Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Trinket, Skógafoss,
Hermann Sibum og
Haukur koma í dag.
Arnarborg og Eldborg
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Luhai kom til Straums-
víkur í gær. Radvila
kom í gær. Selfoss
kemur til Straumsvíkur
í dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, opinn þriðju-
og fimmtudaga kl. 14–
17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun í dag
kl. 17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, leirkera-
smíði, kl 10 boccia, kl.
10 enska, kl. 11 enska
og dans, lance, kl. 13
vinnusofa, postulíns-
málning og bað. Bún-
aðarbankinn kl. 10. 15.
Farið verður í leikhús
hjá Snúði og Snældu í
Ásgarði að sjá „Í lífsins
ólgusjó“. og „Fugl í
búri“ miðvikudaginn 20
feb. kl. 14. Rútuferð kl.
13.15 frá Aflagranda.
Miðapantanir í síma
562-2571.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl.
13 opin smíðastofa. All-
ar upplýsingar í síma
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–9.45 leik-
fimi, kl. 9–12 tréskurð-
ur, kl. 9–16 handavinna,
kl. 10–17 fótaaðgerð, kl.
10 sund, kl. 13 leirlist,
kl. 14. dans.
Eldri borgarar Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 11. Kóræf-
ingar hjá Vorboðum,
kór eldri borgara í
Mosfellsbæ, á Hlað-
hömrum á fimmtudög-
um kl. 17–19. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
kl. 11 á sunnudögum.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566 8060 kl. 8–16.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 10 samverustund,
kl.14 félagsvist.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 14.45 söngstund í
borðsal með Jónu
Bjarnadóttur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi, sæludagar á
Hótel Örk dagana 7.
apríl til 12. apríl.
Þátttökulistar eru í fé-
lagsheimilunum Gjá-
bakka og Gullsmára.
Aðalfundur félagsins
verður í Gullsmára 13,
laugard. 9. mars.
Venjuleg aðalfund-
arstörf, lagabreytingar,
kosning formanns og
þriggja stjórnarmanna,
aðrar kosningar,
ákvörðun um fé-
lagsgjald og önnur mál.
Reikningar félagsins
liggja frammi á skrif-
stofunni.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Þriðjud: Skák
kl. 13 og alkort spilað
kl. 13.30. Leikfélagið
Snúður og Snælda sýn-
ir í Ásgarði í Glæsibæ
söng- og gamanleikinn
„Í lífsins ólgusjó“,
minningar frá árum
síldarævintýranna, og
„Fugl í búri“, drama-
tískan gamanleik. Sýn-
ingar: Miðviku–föstu-
daga kl. 14 og sunnud.
kl. 16. Miðapantanir í s:
588-2111, 568-8092 og
551-2203. Ferð á vegum
Fræðslunefndar FEB á
Listasafn Íslands 20.
feb. kl. 14. Mæting við
Listasafnið. Aðalfundur
Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
verður haldinn í Ás-
garði sunnud. 24. feb.
kl. 13.30. Árshátíð FEB
verður haldin 1. mars í
Versölum, Hallveig-
arstíg 1, húsið opnað
kl. 19 og borðhald hefst
kl. 19.30. Miðapantanir
á skrifstofu FEB. Sími:
588-2111. Námskeið í
framsögn og upplestri
er fyrirhugað í byrjun
mars ef næg þátttaka
fæst, leiðbeinandi Bjani
Ingvarsson.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, tréskurður,
kl. 9–13 hárgreiðsla, kl.
10 leikfimi, kl. 12.40
Bónusferð, kl. 13.15
bókabíll. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi. Þorra-
blótið verður 22. febr-
úar, tilkynna þarf þátt-
töku í síma 568-3132.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. gler-
skurður, umsjón Helga
Vilmundardóttir, frá
hádegi spilamennska,
kl. 13 boccia. Fimmtu-
daginn 28. feb. leik-
húsferð í Borgarleik-
húsið, „Boðorðin níu“,
skráning hafin. Uppl.
um starfsemina á
staðnum og í s. 575-
7720.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 og kl. 10 jóga,
kl. 9.15 postulínsmálun,
kl. 13–16 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum, kl.
19 gömlu dansarnir.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og leikfimi, kl.
9.45 bankaþjónusta, kl.
13.30 helgistund. Fóta-
aðgerðir, handsnyrting.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl.
11 boccia, kl. 13 hand-
mennt og körfugerð, kl.
14 félagsvist. Kirkju-
ferð í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði miðvikud.
20. feb.Uppl. í síma
561-0300.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik-
fimi, kl. 9.30 glerskurð-
ur, kl. 10 handavinna,
kl. 14 þriðjudagsganga,
kl. 15.30 spænska, kl.
16.20 og kl. 17.15 kín-
versk leikfimi, kl. 19
brids.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskurður og tré-
málun, kl. 10 boccia, kl.
11 leikfimi, kl. 12.15
verslunarferð í Bónus,
kl. 13–17 hárgreiðsla.
Háteigskirkja, eldri
borgarar á morgun,
miðvikudag, samvera,
fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 11, súpa í Setr-
inu kl. 12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og op-
in vinnustofa, kl. 10
boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla. Félagsstarfið
er opið öllum aldurs-
hópum, allir velkomnir.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl.9.15–16
bútasaumur, kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl. 11
leikfimi, kl. 13 spila-
mennska.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa saln-
um.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svar-
að í síma 552 6644 á
fundartíma.
ITC-deildin Fífa, Kópa-
vogi, fundur á morgun
kl. 20.15–22.15 í safn-
aðarheimili Hjalla-
kirkju. Allir velkomnir.
Upplýsingar gefur Guð-
björg í síma 586-2565.
Kvenfélagið Seltjörn.
Aðalfundurinn verður
haldinn í safnaðarstofu
Seltjarnarneskirkju í
dag, 19. febrúar, kl.
20.30. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Spilað
bingó.
ITC Irpa heldur fund í
kvöld kl. 20 í Hverafold
5. Á dagskrá er ræðu-
keppni og kynning á
starfsemi deildarinnar.
Allir velkomnir. Uppl. í
síma 699-5023.
Kvenfélagið Hring-
urinn, Hafnarfirði. Að-
alfundurinn er í kvöld
19. febrúar kl. 20. í
Hringshúsinu, Suð-
urgötu 72, Venjuleg að-
alfundarstörf. Kaffi og
bingó.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Opið hús á
morgun kl. 14. Dr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson
og Daníel Jón Jónasson
leika á saxófón og org-
el. Sr. Lárus Halldórs-
son flytur hugvekju.
Bílferð fyrir þá sem
þess óska. Upplýsingar
veitir Dagbjört, s. 510-
1034.
Í dag er þriðjudagur 19. febrúar,
50. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Flý þú æskunnar girndir, en stunda
réttlæti, trú, kærleika og frið við þá,
sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.
(II.Tím. 2, 22.)
LÁRÉTT:
1 þyrma, 4 hvetja, 7 varð-
veitt, 8 kjaga, 9 traust, 11
bára, 13 elska, 14 gleður,
15 heiðra, 17 naut, 20
ránfugls, 22 málmblanda,
23 sigrað, 24 áana, 25
kaka.
LÓÐRÉTT:
1 raska, 2 tákn, 3 tómt, 4
ódrukkinn, 5 ánægja, 6
hryggdýrin, 10 manns-
nafn, 12 keyra, 13 blóm,
15 sallarigna, 16 fóta-
þurrka, 18 fífl, 19 hljóð-
færi, 20 greina, 21 sárt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 ropvatnið, 8 tolls, 9 temja, 10 ket, 11 gifta, 13
aurar, 15 hægar, 18 illan, 21 auð, 22 sprek, 23 unnum, 24
bitakassi.
Lóðrétt: 2 orlof, 3 vaska, 4 totta, 5 ilmur, 6 stag, 7 saur,
12 tía, 14 ull, 15 hæsi, 16 gerpi, 17 rakka, 18 iðuna, 19
lands, 20 nema.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
UMRÆÐUR um hugsanlegabyggingu heilsuþorps á vegum
einkaaðila í Hveragerði hafa orðið
Víkverja dagsins nokkurt umhugsun-
arefni. Í fréttum hefur komið fram að
heilsuþorpið verði á undirlendi við
Varmá og í hlíðum Reykjafjalls í
Hrafnagilsmýri gegnt Heilsustofnun
Náttúrulækningafélags Íslands í
Hveragerði og vestan við Ölfusborg-
ir. Í tillögum er gert ráð fyrir að þorp-
ið samanstandi af hótelum, sundlaug-
um, böðum, líkamsræktarsölum,
veitingastöðum, ráðstefnu- og fund-
arstöðum og fjölbreyttri annarri
starfsemi, sem varðar heilnæmt og
margbreytilegt mannlíf. Hefur land-
búnaðarráðherra samið við þann
einkaaðila sem á hugmyndina að
heilsuþorpinu um leigu á hluta lands
ríkisjarðarinnar Reykja í Ölfusi
vegna fyrirhugaðs heilsuþorps, en
reyndar hefur síðar komið í ljós að
hluti umrædds lands er þegar í út-
leigu til Heilsustofnunar NLFÍ.
Það sem orðið hefur Víkverja um-
hugsunarefni er ekki sú undarlega
staðreynd að landbúnaðarráðherra
sé að leigja land sem ráðuneytið hef-
ur þegar leigt öðrum, né heldur eru
það hástemmdar yfirlýsingar ráð-
herrans um þá starfsemi sem fyrir-
huguð er í heilsuþorpinu. Það sem
vekur fyrst og fremst umhugsun er
sú staðreynd að rætt er um að verja
milljörðum króna til að byggja upp
starfsemi sem Víkverji fær ekki bet-
ur séð en að þegar sé fyrir hendi í
Hveragerði. Við fyrstu sýn er nefni-
lega ekki að sjá að grundvallarmunur
sé á hugmyndinni um heilsuþorpið og
þeirri starfsemi sem Heilsustofnun
NLFÍ hefur haft með höndum í
Hveragerði í áratugi. Að mati Vík-
verja væri því eðlilegra fyrir ríkið að
styðja við bakið á frumkvöðlastarf-
semi NLFÍ í Hveragerði í stað þess
að skerða hana eins og jafnvel er útlit
fyrir verði landspildan sem um ræðir
leigð öðrum.
Þá má heldur ekki gleyma því að
stórt og glæsilegt hótel er þegar til
staðar í Hveragerði og án þess að
Víkverji hafi hugmynd um það efast
hann um að nýtingin á því sé svo góð í
dag að samkeppni við annan hótel-
rekstur styrki stöðu þess og þeirra
sem á hótelinu starfa.
x x x
HEILSUSTOFNUN NLFÍ tókformlega til starfa í júlí árið
1955 og síðan hefur starfsemin aukist
hægt og sígandi og húsakostur
stækkað. Á heimasíðu stofnunarinnar
kemur fram að nú eru þar 9.000 fer-
metrar undir þaki og rými fyrir 160
dvalargesti, en árlega koma um 2.500
manns til dvalar í Heilsustofnun og
eru gistinætur um 50.000 talsins.
Þá kemur fram á heimasíðunni að
kjarninn í hugmyndafræði stofnunar-
innar sé að efla heilbrigði, auka vellíð-
an og styrkja einstaklinginn í að bera
ábyrgð á eigin heilsu og velferð. Hlut-
verk stofnunarinnar er tvíþætt, en
hún er annars vegar almenn og sér-
hæfð endurhæfingarstofnun og hins
vegar veitir hún hvíldar- og hressing-
ardvöl. Áhersla er lögð á markvissa
hreyfingu, hollt mataræði, slökun og
hvíld og þá eru fræðsla og fagleg ráð-
gjöf stór þáttur í starfinu og er mest
áhersla lögð á heilsuvernd og bætta
lífshætti. Veit Víkverji ekki betur en
að starfsemi NLFÍ í Hveragerði hafi
sannað sig fyrir löngu og væntir hann
þess að stjórnvöld styrki þá starfsemi
í framtíðinni frekar en að leggja stein
í götu hennar.
ÞAÐ er alveg rétt hjá sölu-
mönnum Landssímans,
Síminn kemur betur út eftir
allt klúðrið. Nú vita þeir
hvernig á ekki að selja
síma. Ameríkaninn hefði
kallað þetta „learning the
hard way“. Við sem horfum
opinmynnt á eftir pening-
unum okkar út um
gluggann (þá á ég við lands-
lýðinn) vonum auðvitað að
þessir „bisnessmenn“ finni
sér eitthvað annað við-
fangsefni að ráðskast með
en peningana okkar eða
hlífi okkur við ráðsmennsku
sinni. Ég hef ekki neinar
áhyggjur af því að Þórarinn
V. Þórarinsson fari fram á
meira en honum ber, eins
skeleggur og hann var að
kveða niður óhófskröfur al-
mennra launamanna sem
töldu sig hafa séð leið til að
komast upp úr hjólförunum
í góðærinu marglofaða.
Já, nú er allt komið á
byrjunarreit og hægt að
hefja leikinn að nýju,
reynslunni ríkari, en nokk-
ur hundruð milljón krónum
fátækari.
Einar Sv. Erlingsson
Kópavogsbraut 11,
200 Kópavogi.
Velsældarferðir
SEM notandi breiðbands-
ins hef ég þann kost að
horfa á allar stöðvar, sem
þar eru til boða, þ.á m.
dönsku stöðvarnar. Þar
sem ég starfaði nokkur ár í
Danmörku er mér mjög
kært að horfa á þær, enda
frábærar. Þær eru með
góðan fréttaflutning og
góða dagskrá. Undanfarna
daga hefur m.a. borið á
góma mál bæjarstjórans í
Farum, sem er staður með
um 30 þús. íbúa. Fyrir
nokkrum dögum lagði lög-
reglan í skjóli myrkurs hald
á allt bókhald bæjarins,
tölvur sem og önnur bók-
haldsgögn, þar sem grunur
lék á um alls kyns misferli
af hálfu bæjarstjórans.
Bæjarstjórinn er farinn í
óákveðið langt frí og er
horfinn sjónum fólks. Nú
ber svo við að í Morgun-
blaðinu 14. þ.m. birtist
grein eftir Sigurlín Svein-
bjarnardóttur sem heitir
„Eldri borgarar frítt til sól-
arlanda“. Þar er fjallað um
kóng, sem var svo örlátur
að gefa öllum bæjarbúum
67 ára og eldri frítt til sólar-
landa, svokallaðar Velsæld-
arferðir, ár hvert að vetri
til. Þessi svokallaði kóngur
er bæjarstjórinn sjálfur,
hinn horfni, frá Farum. Nú
leitar Sigurlín eftir stuðn-
ingi í eitt af efstu sætum
Sjálfstæðisflokksins í Hafn-
arfirði. Ekki efast ég um að
hún mun fá gott brautar-
gengi ef hún getur sýnt
fram á að allir Hafnfirðing-
ar, 67 ára og eldri, eigi þess
kost að fá fría vetrarsól á
hverjum vetri, á kostnað
bæjarins. Ef Sjálfstæðis-
flokkurinn í Hafnarfirði
setur þetta sem kosninga-
loforð er ég ekki í neinum
vafa um, að hann mun halda
velli næstu fjögur árin. En
stóra spurningin er þessi:
Er þetta raunveruleiki eða
kosningablekking? Hverju
svarar Magnús bæjarstjóri
þessu?
Virðingarfyllst,
Svanur Jóhannsson
Kleppsvegi 128,
104 Reykjavík.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Símasölumálið
SIGRÚN Jónsdóttir sendi
Velvakanda bréfkorn
sem birtist föstudaginn
15. febrúar sl. og fjallaði
um rauða kortið hjá
Strætó.
Ástæða þess að við höf-
um verið frekar tregir að
selja kort fram í tímann
er sú að það hefur því
miður viljað brenna við
að þau hafi verið misnot-
uð, þ.e. hafin notkun á
þeim áður en þau taka
gildi. Okkur er hins veg-
ar umhugað um að mæta
óskum viðskiptavina
okkar og höfum því nú
gefið út nýjar leiðbein-
ingar til allra sölustaða
okkar. Þar segir að
græna (30 daga) og
rauða (90 daga) kortið
megi stimpla einn dag
fram í tímann, sé þess
óskað.
Jafnframt er heimilt ef
viðskiptavinur kemur
t.d. á föstudegi og fram-
vísar korti sem gildir
fram á sunnudag og vill
kaupa kort sem tekur
gildi á mánudag að gera
það, en viðskiptavini gert
ljóst að verði kortinu
framvísað í vagni áður
en kemur að gildistíma
megi hann búast við að
vagnstjóri leggi hald á
kortið og það verði síðan
afhent þann dag sem það
tekur gildi. Hvað varðar
gula kortið (14 daga) er
ekki hægt að fá það
stimplað fram í tímann.
Með þessum nýju vinnu-
reglum vonum við að
komið sé til móts við ósk-
ir viðskiptavina okkar.
Við viljum nota tæki-
færið og þakka þær frá-
bæru viðtökur sem
Rauða kortið hefur feng-
ið, enda er hér kominn
mun ódýrari kostur fyrir
þá sem kjósa að nota
strætó að staðaldri.
Kveðja frá Strætó,
Ásgeir Eiríksson
framkvæmdastjóri.
Svar frá Strætó bs.