Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
O
rðabækur finnst mér
skemmtileg lesning.
Það er ekki einasta,
að ég læri oft eitt-
hvað og muni sumt
mér til gagns, ef heppnin er
með, heldur finnst mér blátt
áfram spennandi að lesa um ein-
stök orð, uppruna þeirra og
ágæti.
Margar góðar orðabækur eru
til og orðasöfn og á Netinu má
komast í Orðabók Háskólans og
Orðabanka Íslenskrar mál-
stöðvar, þar sem leita má í 38
orðasöfnum.
Orðasöfn og orðabækur eru
óþrjótandi uppspretta og svo er
íslenzkan í stöðugri endurnýjun
til að svara kalli tímans. Auk
þess sem fyrrnefnd orðasöfn 38
eru í stöðugri endurvinnslu eru
fimmtán
önnur í
vinnslu í
orðabank-
anum og
bíða birt-
ingar. Og á
hverjum degi eru menn að smíða
orð og fella hugsun sína í ís-
lenzkan farveg.
Í afmælisriti Íslenskrar mál-
nefndar 1964–1989 segir Halldór
Halldórsson, að leiðir þær, sem
færar eru til þess að auka orða-
forða og merkingarforða málsins
og laga að menningarþörfum nú-
tímans, séu einkum þrjár:
1) myndun nýrra orða,
2) upptaka gamalla orða í
nýrri merkingu,
3) upptaka tökuorða.
Hvaða leið, sem farin er, þá er
auðgun íslenzkunnar viðkvæmt
verk og vandasamt. Það þarf
umfram allt að hugsa á íslenzku.
Hætti menn að hugsa einstök
orð á íslenzku er næsta skref að
hugsa setningarhluta og heilar
setningar á útlenzku. Þá tala
menn ekki lengur íslenzkt mál,
þótt þeir raði saman íslenzkum
orðum. Útkoman er bara
hrognamál.
Það sama getur orðið upp á
teningnum, þegar menn freist-
ast til að stytta sér leið með því
að þýða erlend orð hugs-
unarlaust yfir á íslenzku í stað
þess að kanna, hvort íslenzkan
eigi brúklegt orð fyrir, og ef
ekki, að hugsa þá málið upp á ís-
lenzku. Það er óskemmtilegt,
þegar menn fara yfir lækinn eft-
ir vatni.
En þótt vel sé að öllu staðið
getur útkoman orðið upp og of-
an. Orð eru nefnilega misjafn-
lega lífseig og enginn veit um
örlög þeirra fyrirfram. Sum eru
andvana fædd, önnur lifa um
hríð og víkja svo fyrir öðrum
betri, og svo eru þau, sem
smella strax og eru þar með
komin til þess að vera.
Orð geta líka átt sér fleiri en
eitt líf. Í afmælisriti Íslenskrar
málnefndar segir Halldór Hall-
dórsson, að vegna vaxandi sam-
skipta málnefndar við útlönd
hafi verið svo bráð þörf á orði
yfir fagheiti, að ekki hafi gefizt
tóm til annars en að grípa það
sem hendi var næst, en það var
orðið íðorð, sem Guðmundur
Finnbogason bjó til. Það hafði
verið notað 1928 þegar Orða-
nefnd Verkfræðingafjelagsins
gaf út sérfræðiorð sín og kallaði
Íðorðasafn. Að öðru leyti mun
lítið sem ekkert hafa verið um
notkun þess. Orðið íð merkir
„starf“, sbr. handíð(ir), svo að
íðorð nær að mati Halldórs
býsna vel þeirri merkingu sem
það á að hafa. Það þótti þó svo
framandlegt í fyrstu, að ekki var
hætt á að taka það í málnefnd-
arlögin 1984. En Halldór segir
það farið að venjast 1989 og nú
er þetta orð orðið algilt með orð-
inu fagorð.
Það er örugglega spennandi
að ýta nýju orði úr vör og fylgj-
ast með því, hvort og þá hversu
lífseigt það reynist.
Á dögunum fletti ég gamalli
Lesbók; 3. október 1926, og
rakst þá á orð úr viðskiptamáli;
orðasafn sem Orðanefnd Verk-
fræðingafjelagsins tók saman
með ráðum og atbeina verzl-
unarmanna í Reykjavík.
Í aðfaraorðum að orðasafninu
segir m.a., að orðunum verði
ekki lífs auðið, nema almenn-
ingur vilji taka þau að sér.
Það er stórskemmtilegt að
fara í gegnum þetta orðasafn og
sjá, hvaða orð almenningur hef-
ur sett á og hver hafa ekki eign-
ast líf í máli manna.
Einn góðan veðurdag fór ég
út í búð og keypti bjúgaldin,
granaldin, glóaldin og tröllepli.
Þegar heim kom setti ég ávext-
ina í kremjuna, en gekk illa að
koma þeim í ginuna. Allt hafðist
það þó. Svo bjó ég mér brauð-
sneiðar á skerborðinu með slag-
vefju og glómauki. Til hátíða-
brigða fékk ég mér milsku og
steinsykur með.
Á leiðinni í vinnuna var jarð-
bikið svo holótt á kafla, að brím-
inn kastaðist til í skottinu. Ég
nennti sko ekki að gljá bílinn í
þessum kulda.
Í hádeginu var nautabitlingur
á borðum.
Ég var að hugsa um það, þar
sem ég sat við tölvuna í
vinnunni, hversu óralangt þetta
viðhorf mitt væri komið frá rit-
blýinu.
Þetta var dagurinn, sem ég
ætlaði að koma konunni á óvart.
Ég vissi vel að það myndi ekki
kæta hana að fá gnúð; hún
myndi sennilega láta kvöstinn
eða lemilinn ganga á mér. Og
brjóstalindakaup eru satt að
segja ekki mín deild. En fallegur
glitsteinn myndi efalaust gleðja
hana svo mikið, að hún spilaði
óbeðin á ymanið fyrir mig.
Það voru ribbungar í kvöld-
mat. Um kvöldið stalst ég til að
borða svertingja, en hann á
náttúrlega ekki að vera á mat-
seðli manns með mitt holdafar!
Í þessa frásögn hér að framan
hef ég skotið inn orðum, sem
orðanefnd Verkfræðingafjelags-
ins ýtti úr vör, en náðu aldrei
landi í tungutaki fólks. Hin eru
þó mun fleiri á listanum, sem
urðu fólki töm, unnu sér fastan
sess í málinu og lifa þar enn
góðu lífi.
Ég velti því fyrir mér, hvort
bretaveig, ginfari eða kúníak
gangi á virkum morgni sem ár-
veig með mæsunum, en komst
að þeirri niðurstöðu að það
gengi ekki að fá sér viskí, séne-
ver eða koníak með kornfleks-
inu.
Alls ekki á virkum morgni!
Sneið með
slagvefju
Hér er fjallað um örlög íslenzkra orða;
sum orð líta dagsins ljós til þess eins
að deyja, önnur öðlast eilíft líf og enn
öðrum eru gefin fleiri líf en eitt.
VIÐHORF
eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
ÞÆR kosningar
sem nú fara í hönd
snúast óhjákvæmilega
um það, hvort og þá
hvernig við stúdentar
ætlum að tryggja að
Háskóli Íslands standi
öllum opinn. Stjórn-
völd hafa ögrað þess-
um hugmyndum veru-
lega að undanförnu,
með áformum um
skólagjöld, fjársvelti
Háskóla Íslands og
tilraunum til að
tryggja yfirburða-
stöðu einkaskólanna.
Oft var þörf en nú er
nauðsyn að stúdentar
snúi bökum saman og haldi kröf-
unni um jafnrétti til náms hátt á
lofti.
Skólagjaldatilraunir
stjórnvalda
Stjórnvöld hafa trekk í trekk á
undanförnum árum sýnt vilja sinn
til að koma á skólagjöldum við Há-
skóla Íslands. Við stúdentar urðum
áþreifanlega varir við þá umræðu í
vetur þegar hækka átti innritunar-
gjöldin á einu bretti um 10.000
krónur.
Þá sýndum við stúdentar mátt
okkar, mótmæltum af krafti og
knúðum stjórnvöld til að draga
hluta hinna fyrirhuguðu hækkana
til baka.
Það er yfirlýst stefna mennta-
málaráðherra að veita framlög til
allra háskóla á sömu
forsendum, án tillits
til þess hvort þeir
taka skólagjöld eða
ekki.
Það segir sig sjálft
að samkeppnisstaða
Háskóla Íslands er
gríðarlega erfið þegar
einkaskólar fá sömu
fjárframlög frá ríkinu
og innheimta síðan
skólagjöld ofan á það.
Enda tíðkast slíkt fyr-
irkomulag hvergi á
hinum Norðurlöndun-
um. Þessi stefna
menntamálaráðherra
er aðför að jafnrétti til
náms þar sem hún neyðir Háskól-
ann inn á braut skólagjalda.
Grundvallarágreiningur
Stúdentaráð hefur undir forystu
Röskvu barist fyrir því að stjórn-
völd láti af þessari stefnu og við-
urkenni sérstöðu Háskóla Íslands.
Hefur þessi málflutningur vakið at-
hygli og skemmst er að minnast ut-
andagskrárumræðna á Alþingi þar
sem fram kom mikil andstaða úr
öllum stjórnmálaflokkum, utan
Sjálfstæðisflokksins.
Því miður hefur ekki verið sam-
staða um málið í Stúdentaráði.
Vaka hefur ekki samþykkt tillögur
Röskvu þar sem stefnu mennta-
málaráðherra er mótmælt og þess
krafist að sérstaða Háskóla Íslands
sé viðurkennd og skólanum gert
kleift að keppa á jafnréttisgrund-
velli við einkaskólana.
Skýr stefna Röskvu
Sjaldan hefur verið jafn mikil-
vægt að við stúdentar stöndum
vörð um hugmyndir um jafnrétti til
náms. Röskva hefur skýra stefnu,
hún er á móti skólagjöldum og á
móti því einkaskóladaðri mennta-
málaráðherra sem grefur undan
Háskóla Íslands. Röskva vill að
stúdentar snúi bökum saman, og
sæki fram með hugmyndir um
jafnrétti til náms að leiðarljósi, líkt
og stúdentar gerðu með svo eft-
irminnilegum hætti í vetur. Kosn-
ingarnar til Stúdentaráðs og há-
skólaráðs snúast um jafnrétti til
náms. Í fyrsta lagi vegna hinnar
brýnu nauðsynjar að halda kröf-
unni um jafnrétti á lofti við þær að-
stæður sem Háskóli Íslands býr nú
við. Í öðru lagi vegna þess að fylk-
ingarnar í Stúdentaráði greinir í
grundvallaratriðum á um þau atriði
sem lúta að því að tryggja jafnrétti
til náms. Það skiptir því máli að
kjósa!
Kosið um jafn-
rétti til náms
María
Guðmundsdóttir
Stúdentar
Röskva vill að
stúdentar snúi bökum
saman, segir María
Guðmundsdóttir, og
sæki fram með hug-
myndir um jafnrétti til
náms að leiðarljósi.
Höfundur er tölvunarfræðinemi
og skipar 1. sæti á lista Röskvu
til háskólaráðs.
GJARNAN er rætt
um að Háskóli Íslands
hafi þríþætt hlutverk.
Í fyrsta lagi ber hon-
um að búa nemendur
sína undir áframhald-
andi nám eða framtíð-
arstörf. Í öðru lagi
sinnir hann rannsókn-
um og nýsköpun.
Þriðja hlutverk hans
er að stuðla að al-
mennri uppfræðslu í
þjóðfélaginu. Það er
ljóst að ekkert af þess-
um markmiðum næst
ef almenn virðing fyrir
Háskólanum dvínar.
Verum stolt af
Háskólanum
Úrræðaleysi hefur lengi ein-
kennt störf forystumanna Stúd-
entaráðs að því er varðar sam-
keppni við aðra skóla á
háskólastigi. Svo virðist sem stúd-
entaforystunni þyki sem öll sund
séu lokuð í þeim efnum. Vaka legg-
ur áherslu á að stúdentar og starfs-
fólk Háskóla Íslands komi fram af
stolti fyrir hönd skólans, enda er
Háskóli Íslands mikilvægasta
menntastofnun landsins – og að
auki eini íslenski rannsóknarhá-
skólinn. Þá sérstöðu Háskólans ber
að markaðssetja.
Markaðssókn
Háskólans
Staða Háskóla Íslands er þannig
að samkeppni um nemendur og
starfsólk fer sívaxandi. Til þess að
Háskóli Íslands verði ekki undir í
samkeppninni er nauðsynlegt að
bæði stúdentar og starfsfólk Há-
skólans vinni saman að því að
kynna Háskóla Íslands sem eina al-
vöru rannsóknarháskóla landsins.
Staðreyndin er sú að Háskóli Ís-
lands stendur vel að vígi í sam-
keppni við aðra háskóla á Íslandi.
Kemur þar þrennt til. Í fyrsta lagi
býður skólinn upp á möguleika á
þverfaglegu samstarfi og námi. Í
öðru lagi nýtur HÍ forskots hvað
varðar aðgang að fjármagni til
rannsókna. Í þriðja lagi stendur
Háskóli Íslands öllum opinn, óháð
efnahag.
Samstarf við atvinnulífið
er lykill að framförum
Vaka hefur ætíð lagt ofuráherslu
á að HÍ hafi frumkvæði að sam-
starfi við atvinnulífið. Lengi vel
gætti nokkurrar andstöðu við þess-
ar hugmyndir en á síðustu árum
hefur flestum orðið ljóst að öflug
tengsl við atvinnulífið séu forsenda
þess að HÍ styrkist sem öflugur
rannsóknarháskóli. Vaka vill að
stúdentar sýni frumkvæði í þessu
og hefur m.a. lagt til í stefnuskrá
sinni að Lokaverkefnabankinn
verði efldur þannig að stúdentar
geti kynnt hugmyndir sínar og fyr-
irtæki leitað samstarfs á einum
stað á Netinu. Þá vill Vaka að
fulltrúum fyrirtækja verði boðið í
sérstakar kynningarferðir í Há-
skólann. Eins viljum við efla holl-
vinasamtök deilda, standa fyrir
frumkvöðlanámskeiði fyrir stúd-
enta, ráða fleiri sérfræðinga úr at-
vinnulífinu sem stundakennara og
fleira. Vaka vill að stúdentum bjóð-
ist námskeið þar sem fólk, sem er í
störfum sem tengjast námi deild-
arinnar, er fengið til að lýsa hvers
er að vænta þegar út í atvinnulífið
er komið. Með slíkum aðferðum er
hægt að fræða nýnema um hvers er
að vænta í námi og starfi. Vaka
mun einnig beita sér fyrir því að
fyrirtæki fái skattaafslátt gegn því
að styrkja kennslu og rannsóknir.
Kosningarnar snúast
um samstarf
Í háskólakosningunum á morgun
og fimmtudag er kosið um áherslur
í starfi Stúdentaráðs. Vaka leggur
áherslu á að skotgrafahernaði á
milli fylkinga linni. Við viljum að
stúdentar við Háskóla Íslands
standi saman um að gera veg Há-
skólans sem mestan. Við hvetjum
stúdenta til að ljá okkur, og þess-
um málstað okkar, lið í kosning-
unum.
Markaðssetning
Háskólans
Steinunn Vala
Sigfúsdóttir
Stúdentar
Háskóli Íslands er mik-
ilvægasta menntastofn-
un landsins, segja Davíð
Gunnarsson og Stein-
unn Vala Sigfúsdóttir,
og að auki eini íslenski
rannsóknarháskólinn.
Davíð Gunnarsson skipar 1. sæti
á lista Vöku til Háskólaráðs.
Steinunn Vala Sigfúsdóttir skipar
5. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs.
Davíð
Gunnarsson