Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 35 Áskirkja, Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10:30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra ungra barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19:00 í kirkjunni. Bústaðakirkja, TTT-starf (starf fyrir 10–12 ára) kl. 17.00. Grensáskirkja, Kyrrðarstund í hádegi kl. 12:10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja, Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, Ævintýraklúbburinn kl. 17:00. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hóp- inn. Unglingaklúbburinn MeMe kl. 19:30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunn- fríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja, Morgunbænir kl. 6:45- 7:05 alla virka daga nema mánudaga. TTT- fundur kl. 16:00 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Fullorðinsfræðsla kl. 20:00 Yfirskrift nám- skeiðsins er „Líf og dauði, sorg og gleði“. Sóknarpresturinn sr. Bjarni Karlsson fjallar um afstöðu Jesú frá Nasaret til dauðans í eigin lífi og annarra. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Gengið inn um merktar dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðju- dagur með Þorvaldi kl. 21:00. Lofgjörðar- stund, þar sem Þorvaldur Halldórsson leið- ir sönginn. Sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21:30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving og hennar samstarfs- fólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja, „Litli kórinn“ kór eldri borgara kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman. Ný- ir félagar velkomnir. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10–12. Fræðsla: Slysavarnir barna. Herdís Storgaard fjallar um efnið. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Neskirkja Félagstarf aldraðra sem átti að vera laug- ardaginn 23. febrúar verður fimmtudaginn 21. febrúar kl. 14.00. Þá verður farið í heimsókn í nýja hjúkrunarheimilið Sóltún. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja, Foreldramorgunn kl. 10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10–12 ára kl. 17:30. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Bach í Breiðholtskirkju kl. 20:30. Ath. breyttan tíma, verður nú þriðja þriðju- dag í mánuði kl. 20:30. Þetta eru 21. tón- leikarnir í tónleikaröðinni. Þýski organist- inn Jörg E. Sondermann leikur orgelverk eftir J.S. Bach. Aðgangseyrir rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Digraneskikja. Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11:15. Farið verður í heimsókn í Hjallakirkju eftir leikfimina. Starf fyrir 10– 12 ára börn á vegum KFU&K og Digranes- kirkju kl. 16:30–18:15. Alfa 2. KL. 19:00, munið skráninguna. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12:00. Ottó Ragnarsson kirkju- vörður les úr passíusálmum Hallgríms Pét- ursson. Bænaefnum má koma til djákna í s. 557-3280 og í sama síma er hægt að panta keyrslu til og frá kirkju. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu eftir stundina og húsið opið áfram til kl. 15:00. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17.00. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13:30–16:30 Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18:30–19:30. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára, kl. 17:30–18:30. Æskulýðsfélag í Grafar- vogskirkju, eldri deild, kl. 20:00–22:00. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag, í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl 17:00. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18:00. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs- félag yngri félaga. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar, kl. 17.30 TTT, tíu til tólf ára, fullt af fjöri. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl. 14–16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Aðgengi frá Kirkjuteig. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 14:30–15:10, 8. A & B í Holtaskóla. kl. 15:15–15:55, 8. ST í Myllubakkaskóla. kl. 16:00–16:40, 8. IM Myllubakkaskóla. Umræðuhópur um málefni fjölskyldunnar kl. 20:30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17–18. Helgistund í kirkj- unni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkja Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9, fermingarfræðsla kl. 16. Oddeyrarskóli og 8. L Lundarskóla. Glerárkirkja. Kyrrðarstund kl. 18.10. Leit- um innri friðar í faðmi guðs. Alfanámsekið verður haldið í Glerárkirkju í kvöld kl. 20. Þar verður sagt frá innihaldi og tillögum þess. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar þriðju- daginn 19. febrúar kl.19.30. í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur guðfræð- ings. Farið verður í Jóhannesarguðspjall. Fyrirbænasamvera fimmtudaginn 21. febr- úar kl.19. Fyrirbænarefnum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl.10 og 12. í síma 421-5013. Safnaðarstarf LJÓÐSKÁLDIN Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Einar Már Guð- mundsson, Sigurbjörg Þrast- ardóttir og Matthías Johannessen munu lesa úr verkum sínum í Nes- kirkju á föstunni. Um árabil hefur verið í Nes- kirkju sérstakt helgihald á mið- vikudögum á föstunni þar sem Passíusálmar séra Hallgríms Pét- urssonar eru í fyrirrúmi og verður svo áfram. En nú eru kölluð til nútíma- skáld, konur og karlar, yngri og eldri, með það fyrir augum að þau kynni úr verkum sínum ljóð þar sem fram kemur glíman við lífið og tilveruna, bölið og þjáninguna. Þar með er gerð tilraun til samtals skálda í sögu og samtíð. Helgi- haldið er fært inn í nútímann og þráðurinn forni spunninn áfram. Í Biblíunni er að finna útbreidd- ustu ljóðabók veraldar, Davíðs- sálma, auk annarra ljóða og sálma sem eru eins og ívaf vítt og breitt í textum þeirrar einstöku bókar. Iðja skálda nútímans er ekki eðlisólík iðju þeirra innblásnu manna sem rituðu hina helgu bók. Nú sem fyrr er það hæfileikinn til að undrast og óttast andspænis Guði og gangverki lífsins, sem er drifkraftur listar og menningar. 20. febrúar mun Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir lesa og hálfum mánuði síðar, 6. mars, Einar Már Guðmundsson. Þá kemur yngsta skáldið í hópnum, Sigurbjörg Þrastardóttir og les ljóð sín 20. mars. Síðastur á dagskránni að þessu sinni er Matthías Johann- essen og les hann á skírdagskvöld 28. mars. Dagskráin fram- angreinda daga hefst kl. 20 og verður auglýst nánar í fjölmiðlum hverju sinni. Þess er vænst að sóknarbörn, ljóðaunnendur og leitandi fólk hvar sem er í borginni leggi leið sína í Neskirkju og njóti þess að heyra sögu og samtíð kallast á um málefni himins og jarðar. Aðalfundur Safnaðarfélags Digranesprestakalls AÐALFUNDUR Safnaðarfélags Digranesprestakalls verður hald- inn í safnaðarsal kirkjunnar þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 20.30 „2. grein laganna: Félagar eru allir safnaðarmenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á störfum fé- lagsins.“ Dagskrá: 1. Skýrsla for- manns 2. Skýrsla gjaldkera 3. Lagabreytinga: Við 5.grein lag- anna bætist: „Stjórnarmenn sitji eigi lengur en tvö ár í sama emb- ætti.“ 4. Kosning stjórnar 5. Hugð- arefni, sr. Magnús B. Björnsson 6. Sumarferðalag kynnt 7. Önnur mál. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Stjórnin Barnalæknir í heim- sókn á foreldra- morgnum Selfosskirkju FORELDRAR athugið miðviku- daginn 20. febrúar kl. 11.00 kem- ur Geir Friðgeirsson barnalæknir í heimsókn til okkar í safn- aðarheimilið. Hann mun ræða um andþyngsli og svara spurningum foreldra. Allir foreldrar velkomn- ir. Selfosskirkja Fjögur skáld á föstu í Neskirkju Neskirkja. KIRKJUSTARF elskulegu viðmóti svo að eftir var tek- ið enda varð hann fljótt einn af þekkt- ustu starfsmönnum Þjóðleikhússins, kannski að leikurunum einum frátöld- um. Leikurum, starfsmönnum sýn- inga og ýmsum gestum eru eftir- minnileg samkvæmin eftir fumsýningar sem Þorlákur stóð æv- inlega fyrir og hafði sett á þau sinn persónulega svip. Þar hélt hann ætíð ræðu og eru margar þeirra eftir- minnilegar enda var hann skemmti- legur ræðumaður. Þegar tekin var sú ákvörðun árið 1984 að flytja Litla svið Þjóðleikhúss- ins úr Þjóðleikhúskjallaranum yfir í Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar, sem Þjóðleikhúsið hafði fengið til umráða árinu áður, tók Þorlákur að sér að veita því máli öllu forstöðu. Hann hafði yfirumsjón með öllu verkinu og kom leikhúsreynsla hans þar að mjög góðum notum. Verkið var að megin- hluta til kostað af Fasteignum ríkis- sjóðs og tel ég það eingöngu harðfylgi Þorláks að þakka að allar áætlanir stóðust og hægt var að opna leikhúsið með pomp og prakt á réttum tíma ár- ið eftir. Þorlákur vann eitt annað verkefni fyrir Þjóðleikhúsið svona um það bil síðasta áratuginn sem hann starfaði þar. Hann tók að sér að halda skrá yfir ljósmyndir sem tengdust leikmyndum og öðrum sviðsbúnaði og setja í möppur, svo og að varðveita aðra muni er fengur var í að geyma til minja úr sýningum Þjóðleikhússins. Ég tel að þessi gagnavinna hans sé með merkustu afrekum Þorláks og eigi eftir að hljóta verðuga viðurkenn- ingu þegar fram líða stundir. Ég hitti Þorlák síðast að máli uppi í Þjóðleikhúsi þegar verið var að minn- ast aldarafmælis stórleikarans Vals Gíslasonar. Hann var afar hress og fór vel á með okkur og við rifjuðum upp margt frá liðnum dögum eins og t.d. flugferðir okkar í gamla daga og ýmislegt sem spaugilegt gerðist á ár- um áður. Það er margs að minnast en ég læt þetta nægja sem hinstu kveðju til vinar og samstarfsmanns míns Þorláks Þórðarsonar. Ég færi Björgu og fjölskyldu þeirra allri innilegustu samúðar- kveðjur frá mér og konu minni. Gísli Alfreðsson. Þegar ég mætti í Víkina sl. laug- ardagsmorgun og fékk þá frétt að Þorlákur væri látinn var mér brugðið eins og öllum þeim sem þar voru. Ég hafði drukkið kaffi með honum morg- uninn áður í Ráðhúsinu þar sem hann og margir góðir og gegnir Víkingar höfðu lagt í vana sinn að hittast í morgunkaffi á hverjum morgni. Þor- lákur var þá eins og venjulega hress og gamansamur, hvort sem umræðu- efnið var íþróttir, þá aðallega Víking- ur, eða landsmálin. Þorlákur var á 81. aldursári, heilsu- hraustur, glæsilegur maður á að líta, léttur á sér og hress í bragði og alltaf stutt í léttleikann. Þorlákur starfaði í Þjóðleikhúsinu frá stofnun þess til ársins 1990 sem forstöðumaður Litla sviðsins, sviðsstjóri og sýningarstjóri. Á sama tíma starfaði hann einnig við leigubílaakstur. Eftir að hann fór á eftirlaun starfaði hann sem lausamað- ur í nokkur ár fyrir Þjóðleikhúsið eða til ársins 1996. Eftir það starfaði hann til dauðadags hluta úr viku launalaust hjá Þjóðleikhúsinu að eigin áhuga- máli, sem um leið var geysilega mik- ilvægt mál fyrir fyrirtækið, að flokk- un handrita og leikskráa. Ég held og þykist vita að stóru áhugamálin í hans lífi voru Þjóðleik- húsið og Víkingur. Á þeim þremur ár- um sem ég vann í Þjóðleikhúsinu og þegar við hittumst þá voru málefni Þjóðleikhússins afgreidd í stuttu máli og síðan komið að aðalmálinu, mál- efnum Víkings. Við Þorlákur kynntumst fyrst fyrir alvöru á árinu 1968 en þá stakk hann upp á mér í aðalstjórn Víkings. Fyrir þann tíma höfðum við þekkst lítillega, hann sem fyrrverandi stjórnarmaður og ég sem leikmaður meistaraflokks. Hann var á þessum tíma með þekkt- ustu knattspyrnudómurum landsins. Þorlákur var formaður Knattspyrnu- félagsins Víkingur árið 1947 og aftur 1957–1958. Þess á milli var hann með- stjórnandi. Þorlákur var síðar for- maður fulltrúaráðs félagsins a.m.k. fjórum sinnum auk þess að sitja í stjórn á milli þess sem hann var for- maður. Þorlákur var gerður að heið- ursfélaga Víkings árið 1990. Eftir að undirritaður tók við formennsku full- trúaráðsins var Þorlákur í miklu sam- bandi við mig, ekki bara í sambandi við fulltrúaráðið sem hann hafði mik- inn áhuga á, heldur félaginu öllu. Þor- lákur var félaginu mikill styrkur, hann gerði það sem margir aðrir Vík- ingar mættu taka sér til fyrirmyndar, hann sótti flesta leiki félagsins, mætti á alla aðalfundi og púrraði þá upp, sérstaklega ef einhver deyfð var yfir þeim, og flutti hvatningarræður. Ekkert í Víkingi var honum óviðkom- andi. Þorlákur, eins og eldri félagar hans í fulltrúaráðinu, hefur fylgt Vík- ingi í gegnum súrt og sætt og fengið að launum að fylgjast með og taka þátt í uppbyggingu félagsins, fyrst við Hæðargarð og síðan á einu glæsileg- asta íþróttasvæði landsins í Fossvogi. Það verður mikill sjónarsviptir að eld- huganum Þorláki hjá félaginu. Víkingur kveður nú einn af sínum bestu félögum og störf hans verða seint fullmetin. Fyrir hönd fulltrúaráðs Víkings færi ég eiginkonu hans Björgu og Randveri syni hans ásamt öllum öðr- um ástvinum samúðarkveðjur. Örn Guðmundsson. Vinur minn Þorlákur Þórðarson er látinn. Hann var innfæddur Reykvík- ingur og Víkingur frá blautu barns- beini. Fulltrúi þeirrar kynslóðar sem fæddist í árdaga fullveldisins og ólst upp undir kröppum kjörum milli- stríðsáranna. Hann upplifði ógnir styrjaldarinnar og var þátttakandi í þeim risavöxnu umbótum sem síðar urðu. Fulltrúum þessarar kynslóðar fer ört fækkandi og um leið því fólki sem getur miðlað af reynslu sinni og þekkingu á þessu umbrotatímabili í sögu þjóðarinnar. Þorlákur starfaði í rúma hálfa öld sem sviðsmaður í Þjóð- leikhúsinu og mínar fyrstu minningar um hann tengjast einmitt starfi hans þar. Þá bauð hann mér baksviðs og kynnti fyrir mér töfra og galdra leik- sviðsins. Hann sýndi mér meðal ann- ars hvernig góðir sviðsmenn senda Óla Lokbrá til tunglsins og þótti mér óendanlega mikið til um brellurnar þótt vafalítið sé öðrum brögðum beitt í sama tilgangi nú til dags. Enda þótt Þorlákur nyti starfsins baksviðs og aflaði sér virðingar og vinsælda í leikhúsinu fannst mér allt- af að hann nyti sín betur þegar hann fékk sjálfur að „troða upp“. Hann var lífsglaður leiðtogi, naut þess að segja sögur og leið hvergi betur en í enda- lausum félagsmálastörfum fyrir Knattspyrnufélagið Víking sem átti hug hans og hjarta alla tíð. Hann var virkur og kappsamur félagi í Víkingi um 65 ára skeið, fyrst sem leikmaður og síðar í ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat um langt árabil í stjórn fé- lagsins og var meðal annars í tvígang kjörinn formaður þess. Þá var hann knattspyrnudómari fyrir hönd Vík- ings um áratuga skeið og vék sér aldr- ei undan störfum á þeim vettvangi fremur en öðrum þegar félagið kall- aði. Í rúmlega hálfa öld hafa elstu Vík- ingarnir hist nær daglega yfir kaffi- bolla. Það má því gera ráð fyrir að fundirnir séu orðnir á annan tug þús- unda og ekki þykir mér ólíklegt að álíka oft hafi málefni Víkings borið þar að einhverju marki á góma. Á seinni árum höfum við sem yngri er- um fengið að líta inn öðru hvoru. Um leið komst Þorlákur í færi til að hvetja okkur til dáða í störfum við félagið. Hann hefur flutt yfir okkur ótal eld- messur í þeim efnum, rifjað upp afrek fyrri ára okkur hinum til eftirbreytni og minnt á fögur fordæmi á borð við það þegar hann málaði einsamall þak- ið á gamla félagsheimilinu í Hæðar- garði og hafði gaman af. Þorlákur var tíður gestur á heimili foreldra minna og mikill vinur okkar systkinanna. Makar okkar og börn hafa einnig kynnst þessum bjartsýna og hvetjandi heiðursmanni og minn- ingin um góðan dreng mun lifa með okkur öllum. Við vottum eiginkonu hans, Björgu Randversdóttur, og börnum þeirra hjóna innilega samúð okkar. Eysteinn Helgason.  Fleiri minningargreinar um Þor- lák Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.