til göngu, mikill sundmaður og hafði unnið til margra verðlauna á yngri árum. Eiginkona Agnars var Birna Pet- ersen og eignuðust þau fimm börn. Elst barnanna er Guðrún, sem ég kynntist þegar þau fluttu í hverfið. Við urðum fljótt bestu vinkonur og heimagangar hvor hjá annarri. Það var alltaf spennandi að koma í Skóla- strætið fyrir mig einbirnið og taka þátt í ærlafullum leik systkinanna. Mínar bestu stundir voru þegar slagsmál þeirra systkina voru í upp- siglingu og fylgdist ég með af mikilli eftirvæntingu meðan móðirin af sinni einskærru rósemi reyndi að miðla málum og sætta. Í Skólastræt- inu bjuggu að auki amma Guðrúnar og tvær móðursystur með sínar fjöl- skyldur svo þarna var alltaf fjörugt og nóg um að vera. Agnar var góður og skemmtilegur heimilisfaðir og leit ég mikið upp til hans. Hann var góður sögumaður og hafði mikla kímnigáfu. Hann hafði siglt um heimsins höf og lent í mörg- um háskalegum ævintýrum á stríðs- árunum. Nokkrum dögum fyrir and- látið sagði hann okkur frá svaðilförum með togaranum Arn- birni hersi en skipið varð fyrir sprengjuárás við Englandsstrendur í stríðinu. Agnar var einnig mikill áhugamaður um mat og matargerð og smakkaði ég oft á ýmsu framandi þar á bæ. Ef ég sýndi á mér einhvern bilbug þá sagði Agnar ósköp rólegur: „Ætlarðu ekki að klára þetta Gústa mín?“ og dró mig þá að landi eins og sagt er. Mér þótti sérstaklega vina- legt að vera kölluð Gústa í Skóla- strætinu en Agnar og Birna voru eina fólkið sem gáfu mér það gælu- nafn. Með Agnari er gengin litrík hetja úr miðbænum sem eins og fleiri af þessari kynslóð setti svip sinn á bæ- inn í áratugi. Ég er mjög þakklát fyr- ir þær stundir sem ég átti með Agn- ari og vil að leiðarlokum þakka innilega vináttu og trygglyndi. Elsku Gunna og fjölskylda, við mæðgur sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Agnars Guðmundssonar. Ágústa G. Sigfúsdóttir. Þegar ég kom til vinnu í Kennarahús- inu 11. janúar sátu þeir sem komnir voru mjög hnípnir á kaffi- stofunni. Mér brá í brún. En ég fékk fljótt skýringu á því þegar mér var tjáð að Sigurjón Pétursson hefði beðið bana í umferðarslysi kvöldið áður. Sigurjóni kynnt ég fyrst að ráði við gerð síðustu kjarasamninga Kennarasambands Íslands, sem voru undirritaðir fyrir réttu ári. Sigurjón hafði verið ráðinn sem grunnskólafulltrúi hjá Samb. ísl. sveitarfélaga þegar grunnskólinn fluttist til sveitarfélaganna. Margir skólamenn voru með efasemdir um þessa ráðningu þar sem Sigurjón hafði ekki haft sérstök afskipti af skólamálum. Það kom hins vegar fljótt í ljós að maðurinn hafði þá eiginleika til að bera að hann yrði fljótur að átta sig á málefnum skól- anna og sú varð raunin. Það vakti raunar undrun skólamanna hve yf- irgripsmikil þekking hans á skóla- málum varð á stuttum tíma. Þar naut Sigurjón mikillar reynslu sinnar sem sveitarstjórnarmaður en hitt þó ekki síður hve gjörhugul vinnubrögð hann notaði. Sem starfsmaður Skólastjóra- félags Íslands hafði ég haft nokkur samskipti við Sigurjón áður en til síðustu kjarsamninga kom, bæði bréflega og í gegnum síma. En í SIGURJÓN PÉTURSSON ✝ Sigurjón Péturs-son fæddist á Sauðárkróki 26. október 1937. Hann lést af slysförum 10. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 21. janúar. samningagerðinni og ekki síður á kynning- arfundum sem fylgdu í kjölfarið urðu kynnin nánari. Það var auðfundið að Sigurjóni var mjög umhugað að samskipti skólanna við sveitar- félögin gætu gengið vel fyrir sig og breytir engu um það þótt við höfum ekki alltaf ver- ið sammála um túlkun samninga. Skólastjór- um ekki síður en sveitarfélögunum var það ómetanlegt að hafa í forsvari sveitarfélaganna mann sem sett hafði sig inn í allar aðstæður og gat án nokkurra fordóma rætt stöðu mála. Ekki síst er þetta ómetanlegt þegar jafn miklar breytingar er um að ræða eins og fólust í nefndum kjarasamningi. Þarna var í raun samið um nýtt starfsumhverfi og því líklegt að túlkun á ýmsum þáttum þeirra yrði viðkvæm. Þarna naut starfs- reynsla Sigurjóns sín vel. Sveit- arfélögin voru í fáum orðum sagt afar heppin með þessa ráðningu og skólastarfi í landinu mjög mikill missir og eftirsjá að hans nýtur ekki lengur við. Á þeim ferðalögum sem ég var í með Sigurjóni vegna kynningar- funda var hann mjög skemmtileg- ur og margfróður eins og þeir hafa tjáð sig um sem best þekktu hann. Það er ávinningur fyrir hvern og einn að kynnast slíkum mönnum. Með þessum fáu orðum vil ég fyrir hönd Skólastjórafélags Íslands þakka Sigurjóni fyrir samstarfið og votta honum virðingu. Eigin- konu og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Kári Arnórsson. Elsku Ek. Þú getur ekki ímynd- að þér hvað ég sakna þín mikið, það hefur svo margt breyst síðan þú fórst. Ég trúi ekki að þú sért farinn og að ég fái aldrei að sjá þig aftur. Við sem ætluðum að fara til Tæ- lands næsta sumar, í ferðina sem við vorum búin að tala um síðustu 2 árin. Það er varla hægt að leggja meira á einn vinahóp heldur enn þetta, á 3 mánuðum erum við búinn að missa tvo úr okkar hóp og ég veit ekki hvort við þolum meira. Ég hef aldrei smakkað eins góðan austurlenskan mat og þann sem þú eldaðir. Ég man að einu sinni þegar við bjuggum á Miklubrautinni, komstu í heimsókn með kjúkling sem þú eldaðir. En í staðinn fyrir að setjast svo við borðið og borða, sagðistu þurfa að fara heim að elda fyrir afmæli systur þinnar og fórst svo. Eins og systir þín spurði mig um daginn: Hver á nú að halda svona partý eins og þú hélst. Þú hafðir svo gaman af því að skipu- leggja partý og varst mjög góður í því. Til dæmis núna fyrir rúmlega mánuði hélt vinur okkar upp á afmæl- ið sitt sem þið voruð búnir að tala um og undirbúa í meira en tvo mánuði áð- ur. Enda var þetta eitt besta partý ársins. Ég vona svo innilega að þú sért nú hamingjusamur í paradís með Söru. EKACHAI SAITHONG ✝ Ekachai Saith-ong fæddist í Surin í Taílandi 12. júlí 1981. Hann lést í Reykjavík 20. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 29. nóvember. Ég gleymi þér aldrei, takk fyrir að vera frá- bær vinur. Þín vinkona Sigrún. Elsku ástin mín, ég á ávallt eftir að sakna þín. Þetta var yndislegur tími sem við áttum sam- an. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst svona yndislegum manni eins og þér. Ég trúi því varla að þú sért farinn og fæ aldrei að sjá danssporin þín og bragða á ljúf- fenga matnum þínum. Ég hlakkaði alltaf til helganna að djamma með þér því þú skemmtir þér alltaf svo vel að maður gat ekki annað en skemmt sér líka vel í kringum þig og ég gleymi aldrei þessu fallega brosi sem kom mér til að brosa. Að lokum vil ég þakka þér fyrir að hafa stutt mig svona mikið eftir að Sara systir mín lést og nú vil ég reyna að styðja fjölskylduna þína. Ég elska þig og mun alltaf gera það. Þú varst frábær og munt alltaf vera það. Vertu sæll elsku Ek minn, ég hlakka til að hitta þig aftur í Paradís. Ég bið að góður guð verndi og styrki fjölskylduna þína í hennar miklu sorg. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Kveðja, Maríum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.