Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Sveitarstjórnarkosningarnarfara fram hinn 25. maí nk.og hinn 4. maí nk. rennurút frestur framboða til að tilkynna um þátttöku. Stjórnmála- öfl eru um þessar mundir að und- irbúa val sinna manna; karla og kvenna á framboðslista í sveitar- félögum víða um land; hvort sem er með uppstillingu, skoðanakönnun eða prófkjöri. Á sumum stöðum eru listar tilbúnir en á öðrum er miðað við að þeir verði tilbúnir á næstu vikum. Margir eru á því að nú sé almennt erfiðara að fá fólk til að starfa að sveitarstjórnarmálum en áður. Sig- rún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi R-listans í Reykjavík og stjórnar- maður í Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, er ein þeirra. Hún segir að ótal sveitarstjórnarmenn, aðallega af landsbyggðinni, hafi sagt sér að þeim gangi erfiðlega að fá fólk til að taka sæti á framboðslista sökum mikillar vinnu og lélegra launa. „Þessi vandræði eru ekki bundin við neinn ákveðinn flokk eða stjórn- málaöfl,“ segir hún aðspurð. Skemmst er að minnast þess þeg- ar sjálfstæðismenn í Kópavogi aug- lýstu eftir frambjóðendum á fram- boðslista í vetur. Þegar framboðsfrestur rann út kom í ljós að engir hefðu boðið sig fram nema núverandi bæjarfulltrúar og vara- bæjarfulltrúar – alls níu manns. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi tók hins vegar það ráð að bæta við nokkrum nöfnum til við- bótar eftir framboðsfrestinn. Til samanburðar gáfu hins vegar fimm- tán manns kost á sér á framboðs- lista sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir fjórum árum í fyrstu atrennu. Ásgerður Halldórsdóttir, for- maður kjördæmisráðs Suðvestur- kjördæmis Sjálfstæðisflokksins, bendir þó á, í þessu sambandi, að vissulega skipti máli að núverandi bæjar- og varabæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi ætluðu allir að gefa kost á sér aftur. „Það skapast náttúrlega lítið svigrúm fyrir nýja aðila að komast að þegar prófkjörsleiðin er valin,“ segir hún. „Reynslan hefur sýnt að nýir aðilar eiga erf- iðara með að komast inn á lista þeg- ar haldið er prófkjör þar sem allir þeir bæjarfulltrúar sem fyrir eru gefa kost á sér áfram.“ Halldór Jónsson, formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, bendir einnig á að þegar eftir því hafi verið leitað hafi ekki verið erfitt að fá ný nöfn í prófkjör- sbaráttuna. „Við þurftum aðeins að ýta við þeim,“ segir hann. Annað dæmi mætti nefna í þessu ur atvinnustjórnmálaman lista frekar en raun fulltrúar borgaranna me bakgrunn, hagsmuni og sk út í samfélagið.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálms maður Sambands íslenskra félaga, tekur undir það meiri kröfur séu gerðar ti stjórnarmanna. Hann s margir sveitarstjórnarmen í þeirri stöðu að reyna störfum innan sveitarstjór verða æ meira krefjandi tíma og þeir reyni að sin vinnu á öðrum vettvangi. hann: „Atvinnurekendur s ríkan skilning fyrir tuttug tíu árum ef starfsmaðu sveitarstjórnarmálum. Sta gátu þannig farið á fundi í r nefndum á vegum bæjar- e arstjórnar án þess að þe gefið hornauga. Þetta er ö dag; atvinnulífið gerir mik kröfur til starfsmanna s skiptir engu hvort viðkom bæjar- eða borgarstjórn. lífið gerir kröfu um að st urinn sé á staðnum o vinnunni.“ Launakjör ekki nógu Vilhjálmur og fleiri viðm Morgunblaðsins benda á tengt séu launakjör sveit arfulltrúa. „Launakjör fulltrúa hafa almennt ekki takt við auknar starf þeirra,“ segir t.d. einn við Morgunblaðsins en sá h telur að sú staðreynd verð að letja fólk til þátttöku á v sveitarstjórna. Um þetta s hjálmur. „Lengi vel var liti sveitarstjórnum sem einhv ar áhugamál og sveitar mönnum greidd þóknun í við það.“ Bætir hann því vi langt síðan orðið „þóknun“ ið breytt í „laun“ hjá Rey borg, sem sýni þó ákveðna breytingu. Vilhjálmur aðspurður að laun borga séu rétt rúmar eitt hundra kr. á mánuði en borgarful viðbótargreiðslur fyrir a borgarráði og í nefndum o Vilhjálmur telur að launa til sveitarstjórnarmanna m hærri en tekur þó fram að alltaf verið viðkvæmt mál a þær greiðslur. Sigrún Magnúsdóttir, s var vitnað til, telur að sér sambandi en það er framboðslisti sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Upphaflega var stefnt að því að velja fulltrúa á lista í prófkjöri en þar sem þátttakan í boðuðu próf- kjöri náði ekki þeim fjölda sem að var stefnt, þ.e. að a.m.k. tíu manns tækju þátt, var fallið frá prófkjöri og ákveðið að fara uppstillingaleið- ina. Þegar Birna Lárusdóttir, odd- viti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, var spurð að því hvort það gæti verið að erfiðara væri að fá fólk til að starfa í sveit- arstjórnum nú en áður segir hún að það gæti hugsanlega verið. „Það er hugsanlega erfiðara nú en áður að fá dugandi fólk sem á fullt erindi í sveitarstjórnir sennilega vegna þess að það hefur svo mörgum öðr- um hnöppum að hneppa,“ segir hún. Bætir hún því við að skýringin gæti líka legið í því að hlutverk sveitar- stjórna hafi breyst í gegnum tíðina; þ.e. fleiri verkefni hafi færst til sveitarfélaganna en frá þeim. Það þýði að sveitarstjórnarmenn þurfi að gefa sveitarstjórnarmálum meiri tíma en áður. Meiri kröfur Margir aðrir viðmælendur Morg- unblaðsins, sem hafa fylgst með stjórnmálum lengi vel, taka í sama streng og Birna. Einn þeirra segir að sveitarstjórnarmál taki sífellt meiri tíma kjörinna fulltrúa. Verk- efnum sveitarfélaganna fjölgi auk þess sem þau verði viðameiri og tæknilegri. Það þýði að erfiðara verði að sinna sveitar- stjórnarmálum sam- hliða öðrum störfum. Það eigi ekki síst við um borgarfulltrúana í Reykjavík. „Áður var það svo að fólk sem gegndi erfiðum og ábyrgðarmiklum störf- um gat án teljandi vandræða gefið sig að sveitarstjórnarmálum án þess að það kæmi neitt tilfinnanlega niður á öðrum störfum eða á einkalífinu,“ segir hann, en nú er annað uppi á teningnum. Hann bendir á að sam- hliða þessari þróun hafi borgar- fulltrúum sem sinni því starfi alfar- ið og engu öðru farið fjölgandi í Reykjavík. „Það er því miklu stærri ákvörðun í dag að fara í framboð en áður,“ útskýrir hann. Hann bætir því við að vegna þessarar þróunar sé „meiri hætta á að einsleitur hóp- Gefa færri kost á sveitarstjórna en Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna v ýmsir því fyrir sér hvort erfiðara sé að fá fól að gefa kost á sér til þátttöku í sveitarstjórn en áður. Arna Schram kynnti sér málið. Fólk getur fengið útrás fyrir metnað sinn á fleiri sviðum en á sviði stjórn- málanna MÁLEFNI LANDSSÍMANS Þegar ljóst varð, að fyrsti áfangi íhlutafjárútboði í LandssímaÍslands í september hafði ekki gengið sem skyldi var fjallað um þá niðurstöðu í forystugrein Morgun- blaðsins, sem birtist hinn 23. septem- ber sl. Þar sagði m.a.: „Niðurstaðan í fyrstu umferð hluta- fjárútboðs í Landssíma Íslands er áfall fyrir einkavæðingarnefnd, sem hefur undirbúið útboðið og tekið lyk- ilákvarðanir um það, Búnaðarbank- ann, sem sá um framkvæmd þess og fyrirtækið sjálft…Sérfræðingar á fjármálamarkaði hafa haldið því fram, allt frá því tilkynnt var hvert út- borðsverðið yrði, að það væri of hátt. Þá hafa þeir væntanlega ekki átt við að það væri of hátt, þegar tekið væri mið af eignastöðu fyrirtækisins, rekstri og framtíðarmöguleikum, heldur miklu fremur, að það væri of hátt miðað við núverandi markaðsað- stæður. Hins vegar er ljóst að þeir sem taka ákvarðanir um sölu ríkiseigna mega ekki verðleggja þær á þann veg, að í kjölfarið fylgi stöðugar ásakanir um, að viðkomandi fyrirtæki hafi verið selt á útsöluverði. Hér hefur það augljóslega gerzt, að einkavæðingarnefnd og Búnaðar- banki hafa lagt rangt mat á þá mögu- leika, sem væru á að selja fyrirtækið við núverandi markaðsaðstæður á því verði, sem vit væri í fyrir seljandann að selja fyrirtækið á…Vonandi bregst ríkisstjórnin ekki við með því að lækka verðið í þeim áföngum útboðs- ins, sem framundan eru. Það er betra að bíða betri tíðar. Íslenzka ríkið hef- ur efni á því að selja ekki þetta verð- mæta fyrirtæki að sinni.“ Nokkrum mánuðum eftir að þessi umsögn birtist í forystugrein Morg- unblaðsins var orðið nokkuð ljóst, að ekki mundi takast að selja stóran hlut í Landssíma Íslands til erlends kjöl- festufjárfestis, eins og að var stefnt. Í sjálfu sér þarf það ekki að koma neinum á óvart. Undanfarin misseri hafa fjarskiptafyrirtæki um allan heim lent í miklum hremmingum. Sú mikla bjartsýni sem einkenndi þenn- an geira atvinnulífsins fyrir nokkrum árum og endurspeglaðist m.a. í því háa verði, sem þau buðu fyrir rekstr- arleyfi vegna þriðju kynslóðar far- síma, vék fyrir vaxandi rekstrarerf- iðleikum og svartsýni um framtíðina. Þegar markaðsaðstæður úti í heimi eru hafðar í huga er ljóst að líkurnar á því að takast mundi að selja stóran hlut í Landssímanum á viðunandi verði voru mjög takmarkaðar. En jafnframt eru væntanlega lang- flestir landsmenn sammála um, að ekkert vit er í að selja fyrirtækið á til- tölulega lágu verði. Það er ekkert sem knýr ríkið til þess að selja fyrirtækið við svo óhagstæðar markaðsaðstæð- ur. Það er því ástæða til að menn hugsi vel sinn gang áður en næstu skref eru stigin í þessu söluferli. Í tengslum við umræður um sölu Landssímans hafa komið upp önnur mál, sem varða fyrirtækið. Þórarinn V. Þórarinsson lét af störfum sem for- stjóri Landssímans fyrir nokkru, vegna trúnaðarbrests, sem upp hafði komið á milli hans og eigandans, þ.e. ríkisins. Samningur við hann um starfslok hefur verið gagnrýndur. Hreinn Loftsson hefur látið af störf- um sem formaður einkavæðingar- nefndar. Eftir að hann bar ekki leng- ur ábyrgð á störfum nefndarinnar hefur hann gagnrýnt stjórnunarhætti hjá fyrirtækinu harkalega. Ríkisendurskoðun mun skoða þessi álitamál og önnur, sem upp hafa kom- ið og eðlilegt að beðið verði niður- stöðu hennar. Í gær birtust fréttir um, að Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Lands- símans, hefði fengið greiðslur fyrir ráðgjafastörf, sem námu verulegum fjárhæðum og spurningar vöknuðu um það, hvort eðlilegt væri að stjórn- arformaður fengi auk þóknunar fyrir þau störf greiðslur fyrir önnur störf hjá fyrirtækinu. Stjórn Landssímans sat á löngum fundi í gær, þar sem fjallað var um þessar greiðslur til stjórnarfor- mannsins. Í samþykkt, sem stjórn fyrirtækisins sendi frá sér í gær- kvöldi, segir m.a. um þá vinnu, sem starfsmenn fyrirtækisins inntu af hendi vegna áforma um einkavæðingu þess: „Því fylgdi gríðarlegt vinnuálag á alla starfsmenn félagsins, sem stjórnarformaðurinn tók mikinn þátt í samkvæmt samkomulagi við fulltrúa eiganda. Til að tryggja að réttmæti greiðslna til stjórnarformanns fyrir vinnu hans yrði ekki dregið í efa, var ákveðið að ráðuneytisstjórinn í sam- gönguráðuneytinu yfirfæri og áritaði alla reikninga áður en þeir væru sendir til forstjóra Símans til greiðslu. Var þetta fyrirkomulag ákveðið í samráði við Ríkisendur- skoðun, sem hafði sem endurskoðandi félagsins áritað ársreikninga félags- ins án athugasemda.“ Síðar í samþykkt stjórnarinnar segir: „Með tilliti til umfangs vinnu vegna undirbúnings einkavæðingar þá er það sameiginlegt álit stjórnar- innar að sú upphæð, sem hér um ræð- ir sem greiðsla fyrir ofangreinda vinnu, sé sanngjörn.“ En jafnframt lýsa stjórnarmenn þeirri skoðun sinni að það sé „óeðli- legt að formaður stjórnarinnar hafi ekki upplýst þá um ofangreint fyrir- komulag“. Um viðbrögð Friðriks Pálssonar við þessari gagnrýni segir í samþykkt stjórnarinnar: „Stjórnar- formaður harmaði það, sér í lagi í ljósi þess góða og kröftuga starfs, sem unnið hefur verið í stjórninni.“ Það vekur athygli, að Sigrún Bene- diktsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinn- ar, stendur að samþykkt stjórnarinn- ar. Hins vegar gerir Flosi Eiríksson, hinn fulltrúi Samfylkingarinnar, það ekki. Engu að síður er ljóst að í nið- urstöðu sinni skiptist stjórn Símans ekki í flokka milli fulltrúa stjórnar og stjórnarandstöðu. Bæði upphæð og fyrirkomulag ráð- gjafagreiðslna til stjórnarformanns hefur verið gagnrýnt. Meirihluti stjórnar telur rök fyrir upphæðinni en átelur fyrirkomulagið. Það er vissulega spurning, hvort ekki sé eðli- legt, þegar um er að ræða svo stórt fyrirtæki, að stjórnarformaður sé á hærri launum en ella og í raun í hluta- starfi hjá viðkomandi fyrirtæki. Í framhaldi af þessum umræðum er æskilegt að skýrar reglur verði mót- aðar um það hjá hinu opinbera hvern- ig þessu skuli háttað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.