Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTADAGUR aldraðra var haldinn í 17. skipti í gær í íþrótta- húsinu við Austurberg. Íþróttadag- urinn er haldinn á öskudag ár hvert, en það er Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra sem stendur fyrir samkomunni. Þátttakendur í gær voru 600 talsins frá öllum félagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjanesbæ og höf- uðborgarsvæðinu. Hóparnir voru með sýningar á margskonar leik- fimisæfingum auk þess sem dans var stiginn, sungið og farið í leiki. Hið velþekkta Vinaband leiddi almennan söng að lokinni setningu hátíðarinnar og síðan voru sýndir hringdansar, ungverskur dans, kínversk leikfimi, leikfimi með teygjum og hringjum svo fátt sé nefnt. Hjörtur Þórarinsson varafor- maður Félags áhugafólks um íþróttir komst skemmtilega að orði þegar hann lýsti forystuliði félags- ins en þar eru á ferðinni fyrrver- andi íþróttakennarar. „Uppgjafa- íþróttakennarar, en við erum þó ekki uppgefin,“ sagði hann eftir að hafa heilsað blaðamanni með íþróttamannslegu handtaki, þétt- ingsföstu. „Við höfum virkilega gaman af því að leiðbeina fólki og koma því af stað í þetta verkefni, því við vitum hvers virði heilsan er. Hún er það sem við eigum að vernda fram á hinsta dag.“ Hann sagði fólk ekki þurfa að eiga það á hættu að ofbjóða sér, enda gæti hver og einn valið sér hreyfingu eftir getu. Orkuflæðið jafnað með kínverskri leikfimi Meðal þess sem var á dagskránni í gær var kínversk leikfimi, sem Guðný Helgadóttir leikkona kenn- ir. „Það er leitast við að jafna orkuflæði líkamans og það reynir mikið á einbeitingu, ró, jafnvægi í huga og samhæfingu,“ sagði hún um leikfimina. „Þetta er geysilega mögnuð líkamsrækt því allt stoð- kerfi líkamans styrkist með ástundun hennar.“ Guðný kennir tveimur hópum í félagsmiðstöðinni í Gjábakka og segir þátttöku mjög góða og svip- aða sögu er að segja í félagsmið- stöðvum Reykjavíkurborgar. Meðal þeirra sem stunda leikfim- ina er Jóhanna Þórhallsdóttir, sem hefur nokkurra ára reynslu af henni og sækir tíma í félagsmið- stöðinni Hæðargarði 31. „Kín- verska leikfimin er mjög góð og gefur manni meira en virðist við fyrstu sýn. Þetta er alhliða leikfimi og það er líka góður félagsskapur í kringum hana. Það var ágætt að byrja í henni á gamalsaldri og maður gerir það sem hentar manni, enda er lögð áhersla á að maður ofgeri sér ekki,“ sagði hún. „Mér finnst gaman að taka þátt í þessu og gleðjast með öðrum og sjá hvað hinir eru að gera,“ sagði hún aðspurð um íþróttadaginn, sem haldinn hefur verið síðastliðin 7 ár í íþróttahúsinu við Austurberg. 600 manns tóku þátt í íþróttadegi aldraðra með dansi og leikfimi Morgunblaðið/Ásdís Hækkað í hljómflutningstækjunum og allir út á gólf og einbeiting og leikgleði skín úr hverju andliti. „Erum ekki uppgefin“ Hópur frá Kópavogi sýnir kínverska leikfimi.Þau sýndu fimleg tilþrif. HANNES Ó. Johnson lést þriðjudaginn 12. febrúar sl., 78 ára að aldri. Hannes fæddist á Blönduósi 12. septem- ber 1923, sonur hjónanna Ólafs John- son stórkaupmanns í Reykjavík og Guðrúnar Árnadóttur Johnson. Hann nam við Verzlun- arskóla Íslands frá 1938-1940 og Admiral Billard Academy í Bandaríkjunum 1941- 1942. Hannes var búsettur í Bandaríkj- unum 1940-1945 og vann á skrifstofu Ó. Johnson og Kaaber hf. og Inn- flytjendasambandsins í New York 1942-1945. Eftir heimkomuna starfaði Hann- es hjá Páli Stefánssyni 1946, Flug- félagi Íslands hf. 1947- 1949 og Trolle & Rothe hf. 1950-1954. Hann var fulltrúi hjá Vá- tryggingarfélaginu hf. 1954 til áramóta 1955 og síðan framkvæmda- stjóri hjá Tryggingu hf. Hannes átti sæti í stjórn Sambands brunatryggjenda á Ís- landi 1964-1975 og var formaður síðustu fimm árin. Þá sat hann í stjórn Sambands ís- lenskra trygginga- félaga 1972-1975, stjórn Verslunarráðs Íslands 1974- 1976 og í stjórn Ó. Johnson og Kaab- er og systurfyrirtækja þess frá 1967 til 2001. Eftirlifandi eiginkona Hannesar er Sigríður Guðbjörg Johnson. Börn þeirra eru tvö, Hildur Elín og Agnar. Andlát HANNES Ó. JOHNSON ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Mál og menning var í gær dæmt til að greiða Landmælingum Íslands rúmlega 2,7 milljónir vegna notk- unar á kortagrunni við útgáfu á landakortum. Forsaga málsins er sú að Mál og menning keypti árið 1997 gögn úr stafrænum kortagrunni Landmæl- inga Íslands, en fyrirtækið hugðist þá hasla sér völl á sviði kortaút- gáfu. Risu deilur um greiðslu vegna birtingargjalds á kortum sem unn- in voru eftir kortagrunninum. Taldi óskylt að greiða gjaldið Taldi Mál og menning að óskylt væri að greiða umrætt birtingar- gjald þar sem þau gögn sem hefðu verið notuð við kortagerðina nytu ekki verndar höfundarréttarlaga. Hæðartölur, útlínur landsins, lega jökla og árfarvegir væru stað- reyndir sem Landmælingar gætu ekki átt höfundarrétt á. Hefði höf- undarréttur verið fyrir hendi væri verndartíminn ennfremur liðinn. Þá væru kort Máls og menningar sjálfstæð höfundarverk sem stydd- ust við gögn sem hefðu verið keypt á stafrænu formi úr gagnagrunni Landmælinga. Auk þess væri gjaldtaka Landmælinga byggð á gjaldskrá sem skorti lagastoð. Gjaldtakan bryti gegn samkeppn- islögum og væri andstæð reglum stjórnsýslulaga. Þá væri flokkun á kortum órökstudd og endurgjaldið ósanngjarnt. Á þennan málatilbúnað féllst dómurinn ekki. Í niðurstöðum hans segir að skv. lögum um landmæl- ingar og kortagerð sé mælt fyrir um að Landmælingar Íslands gæti höfundar- og afnotaréttar á öllu því efni sem stofnunin hefur eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Ís- landi. Þá falli gögn úr kortagrunni undir höfundarlög á sama hátt og bókmenntaverk. Auk greiðslu upp á 2,7 milljónir króna var Mál og menningu gert að greiða 250.000 í málskostnað. Erla S. Árnadóttir hrl. flutti málið f.h. Landmælinga Íslands en Halldór Birgisson hrl. var til varnar. Her- vör Þorvaldsdóttir kvað upp dóm- inn. Mál og menning dæmt í héraðsdómi Greiði Landmælingum 2,7 milljónir króna HEILDSÖLUBAKARÍIÐ við Grensásveg hefur farið þess á leit í erindi til Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Kjarnavörur hf. verði leyst upp vegna einokunaraðstöðu á viðskiptum með smjörlíki hér á landi, bæði til matvöruframleiðslu og heimilisnota. Haukur L. Hauksson, bakarameistari hjá Heildsölubakarí- inu, sagði við Morgunblaðið að hann hefði beðið í mánuð eftir sams konar erindi frá Landssambandi bakara- meistara en þar sem ekkert hefði gerst hefði hann ákveðið að gera eitthvað sjálfur í málinu. Fram kemur í erindi Hauks til Samkeppnisstofnunar að fyrir u.þ.b. mánuði hafi Kjarnavörur hf. keypt smjörlíkisgerð Sólar-Víkings hf. og náð þar með markaðsráðandi stöðu í sölu á svokölluðu rúllusmjörlíki, sem m.a. er notað í vínarbrauðsgerð. Fyrirtækið sé einnig með markaðs- ráðandi stöðu í sölu hrærismjörlíkis og smjörlíkis til neytenda. Loks seg- ir í erindinu: „Í ljósi þessa fer ég því fram á það við Samkeppnisstofnun að þetta fyr- irtæki verði leyst í sundur eða að öðrum kosti beiti Samkeppnisstofn- un sér fyrir því að tollar og vörugjöld verði felld niður af innfluttu smjör- líki, svo að jafnvægis á þessum markaði sé gætt.“ Guðmundur Sigurðsson hjá Sam- keppnisstofnun staðfesti í samtali við Morgunblaðið að erindið hefði borist en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um innihald þess, sagði að málið yrði skoðað eins fljótt og auðið væri. Kvartað til Sam- keppnisstofnunar Smjörlíkis- fyrirtæki verði leyst upp EINN vinningsmiði í Víkingalott- óinu í gærkvöldi var seldur hér á landi og hlaut viðkomandi tæpar tíu milljónir í vinning. Fimm voru með allar tölur réttar en heildarupphæð vinninga var rúmlega 53 milljónir króna og fær hver vinningshafi rúm- ar 9,7 milljónir í sinn hlut. Vinnings- miðinn hér á landi var seldur í Happahúsinu í Kringlunni. Hinir vinningsmiðarnir voru seldir í Nor- egi (2) og Danmörku (2). Tölur kvöldsins voru 7, 11, 16, 21, 27 og 42. Bónustölurnar voru 10 og 45. Fékk tæpar 10 milljónir í Víkingalottó ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.