Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 49
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 49 BORGARYFIRVÖLD eru um þess- ar mundir að undirbúa fundarhald með hagsmunaaðilum sem stunda útivist í einhverri mynd í nágrenni við félagssvæði Fáks á Víðivöllum við Elliðaár. Upplýsti Óskar Bergsson vara- formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar að ætlunin væri að kalla saman göngu- og hjólreiða- fólk á þessu svæði auk hestamanna í því augnamiði að fá fram öll sjón- armið og finna í framhaldinu lausn á þeim vanda sem upp er kominn vegna lagningu reið-, göngu- og hjólreiðastíga á svæðinu. Mikillar óánægju hefur gætt meðal hestamanna með lagningu síðastnefndu stíganna og telja þeir þá liggja of nærri reiðgötunum víða og sömuleiðis telja þeir ófært að beina allri þessari umferð í gegnum sömu undirgöng undir Suðurlands- veg við Rauðavatn og undirgöngin undir Norðlingabraut sem þeir telja of þröng fyrir alla þessa umferð og hafi mikla slysahættu í för með sér. Sagði Óskar hvorki búið að dag- setja né finna fundinum stað. Borgaryfir- völd boða fund vegna reið- og göngustíga Morgunblaðið/Valdimar Einn af ásteytingarsteinunum er undirgöngin undir Suður- landsveg sem hestamenn telja að séu orðin of þröng eftir að helmingur þeirra var tekinn undir umferð gangandi og hjól- andi umferðar. með færustu reiðmönnum og reið- kennurum FT í kennslustund hjá þessum snjalla hestamanni. Í frétta- tilkynningunni segir að sumir hest- anna sem knaparnir mæta með séu sumir hverjir landskunnir gæðing- ar. Þeir sem njóta þess heiðurs að fá að mæta með hest eru Benedikt Líndal, Eyjólfur Ísólfsson, Reynir Aðalsteinsson, Sigurbjörn Bárðar- son, Anton Páll Níelsson, Atli Guð- mundsson, Einar Öder Guðmunds- son og Olil Amble. Þekkt hross í kennslustund Ekki er ljóst hvaða hross þessir snillingar mæta með til leiks en vel kemur til greina að Sigurbjörn mæti með Markús frá Langholts- parti en einnig er Logi frá Skarði inni í myndinni hjá honum en hann er nú kominn í þjálfun á nýjan leik eftir fimm ára hvíld ef hvíld skyldi kalla. Suðri frá Holtsmúla er ofarlega í huga hjá Olil og Einar Öder þarf að velja milli þriggja hrossa, þeirra Glóðar frá Grjóteyri, Faldar frá Syðri-Gróf og Odds frá Selfossi. Víst þykir að Eyjólfur muni mæta með Rás frá Ragnheiðarstöðum og Atli Guðmundsson mun mæta með Breka frá Hjalla. Bent Branderup verður með þráðlausan hljóðnema og mun út- skýra allar ábendingar til knapa þannig að áhorfsþátttakendur ættu að vera vel með á nótunum. Öllum verður heimill aðgangur og verður selt inn en aðgangseyrir hefur ekki verið ákveðinn. Umsjónarmenn með þessum viðburði eru þeir Atli Guð- mundsson og Eyjólfur Ísólfsson. Ætla má að þarna verði um sann- kallaðan hvalreka að ræða á fjörur hestamanna. Áhugi fyrir fimiæfing- um er mjög vaxandi þótt annað megi ætla eftir umfjöllun um fimi- keppni á heimsmeistaramótum hér á hestasíðunni. Áhugi fyrir keppni í greininni virðist lítill en skilningur á vægi æfinganna til uppbyggingar alhliða reiðhesta virðist hinsvegar mjög vaxandi. tímann með útliti og klæðaburði. Það er Félag tamningamanna sem stendur að komu Branderups til landsins og í fréttatilkynningu frá félaginu segir að reiðmennska hans einkennist mjög af léttleika og þá einkum léttleika í beisli, stuttum og hnitmiðuðum þjálfunartímum og auk þess leggur hann mikla áherslu á söfnun og kröftugar hreyfingar. Reynir Aðalsteinsson tamninga- meistari segir að hann leggi mikið upp úr léttleika í beisli ásamt vilja og krafti og aukinni burðargetu aft- urfóta sem skapi háar hreyfingar. Hentar vel fyrir íslenska hestinn Helstu sérfræðingar félagsins eru sammála um að þessi gerð reið- mennsku henti einstaklega vel við uppbyggingu og þjálfun íslenska hestsins. Námskeiðið verður hvort tveggja í senn einka- og sýnikennsla þar sem einungis átta knapar verða með hesta á námskeiðinu. Áhorfendum verður gefinn kostur á að fylgjast BENT Branderup fæst við og kenn- ir þá grein klassískrar reiðmennsku sem kennd hefur verið barokktím- ann. Hann hefur getið sér heims- frægðar fyrir hæfni og kunnáttu á þessu sviði og fengist mikið við kennslu samfara þjálfun hrossa. Menntun sína hefur hann sótt til Spánar og meðal annars numið við The Royal Andalusian School of Equestrian Art sem er í bænum Jerez de la Frontera en sá skóli þykir sambærilegur við Spánska reiðskólann í Vín þótt ekki sé hann eins þekktur og umtalaður hér á landi. Þá hefur Bent Branderup verið í námi hjá heimsfrægum meisturum á borð við Salavador Sanchez, Nono Oliveira og Egon von Neindorff svo nokkrir séu nefndir. Hann hefur lát- ið mikið til sín taka í heimi hesta- mennskunnar, meðal annars með samningu kennslubóka og þá hefur hann gert fjölda myndbanda. Þá spillir það ekki að Bent Branderup þykir mjög sérstakur persónuleiki og lifir sig nokkuð inn í barokk- Heimsókn reiðsnillingsins Bents Branderups til landsins um miðjan apríl Hvalreki á fjörur ís- lenskrar reið- mennsku Ein mesta söfnun í reiðmennskunni er æfingin „levade“ sem Bent Branderup framkvæmir hér. Allt í fullkomnu jafnvægi. Margir hallast að því að heimsókn hesta- mannsins danska Bents Branderups til Ís- lands um miðjan apríl flokkist undir stór- viðburð í hestamennskunni á Íslandi. Valdimar Kristinsson fjallar hér um námskeiðið sem Branderup mun kenna á. FYRSTA vetrarmót Geysis í Rang- árvallasýslu var haldið á Gaddstaða- flötum á laugardaginn í ágætis veðri, prýðisgóð þátttaka og hestakostur afar góður. Sérstaklega vakti sigur- vegari í atvinnumannaflokki, Skrúð- ur frá Skrúði, mikla athygli. Hann er undan Kolbeini frá Vallanesi sem er aftur undan Kolfinni frá Kjarnholt- um en móðir Skrúðs er undan Borg- fjörð frá Hvanneyri. Skrúður er svartur að lit, mjög faxprúður og hágengur rýmishestur og verður stefnt með hann á landsmót í sumar. Eigandinn er Malin Ramm sem sat hestinn en hún er sænsk en hefur verið hér á landi í sex ár og unnið við tamningar. Hún er félagi í Geysi og mun væntanlega tefla honum fram á móti félagsins í vor þegar valdir verða gæðingar á landsmót. Þetta er upphaf þriggja móta rað- ar og verður næsta mót 9. mars á Gaddstaðaflötum en þann dag halda Geysismenn árshátíð sína um kvöld- ið. Síðasta mótið verður svo 13. apríl en þá verða veitt verðlaun fyrir hvern flokk. Helga Fjóla Guðnadótt- ir, formaður Geysis, sagði að í barna- og unglingaflokki væru knaparnir verðlaunaðir en í fullorðinsflokkun- um tveimur væru það hestarnir sem væru verðlaunaðir. Þannig geta þrír knapar mætt með sama hestinn á sitt hvert mótið og hann orðið stigahæst- ur en úrslit fyrsta mótsins urðu ann- ars sem hér segir: Barnaflokkur 1. Inga B. Gíslad. á Úlfi frá Hjaltastöðum 2. Rakel N. Kristinsdóttir á Gyrði frá Skarði 3. Lárus Guðmundsson á Garpi frá Stykk- ishólmi 4. Ragnheiður Ársælsdóttir á Framtíð frá Fróðholti 5. Ragnheiður Hallgrímsdóttir á Hersi frá Þverá, Skíðdal Unglingar 1. Jóhanna Þ. Magnúsdóttir á Ófeigi frá Ár- bakka 2. Helga B. Helgadóttir á Glymi frá Kirkjubæ 3. Elín H. Sigurðardóttir á Kjarna frá Flögu 4. Hildur Ágústsdóttir á Vopna frá Fíflholti 5. Katla Gísladóttir á Spennu frá Leirubakka Áhugamenn 1. Gunnar Rúnarss. á Brúnku frá Svínhaga 2. Katla Gísladóttir á Kolskör frá Flugumýr- arhvammi 3. María Birkines á Regin frá Sigmundar- stöðum 4. Ásmundur Pálss. á Nótt frá Hrafntóftum 5. Súsanna Hermanns á Eldingu frá Lamb- haga Atvinnumennn 1. Malin Ramm á Skrúði frá Skrúði í Reyk- holtsdal 2. Ísleifur Jónasson á Fána frá Kálfholti 3. Kristjón Kristjánsson á Víglundi frá Fífl- holti 4. Sissel Tweten á Fannari frá Akranesi 5. Þorvaldur Þorvaldsson á Gelli frá Ár- bakka Skagamenn komnir í gang Töltmóti á Æðarodda á Akranesi sem halda átti 2. febrúar var frestað vegna veðurs en var haldið um helgina. Þar var aðeins um forkeppni að ræða en gefnar einkunnir og þrír efstu hlutu verðlaun. Hér er um mótaröð að ræða eins og hjá Geysis- mönnum og verður sá verðlaunaður sérstaklega er flest stig hlýtur að loknum þremur mótum. Aðeins var keppt í einum flokki og urðu úrslit sem hér segir: Opinn flokkur 1. Ingibergur Jónss. á Ísak frá Akranesi, 6,5 2. Ólafur Guðmundsson á Ljósvaka frá Vatnsleysu, 6,4 3. Linda Reynisdóttir á Garpi, 5,7 Um helgina næstu verður fé- lagsmót hjá Fáki en auk þess hugð- ust þeir halda opið mót í skeiði og jafnvel tölti á Rauðavatni en það virðist nú í uppnámi með snarlega breyttu hitastigi og roki og rigningu. Landsmótskandídatar láta á sér kræla Morgunblaðið/Valdimar Hestamenn hafa átt góða daga á ísilögðum vötnum. Hér fara fjórir knapar á færleikum sínum um Rauðavatn. Fákaflug á Melgerðis- melum? EKKI hyggjast Skagfirðingar né heldur Norðlendingar hvíla sig eftir landsmótið í sumar eins og ýjað var að í hestaþætti fyrir hálfum mánuði þegar fjallað var um mótaskrá LH og hestamót ársins. Að sögn Stefáns Erlingssonar hjá Létti á Akureyri er engan bilbug á þeim að finna fyrir norðan og hyggjast þeir halda áfram með Fákaflugið sem tókst með mikl- um ágætum í fyrra. Sagði hann að allar líkur væru á að mótið yrði að þessu sinni haldið á Melgerðismelum en ekki væri búið að ganga endan- lega frá hlutunum og því væri mótið ekki komið á mótaskrána. Þá hefur dagsetning afmælismóts Fáks verið ákveðin 19. til 21. apríl og bætt hefur verið í mótaskrána vetr- armótum Sleipnis á Selfossi og ná- grenni og sömuleiðis íþrótta- og gæðingamóti Sóta á Álftanesi. Þá ríkir enn fullkomin óvissa um dag- setningu Óvissumóts Sörla í Hafn- arfirði að öðru leyti en því að það verður haldið í mars. Vörurnar sem virka FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.