Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 21 YFIRVÖLD í Georgíu í Bandaríkj- unum hafa ákært 28 ára stjórnanda líkbrennslu í þorpinu Noble eftir að tugir líka, sem átti að brenna, fund- ust í geymsluskúrum og gröfum í skógi í grennd við brennsluna. Yfirvöldin sögðu að 97 lík hefðu fundist en talið væri að alls hefðu meira en 200 lík verið falin. Talið er að byrjað hafi verið að fela líkin fyrir allt að 15 árum. Stjórnandi líkbrennslunnar, Ray Brent Marsh, var ákærður fyrir þjófnað með blekkingum og að hafa þegið greiðslur fyrir verk sem hann innti ekki af hendi. Maðurinn var handtekinn á laug- ardag eftir að yfirvöld fengu ábend- ingu um rotnandi lík á landareign líkbrennslunnar. Hann var leystur úr haldi daginn eftir gegn tryggingu að andvirði 2,5 milljónir króna. Þegar maðurinn var spurður hvers vegna líkin hefðu ekki verið brennd svaraði hann því að ofninn hefði verið bilaður. Talið er að hann hafi sent fjölskyldum hinna látnu viðarösku. 25–30 útfararstofur í Georgíu, Tennessee og Alabama hafa sent lík í líkbrennsluna á síðustu árum. Marsh tók við rekstri fyrirtækisins af for- eldrum sínum 1996 og þeir hafa að- stoðað yfirvöld við að upplýsa málið. Ákærður fyrir að fela tugi líka Noble. AP, AFP. AP Lögreglumenn leita á vettvangi á landareign Tri-State-líkbrennslunnar. DAUÐADÓMI er kveðinn hafði verið upp yfir George Speight, fyrrverandi leiðtogi uppreisnar- manna á Fiji-eyjum, var í gær breytt í lífs- tíðar fang- elsi. Forseti landsins, Jo- sefa Iloilo, breytti dómnum, en Speight hafði játað sig sekan um landráð og brast í óstjórnlegan grát er hann var dæmdur til dauða. Dómnum var breytt til þess að tryggja lög og reglu á Fiji-eyjum. Ákærurnar á hendur Speight komu í kjölfar uppreisnar hans og manna hans í maí 2000 er þeir héldu þáver- andi forsætisráðherra landsins og öllum ráðherrum stjórnar- innar í gíslingu í 56 daga í þing- húsinu. Ekki al-Qaeda-liðar KONUR og börn, en ekki liðs- menn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, eru fjölmennust í hópi fólks sem Íranar hafa handtekið eftir að fólkið kom inn í landið frá Afganistan og Pakistan, að því er utanríkisráðherra Írans tjáði fréttamönnum í gær. Hann staðfesti fyrr fregnir þess efnis að írönsk yfirvöld hefðu hand- tekið um 100 manns, en sagði að meðal þeirra handteknu hefðu ekki fundist neinir al-Qaeda-lið- ar. Stjórn Austurríkis heldur velli ÚTLIT var fyrir í gær að rík- isstjórnin í Austurríki myndi halda velli þrátt fyrir að litlu hafi munað að einn flokkanna er á aðild að stjórninni, Frelsis- flokkurinn, liðaðist í sundur um helgina. Einn helsti forsprakki Frelsisflokksins, Jörg Haider, sagði sig úr stjórn flokksins sl. föstudag, og varð það til þess að mikil fundahöld stóðu meðal flokksmanna alla helgina og tal- ið var mögulegt að flokkurinn leystist upp og yrði þar með rík- isstjórn Wolfgangs Shussels kanslara að falli. Shussel sagði í gær að kreppan í Frelsisflokkn- um hefði ekki haft áhrif á rík- isstjórnina. Haider lýsti því yfir um helgina að hann væri hættur afskiptum af landspólitík og myndi ekki bjóða sig fram í næstu kosningum, er verða í Austurríki á næsta ári. Herforingi krefst afsagnar Chavez CARLOS Molina Tamayo, varaaðmíráll í venesúelska sjó- hernum, krafðist þess í gær að forseti landsins, Hugo Chavez, segði af sér. Molina Tamayo er hæst setti maðurinn í hernum sem krafist hefur afsagnar Chavez, en fyrr í mánuðinum kröfðust tveir aðrir herforingjar afsagnar forsetans. Yfirlýsingar þeirra leiddu til mikilla opin- berra mótmæla gegn Chavez og milljónir dollara voru teknar út af bankareikningum í landinu. STUTT Speight slapp við dauðadóm Speight

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.