Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 23 Laugavegi, s. 511 1717 Kringlunni, s. 568 9017 2002 Flauelsjakki 12.990 Flauelsbuxur 8.990 (Litur: Svartur. St. 0-5) Bolur 4.990 (Margir litir) Jakkaföt 15.990. Stærðir 38-48 (Litir: Svart, dökkgrátt, ljósgrátt, grænt) Skyrta 2.990 (Litir: Bljósblátt, ljósgrátt, beige) Bindi 2.990 - Skór 8.990 Gott verð UTANRÍKISRÁÐHERRA Þýska- lands hefur varað Bandaríkjamenn við því að líta á bandamenn sína í Evrópu sem „fylgihnetti“. Hann segir og að bandamenn Bandaríkj- anna í Evrópu leggist allir sem einn gegn einhliða hernaðaraðgerðum stjórnvalda í Washington. Ráðherrann, Joschka Fischer, lét þessi ummæli falla í viðtali við dag- blaðið Die Welt, sem birti þau á þriðjudag. Er litið svo á að þetta feli í sér hörðustu gagnrýni, sem frá evrópskum stjórnvöldum hefur komið vegna þeirra ummæla George W. Bush forseta, að Norður-Kórea, Íran og Írak myndi „öxul hins illa“ í heimi hér. „Hið alþjóðlega bandalag gegn hryðjuverkaógninni felur ekki í sér grundvöll fyrir því að gripið sé til aðgerða gegn [tilteknu ríki] – og síst af öllu á það við um einhliða aðgerð- ir,“ segir Fischer. „Allir ráðherrar utanríkismála í Evrópu eru þessarar skoðunar. Af þessum sökum er hug- takið „öxull hins illa“ marklaust.“ Fischer tekur fram að hann sé eindreginn andstæðingur haturs og óvildar í garð Bandaríkjanna en bætir við: „Bandalag frjálsra lýð- ræðissinna má ekki færa niður á stig undirgefni. [Aðrir] þátttakend- ur í bandalaginu eru ekki fylgihnett- ir.“ Í viðtalinu leggur þýski utanrík- isráðherrann áherslu á það sjónar- mið, sem nýtur nú fylgis meðal evr- ópskra ráðamanna, að „sigur“ í baráttunni gegn hryðjuverkavánni vinnist ekki með hernaðaraðgerðum einum saman. Horfa þurfi til ann- arra þátta svo sem fátæktar í þróun- arríkjunum. Skilgreina þurfi örygg- ishugtakið á ný og huga beri sérstaklega að hnattvæðingunni og áhrifum hennar utan Vesturlanda. Tyrkir vara við aðgerðum gegn Írak Tyrknesk stjórnvöld lýstu yfir þvi í gær að þau myndu „ekki líða“ ein- hliða hernað Bandaríkjamanna gegn Írökum. Tók aðstoðarforsætisráð- herra landsins, Mesut Yilmaz, sér- staklega fram að „þau ríki“, sem hygðu á aðgerðir gegn Saddam Hussein Íraksforseta og stjórn hans, þyrftu að hafa í huga hversu hrikaleg áhrif slíkt myndi hafa á efnahag Tyrklands. Tyrkir halda því fram að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Írak hafi kostað þá meira en 40 milljarða dollara frá 1990. Sagði Yilmaz að ekki yrði liðið að „hagsmunir þjóðarinnar“ yrðu fótum troðnir á þann veg. Tyrkir eiga aðild að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) og eru al- mennt taldir mikilvægustu banda- menn Bandaríkjanna í þessum heimshluta. „Erum banda- menn en ekki fylgihnettir“ Tyrkir sætta sig ekki við einhliða að- gerðir Bandaríkjamanna gegn Írak Berlín. AP. AFGANSKAR skólastúlkur í Maz- ar-e-Sharif í norðurhluta Afgan- istans í gær. Á tímum talib- anastjórnarinnar var konum bannað að sækja sér menntun og borgarastríð í landinu und- anfarna tvo áratugi hefur valdið því að skólakerfið er í molum. Reuters Stúlkur á skólabekk STJÓRN Ástralíu hefur verið sökuð um að hafa njósnað um Ástrala með því að láta hlera símasamtöl þeirra við áhöfn norska flutningaskipsins Tampa sem bjargaði 438 flóttamönnum úr sökkvandi ferju í ágúst og var meinað að flytja þá til Ástralíu. Ástralska dagblaðið The Daily Telegraph sagði að yfir- völd hefðu hlerað samtöl starfs- manna Alþjóðaflutningamanna- sambandsins, ITF, og Siglingasamtaka Ástralíu við áhöfn Tampa. Stjórnin hefði síð- an fengið afrit af samtölunum og notað þau til að móta pólitísk viðbrögð sín við deilunni um flóttafólkið. Sú stefna hennar að neita að taka við flóttafólki, sem reynir að komast til Ástralíu með bátum, mæltist vel fyrir meðal kjósenda og er talin hafa stuðlað að sigri stjórnarinnar í þingkosningunum í nóvember. „Óástralskt“ framferði Verkamannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, sakaði stjórnina um „sví- virðilegt og óástralskt“ fram- ferði og krafðist rannsóknar á hlerunarmálinu. Stjórn Frjálslynda flokksins og Þjóðernisflokksins varði hleranirnar og sagði að þær hefðu verið „nauðsynlegar til að vernda þjóðarhagsmuni Ástr- ala“. Hún sagði að nokkrir flóttamannanna hefðu haft í hót- unum við skipstjóra Tampa og benti á að ástralskir hermenn voru um borð í skipinu. Stjórnin sökuð um að njósna um Ástrala Sydney. AFP. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, um „öxul hins illa“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.