Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 25 Vorlínan Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. streymir inn NOKKRAR umræð- ur hafa orðið í fjöl- miðlum að undanförnu um skólamál í kjölfar birtingar skýrslu Hag- fræðistofnunar HÍ, en hún er unnin að beiðni Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Skýrslan heitir „Stytting grunn- og framhalds- skóla: Áhrif á einstak- linga, sveitarfélög, ríkissjóð og þjóðar- framleiðslu“. Dr. Sveinn Agnarsson, sérfræðingur á Hag- fræðistofnun, hafði umsjón með verkinu. Sumir „aðilar vinnumarkaðarins“ hafa greint frá efni skýrslunnar, en auðvitað er best að lesa hana sjálfa. Hún er tiltæk á heimasíðu VR (www.vr.is). Í formála skýrslunnar kemur fram, að viðfangsefnið sé viðamikið og því sé í henni einkum litið til þeirra hagrænu áhrifa, sem áætlað er að breytingar á skipulagi skóla hefðu í för með sér. Minni tíma sé hins vegar varið í að fjalla um ýmis önnur atriði, sem þyrfti að kanna frekar, áður en í slíkar breytingar yrði ráðist. – Skýrsla þessi er um margt athyglisverð og fróðleg. Hér verður hugað að nokkrum atriðum í henni og mál- efnum skóla, einkum á framhalds- skólastigi. Þessi mál eru þjóðinni einkar mikilvæg, og þau geta skipt sköp- um um farsæld hennar. Að þessu er vikið í skýrslunni, en þar segir: „Góð almenn menntun eykur fram- leiðni og þar með hagvöxt. Ónóg menntun kemur aftur á móti í veg fyrir að þjóðfélög geti tileinkað sér nýjustu tækni og vísindi og því er hætta á að þau dragist aftur úr öðrum þjóðum. Þess vegna ber rík- isvaldinu að styðja skólahald og rannsóknir á hinum ýmsu stigum með beinum og óbeinum hætti.“ (bls. 10) – Þetta eru skynsamleg orð, og þetta þurfa menn jafnan að hafa í huga. Í skýrslunni er sérstaklega hug- að að þremur hugsanlegum breyt- ingum á skipulagi skóla: 1) Færa grunnskóla niður um eitt ár. 2) Lengja hvert skólaár í grunnskóla þannig að hægt sé að stytta heild- arnámstímann um eitt ár. 3) Lengja hvert skólaár í framhalds- skóla þannig að hægt sé að stytta heildarnámstímann um eitt ár. Nemendur lykju þá prófi 19 ára. Því fylgja ýmsir kostir, að nem- endur gætu fyrr lokið námi í framhaldskóla. Að þessu er vikið víða í skýrslunni og meg- inniðurstöður hennar eru þær að stytting skóla sé mjög ábata- söm og geti skilað þjóðarbúinu auknum verðmætum í framtíð- inni og einstaklingum hærri tekjum (bls. 87). En þar er líka bent á galla og hverju yrði hér fórnað. – Í skýrsl- unni er vikið að at- hyglisverðum þætti, þ.e. þeim áhrifum sem lengra skólaár kunni að hafa á ferðaþjónustu, sérstak- lega úti á landi: „Skólar eru víða nýttir sem hótel á sumrin og fjöl- margir framhaldsskólanemendur vinna við ferðamennsku í sumarfríi sínu. Lengra skólaár mun því ef- laust sums staðar koma hart niður á ferðaþjónustu, þar sem ekki verður hægt að nýta skólana sem hótel meðan á kennslu stendur, auk þess sem menntað vinnuafl gæti skort þann tíma sem skólarnir starfa.“ (bls. 19) – Bent er á, að áhrif á ferðaþjónustu þurfi að kanna gaumgæfilega áður en ráðist yrði í breytingar á skipulagi fram- haldsskóla (bls. 81). – Undir þetta skal tekið, því að ferðaþjónustan er mikilvæg og vaxandi atvinnugrein. Hugmyndir um styttingu fram- haldsskóla um ár hafa áður komið fram, og hefur þá einkum verið hugað því að stytta nám í skólum, sem bjóða upp á stúdentspróf, um eitt ár. Í skýrsunni er bent á mik- ilvægt atriði í þessu viðfangi, þ.e. „að hættulegt gæti reynst að stytta eingöngu nám í stúdentsprófsskól- um, án þess að gera einhverjar breytingar á verknámsbrautum skólanna, vegna þess að ásókn í fyrrnefndu skólana gæti þá aukist meira en heppilegt væri en áhugi á síðarnefndu skólunum dofnað full mikið.“ Óvíst sé hversu auðvelt væri að laga allt nám á framhalds- skólastigi að þessum þriggja ára ramma (bls. 74-75). – Þetta er at- hyglisverð ábending. Sígilt verk- nám er gildur þáttur í menntun ís- lenskra ungmenna, og æskilegt er að glæða áhuga æskunnar á því námi. Í skýrslunni er bent á, að styttra nám í framhaldsskóla gæti vafalítið aukið líkurnar á, að nemendur lykju námi. Á móti komi, að styttra sumarfrí og lægri sumarhýra gæti dregið úr getu sumra nemenda til að leggja stund á nám á framhalds- skólastigi. Skýrsluhöfundur bendir og á, að áhrifin geti einnig orðið töluverð á sumar atvinnugreinar sem treysta að verulegu leyti á námsmenn sem sumarvinnuafl. Gert er ráð fyrir, að slíkur sam- dráttur á vinnuframboði á sumrin komi misþungt niður á atvinnu- greinum og að hann muni hafa meiri áhrif utan höfuðborgarsvæð- isins (bls. 75, 77 og 86). Margt fleira er hér reifað, sem vert er umhugsunar í þessu sambandi, og er best að lesa skýrsluna sjálfa. Ein athugasemd skal hér gerð, og það er við töflu um starfstíma framhaldsskóla 1999-2000 (bls. 100). Heimildin er opinber stofnun. Þegar þar eru taldir upp vinnudag- ar kennara í heild, eru ekki taldir með þeir dagar sem fara um helgar og í svonefndum fríum í yfirferð verkefna. Kannski er það ekki talin vinna að fara t.d. yfir ritgerðir og leiðbeina nemendum um mál og stíl. Að lokum skal hér minnst á tvennt. Fyrst vil ég benda á þann þroska og þá samfélagslegu þekk- ingu, sem sumarvinna nemenda veitir. T.d. vann ég á sumrin afar fjölbreytileg störf á ýmsum svið- um, og þetta hefur margoft komið að góðum notum. – Þá skal hér nefnt það, sem ég tel einna brýnast í skólamálum. Það er að finna sann- gjarna leið til þess að koma í veg fyrir verkföll og vinnudeilur í skól- um. Áhrif þeirra á allt starf þar eru afar skaðleg, alveg frá því að verk- fall er boðað, og áhrifin vara lengi eftir að verkfalli lýkur. Mönnum virðist ljóst, að verkföll sjómanna valda miklu tjóni. En verkföll í skólum eru ekki síður skaðleg þjóð okkar. Í því efni þarf að huga að framtíðarhagsmunum hennar. Um skólamál og skýrslu Hagfræðistofnunar Ólafur Oddsson Nám Sígilt verknám er gildur þáttur í menntun íslenskra ungmenna, segir Ólafur Oddsson, og æskilegt er að glæða áhuga æskunnar á því námi. Höfundur er kennari. BIODROGA Bankastræti 3, sími 551 3635.Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi. Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri. Jurta - snyrtivörur Nýr farði Silkimjúk, semi-mött áferð. 4 litir. Póstkröfusendum C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.