Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isLeiftur og Dalvík líklega í eina sæng /B1 Heiðar Helguson berst fyrir sæti í liði Watford /B2 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Samtökum iðnaðar- ins, „Ráðstefnudagskrá“. Blaðinu verður dreift um Suðvesturland. FYRRVERANDI sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar var í gær dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sparisjóðn- um 21 milljón kr. í skaðabætur. Í ákæru efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra var hann sakaður um stórfelld umboðssvik, bókhalds- brot og brot á lögum um ársreikn- inga. Var hann sakaður um að hafa stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu og að hafa ekki viðhaft tilskilda pör- un á milli fjárhagslega tengdra aðila sem gerði það að verkum að staða samanlagðra áhættuskuldbindinga tengdra aðila fóru í sjö tilvikum yfir þágildandi mörk sem voru 40% af eigin fé sjóðsins. Tap Sparisjóðsins vegna útlána til þessara sjö aðila var rúmlega 600 milljónir kr. á árunum 1996–2000. Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi hann fyrir flest þau atriði sem ríkislögreglustjóri hafði ákært fyrir. Fyrir dómi játaði sparisjóðsstjór- inn fyrrverandi að hafa leynt ábyrgðarveitingum til þessara sjö aðila fyrir stjórn sparisjóðsins, lög- giltum endurskoðanda og öðrum eft- irlitsaðilum. Átti þetta sér stað á tímabilinu frá mars 1994 til maí 1997. Bar hann að þetta hafi hann gert vegna vitundar um að á útgáfudegi hafi lánþegarnir og að hluta fjár- hagslega tengdir aðilar verið komnir yfir heimiluð viðmiðunarmörk um hámark útlána. Féllst héraðsdómur á að maðurinn hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu og þannig brotið gegn 249. gr. almennra hegningarlaga. Að mati dómsins voru brot hans stórfelld og endurtekin og ljóst að Sparisjóðurinn varð fyrir umtals- verðu tjóni vegna háttseminnar. Honum var virt til málsbóta að hafa undanbragðalaust greint frá brotum sínum. Óumdeilt var enn- fremur að hvorki hann sjálfur né venslamenn hans högnuðust per- sónulega á þessum viðskiptum og með hjálp náinna ættingja hefur hann greitt sparisjóðnum rúmlega 46 milljónir króna. „Hér var sakfellt í samræmi við ákæru í öllum aðalatriðum málsins,“ sagði Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Gerir hann ráð fyrir að þessi dómur hafi verulegt fordæmisgildi varðandi það hvernig sambærileg mál verði meðhöndluð framvegis og minnir á að fjármála- stofnanir hafi tapað gríðarlegum fjármunum vegna áhættu sem eftir á hefur verið talin óforsvaranleg. Ekk- ert sambærilegt mál er þó til rann- sóknar hjá efnahagsbrotadeildinni. Sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarn- arlaun skipaðs verjanda, Jónatans Sveinssonar hrl., greiðist af 2⁄3 af ákærða en af 1⁄3 af ríkinu. Ólafur Ólafsson, Freyr Ófeigsson og Sigurður H. Pálsson kváðu upp dóminn. Hlaut 10 mánaða skilorðs- bundið fangelsi og sekt Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar dæmdur fyrir stórfelld brot FERÐAFÉLAG Íslands og hreppsnefnd Svínavatnshrepps hafa náð samkomulagi í deilum sínum um Hveravelli. Sam- komulagið felur í sér að Svína- vatnshreppur kaupir allar eignir Ferðafélags Íslands á Hveravöll- um. Kaupverðið fyrir eignirnar er trúnaðarmál Að sögn Ingu Rósu Þórðar- dóttur, framkvæmdastjóra Ferða- félagsins, er kaupverðið trún- aðarmál en eignir Ferðafélagsins á Hveravöllum eru tveir skálar og annar búnaður sem þeim fylgir. „Samkvæmt samningnum mun Ferðafélagið halda áfram rekstri á Hveravöllum til 1. október í haust en síðan er samkomulags- atriði hvort við framlengjum það eða ekki. Við rekum þarna göngu- leið sem liggur um gömlu þjóð- leiðina og á henni eru þrír skálar, í Hvítárnesi, Þverbrekknamúla og Þjófadali og við munum reka þá áfram og í samkomulaginu felst að við munum ekki sveigja framhjá Hveravöllum þótt aðrir eigendur séu komnir þar að, þ.e. það er viljalýsing af okkar hálfu að kaupa af þeim þjónustu þegar og ef þeir hefja eigin rekstur á Hveravöllum,“ sagði Inga Rósa Þórðardóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skáli Ferðafélags Íslands á Hveravöllum er ávallt vinsæll áningarstaður. Ferðafélagið hefur selt eignir sínar á Hveravöllum STÆRSTU tryggingafélögin þrjú, Sjóvá-Almennar, VÍS og Trygg- ingamiðstöðin, hafa öll lækkað ið- gjöld frá síðustu áramótum og þá hafa Búnðarbankinn og Sparisjóð- irnar lækkað gjaldskrár sínar í kjölfar funda með forystu ASÍ. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að Búnaðarbankinn og Spari- sjóðirnir hafi ákveðið að lækka gjaldskrár sínar á svipuðum nótum og Íslandsbanki og Landsbanki höfðu þegar gert. „Sumir þessara aðila hafa verið að gera eitthvað þessu til viðbótar en það er rétt að þeir skýri frá því sjálfir. Sömu sögu er að segja með tryggingafélögin, þau hafa brugðist við og öll eru þau nú búin að lækka iðgjöld, sum höfðu þegar gert það, en það er einnig rétt að þau skýri sjálf frá því.“ Ræða næst við olíufélögin Grétar segir að í þessari viku standi til að funda með forráða- mönnum olíufélaganna og stóru flutningafyrirtækjanna, þ.e. Eim- skip og Samskip, og í framhaldi af því verði rætt við stærstu birgjana eða heildsalana. „Við erum raunar einnig alltaf að heyra af litlum fyrirtækjum sem eru að lækka verð. Slíkt fer kannski ekki hátt í fjölmiðlum en viðskiptavinirnir verða varir við þetta og ég er alveg klár á því að fyrirtækin munu njóta þess. Á öll- um þeim stöðum sem við höfum farið á höfum við alls staðar fengið jákvæðar undirtektir og hvergi blátt nei.“ Grétar segir að ASÍ hafi bætt við sig starfsmanni í verðlagseftirliti og nú starfi tveir starfsmenn beint við það auk annarra starfsmanna sem að því koma. „Við erum að vona að í framhaldinu getum við farið að skoða fleiri þætti en bara þessar hefðbundnu neysluvörur. Það er auðvitað sitthvað fleira sem þarf að fylgjast með og eins þarf auðvitað að fylgjast með þróuninni næstu mánuðina, þessu lýkur ekki 1. maí.“ Stærstu trygg- ingafélögin hafa lækkað iðgjöld MÁL tveggja manna, sem ríkissak- sóknari hefur ákært fyrir innflutn- ing á 2.800 e-töflum til landsins síð- astliðið vor, var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að loknum munnlegum málflutningi. Annar hefur játað sök en hinn neitar. Krefst ríkissaksóknari refs- ingar yfir báðum og er búist við nið- urstöðu héraðsdóms innan skamms. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann fíkniefnin í bakpoka annars mannsins við komuna frá Amster- dam eftir ábendingu frá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík, sem hafði upplýsingar um að fíkniefna- smygl væri hugsanlega í uppsigl- ingu. Sá mannanna sem játað hefur aðild að málinu hefur setið í gæslu- varðhaldi frá því það komst upp. E-töflumál dómtekið í héraðsdómi LÍKT OG hjá skíðaköppum sem tví- stíga í startholunum við brautar- byrjun á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City er tilhlökkun og kannski örlítill kvíði í börnum áður en þau láta vaða. En þegar ferðin er hafin er erfitt að snúa við og þá er aðeins eitt hægt í stöðunni: Að njóta ferðarinnar með bros á vör. Brunað niður brautina Morgunblaðið/Sverrir LOKIÐ er fresti til kröfulýsinga vegna gjaldþrots Samvinnuferða- Landsýnar á síðasta ári. Nokkur hundruð kröfur hafa borist en Ragn- ar H. Hall, skiptastjóri þrotabúsins, kveðst ekki hafa enn tekið saman hversu háar kröfurnar eru. Kröfurnar verða metnar á næstu vikum og að sögn skiptastjóra fundið út hvar í réttindaröðinni þær lenda. Skrá um kröfurnar og flokkun þeirra á að liggja fyrir mánuði eftir að kröfulýsingarfresti lýkur, sem var 14. febrúar. Ekki hafa enn verið greiddar út kröfur sem leitað er eftir úr trygg- ingum ferðaskrifstofunnar sem áskilið er að ferðaskrifstofur taki samkvæmt lögum um alferðir. Sam- kvæmt upplýsingum úr samgöngu- ráðuneytinu er búist við að það verði á allra næstu dögum. Nokkur hundruð kröfum lýst ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.