Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 29 Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Costa del Sol í sumar á frábærum kjörum og þeir sem bóka fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 32.000 kr. afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða kr. 8.000 á mann- inn. Costa del Sol er vinsælasti áfangastaður Íslend- inga við Miðjarðarhafið og við bjóðum þér vinsæl- ustu gististaðina á ströndinni, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.805 M.v. hjón með 2 börn, 22. maí í viku, El Pinar. Verð kr. 45.205 M.v hjón með 2 börn, 2–11 ára, 26. júní, í 2 vikur, El Pinar, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 58.850 M.v. 2 í stúdíó, El Pinar, 26. júní, 2 vikur, með 8.000 kr. afslætti. Bókaðu til Costa del Sol og tryggðu þér 32.000 kr. afslátt af ferðinni Beint flug alla miðvikudaga í sumar Ótrúlegt verð í sólina í sumar Fáðu bæklinginn sendan Lægsta verðið í sólina Á ÞRIÐJUDAG hófst ný hádeg- istónleikaröð Íslensku óperunnar. Þar voru flutt aríur og dúettar úr Brúðkaupi Fíagrós eftir W.A. Moz- art. Síðar er ætlunin að taka til flutn- ings sönglög eftir Brahms og Atla Heimi Sveinsson á tvennum tónleik- um og röðinni lýkur með „óvissu- ferð“ á vit íslenskra sönglaga ólíkra höfunda. Nýir tímar blasa við í Íslensku óp- erunni. Fjárhagslegur grundvöllur hennar hefur verið styrktur og ungir söngvarar ráðnir til starfa. Ólafur Kjartan Sigurðarson, baritón, var fyrstur til þess að ríða á vaðið og síð- an hafa fleiri fylgt á eftir. Hádeg- istónleikarnir miða einmitt að því öðrum þræði að kynna hina nýju krafta hússins: á fyrstu hádegistón- leikunum fékk Ólafur Kjartan til liðs við sig Huldu Björk Garðarsdóttur, sópran, að hálfum mánuði liðnum mun Sesselja Kristjánsdóttir, mezzósópran, koma til leiks og loks mun Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, halda út í óvissuna með bari- tóninum. Þessir glæsilegu söngvarar hafa allir verið ráðnir við Íslensku óperuna. Þá mun Signý Sæmunds- dóttir, sópran, syngja á hádegistón- leikum 12. mars, en hún hefur marg- sinnis sungið í Íslensku óperunni, síðast í Mannsröddinni eftir Poulenc árið 1999. Brúðkaup Fígarós er eitt merk- asta verk Mozarts. Þar segir hann skilið við hefðbundnar hugmyndir manna um óperur og fer í stað þess sínar eigin leiðir. Þar með braut hann ísinn fyrir stórvirkin sem eftir fylgdu: Don Giovanni og Così fan tutte. Öll eru þessi verk við texta ær- ingjans Lorenzo da Ponte, hirð- skáldsins í Vínarborg. Tvímælalaust má rekja snjöllustu tónhugmyndir Mozarts í Brúðkaupi Fígarós til af- burða hnyttinna settninga og skringilegra kringumstæðna sem da Ponte fitjar upp á. Óperan er sam- felldur orðaleikur frá upphafi til enda, ekki aðeins í texta heldur einn- ig í tónum. Þegar Brúðkaup Fígarós er stytt, eins og gert var á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í vikunni, hlýtur sá háski að vofa yfir að andi verksins fari forgörðum, að hnyttnin og gam- ansemin komist aldrei á flug, að leik- urinn verði innantómur og mark- laus. Þessu var þó síður en svo farið hjá þeim Ólafi Kjartani og Huldu Björk. Með því að einskorða sig við samskipti tveggja persóna úr verk- inu, elskendanna Fígarós og Sús- önnu, tókst að búa flutningnum ramma sem hélt þétt utan um efnið. Greinilegt var að Ólafur Kjartan hefur margoft sungið hlutverk Fíg- arós og fór á kostum bæði í söng og leik. Hulda Björk fór einnig af- bragðs vel með hlutverk Súsönnu og naut þess að hafa slíkt óperunátt- úrutröll sér við hlið sem Ólafur Kjartan að sönnu er. Samskipti þeirra á sviðinu voru fölskvalaus og innileg; með aðstoð einfaldra leik- muna varð úr skemmtileg og lífleg sýning. Brúðkaup Fígarós lifir á spaugi- legum texta. Góður framburður er því grundvallaratriði við flutning á slíku verki. Ólafur Kjartan tók hressilega á textanum og af leikræn- um tilburðum mátti greina að hann vissi nákvæmlega hvað hvert orð þýddi, jafnvel í óeiginlegri merkingu satírunnar. Hulda Björk var sér greinilega meðvituð um merkingu textans og framburður hennar var prýðilegur en kraftur orðanna náði ekki alltaf til hlust- enda. Á óperusviði verða söngvarar bein- línis að þrá að sann- færa hlustendur um merkingu textans. Hulda Björk hefur frá- bæra rödd en að þessu leyti var nokkuð skarð fyrir skildi. Einnig var ójafnvægi milli radda þeirra Ólafs Kjartans í fyrstu senunni en síð- an sótti Hulda Björk í sig veðrið og þá komst á fullur sam- hljómur raddanna. Sýningin reis hæst í undurfagurri aríu Súsönnu, Deh vieni, non tardar, sem Hulda Björk söng af tindrandi þokka. Mik- ill fengur er fyrir Íslensku óperuna að fá slíkan lýrískan sópran til liðs við sig. Steinunn Birna píanóleikari reyndist elskendunum á sviðinu traustur félagi og tók þátt í gleði þeirra og sorgum af snerpu og leik- gleði. Framburður söngvaranna í sýn- ingunni á Brúðkaupi Fígarós var eins og áður sagði mjög góður og á köflum frábær. Það gladdi þann sem þetta skrifar en minnti hann jafn- framt á þann dapurlega sið sumra hérlendra söngvara að breyta ítölsk- um sönglögum og aríum í einhvers- konar vókalísur. Þannig má stund- um aðeins greina sérhljóða í söngn- um en engin orðaskil. Í sumum tilfellum kveður svo rammt að þessu að líkja mætti við meðvitaða stefnu- yfirlýsingu. Söngtónlist sprettur af texta og skýr textaframburður er grundvöllur þess að hlustendur njóti flutningsins. Verst er ef ungir söngvarar lepja upp linmælgið eftir hinum eldri og reyndari þannig að úr verður íslenskt tilbrigði við ítalskan framburð sem á sér enga stoð í raun- veruleikanum. Vonandi halda söngv- arar vöku sinni svo hlustendur megi áfram njóta fegurðar, kliðmýktar og gáska ítalskrar tungu líkt og á há- degistónleikum Íslensku óperunnar. Hálftíma brúðhlaup TÓNLIST Íslenska óperan Aríur og dúettar úr Brúðkaupi Fíagarós eftir W.A. Mozart. Hulda Björk Garð- arsdóttir, sópran, Ólafur Kjartan Sigurð- arson, baritón, og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir, píanó. Þriðjudaginn 12. febrúar 2002. ÓPERUTÓNLEIKAR Hulda Björk Garðarsdóttir Ólafur Kjartan Sigurðarson Gunnsteinn Ólafsson ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fyrir árið 2002, kr. 400.000. Umsóknum ber að skila á skrifstofu heimspekideildar Há- skóla Íslands í Nýjagarði, eigi síðar en 10. mars nk. Í 4. grein skipulagsskrár stend- ur: Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandidatspróf í sagn- fræði og kandidata í sömu grein til að rannsaka – og vinna að ritum um – sérstök verkefni er varða sögu Íslands eða efni því nátengt. Veita má manni styrk til sams kon- ar verkefna er eigi hefur verið í Háskóla Íslands og er sérstakar ástæður mæla með því að mati stjórnar og öll stjórnin er sammála þar um. Styrkur veittur úr Sagn- fræðisjóði NÝJUSTU fréttir benda til þessað verulega þrengi að hag Gugg- enheim-listasafnsins í New York sem einnig rekur útibú víða um heim. Vilja margir kenna núver- andi stjórnanda safnsins, Thomas Krens, um og þeirri útþenslu- stefnu sem hann hefur rekið á síð- ustu árum. 90 starfsmönnum Guggenheim-safnanna hefur ver- ið sagt upp og þremur væntanleg- um sýningum þess frestað um óákveðinn tíma. Guggenheim-safnið er einka- rekin listastofnun eins og títt er um listasöfn í Bandaríkjunum. Í því augnamiði að auka ferða- mannastraum, styrki og þar með tekjur safnsins beitti Krens sér fyrir auglýsinga- og markaðsher- ferðum sem á tíðum þóttu keyra um þverbak. Vilja sumir ganga svo langt að líkja stefnu safnstjór- ans við aðferðafræði McDonald’s- hamborgarakeðjunnar. Sýningar á borð við „List mótorhjólsins“ og sýning á fatnaði hönnuðarins Giorgio Armani á síðasta ári voru mjög vel sóttar, en listrænt gildi þeirra var umdeilt, ekki síst eftir að í ljós kom að fatahönnuðurinn heimsfrægi styrkti safnið um 15 milljónir bandaríkjadollara skömmu eftir að opnuð var sam- nefnd sýning honum til heiðurs. Guggenheim-safnið neyddist til að loka útibúi sínu í SoHo-hverfi í New York fyrir 2 árum en hefur haft uppi áform um nýja og stór- kostlega safnabygginu neðarlega á vesturbakka Manhattan-eyju til viðbótar við auðkennandi bygg- ingu á ofanverðri eyjunni sem hönnuð var af Frank Lloyd Wright fyrir rúmum 30 árum. Hefur arkitektinn Frank O. Gehry lokið við að hanna nýja safnið en mjög óljóst er hvort af framkvæmdum verður. Í næstu viku stóð til að opna í New York yfirlitssýningu á verk- um bandaríska myndlistarmanns- ins Matthew Barney, sem þekkt- astur er fyrir Cremaster-kvik- myndir sínar, og síðar á árinu stóðu til sýningar á verkum Kas- imir Malevich og Douglas Gordon, en þeim hefur nú öllum verið frestað. Auk safnsins í New York og ný- opnaðs Guggenheim-safns í Las Vegas, hefur Guggenheim rekið til lengri og skemmri tíma útibú í Feneyjum, Berlín, Salzburg og Bilbao á Spáni. Nú er uppi í safn- inu sýning á brasilískri list, sem fengið hefur heldur slæma dóma hjá gagnrýnendum. Hafa þeir m.a. velt því fyrir sér hvort valið á verkunum tengist á einhvern hátt fyrirætlunum um opnun Guggen- heim-safns í Rio de Janeiro. Guggenheim í vanda statt New York. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.