Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður Guð-munda Guðjóns-
dóttir fæddist á Ísa-
firði 20. janúar 1912.
Hún lést á Landspít-
alanum – háskóla-
sjúkrahúsi í Fossvogi
mánudaginn 11. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðjón Ásgeirsson,
skipstjóri á þilskipinu
Gunnari frá Ísafirði,
f. í Arnardal í Eyrar-
hreppi 12.2. 1890, d.
6.6. 1914, og Þor-
björg Guðjóna Guð-
mundsdóttir, f. í Súðavík 17.5.
1890, d. 13.8. 1970. Seinni maður
Þorbjargar var Kristinn Ólafsson,
þau slitu samvistir. Alsystir Sigríð-
ar var Ásgerður Hinrika, f. 6.8.
1913, d. 17.10. 1988. Hálfsystkini
Sigríðar, sammæðra, voru Guðjón
Elí Kristinsson, f. 21.3. 1922, d.
16.6. 1943, og Helga Kristinsdótt-
ir, f. 25.2. 1925, d. 5.8. 1993. Hinn
1. janúar 1939 giftist Sigríður Jó-
hanni S.G.A. Sigurðssyni múrara,
f. í Hnífsdal 15.6. 1913, d. 23.10.
1986. Börn þeirra eru: 1) Guð-
mundur G.H., f. 7.7. 1934, d. 9.6.
1991, kvæntur Sigrúnu Jóhanns-
dóttur, f. 18.11. 1936. Dætur
þeirra eru Anna Kristín, f. 19.9.
1955, gift Kára Hólm Guðmunds-
syni og eiga þau þrjá syni. Sigríð-
ur Ásdís, f. 1.1. 1959 gift Hjörleifi
Stefánssyni og eiga þau þrjú börn.
Jóhanna, f. 14.8. 1965, gift Jóni
Gerald Sullenberger og eiga þau
tvo syni. Hildur Sigrún, f. 6.9.
1968, gift Jóni Erni Stefánssyni og
eiga þau eina dóttur. Inga Rakel, f.
9.1. 1973. 2) Sirrý Hulda, f. 29.6.
1938, gift Geir Hjartarsyni, f.
24.11. 1936. Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru Margrét, f. 15.5.
1971, í sambúð með Stefáni
Georgssyni, og Geir Þór, f. 24.9.
1972. Fyrir átti Sirrý af fyrra
hjónabandi dótturina Sigríði Jó-
hönnu, f. 31.3. 1963.
3) Sigurður Kristján
Ben, f. 24.7. 1941,
kvæntur Margréti
Konráðsdóttur, f.
31.5. 1945. Börn
þeirra eru Margrét
Kristín, f. 20.8. 1964,
gift Jóni Guðmanni
Þórissyni og eiga
þau eina dóttur, og
Konráð Jóhann, f.
28.3. 1968, og á hann
eina dóttur. 4) Guð-
jón Elí f. 1.3. 1944,
kvæntur Auði Her-
mundsdóttur, f.
22.11. 1946. Börn þeirra eru Jó-
hann Elí, f. 27.2. 1972, kvæntur Jó-
dísi Bjarnadóttur og eiga þau tvo
syni og Gyða Thorlacius, f. 25.4.
1978, gift Ara Viðari Jóhannessyni
og eiga þau eina dóttur. 5) Sigríð-
ur Jóhanna, f. 23.6. 1948, gift
Helga Magnússyni, f. 2.1. 1948.
Börn þeirra eru Magnús, f. 7.3.
1974; Gunnar, f. 18.5. 1976 í sam-
búð með Þórgunni Jóhannsdóttur,
og Kristín, f. 1.7. 1982. Auk þess
ólu Sigríður og Jóhann upp son-
ardóttur sína, Þorbjörgu Eddu
Guðmundsdóttur, f. 3.8. 1952, gift
Sigurði Berndsen, f. 14.11. 1947,
og eiga þau þrjá syni. Barnabörnin
eru 16, barnabarnabörnin 17 og
barnabarnabarnabarnið 1.
Sigríður fæddist á Ísafirði. Hún
var tveggja ára, þegar hún missti
föður sinn, og ólst því upp hjá móð-
urforeldrum sínum í Arnardal til
sextán ára aldurs. Sextán ára fór
Sigríður í vist til Súðavíkur, var
síðan í ýmsum störfum á Ísafirði
og í vist í Reykjavík og starfaði eitt
ár á Álafossi. Sigríður og Jóhann
hófu búskap á Ísafirði en fluttu síð-
an með fjölskylduna til Reykjavík-
ur árið 1954. Sigríður bjó frá árinu
1995 á vistheimilinu Seljahlíð.
Útför Sigríðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Minningarnar margar gleðja
minningarnar margar seðja,
og ein sú er um þig.
En Drottinn tekur allt og alla
til himnaríkis fögru halla
og Drottinn tekur líka mig.
(V. Briem.)
Elsku mamma mín. Ég kveð þig
með miklum trega og söknuði. Þú
varst einstök móðir og amma
barnanna minna. Heiðarleg og hlý.
Þú veittir okkur mikla gleði og
varst alltaf að veita og leiðbeina og
vaktir yfir velferð okkar.
Þú gladdist með okkur á góðum
stundum. Þú hafðir gaman af
ferðalögum og tónlist, einnig varst
þú mjög listræn, alltaf að fram á
síðasta dag. Alltaf að gefa og
gleðja með gjöfum og hlutum sem
þú gerðir sjálf í formi prjónaðra
nytjahluta, leirverka eða fallega
málaðra dúka. Þú undir þér vel í
Seljahlíð við tómstundastörf. Lífs-
glöð þótt líkaminn væri búinn að
kröftum og hugurinn og kappið
mikið.
Þú náðir að halda veglegt 90 ára
afmæli 20. janúar sl. og varst hrók-
ur alls fagnaðar. Gestrisni var þér
og pabba í blóð borin, enginn mátti
fara án þess að þiggja eitthvað. Þú
sagðir við mig nokkrum dögum áð-
ur en þú lést að þér fyndist þú ekki
vera neitt gömul, þú ættir svo
margt eftir að gera.
Það er mikil guðsgjöf að fá að
halda reisn fram á síðasta dag. Ég
vil þakka allar góðu stundirnar og
öll símtölin sem við áttum daglega.
Þú og pabbi voruð eina hjálpin sem
ég átti sem sjómannskona.
Ég heiðra mína móður vil
af mætti sálar öllum
og lyfti huga ljóssins til
frá lífsins boðaföllum.
Er lít ég yfir liðna tíð
og löngu farna vegi,
skín endurminning unaðsblíð
sem ársól lýsi degi.
Að færa slíka fórn sem þú
mun flestum ofraun vera,
en hjálpin var þín heita trú.
Þær hörmungarnar bera.
Í hljóði barst þú hverja sorg,
sem hlaustu oft að reyna
en launin færðu í ljóssins borg
og lækning allra meina.
Nú er of seint að þakka þér
og þungu létta sporin
þú svífur yfir sjónum mér
sem sólargeisla á vorin.
Þú barst á örmum börnin þín
og baðst þau guð að leiða,
ég veit þú munir vitja mín
og veg minn áfram greiða
(Eiríkur Einarsson.)
Ég og Helgi kveðjum þig og
pabba með þessum orðum og þökk-
um allt það sem þið gerðuð fyrir
okkur og börnin okkar. Betri for-
eldra og tengdaforeldra hefðum
við ekki getað hugsað okkur. Minn-
ing ykkar lifir.
Ykkar dóttir,
Sigríður Jóhanna.
Í dag kveðjum við ömmu okkar
Sigríði Guðmundu Guðjónsdóttur.
Við systkinin eigum margar góð-
ar minningar um ömmu Siggu.
Maður kom aldrei að tómum kof-
unum hjá henni. Hún var alltaf að
gefa – af sjálfri sér eða eitthvað
sem hún átti. Bros leitar fram á
varirnar og kærleikurinn sefar
sorgina, þegar við hugsum til
hennar heima í stólnum sínum í
fínum kjól með fallegt skart að
dunda sér við handavinnu. Þar var
hún umvafin blómum, styttum og
fögrum munum, sem hún hafði
sjálf gert, og myndir af fjölskyld-
unni þöktu veggina. Það var alltaf
gott að koma til ömmu.
Amma Sigga var mjög dugleg
kona, iðin og örlát. Allt, sem hún
hefur gert og gefið, hefur komið að
góðum notum. Maður setur upp
prjónahúfu, lopavettlinga og hosur,
þegar úti kular. Leirmunir hennar,
púðar og dúkar prýða heimili okk-
ar, svo eitthvað sé nefnt. Við
dáumst að lífsgleði hennar, seiglu
og sjálfsbjargarviðleitni.
Sama hversu veik hún varð, allt-
af reif hún sig upp og hélt áfram
þolgóð. Í anda fannst henni hún
ekki vera orðin níutíu ára gömul en
líkaminn var ekki sama sinnis.
Fyrir tæpum mánuði varð amma
níræð og afmælisveislan heppnað-
ist frábærlega. Amma var svo glöð
og skemmti sér vel. Það er ógleym-
anlegt þegar harmonikkuleikari
kom og flutti fyrir hana tónlist sem
var í miklu uppáhaldi. Hún ljómaði
í hjólastólnum sínum prúðbúin og
söng með; ruggaði sér í lendunum
og sló taktinn með öðrum fætinum.
Hún hefði dansað hefði hún getað
það. Þetta var alveg yndislegt.
Við kveðjum ömmu okkar með
miklum söknuði. Við biðjum góðan
Guð að taka vel á móti henni.
Einnig sendum við börnum henn-
ar, ættingjum og ástvinum innileg-
ustu samúðarkveðjur okkar.
Guð blessi þig amma og takk
fyrir allar yndislegu stundirnar,
sem við fengum með þér.
Með ástarkveðju, þín barnabörn
Sigríður Jóhanna,
Margrét og Geir Þór.
Elsku amma mín, það er svo sárt
að missa þig, þú varst svo stór
hluti af lífi mínu og bræðra minna.
Ég trúi varla að þú sért dáin, þú
hefur alltaf verið hérna en ég veit
að þér líður vel þar sem þú ert
núna. Ég veit að afi hefur tekið vel
á móti þér og einnig Mummi
frændi, þú saknaðir þeirra svo
mikið.
Elsku amma, ég á svo margar
góðar minningar um þig og það
sem við gerðum saman. Mér þótti
svo gott að geta komið til þín upp í
Seljahlíð þar sem þú bjóst og bara
fá að sitja hjá þér í kyrrðinni og
rónni, þú varst alltaf tilbúin að
hlusta á mig. Það er ómetanlegt að
hafa átt svona góða ömmu sem bar
alltaf hag fjölskyldu sinnar fyrir
brjósti og vildi vita hvernig allir
höfðu það. Ég minnist allra leik-
húsferðanna sem þú fórst með okk-
ur fjölskyldunni, allra jóla og ára-
móta sem við áttum með þér.
Elsku amma, þú hafðir unun af fal-
legum fötum og varst alltaf svo fín
með nýlagt hár og lakkaðar neglur.
Þú varst einnig svo lífsglöð og
hafðir unun af handavinnu og
naust þín vel í Seljahlíð við handa-
vinnu og leirmótun, þú sagðir oft
við mig að þetta væri vinnan þín.
Þeir eru ófáir hlutirnir sem ég á
eftir þig og það er ómetanlegt á
svona sorgarstundu að eiga svona
fallega hluti sem þú hefur gert.
Þú sagðir mér draum viku áður
en þú lést, en þá hafði þig dreymt
afa, hann hafði komið í herbergið
til þín þar sem þú vildir setja tré í
eitt hornið á herberginu þínu en
hann vildi setja fullan vasa af rauð-
um rósum. Ég tel að þá hafi afi
verið að undirbúa þig fyrir hina
hinstu ferð. Elsku amma, ég kveð
þig með miklum tárum og söknuði
og vil senda þér þessar ljóðlínur:
Elsku amma er dáin,
angrið sára vekur tár,
amma, sem var alla daga
okkur bezt um liðin ár,
amma sem að kunni að kenna
kvæðin fögru og bænaljóð,
amma, sem að ævinlega
okkur var svo mild og góð.
Ef við brek í bernskuleikjum
brotin lágu gullin fín,
þá var gott að eiga ömmu,
er alltaf skildi börnin sín.
Hún var fljót að fyrirgefa
og finna á öllum meinum bót,
okkur veitist ekkert betra
en ömmu mildi og kærleiksbót.
Vertu blessuð, elsku amma,
okkur verður minning þín
á vegi lífsins, ævi alla,
eins og fagurt ljós, er skín.
Vertu blessuð, kristna kona,
kærleikanum gafstu mál,
vertu blessuð, guð þig geymi,
góða amma, hreina sál.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Mér þykir svo vænt um þig
elsku amma mín. Minningin lifir
um yndislega ömmu.
Hvíl í friði.
Þín dótturdóttir
Kristín.
Tímamót. Það er orðið sem mér
kemur í hug. Amma mín er látin
níræð – hún hefur lifað tímana
tvenna. Í hennar tíð voru konur
heimavinnandi og ólu önn fyrir eig-
inmanni og börnum. Verkaskipting
var skýr, konur voru heima – karl-
ar unnu úti. Við sem eftir lifum
stöndum í þakkarskuld við þessa
kynslóð. Ég er lánsöm að hafa átt
þess kost að kynnast fulltrúum
þessarar kynslóðar. Þetta var fólk-
ið sem tók þátt í raunverulegri
uppbyggingu landsins. Verk þeirr-
ar kynslóðar sem nú er óðum að
safnast til forfeðra sinna voru for-
senda þess að við lifum því lífi sem
lifað er hér á landi. Þetta var fólkið
sem braut landið – þetta var fólkið
sem olli því að Íslendingar upplifðu
byltingu í lífsgæðum. Þetta var
fólkið sem lagði grunninn að vel-
ferð okkar. Þótt svo stutt virðist
síðan erum við komin óralangan
veg. Eða hvað? Vissulega hefur
margt breyst en í ljósi sögunnar
eru það allt smáatriði. Hvað sem
því líður óraði þetta fólk ekki fyrir
þeim tímum sem í vændum voru,
internet, gervihnettir, farsímar,
hnattvæðing. Ógnarstór heimurinn
er að verða eitt lítið þorp. Er hægt
að hugsa sér meiri breytingar á
einni ævi? Allt þetta upplifði þessi
kynslóð. En öllu þessu var tekið af
æðruleysi – þetta fólk hélt sínu
striki og ræktaði það sem því
fannst máli skipta: fjölskylduna,
vini og ættingja.
Hjá ömmu var miðstöðin þar
sem helstu upplýsingarnar um alla
í fjölskyldunni fóru í gegn. Þessum
upplýsingum miðlaði hún áfram
þannig að það var ávallt hægt að
fylgjast með helstu viðburðum í lífi
hvers og eins þótt ættingjarnir
hittust ekki í einhvern tíma vegna
anna nútímans. Amma var einstak-
lega flink í höndunum enda báru
góðar gjafir því vitni. Gjafir sem
hún gerði sjálf af margvíslegum
toga; svuntur, dúkar, kistlar og
skálar. Að ógleymdum öllum þeim
sokkum, vettlingum og treflum
sem hún prjónaði á barnabörnin og
barnabarnabörnin. Þessar gjafir
komu sér ávallt vel. Á hverjum jól-
um var opnaður pakki sem innihélt
dýrmætar gjafir. Það var líka gott
að gefa ömmu gjafir, að finna eitt-
hvað fallegt á ferðum erlendis eða
hér heima, eitthvað sem gat glatt
hana. Fátt fannst henni skemmti-
legra en að hafa sig til og fara á
mannamót, enda var hún mjög
ánægð með afmælisveisluna sem
haldin var í tilefni þess að hún varð
90 ára 20. janúar síðastliðinn þar
sem fjöldi ættingja og vina sam-
gladdist henni.
Fyrsta minningin um ömmu og
afa er frá húsinu sem þau bjuggu í
á Seltjarnarnesi. Þá var alltaf sól
og sumar eins og oft vill verða í
endurminningum liðinna tíma.
Seinna fluttu þau í Blönduhlíðina
og bjuggum við þá við sömu götu.
Þar var oft líf í tuskunum þegar öll
barnabörnin komu saman. Nú síð-
ustu árin heimsóttum við hana í
Seljahlíðina þar sem hún hafði
komið sér vel fyrir með alla fallegu
hlutina sína í kringum sig. Amma
þekkti vel til blómaræktar enda
eru mér enn minnisstæðir garð-
arnir á Seltjarnarnesinu og í
Blönduhlíðinni þar sem þrifust fal-
leg blóm af öllum tegundum. Þetta
rifjaðist upp í sumar sem leið þeg-
ar hún fór um garðinn okkar á Sel-
tjarnarnesinu þar sem eru tugir
plantna sem við gátum ekki nefnt á
nafn, en hún hafði öll heitin á hrað-
bergi.
Langömmubarnið Helena Mar-
grét fór með í heimsóknirnar í
Seljahlíð og heillaðist af öllum fal-
legu hlutunum sem hægt var að
skoða og foreldrarnir horfðu vök-
ulum augum til að koma í veg fyrir
að eitthvað væri óvart fært úr stað.
Í skálinni á stofuborðinu voru allt-
af til taks gómsætir súkkulaðimol-
ar fyrir gestina og enginn mátti
kveðja án þess að hafa gætt sér á
einhverjum þeirra. Í því endur-
speglast gildi genginnar kynslóðar
– gildi sem eru verðmæt. Gera vel
við samferðamenn – gleðja og
njóta.
Ég geymi minningar um fallega
og góða ömmu.
Margrét Kristín.
Elsku amma mín. Þú valdir þér
sólríkan og fallegan dag til að
kveðja þetta líf.
Ég á svo erfitt með að trúa því
að þú sért farin. Það er svo stutt
síðan við Íris heimsóttum þig í
Seljahlíðina. Þá vorum við á leið-
inni til Ísafjarðar og komum við til
að kveðja þig. Við sátum og spjöll-
uðum um Ísafjörð og þú rifjaðir
upp hvernig flugvélakosturinn var
þegar þú og afi fóruð á milli hér á
árum áður. Við gátum hlegið dátt
yfir þeim lýsingum. Í smátíma
gleymdum við okkur báðar í end-
urminningum. Ég rifjaði upp
gömlu góðu tímana í Blönduhlíð-
inni. Hvað það var alltaf gaman að
heimsækja ömmu og afa. Þá fór
maður með afa inn í geymslu og
valdi sér gos, fékk sér kökusneið
hjá ömmu, gula tyggjóplötu hjá
afa, skoðaði allar dúkkurnar sem
þau höfðu keypt á Spáni og stóru
dúkkuna sem sat í fína kjólnum
sínum á rúminu þeirra. Horfði á
afa þegar hann var að skrautskrifa
og fékk svo vindlagaldurinn hjá
honum í lokin.
Það verður erfitt að geta ekki
kíkt í heimsókn til ömmu í Seljó.
Koma inn og sjá þig sitja í stólnum
þínum með prjónana. Þú varst allt-
af svo glöð að sjá okkur og það var
svo notalegt að koma til þín, fá sér
konfekt og gos, spjalla um daginn
og veginn og skoða hvað þú hafðir
verið að föndra síðustu daga. Alltaf
var eitthvað nýtt sem þú hafðir bú-
ið til. Ég man þegar ég kom til þín
þegar þú varst nýbúin að klára
Jesúmyndina sem við gáfum þér.
Þú varst svo ánægð með að hafa
klárað hana þótt erfið hafi verið.
Ég táraðist þegar ég sá hana því
eins fallega Jesúmynd hef ég aldr-
ei séð. Þú varst listakona, það fer
ekki á milli mála.
Elsku amma mín, við sem vorum
búnar að ákveða að þegar þú værir
búin að jafna þig eftir afmælið þitt
skyldum við fá okkur bíltúr og
kíkja á nýja húsið mitt. Það tókst
ekki en þú ert alltaf velkomin
amma mín.
Nú ert þú laus úr hjólastólnum
og þarft ekki lengur að fá aðstoð
frá öðrum en það þótti þér verst.
Ég veit að afi og pabbi hafa tekið
vel á móti þér og að nú líður þér
vel, ég hugga mig við það.
SIGRÍÐUR G.
GUÐJÓNSDÓTTIR
Erfisdrykkjur
Fóstbræðraheimilið
Langholtsvegi
Ný uppgerður veitingasalur
Upplýsingar í síma 861 4243 og 568 5206
Minningarkort
Styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l
Þ
ó
rh
1
2
7
0
6
2