Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Grænir fingur einkavæðingarinnar.
Sjómannadagsráð stendur í ströngu
Ekki bara sjó-
mannadagur
MARGUR álítur aðhlutverk Sjó-mannadagsráðs í
Reykjavík og Hafnarfirði
sé það eitt að skipuleggja
og standa fyrir hátíðar-
höldum einu sinni á ári, á
sjómannadeginum, en því
fer víðs fjarri og sannleik-
urinn er nokkuð annar.
Framkvæmdastjóri Sjó-
mannadagsráðs er Ásgeir
Ingvason og svaraði hann
nokkrum spurningum
Morgunblaðsins.
Getum við fengið stutt
ágrip af sögu Sjómanna-
dagsráðs og helstu at-
burða í gegnum tíðina?
„Sjómannadagsráð var
stofnað í Reykjavík 25.
nóvember 1937 af ellefu
stéttarfélögum sjómanna í
Reykjavík og Hafnarfirði, þar
sem hvert félag tilnefndi tvo full-
trúa. Upphaflegt markmið var að
halda hátíðisdag fyrir íslenska
sjómenn árlega. Fyrsti sjómanna-
dagurinn var svo haldinn 6. júní
1938 og var þá gefið út Sjómanna-
dagsblaðið í fyrsta sinn. Sjó-
mannadagsráð hefur rekið Happ-
drætti DAS frá árinu 1954 og er
happdrættið grundvöllur fyrir
uppbyggingu Hrafnistuheimilina.
Sjómannadagsráð byggði og hef-
ur rekið Hrafnistu í Reykjavík frá
árinu 1957. Þar búa 310 aldraðir,
en fjöldi stöðugilda er 250. Sjó-
mannadagsráð byggði Laugarás-
bíó sem hóf starfsemi sína árið
1961 og þremur árum seinna,
1964, var jörðin Hraunkot í
Grímsnesi, Hraunborgir, við
Kiðjabergsveg keypt. Það er 600
hektara jörð og þar hafa verið
skipulagðar 230 leigulóðir fyrir
orlofshús stéttarfélaga sjómanna
og sumarbústaði einstaklinga. Í
dag eiga 170 einstaklingar sum-
arbústað á jörðinni og stéttarfélög
sjómanna og fleiri hafa byggt
þarna 21 orlofshús fyrir fé-
lagsmenn sína. Á jörðinni er Fé-
lagsheimili sjómanna sem er þjón-
ustumiðstöð með sundlaug,
heitum pottum og gufubaði. Enn-
fremur er á svæðinu minigolf,
sparkvöllur, æfingagolfvöllur,
leiktæki barna og fleira. Nú eru í
deiliskipulagi 120 leigulóðir á
jörðinni.
Fleira mætti nefna. Sjómanna-
dagsráð reisti minnisvarða
óþekkta sjómannsins árið 1938 í
Fossvogskirkjugarði. Þá byggði
Sjómannadagsráð Hrafnistu í
Hafnarfirði og hefur rekið heim-
ilið frá árinu 1977. Þar búa 227
aldraðir heimilismenn og í dag-
vistun er rými fyrir 26 aldraða.
Fjöldi stöðugilda þar er 185.
Sjómannadagsráð hefur byggt
82 raðhús sem eru sjálfseignar-
íbúðir fyrir 60 ára og eldri á lóðum
Hrafnistuheimilanna. Þeir sem
búa í þessum húsum geta fengið
ýmiss konar þjónustu frá Hrafn-
istuheimilunum ásamt þeim sem
búa á Kleppsvegi 62, en þar eru 38
íbúðir fyrir 60 ára og eldri. Íbúar
sjálfseignaríbúða á lóðum Hrafn-
istuheimilanna eru ná-
lægt 200. Margt, margt
fleira mætti nefna.“
Hvað er Sjómanna-
dagsráð í dag?
„Sjómannadagsráð í
Reykjavík og Hafnarfirði er í dag
samband stéttarfélaga sjómanna
á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en
aðildarfélögin eru átta og kjósa
sér 32 fulltrúa í Sjómannadags-
ráð. Sjómannadagsráð er móður-
félag, eða eignarhaldsfélag fyrir-
tækja Sjómannadagsins, sem eru
Hrafnista í Reykjavík, Hrafnista í
Hafnarfirði, Happdrætti DAS,
Naustavör ehf. og Laugarásbíó.
Auk þess annast Sjómannadags-
ráð sjálft hátíðarhöldin á sjó-
mannadaginn í Reykjavík sem að-
ili að Hátíð hafsins, gefur út
Sjómannadagsblaðið og annast
reksturinn á jörðinni Hraunkoti í
Grímsnesi. Aldraðir skjólstæðing-
ar Sjómannadagsráðs eru nálægt
770. Fjöldi stöðugilda í fyrirtækj-
um Sjómannadagsráðs er u.þ.b.
450, en margir eru í hlutastörfum
þannig að heildarfjöldi starfs-
manna er nálega 700 manns. Eigið
fé Sjómannadagsráðs er rúmir
tveir milljarðar.“
Hvað er helst á döfinni hjá Sjó-
mannadagsráði?
„Árið 2001 stofnaði Sjómanna-
dagsráð fyrirtækið Naustavör
ehf., en tilgangur félagsins er upp-
bygging og útleiga hvers konar
húsnæðis, þó aðallega fyrir eldri
borgara og nú byggir Naustavör á
vegum Sjómannadagsráðs 64
leiguíbúðir við Hrafnistu í Hafn-
arfirði, sem ætlaðar eru fyrir 60
ára og eldri. Um er að ræða tvö
fjölbýlishús ásamt bílskýli, þar
sem innangengt verður í Hrafn-
istu og verður möguleiki að fá ým-
iss konar þjónustu keypta þaðan,
s.s. mat, félags-, hreyfi- og afþrey-
ingarþjónustu. Stefnt er að því að
ljúka fyrra húsinu í desember
2002 og seinna húsinu í mars 2003.
Framundan á vegum Sjó-
mannadagsráðs er bygging á 60
rýma hjúkrunarálmu á lóð Hrafn-
istu í Reykjavík og í umræðunni
er bygging á heilsugæslustöð á lóð
Hrafnistu í Reykjavík fyrir Lang-
holts-, Voga- og Heimahverfi.
Jafnframt hefur verið undirrituð
samstarfsyfirlýsing milli Akur-
eyrarbæjar og Sjó-
mannadagsráðs um
samstarf í öldrunar-
þjónustu. Ekki hefur
fengist heimild hjá heil-
brigðis- og trygginga-
ráðuneytinu til að byggja 90 rýma
hjúkrunarálmu við Hrafnistu í
Hafnarfirði. Það skal tekið fram
að þetta er afar hagkvæmur val-
kostur, þar eð allar stoðdeildir eru
þegar fyrir hendi á Hrafnistu og
verður byggingarkostnaður þar af
leiðandi lægri á hvert hjúkrunar-
rými og rekstrarkostnaður lægri
hvern legudag vegna stærðar
heimilisins.“
Ásgeir S. Ingvason
Ásgeir Sigurbjörn Ingvason er
fæddur á Akranesi árið 1947.
Stúdent frá MR 1968. Viðskipta-
fræðingur frá HÍ 1973. Skrif-
stofustjóri hjá Tékkneska bif-
reiðaumboðinu 1973-76,
fjármálastjóri Hrafnistuheim-
ilanna 1976-98, framkvæmda-
stjóri Sjómannadagsráðs frá
1999 og framkvæmdastjóri
Naustavarar frá ársbyrjun 2001.
Ásgeir er kvæntur Lilju Sigurð-
ardóttur og eiga þau tvær dætur.
...afar hag-
kvæmur
valkostur
HÆSTIRÉTTUR telur að það sé
borin von að matsmaður, af hvaða
sérfræðisviði sem er, geti lagt fram
haldbærar niðurstöður um fjölda
þeirra sem hafa neytt e-taflna, heró-
íns eða amfetamíns hér á landi á til-
teknu árabili.
Þetta kemur fram í dómi Hæsta-
réttar þar sem staðfestur er úr-
skurður Héraðsdóms Reykjavíkur
um að hafna beiðni lögmanns um að
leiða fyrir dóm matsmann til að
svara því hverjar líkurnar séu á
dauðsfalli í hlutfalli við neytendur
fyrrnefndra fíkniefna. Lögmaðurinn,
Björn L. Bergsson hrl., er verjandi
manns sem sakaður er um innflutn-
ing á tæplega 2.800 e-töflum.
Rétturinn segir engar upplýsing-
ar liggja fyrir um fjölda neytenda.
Þar að auki væri það með öllu óljóst
af málatilbúnaði lögmannsins hvort
taka ætti mið af öllum, sem að
minnsta kosti einu sinni hafi neytt
þessara fíkniefna, eða aðeins af
þeim, sem hafi lagt það í vana sinn.
Áður hafði verið lögð fram mats-
gerð prófessoranna dr. Magnúsar
Jóhannssonar læknis og dr. Svein-
bjarnar Gissurarsonar lyfjafræð-
ings. Þeir komust m.a. að þeirri nið-
urstöðu að neysla á e-töflum væri
hættulegri fyrir venjulega neytend-
ur eiturlyfja en neysla heróíns og
amfetamíns. Matsmennirnir sögðu
engan vita fjölda neytenda.
Hæstiréttur um neyslu á e-töflum, amfetamíni og heróíni
Óviss fjöldi neytenda