Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EINHVERN tímann var þessi frasi notaður í auglýsingu. Það leynist mikill sannleikur í þessari yfirskrift, en samt er raunin ekki sú að það hafi allir þak yfir höfuðið. Á Íslandi í dag er stór hópur sem ekki á sér griða- stað sem þeir geta kallað heimili. Það eru ekki bara svokallaðir „úti- gangsmenn“ sem eru húsnæðislaus- ir. Í þessum hópi eru láglaunaðir einstaklingar/fjölskyldur, einstæðir foreldrar, öryrkjar, aldraðir og fólk sem hefur misst eigur sínar vegna uppáskrifta á lánum fyrir aðra. Villandi tölur um húsnæðislausa eða þá sem skráðir eru „óstaðsettir í hús“ hjá Hagstofu gefa engan veg- inn raunverulega mynd af húsnæð- isleysi á Íslandi í dag. Samkvæmt lögum eiga einstaklingar að vera með skráð lögheimili einhverstaðar hvort sem þeir búa þar eða ekki. Sem dæmi vitna ég í unga einstæða móður sem er með lögheimili hjá fyrrverandi tengdamóður sinni en hún bjó þar síðast fyrir tveimur ár- um. Hún hefur búið á 11 stöðum síð- an þá, inni á vinum og vandamönn- um til skiptis. Stúlkan býr í dag á gistiheimili með þriggja ára gamla dóttur sína. Ef hún sem löghlýðin en heimilislaus borgari færi eftir þess- um skráningarreglum þá þyrfti hún að flytja lögheimili sitt ansi oft. Þessi stúlka er langt frá því að vera eina dæmið um húsnæðislausa sem lifa dag frá degi í von um að geta haft fastan samastað einhvertíma í framtíðinni. Húsaleiga er á upp- sprengdu verði og ekki óalgengt að heyra að fólk greiði allt að 80.000 fyrir þriggja herbergja íbúð. Þó húsaleigubætur séu ekki lengur skattlagðar þá er sú upphæð dropi í hafið hjá láglaunafólki sem þarf að greiða slíka leigu. En á meðan vandamálið er tölulega villandi er slæmt húsnæðisástand ósýnilegt fyrir almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar. Blákaldur raunveru- leikinn sýnir sig hjá þeim sem hýsast á stofugólfinu hjá ættingjum, búa á gistiheimilum eða leigja sér þak yfir höfuðið fyrir 80% af launum sínum. Með öll þessi kostningaloforð sem eru í gangi í dag þá er eins og keisarinn hans H.C. Andersen, í hlutverki velferðarsamfélagsins, klæðist ekki eingöngu ósýnilegum fötum, heldur virðist hann líka hafa stungið höfðinu í sandinn að hætti strútsins. DAGBJÖRT L. KJARTANSDÓTTIR, félagsráðgjafi. „Allir þurfa þak yfir höfuðið“ Frá Dagbjörtu L. Kjartansdóttur: DALAI Lama segir að tilgangur lífs- ins sé að leita hamingjunnar. Við fæðingu hefur manneskjan allar for- sendur frá náttúrunnar hendi til að elska lífið. Lífsgleði og lífsorka eru þættir sem rúmast innra með öllum hugsandi lífverum og er hér talið til lífsgæða. Manneskjan er sköpuð til að taka þátt í lífinu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Ýmsar aðstæð- ur geta þó haft áhrif á hæfni hennar til að öðlast lífshamingju. Innra með manninum leynast ótrúlegir hæfi- leikar til að bæta eigið líf og heilsu. Hægt er að vinna markvisst að því að auka lífsgæði, öðlast meiri lífsgleði og lifa kærleiksríkara lífi. Ein for- sendan er að einstaklingurinn taki ábyrgð á eigin lífi og heilsu og að hann hafi vilja til að þroska dulda hæfileika sína til að bæta lífsgæðin. Sumir fræðimenn hallast að því að sjúkdómar og heilsubrestir orsakist af þverrandi lífsgæðum og menn geti bætt andlegt og líkamlegt heilbrigði með því að styrkja þætti sem stuðla að aukinni lífsgleði. Hluti af þessu er að lifa í sátt við sjálfan sig. Með því er ekki átt við að einstaklingur sem býr við heilsubrest og félagslegan skort eigi að sætta sig við ástandið heldur að leita leiða til að breyta lífi sínu til að hámarka getuna til að öðl- ast lífsgleði og lífshamingju. Þó margir hafi áhuga á að breyta lífi sínu getur það reynst erfitt og alls ekki augljóst hvar á að byrja. Lang- varandi félagslegur skortur, heilsu- leysi, áföll, missir og sorg geta haft áhrif á hæfni einstaklinga til að taka fyrstu skrefin í átt að betra lífi. Meðal þeirra sem gert hefur rann- sókn á lífsgæðum er læknirinn Sören Ventegodt sem veitir forstöðu rann- sóknastofnun um lífsgæði í Dan- mörku, heimasíða www.fclk.dk. Nið- urstaða rannsóknar sem náði til 10.000 manns sýndi að það var lítið samhengi milli lífshamingju og árs- tekna, þjóðfélagsstöðu, lífsstíls, hreyfingar, áfengisnotkunar, reyk- inga, matarvenja, menntunarstigs eða atvinnustöðu. Það var aftur á móti mikið sam- hengi milli lífshamingju og tengsla við sjálfan sig, tengsla við maka, þ.m.t. ánægju með kynlífið, tengsla við vinina, upplifun af vinnunni, and- legu og líkamlegu heilbrigði. Undanfarna áratugi hafa sjónir margra beinst að því að kenna fólki að skynja streitu og vanlíðan og önn- ur einkenni erfiðra samskipta og benda á aðferðir til að bregðast við þeim. Nýrri kenningar leggja meiri áherslu á að fólk læri að lesa eigin til- finningar, geri sér grein fyrir ástandi sínu, setji sér lífsgæðamark- mið og beini sjónum að því að auka lífsgæðin með breyttu hugsana- mynstri í stað þess að einblína á streituvaldana. Þannig geti einstak- lingurinn þróað með sér jákvæðari lífssýn og kærleika sem auðveldar honum að lágmarka áhrif erfiðra að- stæðna. Einstaklingurinn öðlast betri tengsl við sjálfan sig og aðra og hefur jákvæð gagnvirk áhrif í sam- skiptum og á umhverfi sitt. GUNNHILDUR VALDIMARSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og kennari. Lífsgæði og lífsgleði Frá Gunnhildi Valdimarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.